Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 34 42 01 /2 00 4 Í hjarta Mi›-Ameríku liggur Panamaskur›urinn sem er ein stórkostlegasta siglingalei› í heimi. fia› tekur a›eins 1 dag a› sigla í gegnum skur›inn en minningin endist alla ævi. Á›ur en hápunkti fer›arinnar er ná› í Panamaskur›inum eru sko›a›ar perlur á lei›inni eins og Grand Cayman og Aruba. Sigmundur Andrésson fararstjóri kynnir fer›ina í Skálanum á Hótel Sögu í kvöld kl. 20:00. Nánari uppl‡singar um fer›ina á www.urvalutsyn.is og á skrifstofu okkar a› Lágmúla 4. Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu Á skútu í Miðjarðarhafinu 22 sumur: Sjóræningjar og ofviðri Hin franska Daniele Fernandez,kennari við Ármúlaskóla, er ævintýrakona. Frá því hún kom til Íslands 1974 hefur hún notað flest sumur til ferðalaga af einhverju tagi. Fyrstu árin fóru í að kynnast Íslandi og síðustu ár hefur hún snú- ið sér að Afríku. Um tuttugu og tveggja ára skeið varði hún sumr- unum við skútusiglingar um Mið- jarðarhafið. Oftast gekk allt eins og í sögu en einnig lenti hún í hremm- ingum eins og illviðrum og sjóræn- ingjum. Hún segir frá: „Ég var að vinna á skútu sem sigldi með litla hópa um Miðjarðar- hafið. Nýtt fólk kom um borð viku- lega og þeir sem vildu fengu tilsögn í siglingum, aðrir notuðu tímann til að slappa af og sóla sig, auk þess að synda og kafa þegar færi gafst. Ég gerði allt mögulegt um borð annað en að elda. Stýrði, hagræddi segl- um, kenndi farþegunum og passaði upp á að ekkert skorti. Eitt sinn við Sikiley kom bátur á móti okkur, og um borð í honum voru menn sem miðuðu á okkur byssum og heimtuðu peninga. Ég var við stýrið þá. Við kölluðum strax á hjálp í talstöðina og um leið og eigandi skútunnar skipaði öllum konum að fela sig greip hann eigin riffil og beindi honum að bófunum. Þeir hættu því ekki á að koma um borð. Hjálpin kom og við fengum fylgd eins langt og þörf krafði. Tvívegis lentum við svo í brjál- uðu veðri. Í annað skiptið vorum við nærri Korsíku við Suður-Frakkland. Vegna bilunar í tækjum heyrðum við ekki veðurspá og stormurinn brast á eins og hendi væri veifað. Við börðumst við öldur sem náðu tveimur þriðju af hæð mastranna. Skipið var sterkt og við höfðum þetta af en fimm skip fórust. Sonur minn sem alltaf var með mér á skút- unni hefur ekki siglt síðan. Hann fékk alveg nóg. En ég hélt áfram eftir þetta. Ég elska hafið.“ ■ DANIELE ELSKAR HAFIÐ Hún er fædd í Marokkó og flutti til Suður-Frakklands ellefu ára gömul. TRAUST SKIP OG GOTT Við strendur Korsíku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.