Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 10
10 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR BÓKABRENNA Úkraínskir rithöfundar brenndu bækur sín- ar á báli fyrir framan stjórnarráðið í Kiev til að mótmæla aukinni skattlagningu á bókaútgáfu. Tryggingastofnun ríkisins: Lítil viðbrögð við endurgreiðslum TRYGGINGAMÁL Lítil viðbrögð hafa verið við endurgreiðslum Trygg- ingastofnunar ríkisins á útlögðum kostnaði við læknisverk, meðan á deilu sérfræðilækna og heilbrigð- isyfirvalda stóð, að sögn Guðrún- ar Jónsdóttir, upplýsingafulltrúa hjá TR. Endurgreiðslurnar hófust í fyrradag. „Þetta getur verið að koma inn allt árið, þannig að útilokað er að gera sér grein fyrir hversu marg- ir munu sækja endurgreiðslur,“ sagði hún. „Við finnum ekki fyrir þessu núna, því það eru mánaða- mót. Þetta er ekki að setja neitt úr skorðum hér.“ Samkvæmt ákvörðun heil- brigðis- og tryggingaráðherra, Jóns Kristjánssonar, fær fólk, sem hefur greitt læknisverk fullu verði, 2/3 hluta endurgreidda um- fram 18.000 krónur sem er há- marksgreiðsla til afsláttar- skírteinis. Gildir það sama um alla þá sem borguðu fullt verð fyr- ir þjónustu sérfræðilækna frá og með 1. janúar til 13. janúar 2004. „Þessar reglur taka jafnt til allra landsmanna,“ sagði Guðrún. Til endurgreiðslnanna ætlar heilbrigðisráðuneytið 6–7 milljón- ir króna. ■ Lottósvikarar herja á Ísland Lottó- og happdrættissvindl eru algeng. Tilkynningar um háar vinningsupphæðir berast fólki frá útlöndum. Lögreglan telur ástæðu til að vara fólk við. SVINDL „Þetta er maskína sem rekin er af mörgum misjöfnum mönnum víða um lönd, Þúsundir bréfa eru send út og þarf ekki nema eitt hundrað manns til að glepjast svo gróðafyrirtæki séu farin að skila sér,“ segir Jón H. Snorrason hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra um lottó- og happdrættissvindl sem mikið hefur borið á að undan- förnu. Eitt ný- legt dæmið er póstur sem sendur er í nafni fyrirtæk- isins WLC í Hollandi. Í bréfi sem fólk fær í pósti er sagt að við- takandi hafi unnið 50.000 dollara og seg- ist fram- kvæmdastjór- inn undrandi yfir að vinn- ingshafinn hafi ekki vitjað vinningsins. Er gefið í skyn að fyrra bréfið hljóti að hafa týnst í pósti. Vinnings- hafa er gefinn kostur á að senda meðfylgjandi svarbréf innan sól- arhrings með ítarlegum upplýs- ingum, meðal annars greiðslu- kortanúmeri. Til að fá vinninginn verður sendandinn að taka þátt í þýska lottóinu 6/49 sem fram fer laugardaga og miðvikudaga í hverri viku. Þrír kostir eru í boði og felst mismunurinn hversu margar raðir eru keyptar. Verðið er misjafnt, hæst á rúmar 1.500 krónur íslenskar. Jón segir ástæðu til að vara við þessu svindli. Mikið sé lagt í allar umbúðir í þeim tilgangi að skapa trúverðugleika. „Við heyrum í fólki af og til sem hefur látið glep- jast. Þá eru dæmi þess að fólki sé boðið til kaups valíum og viagra. Við getum ekki beitt okkur gegn þessum brotamönnum nema vara við þessu.“ Jón segir aðgengi erlendra að- ila að upplýsingum um einstak- linga hér á landi auðvelt. „Síma- skrá og netfangalistum er dreift af ýmsum ástæðum. Þá eru dæmi um að menn selji slíkar upplýs- ingar. Það er í sjálfu sér ekki refsivert en þá sem selja upplýs- ingarnar getur í sumum tilfellum rennt í grun að þær lendi í hönd- um misjafnra manna.“ Jón segir mjög algengt að fólk hér á landi fái fregnir um lottó- vinninga á Spáni. „Íslendingar ferðast mikið til Spánar og sumir jafnvel keypt lottómiða. Af því telur fólk ekki ólíklegt að hafa unnið og vill gjarnan halda áfram.“ kolbrun@frettabladid.is „Það er í sjálfu sér ekki refsivert en þá sem selja upplýsingarn- ar getur í sumum tilfell- um rennt í grun að þær lendi í hönd- um misjafnra manna. Lærið gundvallaratriðin í þessu vinsæla teikniforriti. N Á M S K E I Ð F R A M U N D A N AutoCad – grunnnámskeið Gerð PDF-skjala fyrir hina ýmsu miðla: Netið, rafbækur, laserprentara o.m.fl. Acrobat (PDF) – grunnnámskeið Viltu læra að taka upp vídeó, klippa og hljóðsetja fyrir kennslu eða vefinn? Nánari upplýsingar á vefnum: http://namskeid.ir.is og í síma 522 6500 Stafræn myndvinnsla, t.d. fyrir kennara Fullt af skemmtilegum námskeiðum IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is GÚSTA Árni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í SPRON: Vill hætta við breyt- ingu í hlutafélag SPRON Árni Þór Sigurðsson, for- seti borgarstjórnar og stjórnar- maður í SPRON vill að hætt verði nú þegar við áform um hluta- félagavæðingu SPRON. Á fundi stjórnar SPRON í gær var rætt um málefni sparisjóðs- ins, í ljósi stjórnarfrumvarps við- skiptaráðherra um fjármálafyrir- tæki. Ákveðið var að bíða með ákvarðanir í málinu, en í bókun sem Árni lagði fram segist hann telja rétt að hætta við áformin. Árni vísaði til þess að við- skiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp sem í raun komi í veg fyrir löglegan samning SPRON og KB-banka og þess, að SPRON hafi ætíð ætlað sér að vinna í samræmi við lög. „Tel ég rétt að stjórn SPRON ákveði nú þegar að leggja til hlið- ar áform um að breyta SPRON í hlutafélag,“ segir í bókun Árna. ■ SCHWARZENEGGER Það kostaði Arnold Schwarzenegger hátt í tvo milljarða íslenskra króna að sannfæra kjósendur í Kaliforníu um að hann væri hæfastur til að gegna embætti ríkisstjóra. Ríkisstjórakosningar: Kostuðu sex milljarða KALIFORNÍA, AP Kosningaherferðir helstu frambjóðenda í ríkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu í október á síðasta ári kostuðu sem svarar yfir sex milljörðum íslenskra króna sam- tals. Kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarz-enegger, sem fór með sigur af hólmi, eyddi um þriðjungi þessar- ar upphæðar. Hann dró sem svarar um 700 milljónum úr eigin vasa en afgangurinn kom frá ýmsum fyrir- tækjum og fjármálastofnunum. Heildarkostnaðurinn við kosn- ingabaráttuna þykir mjög hár í ljósi þess að hún stóð aðeins yfir í tæpa tvo mánuði. ■ ENDURGREIÐSLUR Reikningar fyrir læknisverk sem sjúklingar greiddu að fullu á deilutíma sérfræðilækna og heilbrigðisyfirvalda geta verið að skila sér fram til næstu áramóta. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis segir rétt að leggja nú þegar til hliðar áform um hlutafélagavæðingu SPRON. ÞÚ VANNST 50.000 DOLLARA! Þessa dagana berst einstaklingum bréf í pósti þar sem þeim er tjáð að þeir hafi unnið 50.000 dollara. Er um að ræða eitt af mörgum lottó- og happdrættissvindlum sem berast erlendis frá. VILJA SKAPA TRÚVERÐUGLEIKA Mikið er lagt í umbúðir til að skapa trúverðugleika. Aldraðir vistmenn: Fluttir í lík- húsið SVÍÞJÓÐ, AP Um það bil 30 vistmenn á dvalarheimili aldraðra í Arvika í Svíþjóð verða fluttir í líkhús staðar- ins nokkru fyrr en þeir höfðu gert ráð fyrir. Ráðast á í endurbætur á dvalarheimilinu og því þarf að koma vistmönnum fyrir annars staðar á meðan. Húsnæðið sem varð fyrir valinu er líkhús bæjarins. Lítið verður þó eftir til að minna á líkhús þegar vistmennirnir flytjast þangað því allur búnaður líkhússins verður fluttur á brott en þess í stað komið upp öldrunardeild til bráða- birgða, segir yfirmaður félags- þjónustunnar á staðnum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.