Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 21
Fólki af erlendum uppruna hef-ur fjölgað umtalsvert hér á landi síðustu áratugina. Það er fagnaðarefni að mínu áliti og eyk- ur fjölbreytileika í samfélaginu, opnar okkur Íslendingum nýjar víddir, kennir okkur nýja siði og áður lítt þekkta menningu fjar- lægra þjóða. Þess vegna eigum við að taka þessum nýju Íslend- ingum opnum örmum og hjálpa þeim að aðlagast og verða nýtir og hamingjusamir einstaklingar á okkar ísa kalda landi. Nú er svo komið að tæplega 20.000 Íslendingar eru af erlendu bergi brotnir, eða 6,6% þjóðarinn- ar. Þessi þróun hefur átt sér stað hérlendis á tiltölulega skömmum tíma, mestan part á síðustu 10-15 árum. Nú finnst okkur öllum sjálf- sagt og eðlilegt að hitta fólk á förn- um vegi, sem hefur annan litarhátt en forfeður og formæður okkar Ís- lendinga. Það þótti hins vegar tíð- indum sæta hér á árum áður, ef fólk sást á ferli hér á Íslandi, sem hafði dökkan eða gulan litarhátt. Sjálf minnist ég þess úr eigin æsku, upp úr miðju síðustu aldar, að aldrei sá ég fólk með dökkan lit- arhátt, öðruvísi en í sjónvarpi eða blöðum. Það var ekki fyrr en í kringum 1965-70, þegar ég ferðað- ist til útlanda í fyrstu skiptin, að ég mætti blökkumönnum á götu í London. Það var eftirminnileg upp- lifun og ég man að ég dáðist að glæsileika þeirra. Jafnvel þótt hér á landi hafi verið bandarísk herstöð starfandi frá stríðsárunum varð það ekki einu sinni til þess að blökkumönn- um brygði fyrir. Ástæða þess var seinna upplýst og hún var sú að ís- lensk stjórnvöld höfðu farið þess á leit við bandarísk yfirvöld að í herliðinu á Miðnesheiði yrðu ekki litaðir menn. Þessi afstaða ís- lenskra stjórnvalda segir mikið um þekkingarleysi og fordóma hérlendis á þessum tíma – fyrir 50 árum eða svo. Nýbúar og launalægstu störfin Á þessum viðhorfum hafa al- mennt orðið ánægjulegar breyting- ar og aukin þekking. Ég hygg að langstærstur hluti þjóðarinnar taki þessum nýju Íslendingum opnum örmum. Á hinn bóginn er það ekki alltaf vandalaust að bjóða fólk vel- komið til nýrra heimkynna. Það þarf að hjálpa því og aðstoða fyrstu skrefin, upplýsa það og fræða og tryggja því mannsæmandi lífs- afkomu. Nágrannaþjóðir okkar, til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirn- ar, gengu í gegnum þessi verkefni fyrr en við og á ýmsu hefur gengið hjá þeim. Þar var viðmiðið um of það að flytja inn vinnuafl frá útlön- dumsem gæti tekið að sér launa- lægstu störfin. Og í allt of mörgum tilvikum festust þessir nýju Norð- urlandabúar á þeim básnum. Því miður bendir margt til þess að við séum að falla í svipað far, það er að segja að nýju Íslendingarnir festist í láglaunastörfum. Í heilbrigðis- kerfinu, svo sem á Landspítala, þangað sem ég hef sjálf þurft að sækja góða þjónustu síðustu miss- erin, verður maður þess var að konur af erlendum uppruna eru áberandi í þjónustustörfunum á gólfinu; í láglaunastörfunum við þrif, matargerð og þess háttar. Mér hefur verið sagt að konur og karlar sem vinna á Landspítala eigi rætur að rekja til um 60 landa. Og lang- flest þetta fólk er í láglaunastörf- um á sjúkrahúsinu. Samfara þessu er fyrirliggjandi að brottfall nýbúa úr námi er miklu meira en almennt gerist og allt of fáir sækja framhaldsnám eða há- skólanám. Á þessu vandamáli verð- ur að taka föstum tökum. Við Íslendingar eigum að hafa þann metnað að búa vel að þessum nýju íbúum og gera þeim kleift að auðga hér mannlíf og þekkingu. Það gerum við best með því að skapa þessu fólki nákvæmlega sömu skilyrði og okkur hinum. Ég trúi því að almennt standi vilji Ís- lendinga til þess. Þannig skynja ég það að kynþáttafordómar séu hér á hröðu undanhaldi og séu frekar litlir sem betur fer, enda erum við Íslendingar mikið að ferðast og kynnumst fjölda fólks af erlendum grunni. Tækifæri til staðar Heimurinn er enda að „minnka“ með batnandi samgöng- um og stórauknum ferðalögum fólks heimsálfa á milli. Þannig erum við Íslendingar býsna vel sigldir og þúsundir Íslendinga hafa dvalið erlendis við nám eða störf árum saman og komið aftur heim með nýja heimssýn, þar sem víðsýni og virðing fyrir öllu fólki, hvar sem það býr í heiminum, er grundvallaratriði. Allt þetta hjálpar okkur til að takast á við það mikilvæga verk- efni að búa vel að Íslendingum með erlendan bakgrunn. Það þarf um- fram allt að gerast með jákvæðum hætti. Við Íslendingar erum aðeins 280 þúsund talsins og „maður á mann aðferðin“, þar sem fólk lítur til með náunganum, er árifamikil í þessum efnum sem öðrum. Einnig er afar mikilvægt að yfirvöld standi vel vaktina og líti fyrst og síðast á það sem samfélagslegt verkefni, en ekki lausn á vanda- málum, þegar hinum nýju Íslend- ingum er hjálpað til að aðlagast. Ýmislegt hefur verið vel gert. Nefni ég þar fyrst til sögu starf- semi Alþjóðhúss, sem sett var af stað fyrst og fremst fyrir tilstuðlan Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins og Reykjavíkurborgar, með góðu samstarfi við nágrannasveit- arfélögin; Hafnarfjörð, Kópavog og Seltjarnarnes. Mikilvægt er að hlúð sé vel að þeirri starfsemi og Alþjóðahúsinu veitt fjármagn og aðstaða til að færa út kvíar til að standa fyllilega undir nafni. Eins og fyrr segir erum við Ís- lendingar skammt á veg komnir miðað við aðrar þjóðir í þróun þess- ara mála, þ.e. að taka á móti stórum hópum fólks frá útlöndum, sem hér vill setjast að. Við eigum að læra af mistökum annarra þjóða. Ýmislegt bendir því miður til þess að við séum um sumt að falla í sömu gryfjur og þær, t.d. varðandi lág- launastörf og lágt menntunarstig nýbúa. Í þeim efnum þarf að snúa við blaðinu þegar í stað. Við eigum að freista þess að nýta hið jákvæða sem í þessum nýja mannauði felst, svo sem nýja reynslu, nýja þekk- ingu og nýja hugsun. Tækifærin til þess eru til staðar, ef við stöndum rétt að málum. Íslendingar gætu orðið fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum, ef vel er á verki haldið, þar sem blómstrar fjöl- menningarlegt samfélag með ís- lenskum undirtóni, þar sem fólk ber virðingu hvert fyrir öðru, ólíkri reynslu þess og menningararfi. ■ Fjölmenning á Íslandi: Íslendingar með erlendan uppruna U ndanfarin tvö ár hefur Vaka verið í forystu í Stúdenta- ráði Háskóla Íslands og á þess- um tíma hefur fylkingin náð miklum árangri í hagsmunabar- áttu stúdenta. Vaka hófst þegar handa við að þrýsta á uppsetn- ingu lykilkortakerfis í bygging- um Háskólans, enda eðlilegt að tryggja stúdentum óheftan að- gang að vinnustað sínum. Fyrir tveimur árum var málið enn á teikniborði háskólayfirvalda en Vaka tók forystu í málinu, kann- aði ýmsar hliðar framkvæmdar- innar og greiddi götu hennar. Í dag er uppsetningu lykilkorta- kerfis í Odda lokið og á næstu dögum verður lykilkortum dreift til nemenda. Hér má þó ekki láta staðar numið og það er stefna Vöku að tryggja öllum stúdentum aðgang að bygging- um skólans. Stúdentar nota netið í aukn- um mæli við nám sitt. Uppsetn- ing á þráðlausu neti í bygging- um skólans er langt komin en vegna ábendingar frá Stúdenta- ráði verður sett upp þráðlaust net í stofum Aðalbyggingar inn- an skamms. Þá vill Vaka að þráðlaust net verði til staðar á öllum lessvæðum Þjóðarbók- hlöðunnar en ekki einungis á af- mörkuðum svæðum eins og nú er. Biðlistar eftir úthlutun íbúða á stúdentagörðum styttust veru- lega þegar stærsta fjölbýlishús í hverfi stúdentagarðanna var tekið í notkun í október síðast- liðnum og í nóvember varð ára- langt baráttumál Vöku að veru- leika þegar matvöruverslun opnaði á jarðhæð byggingarinn- ar. Á starfsárinu hefur verið þrýst á um uppbyggingu stúd- entagarða í öðrum sveitarfélög- um og einnig liggur fyrir vilja- yfirlýsing frá borgarstjóra um úthlutun lóða fyrir stúdenta- garða í Reykjavík. Hagsmunamál stúdenta eru margvísleg og lausnirnar þurfa ekki alltaf að vera flóknar eða dýrar. Í vorprófunum var enn ekki búið að setja upp klukkur í prófstofur en málið hafði lengi verið til meðferðar innan Há- skólans. Stúdentaráð, undir for- ystu Vöku, tók af skarið, keypti klukkur og fékk leyfi til þess að setja þær upp í jólaprófunum. Þetta er gott dæmi um það hvernig Vaka leysir vandamálin, stór og smá, í stað þess að út- hrópa þau. Því verðum við að halda vöku okkar og tryggja Vöku áframhaldandi forystu í Stúdentaráði. ■ Þorgerður Katrín Gunnars-dóttir á fund við stúdenta Háskóla Íslands í dag. Fundurinn markar tímamót því stúdentum gefst í fyrsta sinn í langan tíma tækifæri til að inna menntamálaráðherra svara við áleitnum spurningum um stefnu yfirvalda í málefnum Háskólans. Hvaða hlutverk ætla menntamálayfirvöld Háskólan- um í framtíðinni? Er upptaka skólagjalda á stefnuskránni eða verða almennar fjöldatakmark- anir að veruleika? Röskva leggur áherslu á að Háskólanum verði tryggður rekstrargrundvöllur sem fjöl- breyttur þjóðskóli sem stendur öllum opinn. Það verður hvorki gert með skólagjöldum né al- mennum fjöldatakmörkunum. Séu framlög til háskóla í OECD-löndunum skoðuð sést að Ísland er undir meðallagi, Há- skólinn skuldar 300 milljónir króna fyrir árið 2002 og allt lítur út fyrir að skuldir skólans muni hækka eftir árið 2003 um annað eins. Þrátt fyrir þetta hefur Þor- gerður Katrín, menntamálaráð- herra, sagt að Háskólinn sé ekk- ert blankur. Fjárveit- ingar til Há- skóla Ís- lands eru byggðar á fjölda nem- enda. Það er grundvallar- atriði að Há- skólinn fái greitt fyrir alla þá nem- endur sem stunda nám við skólann. Fyrir árin 2001 til 2003 var ekki greitt fyrir alla stúd- enta við Háskólann. Fyrsta skrefið í baráttunni fyrir bætt- um fjárhag skólans væri að leið- rétta þennan mismun. Það er ótækt að Háskólanum sé skylt að taka við öllum umsóknum ný- nema ef yfirvöld neita á sama tíma að greiða fyrir sérhvern stúdent. Röskva krefur menntamála- ráðherra um skýr svör varðandi málefni Háskóla Íslands. Stúdentar, tökum höndum saman og fjölmennum á fund með menntamálaráðherra í dag. ■ Íslenska fiskveiðistjórnunar-kerfið leiðir það af sér vegna framsalsins, að atvinnuréttur fólks hvar sem er á landinu er í al- gjörri óvissu, hvort sem er á Ak- ureyri eða Sandgerði. Þeim sem á stærri útgerðarstöðunum búa ætti nú að vera þetta ljóst. Að afhenda fáum útvöldum all- an fiskinn í sjónum umhverfis landið okkar er mesta brjálæði Ís- landssögunnar. Um það bil 500 milljarðar hafa verið gefnir fáum útvöldum og aðrir mega éta það sem úti frýs. Fólkið sem bjó til veiðireynslu sægreifanna situr eftir í verðlausum eignum hring- inn í kringum landið. Hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar sem hafa menntað sig til starfa til sjós hafa ekki að neinu að hverfa, helmingur sjó- manna er leiguliðar með einum eða öðrum hætti. Hverju skilar kvótakerfið? Árangurinn af fiskveiði- stjórnunarkerfinu er ekki neitt til að hæla sér af, skuldir upp á 220- 230 milljarða hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum og margir skulda háar upphæðir í hlutabréfum í sömu fyrirtækjum. Ástand fiski- stofna er í sögulegu lágmarki að mati Hafrannsóknastofnunar. Að stela lífsbjörginni frá fólk- inu í landinu á eftir að leiða af sér harða baráttu og sennilega hörð- ustu baráttu í sögu þjóðarinnar. Það er enginn öruggur. Þess vegna verðum við að breyta um stjórn fiskveiða með góðu eða illu. Dýrt að verja kvótakerfið Rekstur Fiskistofu kostar 650 milljónir til að verja fiskinn í sjónum fyrir sægreifana. Á sama tíma erum við að setja 157 millj- ónir til Fíkniefnalögreglunnar, sem ætlað er að berjast gegn mesta böli æskunnar og verja framtíð Íslands. Er þörfin svona miklu meiri við að verja kvóta- kerfið, að stjórnvöld verði að verja til þess fjórfalt meiri fjár- munum en í fíkniefnavarnir? Verða menn ekki að staldra við og hugsa sinn gang upp á nýtt? Er ekki kominn tími til að snúa af villu vegar, maður spyr: Hvað ætla stjórnarflokkarnir að halda brjálæðinu lengi áfram með öllu því óréttlæti og spillingu sem þessu kerfi fylgir? ■ Í NÁMSFLOKKUM REYKJAVÍKUR „Við Íslendingar eigum að hafa þann metnað að búa vel að þessum nýju íbúum og gera þeim kleift að auðga hér mannlíf og þekkingu,“ segir Snjólaug í grein sinni. SNJÓLAUG G. STEFÁNSDÓTTIR ■ uppeldisfræðingur skrifar um að nýta hið jákvæða sem felst í mannauði nýrra Íslendinga. Umræðan GRÉTAR MÁR JÓNSSON ■ varaformaður Frjálslynda flokksins skrifar um kvótakerfið. Umræðan Menntamálaráðherra fundar með stúdentum HANNES RÚNAR HANNESSON Skipar 4. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. GUNNAR ÖRN HEIMISSON Skipar 1. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. ARI TÓMASSON Situr í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku. 21FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004 Öflug forysta Vöku í Stúdentaráði Breytum stjórn fiskveiða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.