Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 14
14 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Bandaríkin ■ Afríka APAKONUNGURINN SKREYTTUR Ungur Malasíubúi leggur blómsveig um háls apakonungsins í Kuala Lumpur í tilefni af Thaipusam-hátíð hindúa. Hátíðin á rætur að rekja til Indlands en þar er hún bönnuð með lögum. Opinberir styrkir til eldis sjávardýra: Helmingurinn í lúðueldi FISKELDI Fiskeldi Eyjafjarðar hefur frá árinu 1991 fengið samtals 134 milljónir króna í styrki vegna verk- efna sem tengjast eldi sjávardýra. Styrkirnir hafa nær eingöngu verið veittir vegna lúðueldis. Þetta kemur fram í svari sjávar- útvegsráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, Samfylking- unni. Samtals nema opinberir styrkir til eldis sjávardýra rúmum 259 milljónum króna síðustu 13 ár. Lúðueldi Fiskeldis Eyjafjarðar hef- ur því fengið rúman helming allra opinberra styrkja frá árinu 1991. Á sama tíma hefur Stofnfiskur fengið 20,3 milljónir króna í styrki vegna ýmissa rannsókna, svo sem á lúðu til eldis, á rauðu sæeyra og vegna þorskeldis. Sæbýli í Vogum hefur frá árinu 1996 fengið samtals 13,2 milljónir í styrki vegna eldis á sæeyra. Hafrannsóknastofnunin og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafa samtals fengið 33,3 milljónir króna, til sameiginlegra verkefna eða einar sér. Samtals hafa fimm of- angreindir aðilar fengið tæplega 80% allra styrkja til eldis sjávar- dýra síðustu 13 ár. Meðal verkefna sem hafa hlotið styrki, auk þorsk- og lúðueldis, eru meðal annars verkefni tengd eldi á hlýra, barra, sandhverfu og ýsu. ■ Á fjórða þúsund án heimilislæknis Áætlað er að á fjórða þúsund manns séu nú án heimilislæknis á svæði Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn forstjóra hennar. Sjálfstætt starfandi heimilislæknum hefur farið fækkandi. HEILBRIGÐISMÁL „Það má áætla að á fjórða þúsund manns séu nú án heimilislæknis á svæði Heilsu- gæslunnar,“ sagði Guðmundur Einarsson forstjóri hennar, spurður um fjölda fólks á biðlista eftir slíkri þjónustu. Guðmundur undirstrikaði að ekki lægju fyrir nákvæmar töl- ur um þennan fjölda. Það svæði sem Heilsugæslan þjónar nær yfir Reykjavík, Kópavog, Sel- tjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjósar- sýslu og Þingvallasveit. „Það hefur gengið erfiðlega að keyra saman skrár Trygg- ingastofnunar ríkisins yfir sjálfstætt starf- andi heimilis- lækna annars vegar og svo þær skrár sem eru hjá heilsu- gæslustöðvunum og jafnvel þær skrár sem þar eru, innbyrðis,“ sagði Guðmundur. „Þannig getur verið um tvítalningu að ræða í einhverjum tilvikum.“ Ef við tökum hins vegar tölur yfir þá sem eru skráðir og drög- um það frá heildarfjöldanum eru þetta ekki svo margir. En vegna óvissu af þeim sökum sem ég nefndi og svo því að það geta ein- hverjir utan af landi verið skráð- ir á einhverja lækna hér giska ég á að á því svæði sem við þjónum geti þeir verið á fjórða þúsund sem hafa ekki heimilislækni. Hægt verður að fá nákvæmar töl- ur þegar búið verður að uppfæra sjúkraskrárkerfin sem við erum með núna. En það eru aðrir hlutir í forgangi sem stendur.“ Guðmundur sagði enn fremur að til stæði að opna nýja heilsu- gæslustöð í Voga- og Heima- hverfinu þar sem byggju um níu þúsund manns. Stefnt væri að því að hún tæki til starfa fyrir lok þessa árs. Meðan engin stöð væri til staðar á svæðinu væri það erfiðleikum háð að veita fólki þar nógu góða þjónustu. Það yrði að vera hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum eða á stöð sem ætlað væri að þjóna öðrum svæðum. „Sjálfstætt starfandi heimilis- læknum hefur fækkað að undan- förnu,“ sagði Guðmundur. „Þeir voru 16-17 fyrir fjórum árum en eru nú 10 eða 11. Á sama tíma hefur læknum á heilsugæslu- stöðvunum fjölgað. Nú liggur fyrir áætlun um fimm lækna til viðbótar á þessu ári á svæði Heilsugæslunnar. Inni í þeirri aukningu eru ekki taldir læknar á nýju Vogastöðinni, því ég er ekki viss um að það takist að koma henni í notkun á árinu. Ef við teljum hana með geta verið tveir læknar til viðbótar þar.“ jss@frettabladid.is Bankar í samstarf: Kortavæða Kínverja SHANGHAI, AP Fyrstu Kínverjarnir fara fljótlega að greiða fyrir vörur sínar með kreditkortum frá Visa. Hingað til hafa stjórnvöld ekki leyft greiðslukort frá alþjóðlegum keðj- um en nú hefur Citigroup í samvinnu við Shangai Pudong þróunarbankann hafið útgáfu á Visa-kreditkortum í Kína með leyfi stjórnvalda. „Við höfum mjög, mjög stór áform fyrir Kína,“ sagði Charles O. Prince, forstjóri Citigroup. Erlendir bankar telja að greiðslukortamark- aðurinn í Kína geti reynst gullnáma þar sem kínverskir neytendur séu að vakna fyrir möguleikum greiðslu- korta. ■ TAMAGOTCHI Fyrri kynslóðin gat verið alsæl og vansæl en nýja kynslóðin verður ástfangin. Næsta kynslóð: Ástfangin leikföng TÓKÍÓ, AP Þau fara á stefnumót, verða ástfangin og eignast börn. Þau eru ný kynslóð af Tamagotchi- tölvugæludýrunum sem urðu vin- sæl á síðasta áratug síðustu aldar en voru tekin úr sölu skömmu fyr- ir aldamót. Þá höfðu um 40 milljón gæludýr selst á heimsvísu. Nýja útgáfan, sem kemur á markað í Japan í næsta mánuði, getur haft samband við önnur gæludýr og eigendur þeirra geta látið þau taka þátt í átkeppnum eða gefið öðrum gæludýrum blóm. ■ „Sjálfstætt starfandi heimilislækn- um hefur fækkað að undanförnu. KEIKÓ MINNST Í OREGON Þann 20. febrúar næstkomandi verður haldin minningarathöfn um há- hyrninginn Keikó í Oregon Coast- sædýrasafninu. Keikó, sem drapst í Taknesfirði í Noregi 12. desember síðastliðinn, dvaldi í þessu safni á árunum 1996 til 1998. Fyrirhugað er að setja upp bronsstyttu af Keikó í safninu. FARÞEGALESTIR RÁKUST Á Á fimmta tug manna slasaðist lítil- lega þegar tvær farþegalestir rákust á í miðborg Chicago. At- vikið átti sér stað á háannatíma. Önnur lestin rakst aftan á hina í beygju með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu í lestarvögnunum og farþegar köstuðust til. BISKUPSDÆMI GREIÐIR BÆTUR Kaþólska biskupsdæmið í Spring- field í Illinois hefur ákveðið að greiða 28 fórnarlömbum kynferð- islegrar misnotkunar sem svarar yfir 200 milljónum íslenskra króna í bætur. Fólkið var misnot- að kynferðislega af einum af prestum biskupsdæmisins á átt- unda og níunda áratugnum. Bisk- upsdæmið hefur beðist opinber- lega afsökunar. TUGIR FÓRUST ÞEGAR BÁTI HVOLFDI Að minnsta kosti 42 fór- ust þegar báti hvolfdi á stöðuvatni í vestanverðu Úganda. 37 manns hefur verið bjargað á lífi en ekki liggur fyrir hversu margir voru um borð í bátnum. Enn er leitað að líkum meðfram ströndum Albert- vatns. Talið er að báturinn hafi ver- ið yfirfullur af fólki og farangri. STARFSMANNI SÞ RÆNT Þýskum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu hefur verið haldið í gísl- ingu síðan 29. janúar. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur krafist þess að Rolf Helmrich verði látinn laus án tafar en ekki liggur fyrir hverjir halda honum föngnum. Engin viðurkennd ríkisstjórn hefur verið í Sómalíu síðan árið 1991. HEILSUGÆSLA Þeir sem eru án heimilislæknis leita ýmist til sjálfstætt starfandi lækna eða fara á heilsu- gæslustöðvar. Umsvif vegna Impregilo hjá Vinnumálastofnun: 17 leyfi veitt og 30 umsóknir í bið ATVINNUMÁL Um 30 umsóknir frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo liggja nú fyrir hjá Vinnumálastofnun. Fyrirtækið sækir þar um atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn sína á Íslandi. Fyrir utan ofangreindar umsóknir hefur Vinnumálastofnun þegar veitt 14 erlendum starfsmönnum frá Impregilo atvinnuleyfi það sem af er þessu ári. Heiða Gestsdóttir hjá Vinnu- málastofnun sagðist ekki hafa yfirsýn yfir það hvort einhverjir hyrfu af landi brott í stað þeirra sem sótt hefði verið um fyrir. „Þeir sem sótt hefur verið um fyrir nú hafa allir unnið hjá fyrirtækinu áður,“ sagði hún. „Þessir menn eru að koma frá ýmsum löndum, þar sem þeir hafa unnið.“ Af þeim ríflega 900 manns sem starfa nú á Kárahnjúka- svæðinu eru ríflega 40 prósent Íslendingar. Hlutfall þeirra mið- að við erlenda starfsmenn hefur aukist jafnt og þétt frá því að framkvæmdir við virkjunina hófust. Lægst var það 20 pró- sent íslenskra starfsmanna á móti 80 prósentum erlendra. ■ Styrkir til eldis sjávardýra 1991-2003 í milljónum króna 1991 19,7 1992 18,5 1993 18,4 1994 19,0 1995 19,4 1996 19,5 1997 19,0 1998 19,8 1999 21,1 2000 15,0 2001 25,493 2002 23,905 2003 20,287 Samtals 259,085 Styrkir til eldis sjávardýra 1991-2003 Hæstu styrkir í milljónum króna Fiskeldi Eyjafjarðar 133,9 - 52% Hafró og RF 33,3 - 13% Stofnfiskur 20,3 - 8% Sæbýli 13,2 - 5% Samtals 200,7 - 78% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Á SJÚKRAHÚSI Á þriðja hundrað manns eru særðir eftir árásirnar. Árásirnar í Irbil: Yfir hund- rað látnir IRBIL, AP Í það minnsta 109 manns hafa látist af völdum tveggja sprengjuárása í kúrdísku borg- inni Irbil um helgina. Búist er við að tala látinna eigi enn eftir að fara hækkandi. Átta létust aðfaranótt miðviku- dags að sögn Mahmouds Othman, meðlims í framkvæmdaráði Íraks. Á þriðja hundrað manns til viðbótar eru sárir og eru menn vonlitlir um líf sumra þeirra. Sjálfsmorðsárásirnar tvær eru þær mannskæðustu í Írak. Áður höfðu flestir fallið í árás fyrir utan mosku í borginni Najaf. Þá létust 85 manns hið minnsta. ■ STARFSMANNAMÁL Á KÁRAHNJÚKASVÆÐINU Starfsmenn Impregilo á virkjanasvæðinu norðan Vatnajökuls koma frá ýmsum löndum, þar sem þeir hafa starfað á vegum fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.