Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 42
38 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki SÝND kl. 3.45 og 5.50 SÝND kl. 10 B i 14 áraMASTER & COM... kl. 4 m/isl. taliÁLFUR SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 4, 6 & 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 12 ára SÝND kl. 6 og 8 kl. 10 B i 16 áraMYSTIC RIVER kl. 10 B i 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 6 og 8KALDALJÓS BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M/ÍSL TALI THE HAUNTED MANSON kl. 4, 6, 8 og 10 kl. 8FRÖKEN kl. 6AÐ VERA OG HAFA kl. 10.15ÓVINURINN kl. 10EVRÓPUGRAUTUR FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.50 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 4 og 6HONEY SÝND kl. 6, 8 og 10 B i 14 ára SÝND Í VIP kl. 8 FORSÝNING kl. 8 Brjóst Janetar Jackson komst áspjöld sögunnar yfir helgina þegar það varð að mest umbeðna leitarorði í sögu inter- netsins. Myndir af at- vikinu, sem átti sér stað á sunnudag, þegar Justin Timberlake reif klæðnað söng- konunnar með þeim afleiðingum að brjóst hennar stóð úti sló öll leitarmet á Netinu og hafa aldrei jafn margir leitað að sama hlutn- um á einum degi. Í kjölfar „brjóstahneykslis“Janetar Jackson hafa framleið- endur Grammy-verðlaunahátíðar- innar ákveðið að hafa nokkurra sekúndna frestun á útsendingu hátíðarinnar af ótta við að þeir listamenn sem koma fram taki upp á svipuðum látalátum. Þannig geta þeir komist hjá því að það sem gerist uppi á sviði komist endilega fyrir sjónir sjón- varpsáhorfenda, taki þeir upp á því að girða niður um sig eða eitt- hvað þvíumlíkt. Lögreglan í Cornwall í Bretlandihefur í hyggju að sekta Noel Gallagher fyrir að ganga á lestar- teinum frá heimili sínu í hljóðverið þar sem hann vinnur þessa dag- ana. Dag- blaðið The Sun náði myndum af popparanum þar sem hann gekk á teinunum í rólegheitunum. Það er ólöglegt að fara inn á svæðið þar sem teinarnir eru og óttast lögregluyfirvöld að yngri aðdá- endur kappans taki upp siði hans. Sektin við slíku uppátæki er um 125 þúsund krónur. Sarah Jessica Parker hefur áttmjög erfitt með sig við tökur á síð- asta þætti sjónvarpsser- íunnar Sex and the City. Hún brast oft í grát á með- an á tökum þáttarins stóð og þurftu meðleikkonur hennar í þáttunum að leggja sig allar fram við að hugga hana. Söngvarinn Luther Vandross erþað heilsulítill að hann treystir sér ekki til þess að mæta á Grammy- verðlauna- hátíðina sem fer fram á sunnudag. Vandross, sem er til- nefndur fyrir plötu sína Dance With My Father, fékk hjartaáfall í apríl á síðasta ári og hefur ekki enn náð sér að fullu. Ákveðið hefur verið að haldaminningarathöfn um háhyrn- inginn Keikó í sædýrasafninu Oregon Coast Aquarium þann 20. febrúar næstkomandi. Á dag- skránni eru minningarræður frá fyrrum gæslumönnum hans, ljós- myndasýning frá ævi hans auk þess sem ævi háhyrningsins verð- ur rifjuð upp. Keikó átti heimili á sædýra- safninu í tvö ár á þeim tíma sem hann átti sem mestri hylli að fagna á árunum 1996–1998. Eins og hver Íslendingur veit líklegast þá lést Keikó þann 15. desember síðastliðinn af lungna- bólgu. Við minningarathöfnina verður ferðalagi hans til Íslands minnst og veru hans í Vestmanna- eyjum. ■ Nú velta slúðurblöðin íHollywood sér upp úr því hvort mögulegt sé að glæsilegt útlit Nicole Kidman í myndinni Cold Mountain hafi hugsanlega kostað myndina Óskarstil- nefningar. Í myndinni leikur Nicole einstæða konu sem reynir að fleyta sér áfram á krepputímum borgar- styrjaldarinnar í Bandaríkjunum. Á meðan Nicole á varla fyrir mat ofan í kokið á sér lítur hún út eins og forsíðufyrirsæta. Telja menn það draga úr trúverðug- leika myndarinnar. Áherslan á hátíðinni á síðastaári var meira á íslenska tón- list en áður,“ segir Arnar Knúts- son, framleiðandi hjá Filmus, sem stendur á bak við heimildarmynd- ina sem sýnd verður í Sjónvarp- inu í kvöld. „Það voru færri stór bönd og í þessum þætti erum við ekkert að sýna neitt af þessum út- lendu böndum, bara glefsur af þeim. Þátturinn er bara hálftími en það verður sýndur annar 90 mínútna þáttur í mars. Þetta er því nokkurs konar yfirferð yfir hátíðina, síðar fáum við að sjá meira af hljómsveitunum og fleiri sveitir.“ Arnar fagnar því að Sjónvarpið skuli sýna svona þætti og segir merka sögulega heimild vera þarna á ferð. „Það er mjög mikilvægt að sjónvarpsstöðvar taki sig til og láti mynda þetta. Hvar annars staðar á sá sem tekur við af Jóni Ólafssyni eftir 20 ár að finna svona efni? Þetta er stærsti tón- listarviðburður ársins. Upp- skeruhátíð tónlistarbransans. Verslunarmannahelgin í bænum í október.“ Airwaves-tónleikahátíðin er auðvitað fyrst og fremst haldin fyrir tónlistarunnendur. Hljóm- sveitirnar hafa í gegnum árin þó tekið hana mjög alvarlega, enda eina trygga tækifærið hér á landi til þess að spreyta sig fyrir er- lenda gesti sem oft starfa í tónlist- ariðnaðinum ytra. „Það sem gerir þetta að betri vettvangi en eitthvað annað er að þarna er einhver smá „meik“ möguleiki,“ segir Arnar. „Menn hafa kannski gert meira úr honum en eðlilegt er í gegnum árin. Það er samt alltaf möguleiki. Þetta er hátíð og þangað mætir fólk frá öðrum löndum. Yfirleitt er um 20% gesta á tónleikastöðunum út- lendingar. Sumar sveitirnar sem hafa spilað á Airwaves oftar en einu sinni hafa orðið hálf fúlar yfir því að vera ekki búnar að „meika’ða“. Það er ekki rétta hug- arfarið. Þetta á að vera rassa- spark sem gefur fólki tækifæri til að prófa að gera eitthvað nýtt og spennandi. Því þarna fær það frá- bæra áhorfendur.“ Þær sveitir sem koma fram í þættinum í kvöld verða Leaves, Eberg, Brain Police, Úlpa, Quaras- hi, Mugison, Ensími, Trabant, Mín- us og Blake. Aðrar sveitir koma hugsanlega fram í lengri þættin- um sem verður á dagskrá síðar. Þátturinn hefst kl. 20.35. ■ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 TOPP 20 - XIÐ977 VIKA 6 The Long Face MÍNUS Are You Gonna Be My Girl JET I Hate Everything About You 3 DAYS GRACE Mad World GARY JULES Reptilia THE STROKES Y’all Want A Single? KORN Fortune Faded RED HOT CHILI PEPPERS A Selfish Need MAUS Hit That OFFSPRING Megalomanica INCUBUS Meant to Be SWITCHFOOT Hold On GOOD CHARLOTTE Race City QUARASHI Talk to Me, Dance With Me HOT HOT HEAT The Outsider A PERFECT CIRCLE The Unnamed Feeling METALLICA Hysteria MUSE Last Train Home LOSTPROPHETS I Miss You BLINK 182 Mono COURTNEY LOVE * Listinn er valinn af umsjónar- mönnum stöðvarinnar. Vinsælustulögin 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ■ Tónlist Ný plata í sumar Brautryðjend-urnir í The Beastie Boys hafa ákveðið að gefa út nýja breiðskífu í sum- ar. Það verður fyrsta plata þeir- ra frá því að „Hello Nasty“ kom út fyrir fimm árum síðan. Liðsmenn sveitarinnar segja nýju plötuna vera hiphop út í gegn og hafa því greinilega sagt skilið við rokkið. „Við höfum unnið á leynilegum stað í langan tíma,“ sagði Mike D í viðtali við BBC. „En það er ljós við enda ganganna. Við erum byrjaðir að hljóðblanda og erum alveg að klára. Platan er hiphop-plata en það þýðir ekki að við séum aðeins að skoða hiphop núna. Allt sem okkur finnst skemmtilegt, sem er svalt, fær að stíga inn í hringinn.“ Ekki er búið að velja útgáfudag en ef piltarnir halda í hefðina þá eiga þeir eftir að bjarga sumrinu. ■ BEASTIE BOYS Koma aftur með sumrinu. Tónlist AIRWAVES ■ Í kvöld verður sýndur hálftímalöng heimildarmynd um síðustu Airwaves tónleikahátíð. Á meðal sveita sem þar koma fram eru Leaves, Quarashi, Mínus, Ensími og Mugison. KEIKÓ Verður hylltur sem kvikmyndastjarna við minningarathöfn í Oregon í lok mánaðarins. ■ Háhyrningar AIRWAVES Hljómsveitin Trabant þótti standa sig með einstakri prýði á síðustu Airwaves-hátíð. Þeir sem misstu af henni þar geta séð hana í Sjónvarpinu í kvöld. Keikó minnst Verslunarmannahelgin í október

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.