Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004 Lærið gundvallaratriðin í þessu vinsæla teikniforriti. N Á M S K E I Ð F R A M U N D A N AutoCad – grunnnámskeið Gerð PDF-skjala fyrir hina ýmsu miðla: Netið, rafbækur, laserprentara o.m.fl. Acrobat (PDF) – grunnnámskeið Viltu læra að taka upp vídeó, klippa og hljóðsetja fyrir kennslu eða vefinn? Nánari upplýsingar á vefnum: http://namskeid.ir.is og í síma 522 6500 Stafræn myndvinnsla, t.d. fyrir kennara Fullt af skemmtilegum námskeiðum IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is GÚSTA DREW BARRYMORE Leikkonan Drew Barrymore fékk loks stjörnu með nafni sínu á stétt göngugötunnar Hollywood Walk of Fame á þriðjudag. Hér sést hún við það tækifæri á athöfninni þegar stjarnan var opinberuð. KVIKMYNDIR Bresku leikkonurnar Emma Thompson og Martine McCutcheon, sem báðar fóru með stór hlutverk í rómantísku gaman- myndinni Love Actually, stálu sen- unni á Empire-verðlaunahátíðinni í London í gærkvöld. Thompson var valin besta breska leikkonan og McCutcheon, sem heillaði Hugh Grant upp úr skónum í Love Actu- ally, var valin besti nýliðinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Love Actually gerði það yfir höf- uð gott á þessari árlegu verðlauna- athöfn breska kvikmyndatímarits en myndin var einnig valin besta breska myndin. Það kom fáum á óvart að The Re- turn of the King skyldi valin besta myndin en þetta er þriðja árið í röð sem lesendur Empire velja mynd úr Hringadróttinssögu í þessum flok- ki. Andy Serkis, sem leikur Gollum í LOTR, var valinn besti breski leik- arinn. Aliens-stjarnan Sigourney Wea- ver var verðlaunuð fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Johnny Depp var valinn besti leikarinn fyrir The Pirates of the Carribean og Uma Thurman vann sem besta leikkonan fyrir leik sinn í Kill Bill Vol 1. Quentin Tarantino fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir Kill Bill en hann er í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjórn Empire sem hampar hon- um við hvert tækifæri. Það er þó ekki ritstjórnin sem ræður úrslitun- um heldur lesendur en þeir greiddu alls 15.000 atkvæði í kosningunum sem verðlaunin byggja á. Jude Law, Ewan McGregor, John Hurt, Kenneth Branagh, Claudia Schiffer og David Ginola voru í stjörnufansinum sem mætti á verð- launaafhendinguna. ■ JOHNNY DEPP Er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlk- un sína á sjóræningjanum Jack Sparrow og er nú þegar búinn að krækja í Empire- verðlaunin. MARTINE MCCUTCHEON Kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarps- þáttunum EastEnders, sló síðan í gegn í Love Actually og kom, sá og sigraði á Empire-verðlaununum. Ástin hirðir verðlaunin Foreldrar Elskum börnin okkar Veist þú hvar barnið þitt er í kvöld?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.