Tíminn - 04.12.1971, Page 5

Tíminn - 04.12.1971, Page 5
LAUGARDADGUR 4. desember 1971 TÍMINN JimmmmmmíLimmmmmm,mmmmm’ IMORGUN mmi i i i ( i Eklnr hafði komi'ð upp í far- þcgaskrpinu og fólk hljóp í ör- væntingu að björgunarbátunum, þar sem skipstjórinn stóð og stjómaði umferðinni. Skelfdur Fransmaður reyndi að klifra um borð í eiirn bátinn, en skip- stjórinn kallaði til hans: — Biddu rólegur, við tökum konurnar fyrst. — Já, en höfum við tíma til þess? spitrði Frakkinn. — tú lest liklega lexíurnar þínar Péíer? — Já, ég les allt sem ég get, swascaði Pétur. — Mér finnst, að Þú ættir hekhir að lesa það, sem þú getur ekki. — Hvað er svona óvenjulegt við að fara út með hundinn? i Ferðamaður er maður, sem i ekur þúsundir kílómetra til að láta taka mynd af sér við hlið- i ina á bílnum sínum. i í — Vízt fórum við í hnatt- reisu með eina tösku. En liún var full af ferðatékkum. — Þjónn, það er alls ekkert bragð af þessari súpu. — Nei, ég veit það, en kokk- urinn stakk af og tók hænuna með sér. Uppfinningamaður nokkur hafði fundið upp nýja tegund af fuglahræðu og var nú að sækja um einkaleyfi á henni. — Já, sagði skrifstofumað- urinn, — en það er dálítið erf- itt svona um miðjan vetur að sanna, hvort hún fælir fuglana raunveruléga burt af ökrunum. — Nei, ég reyndi hana á mínum akri í sumar, og það er alveg öruggt. — Jæja, dugði hún vel. — Já, tveir þrestir urðu meira að segja svo hræddir, að þeir skiluðu aftur fræjunum, sem þeir voru búnir að tína. I • » Ungur piltur með sítt hár kom inn á rakarastofu og sett- ist í einn af biðstólunum. í hvert sinn, sem röðin kom að honum, hleypti hann öðrum fram fyrir sig. Þegar nokkur tími var liðinn, fór hárskerinn til piltsins og spurði, hvort þeir ættu ekki a'ð skella sér í klipp- inguna. — Nei, ég er bara að fela mig fyrir pabba. Honum dett- ur aldrei í hug að leita hérna. DEIMNI Nú er þér óhætt að setja tunguna upp í Þig aftur. Þetta er skoðun, en ekki skoðana- DÆMALAUSlkönnun Þegar Jackie Kennedy giftist Ari Onassis gerðu þau með sér | samning um hitt og þetta varð- | andj sambúð þeirra. Þar á með- | al var grein 19 í samningnum, | sem hljóðaði upp á, að Jackie i þyrfti ekki að sofa í sama her- : bergi og maður hennar. Það var I lausmáll starfsmaður um borð I í lystisnekkju Onassis, Christ- 1 inu, sem hefur sagt frá 19. | grein samningsins. Jackie hef- ur ekki geta'ð lokað munninum á manninum, og situr nú og bítur á jaxlinn, á meðan hann segir enska sunnudagsblaðinu The People frá hinu og þessu, sem gerðist um borð í snekkj- unni. ,,Það var mikið óveður á Eyjahafinu, og Jackie lá alein í káetunni sinni og skalf af hræðslu. Klukkan var orðin tvö, þegar hún hélt ekki út óttann og skelfinguna lengur. Hún ákvað að brjóta 19. grein giftingarsáttmálans, og fór í morgunsloppinn sinn, þaut nið- ur stigann og inn í káetu Onass- is, og bað hann að koma og vera hjá sér. Það gerði hann, að sögn sjómannsins. Smátt og smátt lægði stonninn, en Jackie var hrædd um, að veðrið færi a@ versna á ný, og bað Onassis að halda kyrru fyrir, og þar með var 19. greinin fokin út í veður og vind. Christian Karafakis, 1 jónn Jackiear hefur sagt frá ýmsu fleiru. Hann segir, að frú Onassis fari aldrei neitt án þess að taka mcð sér silkilökin sín, samtals tólf ganga á rúm. Já, þetta eru ekki nein venju- leg lök, heldur rósótt silkilök • _________________________________ Þessar dömur sýndu | nýj- ustu tízku á sýningu frá Frakk- landi, sem haldin var í Lóndon — ★-* — á dögunum. Vanti frurnar smð á jólakjólinn, eða nýja kápu, er það hér að fá, Því þetta er það, — ★ —- ★ — og sængurver, handsaumuð og útsaumuð, og hafa nunnur unn- ið þau í ítölsku klaustri. Hún sefur aldrei tvisvar í röð við sömu sængurfötin, heldur skipt- ir eftir hverja nótt, og það þarf ekki einu sinni heila nótt til. Það nægir, að hún leggi sig stundarkorn miðdegis, hún læt- ur skipta um á rúminu fyrir kvöldið. En starfsfólkið leggur ekki mesta vinnu í að skipta um á rúminu, heldur í að Þvo sængurfötin. Þau má ekki þvo á veniulegan hátt, heldur verð- ur að nota amerískan þvotta- lög, sem muna verður eítir að taka með, hvert svo sem frúin fer. Það ku taka þrjá tíma dag hvern að halda sængurfatnaði Jackiear í því formi, sem hún vill hafa þau, segir Karafakis. — ★ — ★ — Kóngafólk fylgist ekki alltaf vel með því, sem um það / er sagt, þar sem það er ekki í nánu sambandi við umheiminn. Sem dæmi um það segir eitt sænsku vikublaðanna, að Svía- konungur hafi ekki hugmynd um það, að Christina prinsessa hafi í lengri tíma verið í slag- togi með honum Tosse Magnús- son, og sé jafnvel trúlofuð hon- um. Enginn hefur nefnt þetta við konunginn, og hann les víst ekki kjaftadálka vikublað- anna, og því hefur hann ekkert um málið heyrt- Elisabet Englandsdrottning, þjóðhöfðingi yfir þjóð, þar sem yfdr ein milljón manna er at- vinnulaus, hefur nýlega sjálf fengið svolítinn glaðning frá stjórnvöldum landsins. Skatt- frjáls laun hennar hafa verið hækkuð úr rúmum 100 milljón- , um króna í um 200 milljónir. , Þar við bætist, að skattfrjáisaar , eignir drottningarinnar og kon- , ungsfjölskyldunnar nema um 9000 milljónum króna. -★-★- Flugfreyjurnar hjá East Afri can Aii-ways eru búnar að fá nýja búninga, sem eiga að halda á þeim hita, þegar þær fljúga í norður átt. Flugfreyj- urnar háfa fengið létta og þunna kjóla, sem hæfa vel veðráttuni í þeirra eigin heima landi, en einnig hafa þær svo fengiö hlýja ullarfrakka, fín- ustu skinnhanzka og skinnstíg- vél, og að lokum hatta úr leopardaskinn. Reyndar hafa dýraverndarfélög gripið inn í og orðið þess valdandi, að ákveðið var að hattarnir verða úr gerviskinni, en ekki ekta leópardaskinni. Leópardarnir þurfa því ekki að óttast um líf sitt af þessum sökum í fram- tíðinni. — ★ — ★ — sem þykir finast í augnablikmu, að sögn þeirra í London. — ★ — ★ —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.