Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 13
LA®GAKÐABGUR 4. desember 1971 síWÓTTSR mÁ SÞROTTIR m „\l.v - • ]*> -Vr'*.-*/--- ■■■■;--. ■■ - ■ Hvað fær FH næst? Evrópukeppninnar í dag. — „Vildi helzt fá Hellas mótherja/1 segir fyrirliði FH, Birgir Björnsson Dregið í 8-liSa úrslitum frá Svíþjóð, sem næsta EfeaSa US fær FH sem mót- hei’ja í 8 líða úrslitum Evrópu- keppninnar f handknattleik? — / Við-'því fæst svar í da.g, því að þá ver.Sur dregið um hvaða lið skuli mætast í þessari umferð í aðalsÉöðvum vestur-þýzka hand- knattleikssanihanösins í Dort- mund. En Vestur-Þýzkaland sér um Evrópukeppnina að þessu simri. Það ver.3ur spennandi að vita hvaða lið FH fær. Undir því er að sjálfsögðu mikið komið ef BH á að komast í undanúrslit keppninnar. Möguleikarnir hjá FH á að fá lið, sem er svipað að styrkleika eru miklir, þvi að af liðunum 7 sem FH getur dregizt gegn, eru 3 frá hinum Norður löndunum, og á þeim og FH er lítill munur. — þ.e.a.s. ef FH- ingum tekst sæmilega upp. Aftur á móti er hætt við að möguleikarnir minnki til að kom ast í undanúrslit keppninnar, ef FH dregst á móti einhverju hinna liðanna, því þau eru að flestra áliti talin sterkari en Norður- landaliðin. Við skulum nú sjá hvaða 8 lið það eru sem enn eru í keppn- inni: Hellas, Svíþjóð Oppsal, Noregi FH, íslandi Efterslægten, Danmörk Partisan, Júgóslavíu Presov, Tékkóslavíu 1. mafa, Rússlandi Gummersbach, V-Þýzkalandi. Við höfðum í gær tal af Birgi Björnssyni, fyrirliða FH, og Birgir Björnsson, fyrirliSi FH — Hann vill helzt fá Hellas frá SviþjóS, sem mótherja í naestu umferð. spurðum hann um, hvaða lið hann vildi helst fá í næstu um- ferð. „Ég vildi helst fá Hellas frá Svíþjóð“ sagði hann. „Það yrði einna ódýrast fyrir okkur, og Hellas ættum við að geta sigrað.“ Það eru fleiri en Birgir seim vilja fá Hellas, sem mótherja. í viðtali í norskum blöðum sagði liðsstjóri Oppsal, Björn Hvidsten, að hann vildi helzt fá Hellas, sem mótherja í næstu umferð. Hann gaf upp sömu ástæðu og Birgir Björnsson, fyrir því, enda mun Oppsal vera illa á vegi statt fjár hagslega eftir þátttöku sína í tveim undangengnum umferðum keppninnar, en liðið hefur þurft að ferðast mikið og dýrt í þeim báðum. f fyrrakvöld náðum við tali af fyrirliða Partisan Bjelovar, Hor- vat, en hann er jafnframt fyrir liSi júgóslavneska landsliðsins, sem hér lék í vikunni. Horvat, sagði að hann vildi helst fá FH, sem mótherja. Það væri alltaf gaman að koma til íslands, og svo væri nú imikill möguleiki fyr ir sitt Iið að komast áfram ef það fengi FH sem mótherja, a. m. k. meiri en ef þeir fengju eitthvert hinna liðanna. — klp — Frjálsíþróttaafrekin 1971: Mjög göður toppur í 100 til 800 m. Þegar litið er á afrekaskrá árs- ins í frjálsum íþróttum kemur í ljós, að afrek beztu manna eru jafnbetri en árið áður og breiddin er meiri í ýmsum greinum en und anfarin ár, sérstaklega í hlaupa- greinum, og er það vel. Við ætlum nú að birta beztu af- rek sl. sumars og í dag koma fjórar greinar, 100, 200, 400 og 800 m. Bjami Stefánsson, KR, ber höf- uð og herðar yfir keppinauta sína í þremur fyrstnefndu greinunum og setti met í 400 m. eins og kunnugt er. Hann er líklegur til stórafreka á næsta ári, sérstak- lega í 400 m. Ekki kæmi á óvart þó að hann hlypi á 46.5 sek. eða betra. Af ungu mönnunum er Vil- mundur Vilhjálmsson, KR, efnileg astur og hann ætti að hlaupa 400 m. á betri tíma en 50 sek., jafn- vel 49.0 sek. Meðaltal 10 beztu í 400 m. er það bezta sem náðst hef ur frá upphafi, eða 50.68 sek. Þorsteinn Þorsteinsson, KR, er langbeztur ,í 800 m. en þrír aðrir hlupu á betri tíma en 2 mín. Þeir Ágúst Ásgeirsson, ÍR, og Sigvaldi Júlíusson, UMSE, eru í öðru og þriðja sæti. Sá fyrrnefndi bætti árangur sinn verulega frá árinu áður, en Sigvaldi var aðeins lak- ari. Vonandi æfa þeir vel í vetur, en þá sjáum við 1:55.0 eða betra í sumar. Haukur Sveinsson, KR, æfði lítið en hljóp þó á 1:59.8 mín. Ifann getur mun betur. Margir ungir menn, sem mikils má af vænta komu fram á sjónarsviðið í 800 m. á siðasta sumri. Hér koma afrekin: 100 m. hlaup: Sek. Bjarni Stefánsson, KR 10.7 Valbjörn Þorláksson, Á 11.0 Vilmundur Vilhjálmsson, KR 11.2 Jón Benonýsson, HSÞ 11.2 Sigurður Jónssori, HSK 11.2 Sævar Larsen, HSH 11.3 Marinó Einarsson, KR' il.4 Skarphéðinn Larsen, USU 11,4 Stefán Hallgrímsson, UÍA 11.5 Kristinn Magnússon, UMSK 11.5 Trausti Sveinbjörnsson, UMSK H.6 Ámi Johnsen, ÍBV 11.6 Sverrir Pálsson, HSÞ 11.6 Júlíus Hjörleifsson, UMSB 11.6 Karl Ragnarsson, USVH 11.6 Karl W. Fredreksen, UMSK 11.6 200 m. hlaup: Sek. Bjarni Stefánsson, KR 21.7 Þorsteinn Þorsteinsson, KR 22.7 Vilmundur Vilhjálmsson, KR 22.8 Valbjöm Þorláksson, Á 22.8 Friðlrik Þ. Óskarsson, ÍR 23,4 Lárus Guðmundsson, USAH 23.5 Marinó Einarsson, KR 23.7 Jón Benðnýsson, HSÞ 23.7 Stefán Hallgrímsson, UÍA 23.8 Transti Sveinbjömsson, UMSK 23.8 Framhald á bls. 14 Bjarni Stefánsson, KR, hafði yfirburði í 100, 200 og 400 m. hlaupi á frjálsíþrótta- móti hérlendis I ár Hér kemur hann fyrstur i mark í 400 ni. hlaupl Elnn stærsti íþróttaviðburður helgarinnar verður án efa fimleikasýningin í Laugardalshöllinni á morgun. í henni taka þátt milli 400 og 500 manns. Þessi mynd er frá æfingu eins flokksins, sem þar kemur fram — (Tímamynd — Gunnar). Fim.leikasýn.Lngin. verður það stærsta Klp-Reykjavík. Það er engipn verkfallssvipur á íþróttafólki okk ar þessa dagana, frekar en aðra daga. HelgiJi, sem nú fer í hönd verður nýtt að fullu, þó öllu meir og betnr á sunnudaginn, sem er þéttskipaður sýningum og bolta- lcikjum. Mesti íþróttaviðburður helgar- innar, verður án efa fimleika- sýningin í Laugardalshöllinni á morgun kl. 15,00. Þar sýna marg ir flokkar allar tegundir af fim leikum, og má búast við að margir leggi leið sína í höllina til að sjá þá, enda eru fimleikar fögur fþrótt, og það sem meira er, sjaldgæf hér á landi. f boltaleikjunuim verður bæði keppt í 1. og 2. deild fslands mótsins í handknattleik og Reykjavíkurmótinu í körfuknatt- leik. í 2. deildinni fer einn leik ur fram, Grótta leikur við KA, UNGLINGA- SUNDMÓT ÍR Unglingasundimót ÍR fer fram þann 13. desember n. k. Keppt verður í 7 sundgreinum sveina, telpna, stúlkna og drengja, svo og 4 boðsundum. Þátttaka tilkynnist til Ágústar Mackintos Sundhöll Reykjavíkur sínri 14059 fyrir 10. desember. og í 1. deildinni fara fram tveir leikir í Hafnarfirði, Haukar leika við Víking og ÍR við FH. í körfu knattleiknum fara fram leikir í yngri flokkunum svo og tveir leikir í M. fl. karla, KR leikur við Val og ÍR við ÍS. Þá verður einnig badminton á dagskrá í dag — sjá nánar fþróttir um helgina, hér á síðunni. ÍÞRÓTTIR um helgina LAUGARDAGUR: Handknattleikur: íþróttahúsið Seltjarnamesi kl. 20,00. 2. deild, Grótta KA. Badminton: Álftamýraskóli kl. 16,00. Haustmót TBR. SUNNUDAGUR: Handknattleikur: íþróttahúsið Hafnarfirði kl. 20.15. 1. deild, FH-ÍR og Haukar-Víkingur. Körfuknattleikur: Laugardalshöll kl. 18,00 Reykjavíkurmótið. Þrír leik- ir í yngri fl. og tveir í M. fl. karla. KR-Vaiur og f R-ÍS. Fimleikar: Laugardalshöll kl. 15,00. Fimleikasýning. Sjónvarpið fær Á ársþsngi Frjálsíþróttasam bands fslands, sem nýlega fór fram urðu nokkrar umræður um íþróttafréttir Sjónvarpsins. Þingfulltrúar, sem til máls tóku voru á einu máli um það, að frjálsar ílnóttir væru mjög afskiptar í íþróttafrétt um Sjónvarpsins og það svo, að hér væri um alvarlegt mál að ræða. Ekki nóg með það, að fréttir af frjálsum íþrótt- um, bæði i.nnlendar og erlend ákúrur frá FRÍ ar, væru litlar, heldur væru þær svo illa unnar, að til skammar væri fyrir Sjónvarpið. Á ársþinginu var einróma samþykkt tillaga til útvarps ráðs og forráðamanna Sjón- varpsins, um að bæta þennan þátt þessa sterka fjölmiðils, ekki endilega lengja þáttinn, heldur vanda betur til hans og gera ekki svo mikið upp á milli íþróttagreina og nú er gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.