Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 28
28 8. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Stafagátan 14 158 4 16 1516 41513 9 30823 4212 2 30 30 16 29 5 4 9 8 22 28 29 16 9 9 14 30 25 20 2 1 30 1 12 29 16 5 30 5 20 30 23 43229 25 9427 19 6 12 12114 731 247 7 4 14 26 4 916710 294 24 9211774111494 9 4 9 9 8 9 9 16 1 10 3 1718123 GÁTAN hér að ofan er í ætt við svonefnda hjartagátu sem margir kannast við. Gefið er eitt orð og stafina í því orði seturðu í gátuna þar sem sömu tölustafi er að finna. Það er svo þitt að finna aðra stafi og þegar því er lokið er auðvelt að fylla út lausnarorðið hér fyrir neðan, sem er kvenmannsnafn. Í gátunni er að finna alla stafi íslenska stafrófsins nema c, z, q og w. Lausnarorð síðustu gátu var: Margrét LAUSNARORÐIÐ ER: 22 31 9 23 13 12 S R F I ÐAT Krossgátan Lárétt: 2 áræðinn, 6 lýkur, 7 fagurt, 9 bjart, 12 dáta, 13 snædrifið, 15 starfræksla, 18 fiskhúðin, 20 nærri, 22 troðningur, 23 hart brauð. Lóðrétt: 1 hús goða, 2 dollari, 3 sögufræg borg, 4 ber sig vel, 5 á trjám, 8 aðgerð sem flestir kvíða, 10 alltaf, 11 skrípaleikari, 12 ástand mála, 13 fögur, 14 þvingað, 16 æðarfugl, 17 dálítið hey, 19 selja dýrt, 21 rödd. Lausn: 1 14 21 17 1110 16 23 20 15 22 18 13 8 9 6 19 12 7 432 5 Lárétt:2djarfur, 6endar, 7fallegt, 9skært, 12hermann,13fannbarið,15rekstur, 18roðið,20nálægur, 22þröng,23tvíbaka. Lóðrétt:1hof, 2dalur, 3aþena,4reistur, 5barr, 8tannborun,l0ætíð,11trúður, 12horfur, 13fríð,14nauðugt, 16kolla,17tugga, 19okra,21róm. Myndverk vikunnar VESTAN ÚR DÖLUM Verkið Vestan úr Dölum eftir Þórarin B. Þorláksson er frá árinu 1904. Málverk vikunnar er verkiðVestan úr Dölum eftir Þórarin B. Þorláksson frá árinu 1904. Lista- safn Íslands keypti málverkið árið 1951 en kaupverðið er ekki skráð. Þórarinn B. Þorláksson lærði myndlist í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1896-99 og á einka- skóla Haralds Foss 1899-1902. Hann hélt fyrstu málverkasýninguna sem haldin var á Íslandi í Glasgow-hús- inu við Vesturgötu í desember alda- mótaárið 1900. Þar sýndi hann með- al annars landslagsmyndir sem hann hafði málað á Þingvöllum um sumarið. Landslagsmyndir Þórarins sýna náttúruna í upphöfnu ljósi í anda þýsk-danskrar rómantíkur, þar sem hreinleiki og fegurð náttúr- unnar eru viðmið listrænnar feg- urðar. Hugmyndalegar rætur þess- arar listar má meðal annars rekja aftur til þýska heimspekingsins Immanuels Kant, sem hélt því fram að rétt eins og „náttúran er fögur þegar hún birtist okkur sem lista- verk, þá getur listin ekki talist fög- ur nema hún birtist okkur sem nátt- úra, þótt við vitum að hún sé list.“ Þórarinn Benedikt Þorláksson fæddist 1867 að Undirfelli í Vatns- dal, þar sem faðir hans var prestur. Hann lést árið 1924 í sumarbústað sínum, Birkihlíð í Laugardal. Þórar- inn var fyrstur íslenskra listmálara til að gera náttúru landsins að myndefni sínu og lagði þar með hornsteininn að þeirri sterku lands- lagshefð sem finna má í íslenskri listasögu á 20. öldinni. Þeirri túlkun, sem birtist í verkum Þórarins, má lýsa sem rómantískri, en bakhjarl listar hans er einkum að finna í nor- rænni síð-rómantískri list og ís- lenskri rómantískri ljóðagerð 19. aldar. Andrúmsloft upphafinnar kyrrðar og andblær djúphygli eru sterk höfundareinkenni verka hans, sem skilja hann frá öðrum íslensk- um listamönnum í byrjun aldarinn- ar. Með áhrifamikilli túlkun sinni á íslenskri náttúru þykir hann hafa skerpt sýn okkar og slegið sérstak- an streng í menningarlegri sjálfs- mynd þjóðarinnar. ■ Maðurinn er... Náttúran sem listaverk Jóna Hrönn Bolladóttir Maðurinn sem spurt var um áblaðsíðu 24 er Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur. Jóna Hrönn ólst upp að Laufási í Eyjafirði þar sem faðir hennar Bolli Gústafsson var prestur og prófastur. Hún vígðist til prests- þjónustu í Vestmannaeyjum árið 1991 en flutti til Reykjavíkur sjö árum síðar og hefur gegnt emb- ætti miðborgarprests undanfarin ár. Þá var hún kjörin varaborgar- fulltrúi í Reykjavík í síðustu borg- arstjórnarkosningum og situr sem slík í nokkrum stjórnum og ráðum borgarinnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.