Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 43
SUNNUDAGUR 8. febrúar 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR 43 kl. 2 m/isl. taliÁLFUR kl. 8 og 10.40 B. i. 14 áraMASTER & CO... kl. 3 og 5.30MONA LISA SÝND kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 2, 4 og 6 Með íslensku tali Ath. miðaverð 500 SÝND kl. 3, 5.30, 8 og10.30 B. i. 16 ára SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 8 og 10.20 B. i. 14 ára SÍMI 553 2075 SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 B. i. 16 ára kl. 11 og 2 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO SÝND kl. 12, 4 og 9 SÝND kl. 4, 6.30, 9 og 11 SÝND kl. 12, 1, 2, 3, 5 og 7 M. ÍSL. TALI SÝND kl. 6 og 9 B. i. 14 ára SÝND kl. 5 og 9 Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reeves og Amanda Peet í rómantískri gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar! TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA ✩✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩1/2 SV MBL ✩✩✩✩✩ BÖS FBL ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ ÓTH Rás 2 ✩✩✩✩ ÓTH Rás 2 ✩✩✩1/2 HJ MBL 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Charlize Theron vann Golden Globe-verðlaun fyrir besta leik í aðal- hlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskars- verðlauna NICOLE KIDMAN Hefur litið vel út við fjölda tækifæra ný- lega. Ekki með krabba FÓLK Nicole Kidman hefur sent frá sér yfirlýsingu um að hún sé heilsuhraust og hafi ekki greinst með brjóstakrabbamein nýlega. Ástæðan er sú að óprúttnir aðilar komust yfir sjúkraskýrslur um leikkonuna þar sem fram kom að við venjulega brjóstaskoðun hafi læknar rekist á eitthvað sem þeir vildu skoða betur. „Niðurstöður þeirra prófana voru neikvæðar,“ segir Kidman, „og ég hef fengið vottorð upp á það að ekkert amar að mér. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram hversu mér og fjölskyldu minni er létt.“ ■ Ég verð með tónleika þar semég stilli saman raddir beggja kóranna minna í Hallgrímskirkju við verkefni sem eru að hluta til sérstaklega samin fyrir tvo kóra,“ segir Hörður Áskelsson organisti, sem stjórnar bæði Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola Cantor- um á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Aðalverkefni tónleikanna er Messa fyrir tvo kóra eftir sviss- neska tónskáldið Frank Martin. Þetta er verk frá þriðja áratug síð- ustu aldar, sem hann af einhverj- um ástæðum geymdi niðri í skrif- borðsskúffunni hjá sér þangað til um 1960 þegar það var loks frum- flutt. Þá sló þetta verk heldur bet- ur í gegn hjá kóráhugafólki sem eitt helsta verk aldarinnar. Við fluttum það í Seltjarnarneskirkju árið 1991 og höfum síðan látið okk- ur dreyma um að flytja það aftur.“ Kórarnir flytja einnig þátt úr Sálumessu eftir pólska tónskáldið Pendercki, sem hann samdi til minningar um vin sinn. „Þessi mikla Sálumessa hans er samin fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, en við flytjum þennan kafla sem er undirleikslaus. Þetta er verk sem lætur held ég engan ósnortinn. Það hefur í sér ein- hverja dulúð og hápunkt í hrópinu „Burt ber syndir heims“, sem hann endurtekur í þvílíku öskri í miðju verkinu að það er eins og allur heimurinn safnist saman og hrópi og öll neyð mannsins á 20. öld er þar saman komin.“ Kórarnir frumflytja einnig stutt verk eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson, ungt tónskáld sem er sjálfur einn kórfélaganna. „Hann fær meira að segja að stjórna því sjálfur,“ segir Hörður. Einnig verða flutt á þessum tónleikum verk eftir Benjamin Britten og Hjálmar H. Ragnars- son. ■ HÖRÐUR ÁSKELSSON Stjórnar tveimur kórum á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Nær hápunkti í þvílíku öskri“ Ryan Adams hefur verið nokk-uð í sviðsljósinu undanfarið vegna úlnliðsmeiðsla sem hann varð fyrir þegar hann datt af sviði á tónleikum. Spurning hvort hann hafi verið búinn að fá sér einum bjór of mikið? Þessa plötu gaf kappinn út í fyrra og er bara nokkuð ferskur. Ryan er svona ekta rokkari. Röddin er rám og lögin einföld í uppbyggingu en í sjálfu sér ekk- ert sem kemur á óvart. Engu að síður fíla ég þennan gaur bara ansi vel og platan er í heildina al- veg ágætis skemmtun. Strokes-áhrifin leynast ekki í This Is It og She’s Lost Total Control, sem er gott mál því þau eru tvö af bestu lögum plötunnar. So Alive var líka í uppáhaldi auk þess sem titillagið stutta Rock ‘n’ Roll var fallegt. Inni á milli leynd- ust þó lítt eftirminnileg lög eins og Do Miss America og lokalagið The Drugs Not Working. Ein skilaboð að lokum: Passaðu þig í framtíðinni Ryan minn. Þú vilt nú ekki fara að drepa þig á þessu rokki, er það? Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist RYAN ADAMS Rock ‘n’ Roll Passaðu þig Ryan! J ohann Nepomuk Hummel er ekki þekktasta tónskáld sög- unnar. Virðing fyrir honum fer þó vaxandi og í dag ætlar KaSa-hóp- urinn að reyna sitt besta til að afla honum svolítils fylgis hér á landi á tónleikum í Salnum í Kópavogi. „Hann var kannski óheppinn að vera uppi á sama tíma og Mozart og Haydn. Annars hefði hann ef- laust fengið þá athygli sem hann átti skilið,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, sem hefur kynnt sér vel sögu og verk þessa tónskálds, sem reyndar hljómar dálítið líkt og Mozart. „Hann var mikið undrabarn. Pabbi hans kenndi honum á píanó, og Mozart kenndi honum líka frítt. Þegar Hummel var ellefu eða tólf ára sagði Mozart að nú væri hann búinn að læra nóg. Nú skyldi hann fara að spila. Eftir það ferðaðist hann um með pabba sínum og vakti mikla athygli. Þetta minnir mikið á Mozart sjálf- an.“ Hummel var átta árum yngri en Beethoven og þeir voru bæði vinir og keppinautar. „Það hefur náttúrlega verið erfitt og bitnað á Hummel, sem náði aldrei þessari snilligáfu sem Beethoven hafði. Hummel er að mörgu leyti endirinn á klassísku stefnunni, sem náði hámarki í Mozart. Á hinn bóginn fór hann aldrei jafn langt í tilraunastarf- semi og Beethoven. Það varð hon- um líklega að falli að hann lifði það að verða gamaldags. En nú erum við komin það langt að sjá hvílík eðaltónlist þetta er sem hann samdi.“ ■ Tónskáld sem týndist NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR KaSa hópurinn ætlar að flytja í Salnum verk eftir tónskáld sem hvarf í skuggann af Mozart og Beethoven.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.