Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 8. febrúar 2004 45 Í vetur tekur Edda Björgvins á móti matargestum á Kabarettloftinu á Kaffi Reykjavík og stjórnar veislu fyrir þig og þína. Geiri og Villa og góðir gestir mæta og skemmta. FRÁBÆRTFYRIR HÓPA Frábær dagskrá fram undan Glæsilegar veislur allan þorrann. Bubbi Morthens, fjögur kvöld í febrúar og mars. Ísbarinn opinn. Fjölbreyttir veislusalir fyrir hópa af öllum stærðum. Vesturgötu 2 Sími 5523030 kaffireykjavik@kaffireykjavik.is www.kaffireykjavik.is Veislukvöld á Kabarettloftinu EDDA BJÖRGVINS ER VE ISLUSTJÓR I Í VETUR Góðir gestir koma á Veislukvöld til skiptis í vetur, m.a. Guðrún Gunnars, Páll Óskar og Monika, Andrea Gylfa, Diddú, Helga Braga, Laddi, Steinn Ármann, Halldóra Geirharðs og Ólafía Hrönn og skvísurnar í 5stelpur.com. Geiri & Villa Tryggðu þér borð í síma 552 3030 eða með pósti á kaffireykjavik@kaffireykjavik.is. VEISLAN HEFST 14. FEB RÚAR VEISLU- OG RÁÐSTEFNUHÚS Fréttiraf fólki Tvær leikkonur sem hafa gertgarðinn frægan í bandarísku sjónvarpsþáttunum um blóðsugu- banann Buffy og hálfvampíruna Angel keppast nú um hlutverk Wonder Woman í væntanlegri kvikmynd. Buffy sjálf, Sarah Michelle Gellar, þykir líklegri til að hreppa hnossið en Charisma Carpenter úr Angel-þáttunum en kunnugir segja hana þó koma sterka inn enda sé hún jafn „kyn- þokkafull“ og Geller. Á meðan Carpenter og Gellartakast á um búning Ofurkon- unnar er önnur Buffy-leikkona, Alyson Hannigan, sem lék Will- ow, að stíga á fjal- irnar í London en hún mun leika í sviðsuppfærslu á When Harry Met Sally á West End. Hannigan fetar því í fótspor Meg Ryan, sem lék Sally í kvikmynd- inni When Harry Met Sally, og svo er það ekki minni maður en Luke, gamli, Perry úr Beverly Hills 90201, sem leikur aðalhlutverkið á móti Hannigan. Hans bíður það erfiða verkefni að túlka persónu sem Billy Crystal gerði að sinni í bíó- myndinni. Breska fyrirsætan brjóstgóðaJordan heldur áfram að róta sér í vandræði. Nú er kærastinn hennar Scott Sullivan öskuill- ur yfir daðri hennar við ástr- alska söngvar- ann Peter Andre, en þau Jordan eru á meðal þeirra sem taka þátt í raunveruleikasjón- varpsþættinum I’m a Celebrity, Get Me Out of Here. Tökur á þættinum standa yfir í Ástralíu og þangað er Sullivan floginn til þess að reyna að sporna við daðr- inu í Jordan. Jordan hefur sagt að kærastinn sinn sé dásamlegur og hún vilji ná sáttum við hann en þessi góði hugur hennar hefur ekki komið í veg fyrir það að hún elti Andre á röndum. Friends-leikkonan Jennifer Ani-ston hefur gefið eiginmanni sínum Brad Pitt grænt ljós á að fara úr hverri spjör í eldheitu ástaratriði með Angelinu Jolie í spennumyndinni Mr. and Mrs. Smith. Tökur á myndinni eru í fullum gangi og Aniston vill fá að vera viðstödd þegar Brad og Angelina fækka fötum fyrir framan tökuvél- arnar. Þeir sem þekkja til segja að Aniston sé ekki afbrýðisöm en vilji fullvissa sig um að hlutirnir gangi ekki of langt. Hún hefur þó ekki áhyggjur af Pitt og er ekki heldur sögð óttast Angelinu, sem er fræg fyrir að falla fyrir mót- leikurum sínum en hún hefur ver- ið gift tveimur slíkum, Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton. Hárgreiðsla Liv Tyler í TheLord of the Rings er sú vin- sælasta í Bandaríkjunum um þessar mundir ef marka má könnun sem gerð var hjá þar- lendum hárgreiðslustofum en viðskiptavinir biðja oftast um stælingu á klipp- ingu álfkonunn- ar Arwen. Hár- greiðsla leikkon- unnar Christina Applegate fylgir fast á hæla Tyler en axlasídd Jodie Foster er einnig vinsæl, sem og knallstutt klipping Halle Berry í James Bond-myndinni Die Another Day. Fimmta vin- sælasta klippingin í Bandaríkjun- um er svo slegið og sítt hár eins og Jennifer Aniston skartar sem Rachel í Friends. Pondus ÓJÁÁÁ... Pabbi er heims- meistari! Í gæsa- húð!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.