Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Icelandic Hotel Selfoss  . Eyrarvegi 2 . 800 Selfoss . selfoss@icelandichotels. is . www.icelandichotels. is l á t t u o k k u r u m skipulagið við gerum tilboð í aðrar árshátíðir, ráðstefnur, fundi & uppákomur HOTELSELFOSS SÍMI 480 2500 Það er ekki á hverjum degi semÍslendingum býðst beint flug á Samaslóðir. Þó er flugtíminn þangað ekki nema rétt rúmlega þrír klukkutímar. Reynir Ingi- bjartsson hefur haft veg og vanda af skipulagningu ferðar á þessar slóðir í sumar í samvinnu við Samís, vináttufélags Sama og Ís- lendinga, og Úrvals-Útsýnar. Hann var spurður um tildrög þess að hann tengist þessum nyrsta hluta Evrópu. „Fyrir 30 árum stóð Norræna félagið fyrir námskeiði í sænsku í Norður-Svíþjóð. Ég fór þangað í fyrsta hópi Íslendinga og þar kynntist ég konu minni. Síðan hef ég tengst þessu svæði,“ segir Reynir, sem síðan hefur ferðast heilmikið um þessar slóðir. Á árum áður voru farnar all- nokkrar ferðir á þessar slóðir en síðan féllu þær niður um skeið. Það var svo eftir að Samís var stofnað að áhugi vaknaði að nýju á þessum ferðum og fyrir algera til- viljun komst skyndilega skriður á málið nú um miðjan janúar. „Ég var í sundi og heyrði í íslenskum manni í heita pottinum sem er bú- settur rétt sunnan við Kirkenes. Hann var þá að vinna í því að koma á ferð til Íslands. Það er svo mikið af fólki á þessum slóðum sem hefur áhuga á að koma hing- að. Þær eru stundum skrýtn- ar tilviljanirn- ar.“ Árangurinn er 10 daga ferð um fjögur lönd, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland. „Við köllum þetta Jónsmessuferð á Samaslóðir – fjögurra landa sýn.“ Reynir bend- ir á að þessi svæði sem farið verði um séu al- veg gríðarlega n o r ð a r l e g a . „Þarna sest sól- in ekki í tvo mánuði á ári og að sama skapi verður ekki heldur bjart í tvo mánuði á ári.“ Veðráttan er þó ótrúlega mild og jafnvel meiri hiti þar á sumrin en hér á Íslandi að sögn Reynis. Ferðast verður í rútum um löndin fjögur og í ferðinni eru innifaldar allar rútuferðir, gisting og uppihald. Að sjálfsögðu gefst fólki líka kostur á að kaupa ein- göngu flugfarið. „Þarna eru auð- vitað möguleikar að ferðast um á eigin vegum og fyrir útivistarfólk er þarna úr miklu að moða, til dæmis er verið að skipuleggja gönguferðir á Kólaskaga og svo eru þarna miklar laxveiðiár.“ Flogið verður héðan 25. júní og komið heim aftur aðfaranótt 5. júlí. Nánari upplýsingar eru veitt- ar hjá Úrvali-Útsýn í Kópavogi. ■ Á FERÐAKAUPSTEFNU Á NORDICA Icelandair stóð fyrir ferðakaupstefnunni Mid Atlantic um helgina. Þetta er tólfta ár kaupstefn- unnar, sem er mikilvægur liður í markaðsstarfi Icelandair til þess að fjölga erlendum ferða- mönnum til Íslands ásamt því að auka ferðamannastraum milli Evrópu og Bandaríkjanna. ÍT ferðir/ Bjóða gönguferðir á Spáni Eins og í fyrra býður Ferðaskrif-stofan ÍT ferðir upp á viku gönguferð í Pýreneafjöllunum á Spáni og verður flogið utan þann 5. júní. Á vefsíðu ÍT ferða segir að gengið verði milli fjallaskála í Or- desa-þjóðgarðinum í fylgd frá- bærra spænskra leiðsögumanna og gengið yfir til Frakklands þar sem gist verði í tvær nætur. Gangan mun frekar ætluð vönu göngufólki og er boðið upp á auka viku í strandbænum Tossa de Mar. ÍT ferðir kynna einnig lúxus- gönguferð um Costa Brava á Spáni á sama tíma en þar verður gengið milli þorpa á ströndinni. Gangan er tilvalin fyrir fjölskyldur og aðra hópa sem vilja ferðast saman og verður gist í bæjunum Tossa de Mar eða Playa d’Aro, rétt norðan Barcelona. Í boði er auka vika í Tossa de Mar. ■ Bobby Charlton-skólinn Ian Bateman, skólastjóri Bobby Charlton-skólans, kem-ur til Íslands og verður með kynningu á skólanum á morgun og þriðjudag. Á morgun verður sýnikennsla í Boganum á Akureyri kl. 17 og kynningarfundur í félags- heimili Þórs að Hamri. Á þriðjudag verður kynningar- fundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík kl. 20. Félögum býðst einnig að fá Ian í heimsókn eftir því sem tími hans leyfir. Viku til tíu daga ferðir verða í lok júlí og byrjun ágúst en lið geta einnig komist að um pásk- ana. Nánari upplýsingar fást hjá ÍT ferðum og á www.it- ferdir.is ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M NORDKALOTTEN Hér sást löndin fjögur sem farið verður til. KIRKENES Flogið verður í beinu flugi til Kirkenes. Ferð á Samaslóðir: Sprottin upp úr heita pottinum REYNIR INGI- BJARTSSON Reynir hefur haft veg og vanda af skipulagningu 10 daga ferðar á Sama- slóðir í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.