Fréttablaðið - 17.02.2004, Side 4

Fréttablaðið - 17.02.2004, Side 4
4 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Á að takmarka aðgang að spila- kössum? Spurning dagsins í dag: Myndi John Kerry sigra George W. Bush í forsetakosningum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 17% 83% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Maður sýknaður af kynferðisbrotum: Dómarar ósammála í kynferðisbrotamáli DÓMUR Maður var dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð fyrir að hafa veitt tveimur fimmt- án ára stúlkum áfengi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðis- brot gegn stúlkunum en var sýkn- aður af þeim ákærðuliðum. Honum var gefið að sök að hafa tekið myndir af annarri stúlkunni í kjallara verslunar eftir að hann gaf henni bjór. Hún klæddist gagn- sæjum kjól og er hann sagður hafa fylgst með henni hafa fataskipti. Þá er hann einnig sakaður um að hafa veitt stúlkunum áfengi og að hafa farið með þær út á land. Þar er hann sagður hafa tekið myndir af þeim nöktum auk þess að hafa káfað á kynfærum þeirra. Niðurstöður dómsins voru að ekki væri hægt að styðjast við óljósan vitnisburð stúlknanna. Einn dómarann var ekki sammála þessu og taldi hann stúlkurnar hafa verið sjálfum sér samkvæm- ar þegar þær gáfu tvívegis skýrslu fyrir dómi. Aftur á móti fannst honum vitnisburður ákærða ótrú- verðugur. Hann telur vera lögfulla sönnun fyrir því að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. ■ Heimsmet í kossi: Fékk súrefni eftir kossinn ÍTALÍA Ungur maður varð að fá súr- efni eftir að hann og unnusta hans höfðu sett nýtt heimsmet í kossa- keppni í bænum Vicenza Ítalíu. Koss parsins stóð yfir í 31 klukkustund og átján mínútur en fyrra metið var tæpar þrjátíu klukkustundir. Andrea Sarti og unnusta hans máttu ekki borða, drekka eða fara á salerni á meðan á keppninni stóð en þau gátu notað farsíma sína til að senda hvort öðru SMS-skilaboð. Parið fékk sem svarar um 1,6 millj- ónum íslenskra króna í verðlaun frá aðstandendum keppninnar auk þess sem kossinn var skráður í Heims- metabók Guinness. ■ HÉRAÐSDÓMUR Niðurstöður dómsins voru að ekki væri hægt að styðjast við óljósan vitnisburð stúlknanna. Einn dómaranna var ekki sam- mála þessu. SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar sem send var af stað aðfaranótt mánudags til að sækja slasaðan sjómann um borð í togveiðiskipið Eykon RE þurfti að snúa til baka vegna veðurs. Þegar þyrlan kom að skipinu um 27 sjómílur vestur af Garð- skaga reyndist ótækt að koma sig- manni um borð í skipið vegna veð- urs og sjólags. Eftir að læknir í áhöfn þyrlunnar TF-LÍF hafði rætt við skipstjóra um ástand mannsins, sem hafði meiðst á fæti, var tekin ákvörðun um að skipið sigldi til Reykjanesbæjar, þar sem sjúkrabíll sækti mann- inn. Var áhætta talin of mikil til að reyna hífingu með hliðsjón af því að hinn slasaði var ekki í lífs- hættu. Eykon kom til Reykjanesbæjar með hinn slasaða kl. 7.30 í gær- morgun og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Reykjanes- bæjar. ■ TF-LÍF Eftir að læknir í áhöfn þyrlunnar TF-LÍF hafði rætt við skipstjóra um ástand mannsins var tekin ákvörðun um að skipið sigldi til Keflavíkur þar sem sjúkrabíll sækti manninn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU RÞyrlu snúið til baka: Sjómaður slasaðist Indverjar og Pakistanar: Friðarvið- ræður hafnar ISLAMABAD Kjarnorkuveldin Ind- land og Pakistan hafa hafið form- legar friðarviðræður að nýju eftir tæplega þriggja ára hlé. Embættismenn frá báðum löndum hittust í Islamabad í gær til að leggja drög að frekari við- ræðum um hið umdeilda hérað Kasmír og önnur stór ágreinings- mál. Fundum embættismannanna verður haldið áfram í dag en á morgun hittast utanríkisráðherr- ar Indlands og Pakistan. Auk Kasmírdeilunnar er stefnt að við- ræðum um kjarnorkumál, barátt- una gegn hryðjuverkum og eitur- lyfjum og viðskiptasamband land- anna tveggja. Tvö stríð hafa verið háð vegna Kasmír síðan árið 1947 en nú segj- ast indverskir og pakistanskir ráðamenn vera komnir að þeirri niðurstöðu að löndin verði að finna friðsamlega lausn á ágrein- ingsmálum sínum. Viðræðurnar sem nú standa yfir eru taldar prófsteinn á hvort ríkin tvö séu raunverulega tilbúin að sýna sveigjanleika og miðla málum. ■ VIÐ SLYSSTAÐINN Margir hafa lagt blóm og muni við rústirnar. Allt að 38 látnir: Refsivönd- urinn á lofti MOSKVA, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti hefur heitið því að refsa þeim sem bera ábyrgð á því að glerþak sundlaugargarðs í út- hverfi Moskvu hrundi með skelfi- legum afleiðingum. Björgunar- menn hafa fundið 25 lík í rústun- um en óttast er að allt að þrettán til viðbótar hafi látið lífið þegar þakið gaf sig. Sjö börn eru á með- al hinna látnu. Talið er að illa hafi verið staðið að hönnun og byggingu glerþaks- ins og viðhaldi hafi verið verulega ábótavant. Rússneskir saksóknar- ar hafa hafið rannsókn á orsökum slyssins. ■ SÖGULEGUR FUNDUR Indverskir og pakistanskir embættismenn funduðu í Islamabad í gær. Danskir fangar gengu berserksgang: Heimta lóð DANMÖRK Um 100 vistmenn í Rík- isfangelsinu í Nyborg brutu allt og brömluðu á skrifstofum og öðr- um vistarverum starfsmanna fangelsisins til að mótmæla ákvörðun yfirvalda um að banna kraftlyftingar í fangelsum lands- ins. Lóð og tæki voru fjarlægð úr leikfimissal fanganna vegna áhyggja af því að fangarnir styrktust of mikið á meðan þeir sætu inni. Fangarnir í Nyborg settu á svið fjöldaslagsmál til að afvegaleiða verðina á meðan þeir brutust inn á skrifstofurnar. „Við ákváðum að eyðileggja skrifstofurnar frekar en að ráðast á verðina sjálfa,“ sagði talsmaður fanganna. Þegar lög- reglumenn komu á vettvang til að aðstoða fangaverðina sátu vist- mennirnir rólegir í klefum sínum. ■ SPRENGJA SPRAKK VIÐ BARNA- SKÓLA Eitt barn lést og fjögur særðust þegar handsprengja sprakk við grunnskóla í hverfi sjíamúslíma í Bagdad. Börnin voru að leika sér á lóð þar sem sprengjan hafði verið skilin eftir. ■ Írak BRUNI Tryggingamiðstöðin, TM, neitar að bæta Löndunarþjónust- unni í Bolungarvík hús fyrirtæk- isins við Hafnargötu 61 sem brann síðasta haust. Brunabóta- mat hússins er rétt tæpar 30 millj- ónir króna en tryggingafyrirtæk- ið hefur boðist til að greiða rúm- lega 6,4 milljónir króna ef fyrir- tækið endurbyggir húsið. Þetta eru rétt rúmlega 20 prósent af brunabótamati hússins, sem var sérhæft sem trésmíðaverkstæði. Eigandi hússins vill endurbyggja húsið en þá liggur fyrir að hann verður að bera sjálfur allan kostn- að sem er umfram 6,4 milljónir króna. Þá liggur fyrir að verði húsið ekki endurbyggt vill trygg- ingafélagið greiða bætur sem mið taka af uppreiknuðu markaðsvirði hússins í Bolungarvík. „Verði sú ákvörðun tekin að byggja ekki upp aftur verðum við að fá fasteignasala til að meta markaðsvirði hússins,“ segir í bréfi Tryggingamiðstöðvarinnar til lög- manns Löndunarþjónustunnar. Bergur Karlsson, eigandi Löndun- arþjónustunnar, segir að framkoma TM í málinu sé óskiljanleg. Hann kveðst undirbúa að fara með málið fyrir dómstóla. „Þeir ætla sér að mismuna mér af því húsið er úti á landi. Þessu mun ég ekki una og er að undirbúa málssókn,“ segir hann. Bergur segir að árið 1997, þegar hann keypti húsið, hafi hann viljað fá fram lækkun á iðgjaldi trygging- arinnar, sem hafi að hans mati verið allt of hátt miðað við staðsetningu og engin von væri til þess að trygg- ingafélagið greiddi út bætur í hlut- falli við iðgjald ef til kæmi. Hann óskaði eftir því við TM að iðgjaldið yrði lækkað. „Svarið var að þeir mættu ekki lækka iðgjaldið því þeir yrðu að bæta þann kostnað sem endur- bygging á húsnæðinu segði til um. Þeir bentu mér á Fasteignamat ríkisins í því skyni að meta húsið niður. Hingað vestur kom maður frá þeim en niðurstaðan varð sú að mat hússins hækkaði úr 19 milljónum króna í 23 milljónir. Skoðunarmaðurinn sagði að mun dýrara væri að endurbyggja húsið en menn gerðu sér almennt grein fyrir. Þar við sat og ég þurfti að greiða enn hærra iðgjald, og hef borgað þetta iðgjald öll þessi ár,“ segir Bergur. Hann segir að nú sé komið á dag- inn að TM ætli sér ekki að greiða út bætur í réttu hlutfalli við iðgjald. Hann sitji uppi með að hafa misst atvinnuhúsnæði sitt sem ekki hafi aðeins brunnið að hluta heldur hafi verið jafnað út með stórvirkum vinnuvélum að kröfu Trygginga- miðstöðvarinnar. „Þetta er óskiljanlegt. Ef ég kaupi hjá þeim kaskótryggingu á bíl þá ætlast ég til þess að fá sams kon- ar bíl ef eitthvað gerist. Ég hef aldrei beðið um annað en að fá hús- ið endurbyggt og ætla hvorki að græða né tapa á því,“ segir Bergur. rt@frettabladid.is Bótalaus eftir hús- bruna í Bolungarvík Eigandi atvinnuhúsnæðis sem brann í haust ætlar í mál við TM, sem býður aðeins fimmtung af brunabótamati hússins. Bergur Karlsson greiddi iðgjald sem miðast við 30 milljóna króna verðmæti en eru boðnar 6,4 milljónir. SKERTAR BÆTUR Bergur Karlsson missti atvinnuhúsnæði sitt við Hafnarstræti í bruna. Tryggingamiðstöðin vill ekki greiða bætur nema í samræmi við markaðsverð á staðnum. M YN D /R O LA N D S M EL T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.