Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 24
24 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
FRIÐARHLAUP
Kóreski maraþonhlauparinn Yun Won
Kang hélt á fánum Palestínu og Ísraels er
hann hljóp framhjá bækistöðvum Ísraels-
hers við Vesturbakkann. Kang hljóp frá
Ramallah til Betlehem í gær til að vekja at-
hygli á deilu Ísraela og Palestínumanna.
Hann telur ekki við hæfi að halda Ólymp-
íuleika í sumar á meðan deilan stendur
ennþá yfir.
Hlaup
GOLF John Daly vann sinn fyrsta
sigur á stórmóti í níu ár þegar hann
vann Buick-mótið um helgina. Daly
fékk að launum tæpar 60 milljónir
króna fyrir sigurinn, sem er meira
en hann hefur þénað á einu keppn-
istímabili á 13 ára ferli sínum.
Tiger Woods var á meðal keppenda
en náði sér ekki á strik.
„Það er yndisleg tilfinning að
vinna aftur,“ sagði Daly eftir sigur-
inn. „Þetta hefur verið langur og
strangur tími. Ég hef unnið tvö
stórmót og enginn getur tekið það
frá mér. En þetta er fyrsta mótið
sem ég vinn þar sem Tiger er líka á
meðal keppenda.“
Daly, sem er 37 ára, vann PGA-
mótaröðina árið 1991 og fjórum
árum síðan vann hann Opna breska
meistaramótið eftir bráðabana.
Kappinn hefur átt í erfiðleikum
í einkalífinu og því áttu fáir von á
sigri hans. Hann hefur tvisvar
sinnum farið í áfengismeðferð auk
þess sem aukakílóin hafa hrannast
upp. Eiginkona Dalys, sem er sú
þriðja í röðinni, á einnig yfir höfði
sér ákærur vegna eiturlyfjamis-
ferlis og fjárhættuspils. „Allir eiga
sínar hæðir og lægðir í lífinu,“
sagði Daly. „Það er bara miklu
meira talað um mínar.“ ■
Tröllvaxnar troðslur
Vesturströndin vann Austurströndina 136-132 í hinum árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í
fyrrinótt í Staples Center í Los Angeles.
KÖRFUBOLTI Fjölmargar Holly-
wood-stjörnur fylgdust með
leiknum og fengu þær ýmislegt
fyrir sinn snúð. Mikið var um
glæsileg tilþrif og var boltanum
meðal annars troðið 44 sinnum
ofan í körfurnar tvær.
Shaquille O’Neal, miðherji
L.A. Lakers, var kjörinn verð-
mætasti leikmaðurinn. Hann
var stigahæstur Vesturstrand-
arinnar með 24 stig og komu 18
þeirra eftir troðslur að hætti
tröllsins ógurlega. Hann hrifs-
aði jafnframt til sín ellefu frá-
köst. Kobe Bryant, samherji
O’Neals hjá Lakers, skoraði 20
stig og átti ágætan leik. Margir
höfðu óttast að Bryant fengi
óblíðar móttökur áhorfenda
vegna nauðgunarákæru en hann
slapp nokkuð vel og þurfti ein-
ungis að hlusta á örlítið baul. Í
liði Austurstrandarinnar var
Jamaal Maglorie, leikmaður
New Orleans Hornets, stiga-
hæstur með 19 stig. Næstur hon-
um kom Jason Kidd frá New
Jersey Nets með fjórtán stig og
tíu stoðsendingar.
Ron Artest, leikmaður Indi-
ana Pacers, vakti athygli fyrir
að skipta nokkrum sinnum um
skópör í leiknum og voru þau öll
mismunandi á litinn. Tracy
McGrady, leikmaður Orlando
Magic, var í svipuðum gír og
spilaði allan leikinn í rauðum og
bláum skóm. Hann átti frábær
tilþrif þegar hann tróð boltanum
eftir að hafa kastað honum í
körfuspjaldið.
Fred Jones, leikmaður Indi-
ana Pacers, vann troðslukeppn-
ina sem var haldin á laugardeg-
inum. Bar hann sigurorð í úrslit-
um af Jason Richardson hjá
Golden State Warriors. Rich-
ardson hafði unnið keppnina
undanfarin tvö ár. Ricky Davis,
leikmaður Boston Celtics, lenti í
þriðja sæti. Voshon Lenard hjá
Denver Nuggets vann þriggja
stiga keppnina og bar þar sigur-
orð af Peja Stojakovic, leik-
manni Sacramento Kings, sem
vann keppnina í fyrra.
Amaré Stoudemire, leikmað-
ur Phoenix Suns, var valinn
verðmætasti leikmaður nýliða-
leiksins. Hann skoraði 36 stig í
leiknum og hinn efnilegi LeBron
James hjá Cleveland Cavaliers
setti niður 33 stig. ■
Dregið í enska bikarnum:
Fer Arsenal
á Anfield?
FÓTBOLTI Bikarmeistarar Arsenal
sækja annað hvort Liverpool eða
Portsmouth heim í átta liða úrslit-
um ensku bikarkeppninnar en
dregið var í gær.
Manchester United, sem vann
bikarinn síðast 1999, tekur á móti
annað hvort Fulham eða West
Ham á Old Trafford.
Sheffield United, sem komst í
undanúrslit í fyrra, mætir annað
hvort Sunderland eða Birming-
ham. Millwall, sem er um miðja 1.
deild, leikur gegn 2. deildarfélagi
Tranmere Rovers.
Leikirnir fara fram dagana 6.
og 7. mars. ■
DALY
John Daly hampar bikarnum sem hann fékk
fyrir sigurinn á Buick-mótinu í San Diego.
AP
/M
YN
D
John Daly vann Buick-mótið:
Fyrsti sigurinn í níu ár A
P/
M
YN
D
Auðjöfurinn Malcolm
Glazer:
Gæti gert til-
boð í United
FÓTBOLTI Bandaríski auðjöfurinn
Malcolm Glazer, sem á dögunum
jók hlutafé sitt í Manchester
United í 16,31%, ætlar hugsanlega
að gera tilboð í félagið. Eitthvað
virðist hann samt óviss því hann
hefur einnig lýst því yfir að hann
gæti selt öll hlutabréf sín ef hann
sæi ástæðu til þess.
Skömmu áður en Glazer jók
hlutafé sitt í United keyptu Írarn-
ir John Magnier og JP MacManus,
stærstu hluthafar í United,
28,89% í félaginu. Ekki er talið að
þeir ætli að bjóða í United. ■
Hjólreiðakappinn Marco Pantani:
Lést úr hjartaáfalli
HJÓLREIÐAR Talið er að hjólreiða-
kappinn Marco Pantani, sem
fannst látinn á hótelherbergi um
helgina, hafi dáið af völdum
hjartaáfalls. Ekki er enn vitað
hvort um sjálfsvíg var að ræða.
„Enginn hefur talað um
sjálfsvíg og ég vísa því á bug,“
sagði Paolo Gengarelli dómari.
Tíu pakkar með róandi töflum
fundust hjá líki Pantanis og
höfðu nokkrir þeirra verið opn-
aðir. Pantani hafði átt við þung-
lyndi og lyfjamisnotkun að
stríða. Krufning mun leiða dán-
arorsökina í ljós en hún átti að
fara fram í gær.
Knattspyrnugoðið Diego
Armando Maradona kom fram í
ítölskum fjölmiðlum í fyrradag
og lýsti því yfir að almenningur
í landinu ætti sök á dauða Pant-
anis. Maradona bjó um árabil á
Ítalíu og varð m.a. meistari með
Napoli. ■
PANTANI
Var þjóðhetja í heimalandi sínu, Ítalíu.
Hann vann Tour de France árið 1998.
NEVILLE
Gary Neville skallar Steve McManaman í
bikarrimmu Manchester-liðanna á laugar-
dag.
Neville í þriggja leikja
bann:
Viðurkennir
mistök sín
FÓTBOLTI Gary Neville, varnarmað-
ur Manchester United, hefur við-
urkennt að hafa gert mistök þegar
hann skallaði Steve McManaman,
leikmann Manchester City, í bik-
arleik liðanna um síðustu helgi.
Neville fékk rautt spjald fyrir
hegðun sína í stöðunni 1-0 fyrir
United en þrátt fyrir það vann lið-
ið leikinn með fjórum mörkum
gegn tveimur. „Ég gerði mistök en
ég ætla ekki að velta mér of mikið
upp úr því,“ sagði Neville í dálki
sínum í blaðinu The Times. „Ég er
pirraður út í sjálfan mig vegna
þess að ég verð í banni í nokkrum
mikilvægum leikjum. Það er eina
ástæðan fyrir því að ég sé eftir
því sem gerðist. Þetta er eitthvað
sem ég er ekki vanur að gera og
ég er viss um að þetta gerist ekki
aftur.“
Neville fékk þriggja leikja
bann og missir af leikjum gegn
Leeds United, Porto í Meistara-
deildinni og Fulham. ■
VAN HORN
Keith van Horn, lengst til vinstri, situr á
bekknum hjá Knicks. Hann er nú kominn
til Milwaukee Bucks.
Leikmannaskipti í NBA:
Van Horn til
Bucks
KÖRFUBOLTI New York Knicks í
NBA-deildinni hefur skipt Keith
van Horn til Milwaukee Bucks að-
eins hálfu ári eftir að hann kom til
félagsins frá New Jersey Nets.
Í staðinn fyrir Horn fær
Knicks miðherjann Nazr Mo-
hammed frá Atlanta Hawks og
Tim Thomas frá Bucks. Auk
þeirra fara þeir Michael Doleac
og Joel Przybilli til Hawks. Van
Horn skoraði að meðaltali 16,4
stig fyrir Knicks og tók 7,3 frá-
köst á þessari leiktíð. Tim Thomas
skoraði aftur á móti 14,1 stig og
tók 4,9 fráköst fyrir Bucks. ■
SHAQ BESTUR
Shaquille O'Neal var valinn verðmætasti
leikmaður stjörnuleiksins. Hér heldur hann
á verðlaunagripnum. Shaq var einnig sá
verðmætasti fyrir fjórum árum ásamt Tim
Duncan hjá San Antonio Spurs.
BEYONCÉ
Beyoncé Knowles söng í hálfleik og var
afar glæsileg að vanda.
TROÐSLA
Sigurvegarinn Fred Jones undirbýr ógurlega troðslu í troðslukeppninni.