Fréttablaðið - 17.02.2004, Side 29

Fréttablaðið - 17.02.2004, Side 29
Leikarinn Matt LeBlanc, sem leik-ur Joey í Friends, eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum. Hann og eiginkonan eignuðust stúlku 8. febrúar síðastliðinn og allt gekk að óskum. Þetta er þriðja barn hennar. Lífið leikur því þessa dagana við LeBlanc, sem mun halda áfram að leika Joey í sinni eigin þáttaröð eftir að Friends lýkur. LeikkonanDemi Moore hefur verið sýknuð af kærum um kynferðislega áreitni. Það var fyrrum starfsmaður hennar sem hélt því fram að hún hefði rekið hann eftir að hann neitaði að sofa hjá henni. Hann sagði hana hafa káfað á sér og klipið. Málið minnir um margt á söguþráð myndarinnar Disclosure þar sem Demi lék tálkvendi sem kom Michael Douglas í klípu. 29ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004 Sérstakir gestir Vetrarhátíðar er hin fjölþjóðlega hljómsveit Voices for Peace. Hljómsveitin flytur tónlist sem á rætur sínar að rekja úr tónlistararfi kristinna, gyðinga og múslima og færir okkur fortíðina með óviðjafnanlegri túlkun sinni á aldargamalli tónlist. Tónleikarnir eru haldnir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, föstudaginn 20. og laugardaginn 21. febrúar. Miðaverð er einungis 500 kr. Laugardaginn 20. febrúar kl. 16:00 eru barnatónleikar og er aðgangur ókeypis Dagskrá Vetrarhátíðar er að finna á www.rvk.is/vetrarhatid SPRON og Austrian Cultural Forum í Kaupmannahöfn styrkja tónleikana Forsala aðgöngumiða í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Ingólfsnausti, Aðalstræti 2 Miðasala haf in Miðasala í síma 562 3045 ze to r MARIAH CAREY Söngkonunni var tekið með kostum og kynjum á flugvellinum í Bangkok í gær en hún treður upp á tónleikum í borginni í kvöld. MS Fjallasúrmjólk – fjarska gó› og frískandi Fjallasúrmjólk er n‡ ger› af súrmjólk. Hún er flykk og mjúk og kitlar tunguna á frísklegan hátt eins og súrmjólkin ger›i í gamla daga. Courtney Love hefur notað þáttHoward Stern til þess að tjá sig um lagaleg vand- ræði sín. Handtöku- skipun var gefin út á hendur Love fyrir helgi eftir að hún mætti ekki fyrir dóm- ara á tilskild- um tíma. Love sagði í þætti Stern að hún hefði ekki þorað út fyrir hússins dyr þar sem hún gat ekki fengið líf- vörð. Hún hélt því einnig fram að búið væri að koma hlerunarbún- aði í húsi hennar og að kerfið væri að snúast á móti sér. Bítillinn Paul McCartney var ísvo miklu uppnámi vegna blaðagreinar um eiginkonu hans Heather Mills að hann hringdi í blaðamanninn. Þeir spjölluðu í nokkrar mínútur og þar sagði McCartney að eiginkona sín væri góðhjörtuð manneskja sem legði sig fram við það að hjálpa öðr- um. Hann sagði það vera bull og vitleysu að henni kæmi illa saman við Stellu McCartney, dóttur Pauls, og sagðist Bítillinn vera þreyttur á þeim sögum. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.