Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Gunnar Atli Gunnarsson, 15ára Ísfirðingur, hefur tekið það að sér að fá hljómsveitina Mínus til að spila fyrir Vestfirð- inga þann 25. febrúar. Þrátt fyrir ungan aldur eru þetta ekki fyrstu tónleikarnir sem Gunnar skipu- leggur og það er ýmislegt á döf- inni hjá honum. „Ég skipulagði tónleika með Írafári 22. febrúar í fyrra fyrir Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar en ég spila með KFÍ. Svo hélt ég einnig góðgerðartón- leika fyrir krabbameinsfélagið í fyrra,“ segir Gunnar. Hann er einnig umboðsmaður ísfirsku hljómsveitarinnar Apollo, sem hefur verið að spila á skólaböll- um, en hann segist ekkert spila sjálfur á hljóðfæri, hann er bara í skipulagningu. Hann horfir ekki bara til þess að auðga menningarlíf Ísfirðinga með tónlist, heldur er hann ein- nig að skipuleggja veglegt snjó- brettamót sem endar á hinni ár- legu skíðaviku á Ísafirði. „Það er bara gaman að skipuleggja og hafa mikið að gera. Ég ætla að sjá um brettamótið og síðan er aldrei að vita hvað gerist næst.“ Í það minnsta ætlar hann að klára grunnskólann, fara í Menntaskól- ann á Ísafirði og stefnir á fjöl- miðlafræði í Háskólanum. Gunnar segist ekki hafa mikl- ar áhyggjur af hegðan Mínus- drengjanna á tónleikunum. „Þeir spila bara sína tónlist og á meðan þeir eru ekki með vímuefni á sér er mér nokk sama. Þeir eru bún- ir að samþykkja að svo verði ekki.“ ■ Tónleikar GUNNAR ATLI GUNNARSSON ■ Fyrst Írafár, nú Mínus. Vill velja það sem er vinsælt. Imbakassinn ... fær Torfi Halldórsson og hans fólk í PharmArtica sem sérfram- leiðir sjampó fyrir hár höfuðborg- arbúa. Fréttiraf fólki Ungur ofurhugi á Ísafirði í dag Lífvörður gefur sig fram við Lögreglu Vélhjólaklíka veittist að áttræðum manni Beyonce næstum búin að missa brjóstið ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Moskvu. Túnis. Quentin Tarantino. Lárétt: 1 svín, 6 reiðihljóð, 7 stærðfræði- tákn, 8 í röð, 9 stefna, 10 vond, 12 eitt- hvað sem hangir, 14 ófeiti, 15 líta, 16 tímabil, 17 tíðum, 18 tútta. Lóðrétt: 1 monta, 2 fugl, 3 félag, 4 tilval- ið, 5 klettasnös, 9 fataefni, 11 mjöl, 13 ekki margt, 14 rám, 17 ær. Lausn: Lárétt: 1göltur, 6urr, 7pí,8mn,9upp, 10ill,12laf, 14hor, 15gá,16ár, 17ótt, 18snuð. Lóðrétt: lguma,2örn,3lr, 4upplagt, 5 ríp,9ull,11korn,13fátt,14hás,17óð. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Hótel spillir sálarheill Það vakti nokkra athygli hérheima þegar fréttir bárust af því að íslenskt leikfélag ætlaði að setja Rómeó og Júlíu upp í heimalandi Shakespeares. Upp- færsla Vesturports þykir ný- stárleg og þótti meðal annars markvert þegar verið var að setja upp sýninguna í London að öryggisstaðlar í leikhúslífi Eng- lands og Íslands voru ekki þeir sömu og þóttu nokkur atriðin í upprunalegu útfærslunni of hættuleg til sýningar í London. Ragnar Bragason leikstjóri og tökulið hans fylgdi leikurun- um eftir í þrjá mánuði til að at- huga hvort og þá hvernig Ís- lendingunum tækist að slá í gegn. Útkoman var heimildar- myndin Love Is in the Air, sem verður frumsýnd í Háskólabíói 5. mars. „Það gekk nú töluvert á á tímabili,“ segir Ragnar þegar hann var spurður hvort það hafi gengið þrautalaust að koma leiksýningunni upp. „Heimildar- myndin fjallar meira og minna um vandræðin sem fylgdu því en á endanum gekk þetta upp. Það voru margþætt átök. Bæði þurfti íslenskt leikhúsfólk að að- lagast bresku leikhúslífi, læra nýjar leikreglur og svo er ýmiss konar ágreiningur innan hóps- ins um hvernig ætti að gera hlutina. Hótelið sem leikararnir dvöldu á spilar einnig stóra rullu, enda var það ekki upp á marga fiska og stefndi sálar- heill hópsins í voða.“ Hugmyndin um að búa til heimildarmynd um útrás ís- lenskra leikara kom strax upp og því var drifið í verkefninu án þess að hafa tryggt fjármagn til verksins. „Ég var að vinna með þessum hópi í öðru verkefni og þannig kem ég inn í myndina. Kristín Ólafsdóttir er framleið- andi myndarinnar og svo feng- um við styrk frá Kvikmynda- sjóði núna fyrir áramót. Þar sem fyrirvarinn var mjög lítill treystum við á að fólk myndi átta sig þegar þetta væri komið af stað. Við höfum líka fundið fyrir talsverðum áhuga á mynd- inni erlendis en hún var meðal annars kynnt á Berlínarhátíð- inni.“ ■ Kvikmyndir LOVE IS IN THE AIR ■ Heimildarmynd um uppsetningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í London. RAGNAR BRAGASON Það er ríkt í Íslendingum að fylgjast með velgegni samlanda sinna erlendis. Ný ís- lensk heimildarmynd um íslenska upp- færslu á Shakespeare í London með raun- veruleikasjónvarpsblæ ætti að svala for- vitni einhverra. Þessar graftarból- ur, læknir... eru þær smitandi? Það er hugsanlegt! Hringrás lífsins birtist á ýmsumsviðum, ekki síst í viðskiptum. Það er sjálfsagt flestum í fersku minni þegar Landsbankinn gerði heilmikið strandhögg hjá Búnaðar- bankanum og lokkaði lykilstarfsfólk til sín með freistandi atvinnutilboð- um. Þetta fólk flutti sig vitaskuld um set og fékk flest skrifstofur í húsnæði Landsbankans við Lauga- veg 77. Landsbankinn hefur nú tekið húsnæði Búnaðarbankans í Austur- stræti á leigu og þangað mun starf- semin á Laugavegi 77 flytja. Brott- keypta Búnaðarbankafólkið snýr því aftur á kunnar slóðir og sjálfsagt munu einhverjir einfaldlega fá gömlu skrifstofuna sína aftur og jafnvel gamla stólinn líka. Landbúnaðarráðherrann GuðniÁgústsson var einnig í góðum gír um helgina og fór með gamanmál á fjáröflunarkvöld- verði fyrir List- vinafélag Hall- grímskirkju á Apó- tekinu. Þar var einnig staddur Stefán Jón Haf- stein borgarfull- trúi, sem lýsti því yfir í Íslandi í dag á föstudaginn að hann væri orðinn leiður á Guðna. Stefán dró þessi um- mæli til baka á Apótekinu og Guðni svaraði að bragði: „Þér er fyrirgefið sonur“. Stefán Jón benti ráðherran- um á að það væri ekki hans að fyrir- gefa, slíkt kæmi í hlut æðri máttar- valda. GUNNAR ATLI GUNNARSSON Hefur ekki áhyggjur af neikvæðri um- fjöllun um meðlimi hljómsveitarinnar Mínus og fær þá til að spila í næstu viku á Ísafirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.