Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 6
6 18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Mið-Austurlönd Veistusvarið? 1Hvað hyggst sjávarútvegsráðherraauka loðnukvótann mikið? 2Í hvaða landi hefur fólki verið boðiðað senda guði tölvupóst? 3Hvað heitir kylfingurinn sem sigraði ástórmóti í PGA-mótaröðinni í Banda- ríkjunum á sunnudaginn? Svörin eru á bls. 26 Forsetinn biður um alþjóðlega aðstoð: Frakkar íhuga að senda friðargæslulið til Haítí HAÍTÍ, AP Frakkar eru að skoða þann möguleika að senda friðar- gæslulið til Haítí. Neyðarástand ríkir í landinu vegna blóðugrar uppreisnar sem hófst fyrir tólf dögum. Jean-Bertrand Aristide, forseti Haítí, hefur óskað eftir að- stoð alþjóðasamfélagsins við að binda enda á átökin. Frakkar eru með bækistöðvar í nágrenni Haítí og geta því brugð- ist við með skömmum fyrirvara. Franski utanríkisráðherrann Dominique de Villepin segir að Frakkar hafi rætt við bandamenn sína hjá Sameinuðu þjóðunum og skipað nefnd til að fara yfir málið. Utanríkisráðherra Dóminíska lýðveldisins, sem á landamæri að Haítí, hefur beðið um aðstoð al- þjóðasamfélagsins við að stilla til friðar á svæðinu. Dóminíkar hafa lokað landamærum sínum við Haítí. Uppreisnarmenn sem krefjast afsagnar Aristides hafa náð flest- um borgum í norðurhluta Haítí á sitt vald. Lögreglumenn hafa flúið suður á bóginn í leit að liðstyrk. Að minnsta kosti 56 manns hafa fallið síðan uppreisnin hófst 5. febrúar síðastliðinn. ■ Forseti með vini á fréttastofunum Ríkisreknu rússnesku fjölmiðlarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að draga upp svo jákvæða mynd af forsetanum að það líkist frekar áróðri en fréttaflutningi. Á meðan brotni undan stoðum lýðræðisins. RÚSSLAND „Ef það er engin augljós stórfrétt byrjum við með fréttum af forsetanum,“ sagði Mikhail Ant- onov, aðalþulur fréttatíma ríkis- reknu sjónvarpsstöðvarinnar Rossiya, um fréttamat fréttastof- unnar í viðtali við bandaríska dag- blaðið The New York Times. Ríkis- reknu rússnesku sjónvarpsstöðv- unum hefur verið legið á hálsi að vera afar hliðhollar Vladimír Pútín forseta og halla mjög á aðra stjórn- málamenn. „Það er ekki okkar starf að rökræða eða dæma gjörð- ir forseta okkar,“ sagði Antonov. Steven Lee Myers, blaða- maður The New York Times, tek- ur nýlegan fréttatíma Rossiya sem dæmi um hvernig fjölmiðlarnir byggja upp jákvæða ímynd af forsetanum. Eft- ir upphafsstefið byrjar fréttatím- inn á „ekki einni, heldur tveimur fréttum, um það sem Pútín hefur gert þann daginn: fund með stjórn- arformanni Seðlabankans og annan með utanríkisráðherra Ítalíu. Um- mæli Pútíns birtast ekki í stuttum bútum sem eru klipptir eftir þörf- um heldur eins og langt ávarp, óklippt og án spurninga frá frétta- þulinum, andstæðingum Pútíns eða nokkrum öðrum.“ Pútín, líkt og forveri hans Boris Jeltsín, nýtur lítt gagnrýninnar umfjöllunar ríkisfjölmiðla og hefur því sterkari stöðu en keppi- nautarnir. Þetta þýðir að Pútín gat neitað að taka þátt í fyrirhuguðum kappræðum forsetaframbjóðenda í sjónvarpi. Við það varð ljóst að all- ur kraftur yrði úr þeim og neituðu aðrir frambjóðendur því að taka þátt í þeim og líktu umstanginu í kringum þær við skrípaleik. „Þetta er allt áróður,“ sagði Irina M. Khakamada, einn forsetafram- bjóðendanna, við New York Times. Það eru ekki aðeins stjórnmála- menn á öndverðum meiði við Pútín sem gagnrýna fjölmiðlaum- fjöllunina. Það gerðu einnig kosn- ingaeftirlitsmenn á vegum Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu sem fylgdust með rússnesku þing- kosningunum í desember. „Nær ótakmarkaður aðgangur að fjöl- miðlum ríkisins gaf stuðnings- flokki Pútíns óeðlilegt forskot á aðra flokka og frambjóðendur,“ sagði Bruce George, formaður þingmannanefndar stofnunarinn- ar, og sagði kosningabaráttuna vera afturför frá lýðræðislegum umbótum í Rússlandi. ■ Á GANGI Í BERLÍN Evrópubúar vilja stjórnarskrá fyrir ESB en vita ekki hvað er í henni. Stjórnarskrá ESB: Langflestir fylgjandi BRUSSEL, AP Nær fjórir af hverjum fimm ríkisborgurum núverandi ríkja Evrópusambandsins og þeirra tíu ríkja sem verða aðilar innan skamms eru fylgjandi því að ESB verði sett stjórnarskrá samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Hins vegar telur aðeins um fjórðungur sig vel upplýstan um hvað verður að lík- indum í henni eftir tveggja ára um- ræður um stjórnarskrána. Stuðningur við stjórnarskrá Evrópusambandsins er mestur á Ítalíu, þar sem hann mælist 92 prósent. Hann er hins vegar minnstur í Bretlandi, aðeins 51 prósent. Rúmur helmingur aðspurðra, 59 prósent, sá ekkert því til fyrirstöðu að ríki sambandsins gengju misjafn- lega langt í samrunaþróuninni. ■ NÍTJÁN KÍLÓ AF KÓKAÍNI Tollverð- ir á flugvellinum í Damaskus í Sýr- landi lögðu hald á nítján kíló- grömm af kókaíni og handtóku brasilíska konu og sýrlenskan karl- mann. Áætlað söluverðmæti efnis- ins er sem svarar rúmum 270 millj- ónum íslenskra króna. Kókaínið var falið í lítilli ferðatösku. HERMENN Í RÚTUSLYSI 25 banda- rískir hermenn slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar rúta valt skammt frá herstöð í Kúvæt. Yfir- völd í Kúvæt fara með rannsókn slyssins. Rússland: Hanna nýtt geimfar MOSKVA, AP Rússneskir verkfræð- ingar hafa hafist handa við að hanna nýtt geimfar sem verður tvöfalt stærra og þyngra en Soyuz-geim- farið. Nýja geimfarið mun geta flutt að minnsta kosti sex geimfara og verður áhafnarrýmið endurnýtan- legt. Þyngd farsins verður tólf til fjórtán tonn í geimskoti. Soyuz-geimfarið var hannað seint á sjöunda áratugnum. Ekki liggur fyrir hvenær smíði nýja geimfarsins verður lokið. ■ Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING Toppar, blússur, bolir NEYÐARÁSTAND Uppreisnarmaður fylgdist með starfmönnum Alþjóða Rauða krossins þegar þeir komu með sjúkragögn til Gonaives. MAÐURINN MEÐ VÖLDIN Líkt og af forvera hans Boris Jeltsín draga ríkisreknu sjónvarpsstöðvarnar upp afar jákvæða mynd af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. „Það er ekki okkar starf að rökræða eða dæma gjörðir forseta okkar. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 67,87 -0,22% Sterlingspund 129,02 0,50% Dönsk króna 11,70 0,49% Evra 87,16 0,47% Gengisvísitala krónu 119,54 0,00% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 432 Velta 15.783 milljónir ICEX-15 2.441,53 0,70% Mestu viðskiptin Þorbjörn Fiskanes hf. 5.183.677 Landsbanki Íslands hf. 887.057 KB banki hf. 668.250 Mesta hækkun Þorbjörn Fiskanes hf. 17,39% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 3,96% Tryggingamiðstöðin hf. 3,66% Mesta lækkun Hlutabréfamarkaðurinn hf. -3,11% Eimskipafélag Íslands Hf. -0,55% Austurbakki hf -0,22% Erlendar vísitölur DJ* 10.731,7 1,0% Nasdaq* 2.083,5 1,5% FTSE 4.461,5 1,2% DAX 4.095,9 0,6% NK50 1.357,7 0,1% S&P* 1.158,7 1,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.