Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 ■ Afmæli ■ Andlát Clyde W. Tombough fann reiki-stjörnuna Plútó fyrir tilviljun þegar hann rýndi í himinhvolfið frá Lowell-stjörnuskoðunarstöðinni í Arizona. Útreikningar sem síðar reyndust rangir bentu til þess að reikistjarna leyndist handan Nept- únusar, en Tombough studdist við þá þegar hann fór nákvæmlega ofan í stöðu himintunglanna og fann Plútó. Plútó er níunda reikistjarnan frá sólu og sú langminnsta en sjö tungl annarra stjarna eru stærri en Plútó, þar á meðal tungl jarðarinnar. Strax eftir að Plútó fannst voru stjörnu- fræðingar vissir um að stjarnan væri of lítil til þess að hafa áhrif á hreyfingu Úranusar og Neptúnusar en þrátt fyrir lúsarleit bendir ekk- ert til þess að reikistjörnur sólkerf- isins séu fleiri. Plútó er nefndur eftir rómverska undirheimagoðinu sem er hliðstæða Hadesar í grískri goðafræði. Nafnið er því vitaskuld tengt kuldanum og eilífa myrkrinu sem ríkir á Plútó en yfirborðshiti stjörnunnar er á bilinu -235 til -210 gráður. Plútó er eina reikistjarnan sem geimfar hefur ekki heimsótt en leiðangur þangað er fyrirhugaður árið 2006 ef fjármagn fæst. ■ Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, er 55 ára í dag. Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður er 48 ára í dag. Hallgrímur Helgason rithöfundur er 45 ára í dag. Afmælisdagurinn fer í meiri-hlutafund R-listans og undir- búning fyrir borgarstjórn auk þess að taka á móti fólki utan úr bæ með erindi,“ segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, sem á afmæli dag. Tvö ár eru liðin frá því að Stef- án Jón gaf kost á sér í embætti borgarfulltrúa. Áður var hann áberandi fjölmiðlamaður. Hann segir störfunum ólíkum saman að jafna. „Það var viss aðlögun sem ég þurfti að ganga í gegnum þeg- ar ég fór út í pólitíkina. Ég vildi kynnast nýju hlutverki áður en ég hefði mig of mikið í frammi og ákvað að fara varlega út á þann ís. Það er viss léttúð fólgin í því að geta klárað grein eða lokið þætti og verið síðan laus allra mála. Störfum pólitíkussins lýkur aldrei og umbunin er að koma góðu í verk.“ Stefán Jón þykir kappsfullur og var spurður hvort skrifræðið færi ekki fyrir brjóstið á honum. „Jú, ég viðurkenni það fúslega. Mér finnst með ólíkindum hvað hlutir hreyfast hægt. Það þarf ákveðna formfestu og ég er að uppgötva í mér þolinmæðina.“ En hyggst Stefán Jón gefa kost á sér áfram? „Ég hef gaman af meðan vel gengur og finn mig vel. Ég hef aldrei verið með þessa pólitísku ástríðu slagsmálanna, sem skýrir væntanlega af hverju ég fór svona seint á lífsleiðinni í framboð. Kappræður og þras eru ekki spennandi en ég hef gaman af rökræðum. Mér finnst pólitískt andrúmsloft oft á tíðum ódýrt. En meðan mér finnst ég gera gagn er ég til í slaginn.“ Stefán Jón og Ingvi Hrafn Jónsson hittast hvern föstudag í þættinum Íslandi í dag og fara yfir fréttir vikunnar. Þykir hvor- ugur liggja á skoðunum sínum. „Ég viðurkenni að sem pólitíkus á ég til að gæta mín ekki alveg nógu vel. Það er í eðlinu að láta vaða. Það kemur á óvart hvað viðbrögðin eru mikil en hingað til hef ég ekki fengið skömm í hattinn.“ Neytendahorn Stefáns Jóns í þættinum hefur vakið athygli. „Ég byrjaði á þessu mér til skemmtunar en nú er orðin sterk krafa um þetta.“ Að sjálfsögðu var Stefán Jón beðinn um ábend- ingu fyrir lesendur Fréttablaðs- ins. „Neytendahornið í dag er ábending til karlmanna. Ég heyrði frá kynjakönnun í síðustu viku þar sem fram kom að 78% karl- manna þvo ekki þvottinn sinn. Mér finnst það með ólíkindum. Ég kann ekki á þvottavél en kann þó eitt prógramm. Það dugar. Gald- urinn er að stilla hitastigið á 40 gráður, þá er maður sloppinn. Sannir karlmenn þvo þvottinn sinn.“ ■ JOHN TRAVOLTA Eilífðartöffarinn og leikarinn er 50 ára í dag. 18. febrúar ■ Þetta gerðist 1546 Trúarleiðtoginn Martin Lúther deyr. 1564 Listamaðurinn Michelangelo deyr í Róm. 1688 Fyrstu kosningarnar gegn þræla- haldi í Bandaríkjunum fara fram í Germantown. 1864 Ævintýri Stikilsberja-Finns kemur út í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 1902 Charles F. Tiffany, stofnandi skartgripafyrirtækisins sem ber nafn hans, fellur frá. 1977 Enterprise, fyrsta geimskutlan, fer í jómfrúarferð sína yfir Mojave- eyðimörkina ofan á Boing 747- þotu. 1999 Bandaríkjamenn þrýsta á Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, að semja frið við Albani í Kosovo og hóta honum með hernaðaraðgerðum. 2001 NASCAR-ökuþórinn Dale Earn- hardt deyr af völdum áverka sem hann fékk í árekstri á síð- asta hring Daytona 500- kappakstursins á Flórída. PLÚTÓ Minnsta reikistjarna sólkerfisins og sú sem er fjærst sólu fannst fyrir misskilning á þessum degi árið 1930. Reikistjarna finnst fyrir misskilning PLÚTÓ ■ Þessi langminnsta reikistjarna sólkerf- isins uppgötvaðist fyrir tilviljun. 18. febrúar 1930 Sannir karlmenn þvo þvottinn sinn Helmingur keppenda börn Þarna verða margir af bestu skák-mönnum heims,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðlegs atskák- móts sem Skákfélagið Hrókurinn, Rimaskóli og UMF Fjölnir efna til í Rimaskóla 1. til 3. mars. „Þetta verður ansi magnað stór- skotalið því Jóhann Hjartarson, Ivan Sokolov, Regina Pokorna, Vikt- or Bologan og Friðrik Ólafsson hafa þegar skráð sig til leiks. Það er stefnt að því að hafa allt að 200 keppendur á þessu móti, þar af um 100 börn. Fjölmörg þeirra hafa þeg- ar skráð sig, eins og Júlía Rós í 6. bekk í Rimaskóla. Hún vann það frækilega afrek að sigra Luke Mc- Shane, sem er einn efnilegasti skák- maður heims og sigraði meðal ann- ars á Grænlandi. Svo er Alfreð Baarregaard Valencia, fimm ára og er þegar farinn að sýna ótrúlega takta við skákborðið. Hann gerði til dæmis jafntefli við Bologan í Smáralind á síðasta ári og er því kannski fyrsta undrabarnið í Hróknum.“ Það eru ekki bara stórmeistarar eða þeir sem sýna slíka takta sem munu taka þátt í mótinu því þó svo að allir hafi möguleika á því að keppa við Friðrik eða Reginu verða veitt 40 verðlaun, þar af 12 barna- verðlaun og þrenn öldungaverðlaun. Til að hita upp fyrir mótið verður fjölskylduhátíð á Broad- way 28. febrúar þar sem meðal annars Lína Langsokkur og Mikki refur munu mætast við skákborðið. „Þau kunna örugg- lega gott betur en manngang- inn,“ segir Kristjón. „Það verður einvígi aldarinnar þarna á milli Línu og Mikka.“ ■ Lilja Guðmundsdóttir, frá Vestmanna- eyjum, lést laugardaginn 14. febrúar. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, Ljósheim- um 10, Reykjavík, lést laugardaginn 14. febrúar. Haraldur Örn Tómasson, Rauðagerði 20, lést laugardaginn 14. febrúar. Marta Traustadóttir lést laugardaginn 14. febrúar. Leó Guðlaugsson, húsasmíðameistari, Víghólastíg 20, Kópavogi, er látinn. Árni Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, Bergstaðastræti 3, Reykjavík, lést sunnu- daginn 15. febrúar. Ingimar Guðnason, Oddabraut 15, Þor- lákshöfn, lést laugardaginn 14. febrúar. 13.30 Hermann Guðjónsson, Fornhaga 22, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju. Skák STÓRMÓT HRÓKSINS ■ Reiknað er með allt að 200 keppend- um á skákmóti í Rimaskóla. Afmæli STEFÁN JÓN HAFSTEIN ■ er 49 ára í dag. Honum leiðist hægagangur kerfisins en er alltaf til í slaginn. VIKTOR BOLOGAN, HRAFN JÖKULSSON OG ALFREÐ BAARREGAARD VALENCIA Skráning er hafin á stórmót Hróksins þar sem ungir upprennandi skákmenn geta lent á móti stórmeisturunum eins og sjá má á www.skakhatid.is. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Þegar Stefán Jón ákvað að gefa kost á sér í borgarstjórn sagði við hann góður vinur að það sem gæti orðið honum að falli væri sú stað- reynd að hann kynni ekki að ljúga. „Ég get ekki verið öðruvísi en hreinskilinn, hvort sem fólk kann að meta það eða ekki. Undanfærslur þoli ég ekki og ekki heldur þegar ég var fréttamaður. Ég kann ekki að tipla á tánum af ótta við að styggja aðra.“ Í fyrra... ... fannst mér gaman að lifa. Núna... ... er ég enn lífsglaðari, er orðin árinu eldri og búin að læra að þakka fyrir lífið. Sigríður Arnardóttir sér um þáttinn Fólk með Sirrý á Skjá einum. Breyttirtímar ■ Jarðarfarir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.