Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 25
21MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 Prófraun Englendinga og Portúgala Fjölmargir vináttulandsleikir verða háðir í dag. Portúgalar taka á móti Englendingum á hinum nýja og glæsilega Faro-Loule leikvangi í Algarve. JÓN ARNÓR Hitti þátttakendur í „vesturstrandarúrslitun- um“ um helgina. Vesturstrandarúrslitin heppnuðust vel: 100 þáttak- endur hittu Jón Arnór KÖRFUBOLTI Yfir 100 krakkar tóku þátt í „vesturstrandarúrslitunum“ sem fóru fram hér á landi um helgina. Mótið heppnaðist mjög vel og skemmtu krakkarnir sér konunglega. Hápunktur helgarinnar var þegar Jón Arnór Stefánsson, leik- maður Dallas Mavericks í NBA- deildinni, kom í heimsókn og hitti þátttakendur. Jón áritaði glæsi- legt risaplakat af sér sem allir fengu og skotvissir þátttakendur unnu glæsileg verðlaun eins og keppnistreyju Jóns og áritaðar keppnistreyjur þeirra Dirk Nowitzki, Michael Finley og Steve Nash, samherja Jóns hjá Mavericks. ■ FÓBOLTI Mikið hefur gengið á í her- búðum Englendinga fyrir leikinn. Þrír varnarmenn heltust úr lestinni vegna meiðsla, þeir Sol Campell, Jonathan Woodgate og John Terry, auk þess sem framherjinn Darius Vassell veiktist og getur ekki leikið með. Auk þeirra er Steven Gerrard fjarverandi þar sem kærasta hans á von á barni og Rio Ferdinand af- plánar átta mánaða leikbann. Þrátt fyrir þessi áföll á David Beckham, fyrirliði landsliðsins, von á jöfnum og spennandi leik. „Portúgal er með frábært lið. Þeir hafa marga frábæra leikmenn,“ sagði hann. „Að fara þangað og ná góðum úrslitum myndi gefa okkur mikið sjálfstraust.“ Síðasta viður- eign liðanna endaði með 2-0 sigri Portúgala og því eiga Englendingar harma að hefna. Leikurinn í kvöld er mikilvægur hluti af undirbúningi liðanna fyrir Evrópukeppnina í sumar þar sem Portúgalar eru gestgjafar. Luis Figo, vængmaðurinn sterki hjá Real Madrid, leikur sinn 100. lands- leik í kvöld og hefur fulla trú á portúgölskum sigri. „Þetta verður mikil prófraun fyrir bæði lið því þarna kemur í ljós hversu tilbúin þau eru fyrir EM 2004,“ sagði Figo, sem hefur skorað 30 landsliðs- mörk. „Þrýstingurinn fyrir leikinn er sá sami og alltaf. Samt sem áður erum við ekki með sama lið og áður. Liðið sem við teflum fram núna var nánast óþekkt árið 2000.“ Figo er ánægður með frammistöðu Davids Beckham, samherja síns hjá Real, og hlakkar til að mæta honum. „David Beckham er algjört fótboltaskrímsli,“ sagði hann. „Hann er ekki aðeins einn af þeim bestu um þessar mundir heldur verður hann skráður í sögubæk- urnar sem einn sá besti allra tíma. Hans dyggð er sú að hann er mjög vinnusamur inni á vellinum.“ Luiz Felipe Scolari, sem leiddi Brasilíu til sigurs á HM fyrir tveim- ur árum, hefur gert góða hluti með Portúgal síðan hann tók við liðinu eftir vonbrigði þess á HM. „Við munum spila okkar leik eins og við erum vanir,“ sagði Scolari. „Eng- lendingar hafa spilað vel en það höf- um við líka gert.“ Cristiano Ronaldo er einn þeirra ungu leikmanna sem fá væntan- lega að spreyta sig fyrir Portúgal í kvöld. Hann er hvergi banginn við að mæta Beckham, sem áður lék í hans stöðu hjá Manchester United. „Það skiptir engu máli fyrir mig hvort ég spila gegn Beckham eða einhverjum öðrum, ábyrgðin er sú sama,“ sagði hann. „Þetta er enn einn leikurinn fyrir mig til að sýna hvað í mér býr fyrir EM í sumar.“ Tveir leikmenn til viðbótar úr ensku deildinni eru í portúgalska hópnum. Vængmaðurinn Hugo Viana hjá Newcastle leikur að öll- um líkindum sinn níunda landsleik og Luis Boa Morte, framherji Ful- ham, fær einnig tækifæri til að sanna sig. Báðir hafa þeir staðið sig með prýði í ensku úrvalsdeild- inni í vetur. Búst er við um 3.500 enskum áhangendum á nýja Faro-Loule leik- vanginn í Algarve þar sem leikur- inn fer fram. Miklar varúðarráð- stafanir hafa verið gerðar og þeir sem ekki fá miða á völlinn geta fylgst með leiknum á stórum sjón- varpsskjá sem komið verður upp. Tónlistaratriði verða einnig í boði, allt til að halda enskum knatt- spyrnubullum frá vandræðum. freyr@frettabladid.is F Ó T B O L T A F E R Ð I R Verð kr. 109.900 Innifalið: Flug, flugvallarskattar, rútur til og frá flugvelli, gisting með fullu fæði, skoðunarferð um Old Trafford, bolur og húfa merkt skólanum, öll kennsla og þjálfun og íslensk fararstjórn. Nánari upplýsingar veitir Íþróttadeild Úrvals Útsýnar í Hlíðasmára í síma 585- 4100 eða á netfang: smarinn@uu.is. gagn og gaman af verunni í skólanum. Með það að markmiði er dagskráin brotin upp með ýmsum uppákomum, svo sem ferð í Alton Towers skemmtigarðinn og skoðunarferð um Old Trafford svo eitthvað sé nefnt. 2 námskeið í sumar. Í ár bjóðum við upp á tvær ferðir, lágmarksfjöldi á hvoru námkeiði er 30 manns. Skólinn er hugsaður fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12-16 ára. Æft er tvisvar – þrisvar sinnum á dag. 31. júlí – 8. ágúst Námskeið 1 7. ágúst – 15. ágúst Námskeið 2 Fararstjórn. Íslensk fararstjórn er með báðum hópum, tekið er á móti krökkunum á Keflavíkurflugvelli og haldið utan um hópinn þangað til komið er þangað aftur að skólanum loknum. Tveir fararstjórar eru með hópnum og er hlutverk þeirra að halda utan um hópinn, vera honum innan handar allan tímann, hjálpa til við túlkun á æfingum og öðrum dagskrárliðum varðandi skólann. Eftir vel heppnaða frumraun í fyrra, bjóðum við á nýjan leik í ár Knattspyrnuskóla Man.Utd. í samstarfi við Man. Utd klúbbinn á Íslandi. Skólinn er á vegum Man.Utd eins og nafnið gefur til kynna og hefur aðsetur í Denstone College, heimavistarskóla mitt á milli Derby og Stoke, í u.þ.b. klukkustundar akstursfjarðlægð frá Manchester. Allur aðbúnaður við Denstone College er mjög vel til þess fallinn að halda utan um svona skóla, margir góðir vellir og góð gistiaðstaða. Auk þess er skólinn hæfilega einangraður sem er heppilegt þegar halda þarf utan um hóp unglinga. Allir þjálfarar skólans eru vel menntaðir unglingaþjálfarar og í fullu samræmi við þær kröfur sem Man. Utd gerir um sína unglingaþjálfara. Markmið skólans er að gefa unglingum alls staðar frá innsýn í hvernig æft er hjá stórum atvinnumannafélögum, að hjálpa þeim við að vera betri knattspyrnumenn/konur auk þess sem reynslan af slíkri samvist á að hafa mjög góð félagsleg áhrif á unglinga. Þá er boðið upp á ýmsa fræðslu fyrir ungt knattspyrnufólk, auk þess sem að sjálfsögðu er reynt að tryggja að krakkarnir hafi Manchester United 2004 Knattspyrnuskóli Námskeið 1: 31. júlí - 8. ágúst Námskeið 2: 7. ágúst - 15. ágúst í Smáranum, sími 585 4100 CRISTIANO RONALDO Í leiknum gegn Manchester City um síð- ustu helgi. Hann mun etja kappi við nokkra félaga sína úr United í kvöld. KOSS Á KINN David Beckham fagnar marki Luis Figo, samherja síns hjá Real Madrid. Það verður væntanlega lítið um kossa- flens á milli þeirra félaga í Portúgal í kvöld. Remax-deild karla: Ekki flókið mál HANDBOLTI Hörður Flóki Ólafsson fór á kostum í marki HK, sem sigraði ÍR 26-25 í úrvalsdeild Remax-deildar karla í gær. ÍR- ingar leiddu 15-10 í hléi en Flóki varði fimmtán skot í seinni hálf- leik og lagði grunninn á sigri HK. Brynjar Valsteinsson skor- aði sirkusmark þegar ein sek- únda var til leiksloka og tryggði HK fyrsta sigur sinn í úrvals- deildinni. Andrius Rackauskas skoraði níu mörk (eitt úr víti) fyrir HK, Brynjar Valsteinsson fjögur, El- ías Már Halldórsson þrjú, Hauk- ur Sigurvinsson þrjú (tvö úr vít- um), Samúel Ívar Árnason, Al- exander Arnarson og Atli Þór Samúelsson tvö hver og Jón Heiðar Gunnarsson eitt. Hörður Flóki Ólafsson varði fimmtán skot, tvö þeirra vítaköst, en Björgvin Páll Gústavsson varði sjö skot. Sturla Ásgeirsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir ÍR, Hannes Jón Jóns- son fimm, Ingimundur Ingi- mundarson þrjú, Bjarni Fritz- son tvö (eitt út víti) og Fannar Örn Þorbjörnsson eitt. Ólafur Haukur Gíslason varði sextán skot, þar af eitt víti. ■ Remax-deild karla: Valsmenn efstir HANDBOLTI Valsmenn náðu foryst- unni í úrvalsdeild Remax-deildar karla í gærkvöld með 27-24 sigri á Fram að Hlíðarenda. Staðan í leik- hléi var jöfn, 13-13, en Framarar höfðu lengstum frumkvæðið. Valsmenn náðu forystunni, 20-19, þegar tíu mínútur voru til leiks- loka og voru mun öflugri en Fram- arar á lokasprettinum. Hjalti Pálmason var atkvæða- mestur Valsmanna á lokakaflan- um. Hann skoraði fimm mörk af mörkum Vals, þar af fjögur í seinni hálfleik. Heimir Örn Árnason sko- raði fjögur mörk fyrir Val, Freyr Brynjarsson, Atli Rúnar Steinþórs- son og Sigurður Eggertsson þrjú hver, Baldvin Þorsteinsson tvö (eitt úr víti), Bjarki Sigurðsson, Markús Máni Michaelsson og Hjalti Gylfason tvö hver og Brend- an Þorvaldsson eitt. Pálmar Pét- ursson varði ellefu skot. Hjálmar Vilhjálmsson skoraði fimm af mörkum Framara, Arnar Þór Sæþórsson fjögur (eitt úr víti), Valdimar Þórsson fjögur, Jón Björgvin Pétursson fjögur (tvö úr víti), Stefán Baldvin Stef- ánsson þrjú, Martin Larsen tvö og Guðjón Finnur Drengsson og Haf- steinn Ingason eitt mark hvor. Egidijus Petkevicius átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot, þar af eitt vítakast. ■ VALUR VANN FRAM Markús Máni Michaelsson sækir að marki Fram en Guðlaugur Arnarsson er til varnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.