Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 10
10 18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR HVALAVEISLA Í TÓKÝÓ Fjölmargir gestir borðuðu hval sem var matreiddur á margvíslega vísu á uppá- komu á vegum Samtaka um að viðhalda hefð hvalveiða sem efnt var til í Tókíó, höfuðborg Japans, í gær. Hugmyndin að baki uppákomunni var að hvetja lands- menn til hvalneyslu. Ásgeir Friðgeirsson um fjarskiptakostnað ríkisins: Útboð hefði getað sparað ríkinu milljarð ALÞINGI Ásgeir Friðgeirsson, Sam- fylkingunni, gagnrýndi gríðarlegan fjarskiptakostnað hins opinbera á Alþingi í gær, en hann nam 1.350 milljónum króna árið 2002. Hann sagði nýtilkomna samkeppni á fjar- skiptamarkaði hafa gert sumum fyrirtækjum kleift að lækka tal- síma- og farsímakostnað um allt að 50% með útboði. „Miðað við 1.500 milljóna króna heildarfjarskiptakostnað hins opinbera getur ávinningur ríkis- sjóðs af útboðum numið 200-400 milljónum á ári. Hvers vegna hef- ur fjármálaráðherra ekki beitt sér fyrir útboðum á fjarskiptaþjón- ustu ráðuneyta, ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana?“ sagði Ásgeir. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að ekki hvíldi skylda á hinu opinbera að bjóða út fjar- skiptaþjónustu sína, en það mál hefði verið til athugunar að undan- förnu. „Það er einungis spurning um tíma hvenær farið verður út í ein- hvers konar útboð á þessu sviði. Auðvitað blasir það við að ríkis- fyrirtæki geta hagnast á slíku,“ sagði Geir. Ásgeir minnti á það að tíminn kostaði peninga. „Í þrjú ár hefur hið opinbera haft möguleika á að bjóða út fjarskiptaþjónustu sína og miðað við þær tölur sem ég nefndi er hugsanlegt að einn milljarður króna hafi farið fyrir borð á þessum árum. Það má nýta peninga til annarra hluta,“ sagði Ásgeir. ■ Grunur um andlega kúgun og einelti Vinnueftirlit ríkisins athugar framkomu yfirmanna Sohdexo á Kárahnjúkum. Kvartanir hafa borist frá starfsmönnum. Meiningarmunur á stjórnun, segir Þorvaldur Hjarðar hjá Vinnueftirliti ríkisins á Egilsstöðum. ATVINNUMÁL Vinnueftirlit ríkisins hefur nú til athugunar hvort framkoma einstakra yfirmanna fyrirtækisins Sohdexo á Kára- hnjúkum við undir- menn sína brjóti í bága við lög um vinnuvernd og hvort ástandið sé með þeim hætti að um allt upp í and- lega kúgun og ein- elti sé að ræða. „Þarna er um að ræða meining- armun á stjórnun,“ sagði Þorvald- ur Hjarðar hjá Vinnueftirliti rík- isins á Egilsstöðum. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig nánar um eðli málsins, þar sem Vinnueftirlitið ræddi ekki við fjölmiðla um ein- stök fyrirtæki þar sem verið væri að vinna í málum. Hann sagði þó almennt að mál af þessum toga væru alltaf viðamikil og þyrftu ít- arlegrar rannsóknar við áður en farið væri að kveða upp úr með niðurstöður. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa margar kvart- anir frá starfsmönnum Sohdexo borist til AFL, Starfsgreinafélags Austurlands. Fólkið hafi kvartað undan hrokafullri og óviðeigandi framkomu einstakra yfirmanna sinna. Sohdexo er undirverktaki Impregilo á Kárahnjúkum og sér um mötuneytismál og hreingern- ingar. Að sögn framkvæmda- stjóra AFL hafa starfsmanna- breytingar hjá fyrirtækinu verið tíðar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur Vinnueftirlitið á Austurlandi rætt við starfsfólk og yfirmenn eftir að kvartanir fóru að berast inn á borð þess. Þá gerði Oddur Friðriksson yfir- trúnaðarmaður Vinnueftirlitinu viðvart eftir að honum höfðu borist kvartanir þessa efnis frá starfsmönnum. Oddur kvaðst í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið. Staða þess væri á viðkvæmu stigi og alls óvíst hver niðurstaða Vinnueftir- litsins yrði. Samkvæmt upplýsingum blaðsins beinist stór hluti óánægju starfsfólks í ræsting- um og þrifum að mjög miklu vinnuálagi á vaktatíma. Vinnu- álag og erfið vinnuaðstaða ýta undir óánægju starfsmanna í ræstingageiranum. jss@frettabladid.is ■ Staða málsins er á viðkvæmu stigi og alls óvíst hver nið- urstaða Vinnu- eftirlitsins verð- ur. Nemandi bakaði hassköku: Kennararnir veiktust ÞÝSKALAND, AP Þýskur unglingspilt- ur hefur játað að hafa gefið kenn- urum í skóla í Lüneburg súkkulaði- köku sem innihélt hass. Tíu kenn- arar þurftu að leita til læknis eftir að hafa borðað kökuna. Kakan var skilin eftir fyrir utan kennarastofu skólans. Tíu kennar- ar kvörtuðu undan ógleði og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Þegar hass greindist í þvagsýnum þeirra þótti ljóst hvers kyns var. Að sögn lögreglu mun hann að líkindum sleppa við ákæru. ■ Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík: Vilja fresta færslu Hringbrautar BORGARMÁL Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Sam- fylkingarinnar, skora á borgar- yfirvöld að fresta færslu Hring- brautar, milli Njarðargötu og Miklatúns. Ungir jafnaðarmenn hvetja borgaryfirvöld til að skoða vand- lega hvort skynsamlegra sé að grafa Hringbrautina í stokk í stað þess að leggja nýja sex akreina stofnbraut sunnan við Umferðar- miðstöðina og Læknagarð. Í álykt- un stjórnarinnar er lagt til að þeim 1,5 milljörðum króna sem veita á í framkvæmdir við færslu Hring- brautar á þessu ári verði varið í aðrar framkvæmdir, til dæmis við að flýta gerð mislægra gatnamóta á mótum Suðurlandsvegar og Vest- urlandsvegar eða færslu Sæbraut- ar milli Laugarnesvegar og Dal- brautar. Einnig nefna Ungir jafn- aðarmenn að nota megi fjármun- ina í breikkun Vesturlandsvegar eða byggingu skóla- og orkumann- virkja eða í hafnargerð. ■ ANDRÉS JÓNSSON Formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. ALÞINGI Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi gríðarlegan fjarskiptakostnað hins opinbera á Al- þingi í gær, en hann nam 1.350 milljónum króna árið 2002. Hann sagði nýtilkomna sam- keppni á fjarskiptamarkaði hafa gert sumum fyrirtækjum kleift að lækka talsíma- og far- símakostnað um allt að 50% með útboði. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Sohdexo er undirverktaki á Kára- hnjúkum og annast hreingerningar og mötuneytismál. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa margar kvartanir frá starfsmönnum Sohdexo borist til AFL, Starfs- greinafélags Austurlands. Vinnumaður myrtur: Hent í ljónagryfju SUÐUR-AFRÍKA, AP Þrír menn hafa ver- ið ákærðir fyrir að henda manni í ljónagryfju þar sem ljónin rifu hann í sig og átu. Lögreglumenn fundu bein, hauskúpu og rifin föt í ljóna- gryfjunni í síðustu viku. Upphaf- lega voru fjórir menn handteknir en einum þeirra var sleppt eftir yfir- heyrslur hjá dómara. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru eigandi og tveir vinnu- menn á búgarði þar sem fórnar- lambið hafði unnið en því hafði ver- ið sagt upp eftir launadeilu. Hinn látni er þeldökkur en ákærðu hvítir og hafa stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins og Kommúnista- flokks Suður-Afríku mótmælt við dómshúsið en þeir telja að kynþátta- hatur orsök að illvirkinu. ■ DEILT UM MATARREIKNINGINN Halliburton hefur frestað inn- heimtu tæpra tíu milljarða króna fyrir matvæli til Bandaríkjahers í Írak. Umdeilt er hversu mikið her- inn á að borga þar sem Halliburton hefur rukkað í samræmi við áætl- anir um hversu marga munna þyrfti að fæða en herinn vill aðeins borga fyrir þá sem mættu í mat. ■ Írak

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.