Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 23 HUNTED MANSION kl. 7BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 5 Með ísl. tali SÝND kl. 4, 6.30 og 9 kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. 1621 GRAMS HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára SÝND kl. 5.45 8 og 10.20 Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföl- dum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlauna- hafanum Cuba Gooding Jr. SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B i 16 ára HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl.Charlize Theron vann Golden Globe-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna SÝND kl. 4 M/ísl. tali Ath. miðaverð 500 SÝND kl. 8 og 10.15 B. i. 14 ára SÝND kl. 6 og 10.15 SÝND kl. 4.30 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 Hvernigfannst þér BIG FISH? Ég er nýbúinn að sjá myndinaBig Fish. Ég er svoddan sögu- maður og hafði einstaklega gam- an af sögumann- inum í þessari mynd. Myndin var frábærlega leikin og hug- myndin að henni er snilld. Hún skemmir engan þessi mynd. Ég hef fylgst mikið með Tim Burton, og Big Fish sannar að hann er meiriháttar leikstjóri. Ekki skemmir að notast við snilling eins og Albert Finney. Eins og einhver sagði tekur hann senuna um leið og hann opnar munninn. Frábær mynd og mann- bætandi.“ SOMETHING’S GOTTA GIVE? Ég sá myndina Something’sGotta Give og fannst hún ofsa- lega skemmtileg. Það eru frábærir leikarar í aðal- hlutverki, þau Jack Nicholson og Diane Keaton. Ég er búinn að vera aðdáandi þeirra í mörg ár. Stíllinn á leikur- unum var flottur og sér í lagi Keaton. Hún var í öllu hvítu og fyrir mér er það litur hreinlætis. Myndin var aðeins of löng og svolítið fyrirsjáanleg en stundum er það skemmtilegt. Ég fór að minnsta kosti út með bros á vör og leiddi kærastann alsæll.“ 21 GRAMS? Mér fannst hún mjög góð.Uppfull af siðferðis-, trúar- og heimspeki- legum pæling- um. Þetta er náttúrlega ekki „líða vel“ mynd, frekar svona „líða illa“ mynd. Hún er laus við allar klisjur, sem er alls ekki leiðinlegt. Hún er mjög um- hugsunarverð.“ THE RETURN OF THE KING? Þriðja Lord of the Rings-myndin er sú síðasta sem ég sá í bíó. Ég fór ein og grét og hló á víxl yfir myndinni með fullt fang af poppkorni og diet kóki. Það komst enginn með mér þannig að ég ákvað bara að fara ein og varð ekki fyrir vonbrigð- um. Sumar myndir eru þannig að það má enginn vera við hliðina á manni til að trufla mann. Ég sat aftast fyrir miðju og þetta var toppur- inn. ■ „Sól stattu kyr“ TÓNLEIKAR „Sól stattu kyr“ nefnist ljóð eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarvatni. Oliver Kentish hefur samið lag við þetta ljóð, og það verður frumflutt í kvöld í Salnum í Kópavogi. „Við báðum hann um að semja fyrir okkur verk. Þetta ljóð er óskaplega fallegt,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona, sem flytur lagið ásamt Einari Jóhann- essyni klarinettuleikara og Valgerði Andrésdóttur píanóleikara. Þau flytja einnig verk eftir Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveins- son, sem tónskáldin hafa útsett upp á nýtt með klarinetturödd í viðbót við söngrödd og píanó. Á tónleikunum verður einnig fluttur fjöldi annarra verka eftir Franz Lachner, Alan Hovhanes, Mozart, Matyas Seiber Rachman- inov, Gunnar Reyni Sveinsson og Fjölni Stefánsson. „Þetta eru ýmist verk fyrir söng og píanó, klarinettu og píanó eða bara söng og klarinettu. Svo erum við líka öll saman í sumum verk- anna,“ segir Ingibjörg. Margir muna sjálfsagt eftir því þegar hún sigraði aðeins 19 ára gömul í söngkeppni Sjónvarpsins árið 1986. Þar ávann hún sér þátt- tökurétt í heimssöngvarakeppninni í Cardiff og hélt síðan í framhalds- nám til Bandaríkjanna. Nú starfar hún sem bæði einsöngvari og söng- kennari ásamt því að stjórna Kvennakór Garðabæjar, sem hún jafnframt stofnaði fyrir þremur árum. „Kórstjórnin er orðin mitt aðal- starf eiginlega, og svo er maður að vasast í öllu má segja. Einar er fast- ráðinn í Sinfóníunni og við Valgerð- ur erum að kenna. Síðan reynir maður að halda sér í formi með því að skella sér upp á svið öðru hverju.“ ■ Reyna við blúsinn TÓNLEIKAR „Tónlistin okkar er að vissu leyti byggð upp á blúsnum en í rauninni er þetta bara rokk og ról,“ segir Birgir, söngvari í hljómsveitinni Blúsbyltunni, sem spilar á Gauknum í kvöld. „Nafnið er þannig til komið að okkur lang- ar mikið til að spila blús, og við reynum það eins og við getum. En vandinn er bara sá að þegar ungur hvítur maður syngur er erfitt að ná upp einhverri blústilfinningu, þannig að útkoman verður í grunninn bara melódískt rokk.“ Birgir spilar á hljómborð í Blúsbyltunni ásamt því að syngja. Með honum í hljómsveitinni eru þeir Nonni Kjuði á trommum, Gismó á bassa, Smári Blumen- stein á gítar, Tobbi á Hammond og Roche orgel, og loks sér Steinar um að framleiða ýmiss konar hljóð og óhljóð. „Við erum allir rúmlega tvítug- ir og höfum spilað á tónleikum þrisvar eða fjórum sinnum síðan í sumar. Fyrstu tónleikana héldum við í sumar á Dreng í Mosfells- sveit, buðum þangað fólki og það komu um 150 manns til að hlusta á rokk í sveitinni. Það var mjög skemmtilegt.“ Á undan Blúsbyltunni spila í kvöld hljómsveitirnar Saab og Hölt hóra. Gaukurinn verður opn- aður klukkan níu og það er frítt inn. ■ Hótel Örk rétt handan hæðar Konudagurinn Þriggja rétta kvöldverður, gisting og morgunverðarhlaðborð Hugljúf dinner músík Amor sér um sína Rós í barm Þú býður elskunni - við bjóðum þér Hótel Örk Sími 483 4700 Staður stórviðburða Verð fyrir 2 kr. 9.900,- VALGERÐUR, EINAR OG INGIBJÖRG Þau verða með tónleika í Salnum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BLÚSBYLTUNNAR Hljómsveitin spilar á Gauknum í kvöld og Grand rokk á föstudagskvöldið. ÖRN ÁRNASON Leikari. SVAVAR ÖRN SVAVARSSON Tískulögga. DR. GUNNI Tónlistar- og sjón- varpsmaður. ELLÝ ÁRMANNS Þula. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 TOPP 10 - VINSÆLUSTU LEIGUMYNDBÖNDIN - VIKA 7 American Wedding Gaman Pirates of the Caribbean Ævintýri Bruce Almighty Gaman Bad Boys 2 Spenna Dumb and Dumberer Gaman Tomb Raider 2 Ævintýri Hollywood Homicide Gaman The League of Extraordinary Gentlemen Ævintýri Down With Love Söngvamynd The Life of David Gale Drama Vinsælustu myndböndin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.