Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 Nú erum við mætt aftur með okkar umtalaða, glæsilega skómarkað og nú í GLÆSIBÆ Opnum í dag kl. 10.00 Annað eins úrval hefur ekki sést áður. Þú færð skó á alla fjölskylduna á ótrúlegum verðum. Ekki láta þennan skómarkað fram hjá þér fara. SKÓMARKAÐUR Í GLÆSIBÆ Skór.is og Valmiki S. 693 0996 Opið mánud. - laugard. frá kl. 10.00 - 18.00 og sunnud. frá kl. 12.00 -17.00 Krani féll til jarðar: Þrír verka- menn fórust OHIO, AP Þrír verkamenn biðu bana og fimm slösuðust þegar 1.000 tonna byggingakrani féll til jarð- ar. Litlu mátti muna að kraninn lenti á fjölfarinni umferðargötu. Verkamennirnir voru að vinna við brúargerð á hraðbraut skammt frá Toledo í Ohio. Kran- inn, sem var 95 metra hár og úr stáli, lenti á milli akreina en efsti hluti hans nam við vegkantinn. Ökumaður sem átti leið hjá þegar kraninn féll líkti hávaðanum við kröftugar þrumur. Verið er að rannsaka hvað olli því að kraninn féll. ■ LAXÁRVIRKJUN Landssamband stangaveiðifélaga telur ein- sýnt að 12 metra stífla hafi stórskaðleg áhrif á lífríki Laxár. Landssamband stangaveiðifélaga: Mótmælir stíflu í Laxá UMHVERFISMÁL Stjórn Landssam- bands stangaveiðifélaga mótmæl- ir harðlega fyrirhuguðum virkj- anaáformum og stíflu við Laxá í Þingeyjarsýslu. „Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga telur einsýnt að 12 metra stífla sem Landsvirkjun hyggst byggja við Laxá og uppi- stöðulón sem myndast við slíka stíflugerð hafi stórskaðleg áhrif á lífríki Laxár ofan og neðan stíflu,“ segir í ályktun stjórnarinnar. „Slík virkjanaframkvæmd mun án efa raska búsvæðum laxfiska í ánni, auk þess sem fyrirhugað uppistöðulón mun eyðileggja dá- góðan part af einu dýrmætasta urriðasvæði í heimi. Landssam- band stangaveiðifélaga er mót- fallið öllum frekari virkjunafram- kvæmdum í þessari perlu ís- lenskra laxveiðiáa.“ ■ Ný flugstöð á Bakka í sumar: Styrkir áform um jarðgöng til Eyja SAMGÖNGUR „Þetta verður bylting í samgöngumálum fyrir Vestmanna- eyinga,“ segir Guðjón Hjörleifsson þingmaður um fyrirhugaða flug- stöðvarbyggingu sem til stendur að reisa á Bakka. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði tilbúin í byrjun júní á þessu ári. Guðjón segir að gert sé ráð fyrir 200 fermetra flugstöð sem innihaldi aðstöðu fyrir farþega og starfs- menn. „Þessi nýja aðstaða þýðir væntanlega að við eigum að geta þjónað stærri markaði en nú er gert.“ Opnað verður fyrir útboð eftir fimm vikur. Flugvalla- og leiðsögu- svið Flugmálastjórnar útbýr útboð- ið og gefur upp forsendur fyrir byggingunni. Guð- jón segist vonast eftir öfl- ugri samkeppni. Guðjón telur ólíklegt að ný flugstöð spilli fyr- ir áformum um jarðgöng til Eyja. „Ef jarðgöngin verða samþykkt á ein- hverjum tímapunkti tel ég flugstöðvaraðstöðuna á Bakka frekar styðja við áformin. Trúlega verður áætlunarflugi til Reykjavíkur hætt, fyrir utan einstaka leiguflug, og eingöngu flogið um Bakka.“ ■ VESTMANNAEYJAR Í FLUGSÝN Á vegaáætlun er gert ráð fyrir að 4,5 kílómetra kafli sem liggur frá þjóðvegi eitt niður á Bakka verði malbikaður árið 2005. Guðjón vill að framkvæmdum verði flýtt og segist ætla að beita sér fyrir því. Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is ÝSUBITAR Aðeins 698 kr/kg Sent heim: BOLSÍUR Á DALVÍK Sælgætisverk- smiðjan Moli hefur hafið tilrauna- framleiðslu á Dalvík. Árangurinn lofar góðu en framleiddar hafa ver- ið nokkrar gerðir af brjóstsykri og sleikipinnum. Eigendur Mola eiga nú í viðræðum við Akra um fram- leiðslu á Akra sælgæti, meðal ann- ars Akra karamellum. ■ Írak EKKI TRÚARLEG UNDIRSTAÐA L. Paul Bremer, landstjóri Banda- ríkjamanna í Írak, segist ekki munu samþykkja stjórnarskrá sem er grundvölluð á íslömskum lögum. Kvenréttinda- og jafnréttishópar óttast að slíkt verði til að draga úr réttindum kvenna, sem nutu meira jafnréttis í Írak en öðrum araba- löndum á valdatíma Baath-flokks- ins. ■ Dalvík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.