Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 29
25MIÐVIKUDAGUR 18. febrúar 2004 Fréttiraf fólki VINCENT GALLO Leikarinn og leikstjórinn umdeildi var held- ur betur í góðum félagsskap á Zac-tísku- sýningunni í New York á fimmtudaginn en sessunautar hans voru Lauren Bush, frænka George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, og Barbara Bush, dóttir forsetans. Hryllingsskólastjóri rekinn Skjólastjóri Freinetschool íHaacht í Belgíu var rekinn á dögunum fyrir að neyða skóla- stúlkur til þess að klippa á sér hárið og horfa á hryllingsmyndir. Koen Deca segist hafa verið að reyna að styrkja persónuleika stúlknanna, sem eru 11 og 12 ára. Hann neyddi allar síðhærðar stúlkur til þess að klippa á sér hárið í vangasídd. Því næst neyddi hann þær til þess að horfa á hryllingsmyndir, stranglega bannaðar börnum, og bannaði þeim að loka augunum eða horfa undan þegar ógeðslegustu atriðin komu. „Ég vildi að nemendur mínir færu yfir sín eigin takmörk,“ sagði Koen Deca sér til varnar. „Það er ekki hægt án sársauka eða ástríðu. Ef ég hef gert eitthvað rangt biðst ég afsökunnar.“ Pabbi einnar stelpunnar varð bálreiður þegar dóttir hans kom heim með stutt hárið. Þá hafði skólastjórinn látið stytta hár henn- ar um 40 sentímetra. Auk þess var klippingin illa framkvæmd. Fyrrum skjólastjórinn heldur því enn fram að þetta hafi verið stúlkunum til góðs. „Þjóðfélagið krækir auknum gildum á fallegt fólk. Mig langaði til þess að sýna þessum stúlkum að þær eru alveg jafn fallegar með stutt hár eins og sítt,“ útskýrði Deca. ■ Mynd Mel Gibson um síðustuævidaga Jesú Krists er víst frekar ofbeldisfull. Hann segist hafa viljað hafa mynd- ina ofbeldisfulla til þess að sýna fram á hversu mikil fórn Jesú var fyrir mannkynið. Hann segir að fólk hafi alltaf það val að fara ekki að sjá myndina eða bara hreinlega ganga út í miðri mynd fari hún fyrir brjóstið á einhverjum. Rokksveitin Guns ‘n’ Roseshefur ákveðið að gefa út safn- plötu á þessu ári í stað nýju hljóð- versplötunnar Chinese Demo- cracy, sem hefur verið væntanleg í rúm þrjú ár. Á safnplötunni verður ekki að finna eitt lag af plötunni, þannig að aðdáendur verða að bíða áfram eftir nýju efni. 11 ár eru síðan Guns ‘n’ Roses gaf út nýja hljóðversskífu en sú plata, The Spaghetti Incident, innihélt bara tökulög. Michael Jackson er sagðurhafa náð samkomulagi við fyrrum eiginkonu sína Debbie Rowe. Hún hafði hótað því að berj- ast fyrir forræði tveggja barna þeirra í réttar- salnum en Jackson á að hafa samið við hana áður en málið komst þangað. Rowe á að hafa haft áhyggjur af því að Jackson myndi ala börn sín upp að hætti múslima, en hann á sjálfur að vera genginn í breskan ofsatrúarsöfnuð. Pondus eftir Frode Øverli Hlustaðu á þetta: „Ég er 46 ára gamall maður með blik í aug- unum og hef náð að varðveita barnið í sjálf- um mér! Ég er laus og liðugur, en orðinn leiður á að leita að þeirri réttu á pikköpp- stöðum! Kossar í tunglsljósi? Sporðdreki!“ Með öðrum orðum: „Ég er 46 ára karldurgur með lafandi tungu sem spilar tölvuleiki allan daginn. Mín fyrrverandi henti mér út og ég er alveg hættur að geta skorað í bænum! Sjortari á borðstofuborðinu? Grobbhaus!“ Hver þremillinn! Þær vita sannleikann! Jæja, það hlaut að gerast fyrr eða síðar! Skrýtnafréttin ■ Skólastjóri í Belgíu var rekinn á dögun- um fyrir að klippa hár allra síðhærðra stúlkna í skólanum og sýna þeim hryll- ingsmyndir. THE EXORCIST „Ekki örvænta stúlkur, fegurðin kemur innan frá... munið það bara.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.