Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.02.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Hvar, hvar er konan mín? trulofun.is Væntumþykja var ekki mikil íhjónabandi fólksins, enda var engin gleði í þeirra húsi. Þau rifust ekki og töluðust helst ekki við. Í upp- hafi var hjónabandið ekki þannig, var eins og flest önnur. Hann hætti að loka klósettinu eftir notkun og svo hætti hann að sturta niður og hætti að hitta allri bununni og það var al- veg sama hvað hún sagði honum oft frá hversu illa hann gengi um, hann gat ekki áttað sig á hvað hann gerði rangt, bara alls ekki. Sá ekkert at- hugavert og þó svo hann héti því að sturta niður næst, rétt á meðan frúin gerði athugasemdir, þá gleymdi hann því. SVO KOM að hún hætti að gera at- hugasemdir. Hún hætti að leggja á borð fyrir þau bæði. Setti diskinn hans og hnífapör á borðið og fór sjálf inn í stofu meðan hann mataðist. Enda átti hún sífellt verra og verra með að þola smjattið og búkhljóðin sem fylgdu borðhaldinu. Hann var hættur að sakna þess að borða einn, þótti það bara betra. Það var ekki lengur hætta á að konan talaði með- an fréttatíminn var. Engar spurning- ar og engar athugasemdir. Hann kunni þessu bara vel. ÞAU SVÁFU í sama rúmi. Buðu ekki lengur góða nótt. Þögðu. Meðan ást var milli þeirra og möguleiki var til að eignast börn gerðist ekkert. Ekkert barn fæddist. Hún saknaði þess, hann var löngu hættur að hugsa um það, löngu hættur. Hann stóð sína plikt, fannst honum. Allir reikningar greiddir á gjalddaga og hann vann mikið. Í bræðslunni og fann ekki lengur lyktina. Sama var að segja um hana. Fann ekki lengur peningalyktina af bóndanum. Hann skaffaði vel. Samt var hún ekki ánægð. EINN DAGINN pakkaði hún niður og fór. Bara fór. Hann spurði hvers vegna. Hún svaraði ekki, ekki í fyrstu. Hafði hvort eð er ekki talað svo lengi við hann. Sagðist svo ekki vera glöð. Vildi fara. Löngu seinna spurði vinnufélagi húsbóndans hvort kellingin væri farin frá honum. Hann játti því en þegar hann var spurður hvers vegna sagðist hann ekki skilja það. „Ég get ekki áttað mig á þessu. Ekkert skorti. Frysti- kistan var full af mat.“ SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 www.undur.is MÁLVERK?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.