Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 8
8 10. maí 2004 MÁNUDAGUR ÍTALSKIR TÓNAR Í PANAMA Rómanska Ameríka er hrifin af ítalska hjartaknúsaranum Eros Ramazzotti. Hér syngur hann á hljómleikum í Panama á föstudaginn var, en nýlega hóf hann hljómleikaferð um heiminn til að kynna nýju plötuna sína sem kallast „9“. Akureyri: Vorboðinn ljúfi INNLENT Fyrsti gestur sumarsins kom á tjaldstæðið við Þórunnar- stræti á Akureyri í gær. Segja má að hann hafi komið með vorið með sér því hríðarhraglandi og kuldi síðustu daga hafði varla kvatt þegar þessi kærkomni vorboði birtist. Fyrsti tjaldbúi sumarsins heitir Dan Austin og kemur frá Utah í Bandaríkjunum. Hann er sjálfstæð- ur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur talsvert fyrir umboðsaðila 66 gráða norður í Bandaríkjunum og er nú á hringferð um landið. „Þetta er dásamlegt land og fegurðin er alls staðar,“ segir hann og kveðst hafa rekist á þetta auða tjaldstæði og ákveðið að slá upp tjaldi. Hann lætur það ekki á sig fá að ekki er búið að opna tjaldstæðið formlega, en hyggst ljúka hringferð sinni um landið í dag og aka sem leið liggur til Reykjavíkur. ■ Segja héraðsdóm hafa átt að vera fjölskipaðan Mál tveggja lögreglumanna sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm og tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, var flutt í Hæstarétti í gær. Verjendur gagnrýndu rannsókn málsins og að héraðsdómur skuli ekki hafa verið fjölskipaður þegar málið var til meðferðar þar. DÓMSMÁL Mál tveggja lögreglu- manna, sem voru dæmdir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í byrjun desember í fimm og tveggja mán- aða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, var flutt fyrir Hæsta- rétti í gær. Verjendur í málinu gagnrýndu rannsókn málsins og að héraðsdómur skuli ekki hafa verið fjölskipaður þegar málið var til meðferðar þar. Krefst þyngri refsingar Mennirnir, þeir Þórjón Pétur Pétursson og Þórir Marinó Sig- urðsson, voru báðir fundnir sekir um ólöglegar handtökur á síð- asta ári auk rangrar skýrslu- gerðar vegna þeirra. Þá var annar þeirra ein- nig dæmdur fyrir að beita úðavopni án tilefnis. S a k s ó k n a r i krafðist þyngri refsingar fyrir Hæstarétti í gær og tók fram að lögreglumennirn- ir hafi reynt að réttlæta gerðir sínar með röng- um skýrslum. Verjendur mann- anna fóru fram á sýknu og að bótakrafa yrði felld niður. Til vara var þess krafist að héraðsdómur- inn yrði ómerktur og þrautar- krafa var að refsing mannanna yrði sú vægasta sem lög leyfðu. Villimennska í miðborginni um helgar Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi Þórjóns, sagði villi- mennsku ríkja í miðbæ Reykja- víkur að næturlagi um helgar og það væri skylda lögreglu- manna að sjá til þess að mann- lífið gengi sem best fyrir sig. Hún gagnrýndi að myndir úr öryggismyndavél, sem sak- sóknari notaði máli sínu til stuðnings, frá því að mennirnir tveir handtóku par fyrir utan Amsterdam í Tryggvagötu, væru án hljóðs. Án hljóðsins væri erfitt að leggja mat á hversu eldfimt andrúmsloftið hefði verið þegar handtökurnar áttu sér stað. Auk þess væri ekki hægt að sjá allt umhverfið og því ekki hversu margir hefðu verið á svæðinu en í dómnum var gagnrýnt að mennirnir hefðu notað orðið múgæsingur í skýrslum. Þá segir hún lögreglumennina hafa þurft að ákveða gerðir sín- ar á augabragði. Fólkið sem handtekið var hafi brugðist illa við afskiptum lögreglu og því aldrei að vita hvað það hefði gert ef vegfarandi hefði spurt það hvað klukkan væri. Lögreglu- mönnunum hafi einfaldlega bor- ið skylda til að hafa afskipti af fólkinu og þar sem mað- urinn hafi verið dónalegur og æstur hafi þurft að taka hann úr umferð þar til hann yrði ró- legur. Einn dómara Hæstarétt- ar spurði saksóknara af hverju afskipti lögreglumannanna hefðu ekki verið réttlætanleg þar sem fólkið hafi brugðist illa við fyrirmælum lögreglu þegar það hafi verið beðið um að færa sig af götunni og upp á gang- stétt. Horft fram hjá vitnisburði lög- reglumanna Stuttu eftir að maðurinn og konan voru handtekin fyrir framan veitingastaðinn Amster- dam í Tryggvagötu beitti Þórjón úðavopni á mann sem hafði af- skipti af handtöku konunnar. Saksóknari segir það hafa verið gert í hefndarskyni því engin ástæða hafi verið fyrir notkun úðans. Þórjón segir manninn hafa verið mjög ógnandi og sjálfur hafi hann verið hræddur um að meiðast. Þórunn gagnrýn- ir að í héraðsdómnum sé einung- is sé horft til framburðar vitna sem ekki eru lögreglumenn, vitna sem flest voru undir áhrif- um áfengis. Ekki sé tekið mið af öðrum lögreglumönnum sem komu að málinu því orðum þeir- ra beri saman um að ástandið hafi verið nokkuð eða mjög eld- fimt. Þá sagði Þórunn að heimilt væri að nota úðavopn þegar heimilt væri að nota kylfu og heimilt væri að nota kylfu þegar menn reyndu að koma í veg fyrir handtöku. Maðurinn sem beittur var úðanum hafi reynt að hindra konuna sem handtekin var. Ekki talað við starfsfólkið Þórjón var einnig sakfelldur fyrir handtöku á manni sem tók mynd af honum inni á veitinga- staðnum Nonnabita. Þórunn gagnrýndi að ekki hefðu verið teknar skýrslur af starfsfólki Nonnabita fyrir dómi. Þar hefði starfsmaður getað borið vitni um að eftir að maðurinn sem tók myndina losnaði úr haldi hafi hann komið aftur á veitingastað- inn. Hann hafi borið sig vel og talað um að faðir hans væri valdamikill og hann skyldi sjá til þess að lögreglumennirnir mis- stu vinnuna. Saksóknari segir enga ástæðu hafa verið til að handtaka manninn. Ef Þórjóni hafi mislíkað ágengni manns- ins og að mynd hafi verið tekin af honum hefði hann getað leitt það hjá sér í stað þess að skapa vandræði. ■ Yfirheyrslur: Pentagon leyfði 20 mismunandi aðferðir WASHINGTON, AP Bandaríska varn- armálaráðuneytið setti og sam- þykkti ákveðin viðmið um hversu langt skyldi ganga í yfirheyrslum yfir meintum hryðjuverkamönn- um á Guantanamo og í Írak. Með- al þess sem fangar voru látnir gangast undir og féll undir sam- þykktir Pentagon var svefnskerð- ing á mismunandi tímum auk þess sem fangarnir voru berskjaldaðir fyrir kulda, hita, háværri tónlist og björtum ljósum. Alls eru 20 að- ferðir leyfðar samkvæmt lista ráðuneytisins. ■ „Þórunn gagnrýnir að í héraðs- dómnum sé einungis sé horft til framburðar vitna sem ekki eru lög- reglumenn, vitna sem flest voru undir áhrif- um áfengis. – hefur þú séð DV í dag? Fýsilegustu kvenkostir bæjarins EGILSSTAÐIR Héraðsbúar kjósa um sameiningu Austur- Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs, samhliða forsetakosning- um í sumar. Sameining sveitarfélaga á Austurlandi: Kosið í sumar SAMEINING Samstarfsnefnd um sam- einingu Austur-Héraðs, Fella- hrepps, Fljótsdalshrepps og Norð- ur-Héraðs, í umdæmi sýslumanns- ins á Seyðisfirði, hefur ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram um sam- einingu þessara sveitarfélaga í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórnir þess- ara sveitarfélaga hafa fallist á til- lögu nefndarinnar um að atkvæða- greiðslan fari fram samhliða fyrir- huguðum forsetakosningum 26. júní 2004. Ef sameining verður sam- þykkt verður til rúmlega 3.000 manna sveitarfélag á Héraði. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um tillögu samstarfsnefndar er þegar hafin og er unnt að greiða at- kvæði utan kjörfundar hjá sýslu- mönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnun- um og ræðismönnum. ■ Ástralía: Löggan í skýjunum ÁSTRALÍA, AP Ástralía og Bandaríkin hafa skrifað undir samning þess efnis að um borð í öllu áætlunar- flugi milli landanna verði einn eða fleiri vopnaðir lögregluþjónar. Munu þeir hefja störf innan tveggja vikna en vopnaðir lög- gæslumenn af þessu tagi starfa nú þegar í öllu innanlandsflugi og einnig í vélum er fljúga milli Singa- púr og Ástralíu. Viðræður eru uppi um frekara samstarf af þessu tagi við Breta og Kanadamenn. ■ DAN AUSTIN Fyrsti tjaldbúinn á Akureyri kom hingað frá Utah í Bandaríkjunum. ÞÓRJÓN PÉTUR PÉTURSSON Verjandi Þórjóns segir myndir úr öryggismyndavél sem saksókn- ari notaði máli sínu til stuðnings hafi verið án hljóðs og því sé erf- iðara að meta hvernig ástandið hafi verið þegar handtökur og notkun úða- vopns áttu sér stað. ÞÓRIR MARINÓ SIGURÐSSON Helgi Jóhannesson, verjandi Þóris, segir lögreglumennina verða að njóta vafans því ekki sé augljóst að þeir hafi farið út fyrir leyfilegan ramma þegar handtökur fyrir utan Amster- dam hafi átt sér stað. Fréttaskýring HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNS- DÓTTIR ■ skrifar um máls- meðferð tveggja lögreglumanna fyrir Hæstarétti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.