Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 18
18 10. maí 2004 MÁNUDAGUR ■ Eina ósk Nelson Mandela, sem í augummargra er holdgervingur and- spyrnu svartra í Suður-Afríku gegn aðskilnaðarstefnunni og var pólitískur fangi í 27 ár, sagði í inn- setningarræðu sinni að það væri kominn tími til að græða sárin, þegar hann sór embættiseið sinn sem forseti Suður-Afríku á þess- um degi fyrir tíu árum síðan. Tveim vikum áður höfðu 22 millj- ónir íbúa Suður-Afríku mætt á kjörstað í fyrstu þingkosningum landsins eftir lok aðskilnaðar- stefnunnar. Mikill meirihluti þeirra kaus Mandela og Afríska þjóðarráðið (ANC) til forystu. Mandela, sem fæddist 1918, var sonur höfðingja Xhosa-mæl- andi Tembu-ættbálksins. Í stað þess að taka við af föður sínum fór Mandela í frekara nám og gerðist lögfræðingur. 1944 gekk hann til liðs við Afríska þjóðar- ráðið og varð einn af leiðtogum þess. Árið 1962 var hann dæmdur fyrir að yfirgefa landið ólöglega, en fyrir það fékk hann fimm ára fangelsisvist á Robben-eyju. Ári síðar hófust aftur réttarhöld yfir honum, þar sem hann var kærður fyrir skemmdarverk, landráð og samsæri. 12. júní 1964 var hann dæmdur til lífstíðarfangelsisvist- ar. F.W. de Klerk, sem varð forseti Suður-Afríku 1989, leyfði störf Afríska þjóðarráðsins að nýju og 11. febrúar 1990 skipaði hann að Mandela yrði sleppt. Mandela og de Klerk var báðum veitt friðar- verðlaun Nóbels árið 1993. ■ ■ Andlát Guðmundur Þorkelsson, fyrrverandi eldsmiður, lést 24. apríl. Viðar Birgisson lést 6. maí. Ingibjörg Óladóttir, Stekkjagerði 6, lést 7. maí. ■ Jarðarfarir 13.30 Sigurður Eggert Sigurðsson, Hvassaleiti 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. 13.30 Magnús Jónsson, húsgagna- smíðameistari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Friðfinnur Friðfinnsson, áður til heimilis í Melási 12, verður jarð- sunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæ. 13.30 Guðbjörg Vigfúsdóttir, Droplaugar- stöðum, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 14.00 María Bjarnason, frá Bakka í Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju. Sprækur og hress lítill strákur Ef ég ætti eina ósk þá myndi égóska þess að strákurinn minn litli myndi fara að koma í heiminn og hann yrði sprækur og hress,“ segir Hilmar Jónsson, sem hefur nýlokið við að leikstýra íslenska verkinu Edith Piaf í Þjóðleikhús- inu. ■ Sveinn Rúnar Hauksson, læknirog formaður félagsins Ísland- Palestína, heldur upp á 57 ára af- mælið sitt í dag. „Maður er svolít- ið markaður sögulega á þessum degi, þetta er jú hernámsdagur,“ segir Sveinn Rúnar og á þar við 10. maí 1940 þegar Bretar her- námu Ísland. „Ég fæddist á sjö ára afmæli þess hernáms. Maður einhvern veginn finnur sig svo í því að vera alltaf að berjast gegn einhverri hersetu eða hernámi. Maður vildi helst vera bara á útifundi. Ég held nú samt alltaf upp á afmælið mitt eins og það sé mitt síðasta og er alveg eins og lítið barn í því að hafa gaman af afmælisdeginum mínum,“ bætir hann við. Sveinn býst við að verða heima við á afmælisdaginn með börnun- um sínum. Hann á fimm börn og verða þau öll hér á landi á afmæl- isdeginum, sem gerist ekki á hverjum degi. Konan hans verður aftur á móti fjarri góðu gamni því hún er stödd erlendis um þessar mundir. „Ég verð einhvern veginn að bjarga mér með góðra manna hjálp,“ segi hann og hlær. „Ég ætla bara að vona að ég fái að hafa börnin í kringum mig og geti boð- ið þeim upp á pönnukökur.“ Sveinn á síður von á því að fá tertu í tilefni dagsins en vill þó ekki útiloka það. „Ég er nú vel settur með að eiga góða bræður sem eru allir bakarar og eru tveir þeirra starfandi. Þeir eru komnir svo mikið í þetta heilsusamlega. Nú heitir það Brauðhúsið og það eru sjálfsagt engar tertur þar lengur eða neitt óhollt. Það er al- veg ómögulegt og lítið hægt að treysta á þá lengur í sukkinu. En það er aldrei að vita.“ Sveinn segir að besta afmælis- gjöfin sem hann fái verði heim- sókn dóttur sinnar Ingu sem hefur ekki komið hingað til lands í eitt ár. Hefur hún dvalið í Kólumbíu hjá unnusta sínum auk þess sem hún dvaldi um tíma á Ítalíu. „Ég var búinn að panta hana sem af- mælisgjöf. Ég er líka að fá hana í vinnu til mín. Hún ætlar að taka við sem læknaritari frá og með af- mælisdeginum. Þetta er besta af- mælisgjöfin í ár, að fá hana heim heila á húfi.“ freyr@frettabladid.is Afmæli SVEINN RÚNAR HAUKSSON ■ er 57 ára í dag. Hann ætlar að fá börnin sín í heimsókn. BONO Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, er 44 ára í dag 10. maí ■ Þetta gerðist 1990 Kínverjar sleppa föngum af Torgi hins himneska friðar. 1981 François Mitterrand sigrar Valery Giscard d’Estaing í forsetakosn- ingum í Frakklandi. 1941 Rudolf Hess laumar sér til Skotlands í von um að semja frið milli Bretlands og Þýska- lands. 1940 Winston Churchill verður forsæt- isráðherra Bretlands eftir afsögn Neville Chamberlain. 1940 Hitler fyrirskipar árásir á Holland og Belgíu með því að segja leyniorðið „Danzig“ í útvarpi. 1933 Nasistar standa fyrir mikilli bóka- brennu í Þýskalandi. 1924 J. Edgar Hoover verður yfirmaður FBI. 1774 Lúðvík XVI verður konungur Frakklands. 1534 Jacques Cartier sér strönd Ný- fundnalands. NELSON MANDELA OG F.W. DE KLERK Mandela sat í fangelsi á Robben eyju í 27 ár sem pólitískur fangi og er í augum mar- gra holdgervingur andspyrnunnar gegn að- skilnaðarstefnunni í Suður Afríku. NELSON MANDELA ■ Sór embættiseið sem forseti Suður-Afríku. 10. maí 1994 Býður börnunum upp á pönnukökur Börn og bækur - IBBY á Íslandiveitti árlega viðurkenningu sína fyrir framúrskarandi störf í þágu barna í Norræna húsinu á laugardaginn. Þetta var í 18. sinn sem IBBY á Íslandi veitir viður- kenningu fyrir framlag til barna- menningar. Áður hafa viðurkenn- ingar verið veittar fyrir ritstörf, þýðingar, myndlist, tónlist og leik- list svo nokkuð sé nefnt. Að þessu sinni voru útnefnd Kristín Helga Gunnarsdóttir sem hlaut viðurkenningu fyrir fram- lag sitt til barnabókmennta, Guðni Kolbeinsson sem hlaut viðurkenn- ingu fyrir þýðingar sínar og Þór- unn Björnsdóttir sem hlaut viður- kenningu fyrir kórstarf. „Þetta er afskaplega ánægju- legt og hvetur mann til dáða,“ seg- ir Þórunn sem hefur unnið að kór- starfi í 28 ár og segist fyrir löngu vera farin að fá börn barnanna sem hún byrjaði með í kórinn sinn í Kársnesskóla. „Kórstarf er fast á stundaskrá með mjög almennri þátttöku og í Kársnesskóla er nú eitt öflugasta kórastarf á landinu. Þessi viður- kenning er því ekki bara fyrir mig, heldur líka til skólans, því allt er þetta unnið í samvinnu við frábæra samkennara og skóla- s t j ó r n e n d u r sem skilja mik- ilvægi þessa starfs. Ég tók því við þessari viðurkenningu fyrir hönd okk- ar allra.“ Sem merki um öfl- ugt kórstarf Þórunnar í Kársnesskóla voru haldnir maraþontónleikar frá klukkan 9 að morgni til 5 síðdegis í félags- heimili Kópavogs á sunnudag, þar sem 250 börn sungu. ■ Höfðingjasonur verður forseti FRED ASTAIRE Dansarinn og leikarinn fæddist á þessum degi árið 1899. ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR Hlaut árlega viðurkenningu IBBY fyrir fram- úrskarandi starf í þágu barna. Barnamenning verðlaunuð Viðurkenning IBBY VERÐLAUNAR STÖRF Í ÞÁGU BARNA ■ Öflugt kórstarf í Kársnesskóla. SVEINN RÚNAR HAUKSSON Sveinn Rúnar bindur ekki miklar vonir við að fá tertu á afmælisdaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.