Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 23
HANDBOLTI Haukar virðast ekki ætla að láta Íslandsmeistaratitil- inn auðveldlega af hendi ef marka má fyrsta leik liðsins gegn Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeist- aratitilinn í handbolta. Haukar fóru með sigur af hólmi, 33-28, og gerðu út um leikinn með frábær- um kafla snemma í síðari hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn betur og sérstaklega var Ásgeir Örn Hallgrímsson í banastuði. Hann skoraði sex af fyrstu átta mörkum Haukanna á fyrstu tólf mínútum leiksins og réð Valsvörnin ekkert við hann. Leikurinn var jafn framan af og leiddu Haukar með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik. Valsmenn náðu að jafna metin í byrjun síðari hálfleiks og þegar fimm mínútur voru liðnar var staðan jöfn, 17-17. Þá kom frábær tíu mínútna kafli Haukanna þar sem þeir skoruðu átta mörk gegn tveimur og gerðu út um leikinn. Valsmenn fengu ekki rönd við reist og áttu aldrei möguleika eft- ir það. Andri Stefan, leikstjórnandi Haukanna, var að vonum ánægð- ur með frammistöðu sinna manna: „Við ætluðum að klára þá í 6/0 vörninni og við vissum að ef hún væri í lagi myndi sóknarleikur og markvarsla fylgja með í kjölfarið – þetta byrjar allt í vörninni. Þeg- ar þessi 6/0 vörn okkar er að virka töpum við ekki svo glatt, það er al- veg pottþétt. Þá náum við fullt af hraðaupphlaupum eins og sýndi sig í þessum leik og þá keyrum við alveg yfir þá hægri/vinstri. Birkir var auðvitað að verja alveg eins og vitleysingur og þetta var ekki slæmt. Við gátum eiginlega ekki tapað þessu, vörnin var það góð. Sóknarleikurinn var kannski ekki alveg upp á það besta en svona eins og hann er venjulega og ekkert sérstakt hægt að setja út á hann. Við erum allir vel inn- stilltir á að klára þetta og viljum helst taka þetta 3-0. Við stefnum að því og að komast þannig í frí fyrir helgina,“ sagði Andri Stefan. Birkir Ívar Guðmundsson lék mjög vel í markinu hjá Haukun- um og þetta sagði hann eftir leik: „Mér fannst þessi leikur þannig að hann var aldrei í sér- stakri hættu hjá okkur, mér fannst við einfaldlega betri á öll- um sviðum allan tímann. Þó svo að þeir hafi náð að minnka mun- inn í 2-3 mörk þá komust þeir ekk- ert nær en það, við vorum alltaf skrefi á undan. Ég held að þetta verði pottþétt ekki þannig í næsta leik á Hlíðarenda, vonandi verð- um við áfram skrefi á undan en ég á von á þeim mun grimmari og sterkari. Við vorum að spila hörkuvel en þó var ég ekki alveg nógu hress með spilamennskuna í fyrri hálfleik, þá vantaði aðeins meiri grimmd í varnarleikinn og þeir fengu of mikið af ódýrum mörkum. Hins vegar small þetta allt saman í seinni hálfleik og lið- ið var þá að spila fantavel. Þessi hópur hjá okkur er búinn að vera lengi saman og er orðinn mjög samstilltur þannig að við erum tilbúnir í hvað sem er og get- um tekist á við hvaða varnar- og sóknarafbrigði sem er. Við verð- um að vinna næsta leik, sem ég tel vera lykilleik einvígisins því við getum ekkert verið að hleypa þeim eitthvað of nærri okkur,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson. Pálmar Pétursson stóð fyrir sínu í marki Valsmanna: „Þetta var virkilega svekkj- andi,“ sagði þessi ungi og efnilegi markvörður og bætti við: „Sem betur fer var þetta bara fyrsti leikurinn en það fór eigin- lega allt úrskeiðis sem farið gat á tímabili, varnarleikurinn og sókn- arleikurinn hrundi gjörsamlega og þeir einfaldlega kaffærðu okk- ur með hraðaupphlaupum og við áttum ekkert svar við því að þessu sinni. Þeir voru vissulega að spila góða vörn en fyrst og fremst vorum við að fara með þetta sjálfir, töpuðum boltanum allt of oft og fengum það strax í bakið því þeir eru virkilega snöggir fram. Þeir hafa reynsluna úr Meist- aradeildinni uppi í erminni og við megum ekki við því að eiga slakan kafla gegn þeim því þeir keyra þá einfaldlega yfir okkur. Við eigum hins vegar nóg inni og tökum þá bara í næsta leik fyrir troðfullu húsi á Hlíðarenda. Við ætlum okk- ur sigur þá enda erum við í veru- lega vondum málum ef það gerist ekki og sá leikur er algjör lykil- leikur fyrir okkur,“ sagði Pálmar. Ásgeir Örn Hallgrímsson skor- aði átta mörk fyrir Hauka, Halldór Ingólfsson skoraði sex og Vignir Svavarsson og Andri Stefan skoruðu fjögur mörk hvor. Baldvin Þorsteinsson var marka- hæstur hjá Val með átta mörk. sms@frettabladid.is 23MÁNUDAGUR 10. maí 2004 FORMÚLA Michael Schumacher kom engum á óvart er hann vann fimmta sigur sinn í röð á þessu keppnis- tímabili í Formúla 1 kappakstrinum og hefur því komið fyrstur í mark í öllum keppnum ársins. Þar með jafnaði hann met Bretans Nigels Mansell sem kom fyrstur í mark í fimm fyrstu keppnunum árið 1992. Þau eru ekki svo ýkja mörg met- in sem eftir eru fyrir Michael Schumacher að slá og hann virðist einfaldlega verða hungraðri með hverju árinu sem líður. Kappinn hefur orðið heimsmeistari fjögur ár í röð og sex sinnum alls. Um helgina var keppt í Barcelona og þetta var 200. keppni Schumachers í formúl- unni og vinningshlutfall hans er frá- bært. „Áætlun okkar gekk fullkom- lega upp en aðaláhyggjuefnið var hvar ég yrði staddur í röðinni eftir fyrsta þjónustuhléið,“ sagði Schumacher og bætti við: „Við átt- um í vandræðum með bílinn sem við gátum ekkert gert við en ég reyndi bara hvað ég gat að vernda bílinn og koma honum í mark og sem betur fer hélt hann. Þetta var góð helgi fyrir liðið og enn einu sinni stóðu allir sig frábærlega.“ Rubens Barrichello, félagi Schumachers hjá Ferrari, kom ann- ar í mark og enn eina ferðina var því um tvöfaldan Ferrari-sigur að ræða. Þriðji varð Jarno Trulli á Renault-bíl sínum og fjórði var samherji hans, Fernando Alonso. Takumo Sato, hjá BAR, varð fimmti og litli bróðir Michaels, Ralf, lenti í sjötta sætinu. Michael Schumacher er auðvitað langefstur ökumanna með 50 stig en annar er Rubens Barichello með 32. Jenson Button hjá BAR er með 24 og þeir Renault-félagar Fernando Alonso og Jarno Trulli koma næstir með 21. Juan Pablo Montoya er í sjötta sætinu á Williams-bíl sínum með 18 stig. Staða bílasmiða er einnig afar ójöfn en þar er Ferrari efst á blaði með 82 stig. Renault er með 42, BAR með 32 og Williams 30. ■ Á LEIÐ TIL RANGERS Markahrókurinn Dado Prso spilar í Skotlandi næsta vetur. Dado Prso: Tók Rangers fram yfir Bolton KNATTSPYRNA Króatíski landsliðs- maðurinn Dado Prso gekk í gær frá samningi við skoska félagið Glasgow Rangers. Þessi eftirsótti framherji, sem spilar með Monaco, var með lausan samning og fjölmörg félög höfðu borið ví- urnar í hann. Meðal þeirra var Bolton Wanderers og sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton, að Prso hefði samið við félagið fyrir sex vikum síðan en hefði greinilega svikið það núna. „Ég verð mjög svekktur ef hann stendur ekki við orð sín þar sem við sömdum við hann fyrir sex vikum og héldum því leyndu eins og hann vildi,“ sagði Allar- dyce, sem var æfur í gær. Prso, sem er 29 ára gamall, hefur verið í lykilhlutverki hjá Monaco í vetur og á mikinn þátt í því að liðið komst í úrslit Meist- aradeildarinnar. ■ Íslandsmeistarar KR: Keppnisleyf- ið vandræði FÓTBOLTI Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að tékkneski varnar- maðurinn Petr Podzensky gangi til liðs við Íslandsmeistara KR á næstu dögum. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að hann fái ekki keppnisleyfi en Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR Sports, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að verið væri að vinna í því úti í Tékklandi að afla tilskilinna leyfa. „Hann fór út í morgun en er væntanlegur aftur á miðvikudag og verður vonandi klár í fyrsta leik á laugardaginn,“ sagði Sigurður í gær. ■ ÁGÚST JÓHANNSSON Þjálfar lið Gróttu/KR næstu þrjú árin. Grótta/KR ætlar að mæta sterkt til leiks: Ágúst þjálfar áfram HANDBOLTI Ágúst Jóhannsson mun þjálfa karlalið Gróttu/KR næstu þrjú árin en blekið var ekki þorn- að á samstarfssamningi Gróttu og KR þegar Ágúst var ráðinn þjálf- ari liðsins á nýjan leik. Björgvin Barðdal, stjórnarmaður hjá Gróttu/KR, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að nánast allir leikmenn liðsins hefðu skrifað undir nýja samninga og félagið ætlaði sér stóra hluti á næsta ári. „Við vitum ekki hvort Páll Þór- ólfsson og Konráð Olavson ætli yfirhöfuð að spila handbolta á næsta ári en ef þeir gera það þá bindum við vonir við að þeir geri það hjá okkur. Auk þess er öruggt að Magnús Agnar Magnússon, fyrirliði liðsins undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta ári þar sem hann heldur til Danmerk- ur til náms. Við ætlum síðan að styrkja liðið með tveimur til þremur mönnum í viðbót og koma öflugir til leiks að ári,“ sagði Björgvin. ■ Would you like an enjoyable and demanding job helping to protect the environment? Are you a student looking for work in June/July, or perhaps someone looking for short-term work to fill a gap? Are you interested in international environmental issues such as climate change, toxic pollution or species preservation? We are looking for lively, out-going STREET RECRUITERS. We need positive, engaging people with initiative and confidence who find it easy to introduce themselves and talk to new people. You should be an independent person who also enjoys working as part of a team. You will need excellent spoken English and Icelandic. We offer interesting, demanding yet enjoyable work paid by the hour for five weeks from the 14th of June. Naturally, you will recieve full training and instruction from us before starting out. Please send your application as soon as possible by e-mail to nora.christiansen@nordic.greenpeace.org. If you have any questions please call us on 690 5570. MICHAEL SCHUMACHER Enn einn sigurinn í höfn. Sá fimmti í röð og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur hans í Formúlunni enn eitt árið. Schumacher með yfirburðastöðu í Formúlu 1 kappakstrinum: Enn tvöfaldur sigur hjá Ferrari Spænska úrvalsdeildin: Valencia meistari FÓTBOLTI Valencia tryggði sér í gær spænska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið bar sig- urorð af Sevilla á útivelli, 2–0. Vicente og Ruben Baraja skoruðu mörk Valencia, sem er með sjö stiga forystu á Real Madrid þegar aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni. ■ Aldrei nein sérstök hætta hjá okkur Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var borubrattur eftir sigurinn gegn Val á Ásvöllum í gær. FAST TEKIÐ Á ANDRA STEFAN Andri Stefan, leikstjórnandi Hauka, reynir hér að brjótast í gegnum vörn Vals en er tekinn föstum tökum af Hjalta Þór Pálmasyni, varnarjaxli Valsmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.