Tíminn - 03.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1972, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1972 TÍMINN 5 Ashraf Pahlevi prinsessa er talin vera mun sterkari per- sónuleiki og meiri stjórnmála- maður en bróðir hennar, transkeisari. Á einu sviði hefur hún barizt i fararbroddi i heimalandi sinu og orðið mikið ágengt. Það er i bar- áttunni fyrir réttindum kven- þjóðarinnar. Sjálf var hún ein þeirra fyrstu, sem tóku blæj- una frá andlitinu og skoraði á kynsystur sinar að gera það sama. Þá hefur hún talað yfir Sameinuðu þjóðunum um kvenréttindi og er ma. for- maður mannréttindanefndar- innar. Þessi mynd af henni var tekin nýlega i veizlu hjá Heath, forsætisráðherra Breta. Prinsessan er 51 árs og afar glæsileg. Gamli göði Chaplin mun fara til Hollywood 10. april n.k. og er það i fyrsta sinn siðan 1953 að hann kemur þangað. Ástæðan er sú, að Kvikmyndaakademian á staðnum hefur ákveðið að heiðra hann sérstaklega. Aka- demian hefur nokkrum sinnum áður skrifað Chaplin til Sviss, þar sem hann býr, en sá gamli hefur ekkert haft fyrir þvi að þiggja heimboð, ekki einu sinni svarað, fyrr en nú. Hann er nú 82 ára gamall, en sfðustu kvik- mynd sina, „Greifynjan frá Hong Kongj’ gerði hann 1966 i London. Siðasta bandariska kvikmynd hans,,,Sviðsljós’j var gerð 1952. 1 myndinni ,,Kon- ungur i New York”, sem hann gerði i Bretlandi 1957, kemur fram biturleiki hans i garð Bandarikjanna, sem honum fannst hafa beitt hann ragn- indum. Sú mynd hefur aldrei verið sýnd opinberlega þar i landi. Þetta listaverk er ekki eftir Michelangelo og heldur ekki úr graniti. Listamaðurinn er 13 ára stúlka frá Portúgal og heitir Mari José. Hún fékk fyrstu verðlaun fyrir listaverk þetta á baðströnd einni i Frakklandi, þar sem keppa átti i listaverkasköpun úr sandi. Mari fékk tvo klukku- tima til umráða og hún greip skóflu og skeið og þetta varð árangurinn. Jane nokkur Stormquist, sjötug söngkona i Englandi, var að skemmta jafnöldrum sinum i veizlu i Chatham nýlega. Lagið var ákaflega rómatiskt,en i þvi nokkrir afar háir tónar, sem Jane söng þó auðveldlega. En rödd hennar á hæsta tóninum var svo skerandi,að viskýflaska á barnum hrökk i tvennt. 1 Basel i Sviss var maður nokkur leiddur fyrir rétt fyrir að auglýsa óbrigðult ráð við feitu hári. Hann fékk óteljandi bréf og 8.50 franka fyrir ráðið. Hann varð vellrikur á þessuá auga bragði, en svo hættu bréfin að koma, þvi ráðið, sem hann sendi, var svohljóðandi: „Rakið af yður allt hárið.” George Wallace, blökkumannahatarinn, sem nú reynir að verða kosinn forseta- efni demókrata i Bandarikj- unum, var nýlega staddur i Tallahasee i Flórida, þar sem hann hleypti kosningabaráttu sinni af stokkunum. Ekki byrjaði nú vel fyrir honum, þvi hann mismælti sig hvað eftir annað og var alveg búinn að gleyma, hvar hann var staddur, þvi þegar hann ávarpaði fólkið, sagði hann fyrst „Góðir Kaliforniubúar, ” siðan „góðir ibúar Alabama”, en mundi siðan eftir Flóridaborgurunum. Siðar i ræðunni komst hann svo að orði, að þótt hann næði ekki kjöri nú, væri ekki útilokað, að hann mundi bjóða sig fram aftur 1978. Næstu kosningar eru 1976. V 1 Haifa i Israel tók nýlega til starfa viskýframleiðsla og er út af fyrir sig ekkert við það að athuga, nema hvað á miðunum á flöskunum stendur: Framleitt i Skotlandi. Skýringin á þessu er su, að israelski fram- tiðarandinn hefur gert samning við skozkt viskýfyrir- tæki, sem á að senda „essens- inn” til tsrael. Israelar bæta svo vatni i og framleiðslan verður milljón flöskur á ári af skozku „ascot - viský” Litli, bangsalegi herra- maðurinn á myndinni er Mickey Rooney, sem einu sinni endur fyrir löngu var geysivinsæl barnastjarna. Hann hefur þurft að ganga i gegn um miklar þrengingar i lifinu, meðal annars mörg hjónabönd og skilnaöi, endalaust strið við skatta- yfirvöid, að minnsta kosti eitt dularfullt dauðsfall, er honum tengt, og siðast en varla sizt er vesalings Mickey alltaf i afvötnun annað slagið. Oft hefur honum verið sparkað út úr kvikmynda- sölunum, en alltaf kemur han- naftur. Nú er hann að leika fyrr- verandi glæpamannaforingja i mynd sem tekin er á Möitu. Hér sést hann á Möltu ásamt 7. eða . eiginkonu sinni, Caroline. —Viltu giftast mér, þegar við verðum stór, Maria? spurði Jenni fimm ára jafnöldru sina. —Þvi miður, við heima giftumst alltaf einhverjum úr fjölskyld- unni. Mamma er til dæmis gift pabba og frændi frænku og svo- leiðis er það allt. Gunna og Jóna hittust i stiganum og Gunna spurði: —Jæja, hvernig hefur dóttir þin hún Stina það? —Alveg ágætt. Hún er nýgift svo elskulegum manni, sem bæöi vaskar upp og fer i búðir fyrir hana. —Það var gott, en hvað er að frétta af Jóni syni þinum? —Hann er lika giftur óttalegri letihrúgu. Hann verður sjálfur að vaska upp og fara i búðirnar. Maður lærir að hugsa sig um við að sjá, hvað gerist, þegar maður gerir það ekki. —Skólinn er tóm tjara, sagði Nonni litli við mömmu sina. —Þegar við erum loksins búin að leggja tölurnar saman, eigum við að draga þær hvora frá annarri aftur. Fólksvagn og asni hittust á Spáni. —Góðan daginn, bill, sagði asn- inn. —Góðan daginn, asni, svaraði Fólksvagninn, en þá fór asninn allt i einu að gráta. —Hvað er að? spurði Fólksvagn- inn. —Fyrst ég kalla þig bil, getur þú alveg eins kallað mig hest. Þegar kona er ekki ástfangin, er hún álika kaldrifjuð og gamall lögfræðingur. Maður einn var i vandræðum með bilinn sinn á götuhorni. Umferða- ljósin skiptu, gult, grænt, rautt og grænt aftur, án þess að billinn færi i gang. Þá stakk lögreglu- maður höfðinu inn um dyrnar og sagði: —Þér verðið að nota einhvern af þessum litum, þvi við höfum ekki fleiri. DENNI — Þetta er ekkert. Arni . frændi drakk einu sinni ekkert i DÆMALÁUSI Þrjá mánuði!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.