Tíminn - 03.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1972 FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1972 TÍMINN Mörg tár og svitadropar eiga eftir að falla í snjóinn í Sapporo Meðal milljóna Japana og hundruð þúsunda iþróttaáhugamanna um allan heim, hefur um fátt verið meira rætt undanfarna daga en Olympiu- leikana i Sapporo, sem hefjast i dag. Raunar má segja, að Japanir hafi byrjað að ræða um leikana fyrir fjórum árum, þegar ákveðið var, að þeir héldu næstu Vetrar-Olympíuleika, að loknum leikunum i Grenoble i Frakklandi. Þeir hófu þegar að skipu- leggja leikana á sinn alkunna hátt- og notuðu til þess þá miklu reynslu.sem þeir fengu af sumar- leíkunum i Tokio 1964, auk margháttaðrar tækniá öllum sviðum iþrótta og i byggingu á mannvirkjum fyrir íþróttakeppni. •í* Vetrar-Olympíuleikarnir hefjast á eldfjalla- eyjunni Hokkaido í dag Allt eins og bezt verður á kosið Leikarmr fara fram i Sapporo, sem er höfuðborg eyjunnar Hokkaido. Hún er nyrzta eyja Japans og oft nefnd Siberia Japans. Eyjan er eldfjallaeyja, og á hún margt likt með Islandi, þó minni sé, þvi þar eru bæði eld- fjöll og heitir hverir, auk fagurra fjalla og mikillar náttúru- fegurðar. Japanir hafa unnið mikið afrek við undirbúning leikanna. Þeir hafa byggt skautahallir, sleða- brautir, lagt göngubrautir og lagðar hafa verið brun- og svig- brautir i hliðum fjallsins, þar sem keppt verður i Alpagreinunum. Tvo stökkpalla hafa þeir gert, annan 70 metra og hinn 90 metra — báðir meistaraverk að áliti allra, sem þá hafa séð og reynt. Auk þess hafa Japanir svo byggt margra hæða hús fyrir keppendur til að búa i á meðan á leikunum stendur, auk alls annars, sem til þarf til að halda leika eins og þessa. Hvar sem á er litið, er allt eins og bezt veröur á kosið-gestirnir, sem þegar eru farnir að flykkjast til Sapporo,hafa ekki orð til að lýsa öllu, og hinir 1500 iþrótta- fréttamenn frá öllum löndum heims, sem mættir eru á leikana, ná ekki úr penna sinum nógu sterkum lýsingaroröum til að lýsa öllu, sem fyrir augu þeirra ber; skiplaginu, fram- kvæmdunum og öllu þvi-og samt eru leikarnir ekki hafnir- þeir eiga eftir að láta umheiminn vita hvaö þarna gerist-og má búast við aö það verði ekkert litið. Enginn Islendingur meðal keppenda Keppendur allra þjóða, sem taka þátt i leikunum, eru mættir og hafa æft sig á svellum og brautum þeim, sem þeir á næstu dögum koma svo til með að keppa á til að hljóta þá miklu sæmd, sem þvi fylgir að veröa Olympiu- meistari. Það eiga margir svitadropar og tár eftir að falla i snjóinn i Sap- poro á hverjum degi þar til leikunum lýkur. Ekki munu Is- lendingar þó eiga þar hlut að máli, þvi að þeir eiga enga keppendur á þessu móti — einir allra Vestur-Evrópuþjóða. Aftur á móti eiga Filipseyingar tvo skiðamenn á leikunum, svo og eiga nokkrar Afriku- og Suöur- Amerikuþjóðir keppendur á manna, sem skipta þúsundum, blaðamanna, sem eru 1500, auk 2100 frá gestgjöfunum, en I Japan eru mörg blöð og fréttastofur, sem ætla að gera leikunum góð skil. öll þjóðin mun fylgjast með þeim af lifi og sál, enda er áhugi á skiðaiþróttinni mikill i Japan. Það er takmark Japana að gera þessa leika að mestu og beztu Vetrar-Olympiuleikum, sem haldnir hafa verið, og má segja að kjörorð þeirra sé eitt, en það er „ALLT FYRIR OLYMPIULEIK- ANA OG JAPAN”. Brundage - óvinsœll i Japan Eitt er það, sem skyggt hefur á hrifningu Japana á þessum leik- um, en það er sú hótun formanns Alþjóða-Olympiunefndarinnar, Avery Brundage, að útiloka þá skiðamenn frá keppni, sem notað hafa nafn sitt til að auglýsa vörur og fyrirtæki. Þegar Brundage lét þetta fyrst I ljós, reis upp mikil mótmælaalda i Japan. Var honum kennt um aö vilja eyði- leggja leikana fyrir Japönum, þvi að með þvi að útiloka nokkra menn, var sú hætta fyrir hendi, að einhverjar þjóðir hættu við þátt- töku — sem hefur nú komið á daginn. Þá höfðu nokkrar sjón- varpsstöðvar hótað að sýna ekki myndir frá leikunum, m.a. Eurovision. Það getur þýtt, að Al- ÍlÉfc:: Svona lita verðlaunapeningarnir, sem keppt verður um á Olympiuleikunum i Sapporo, út. Á framhlið peningsins er táknmynd frá leikunum, og á bakhlið hans tákn hinna ýmsu greina, sem keppt er um á þessum miklu leikum. Eins og vanalega eru veitt þrenn verðlaun, gull, silfur og brons, og verður trú- lega hörð keppni um hvern pening. Þegar Olympíuleikar eru haldnir.mætast menn og konur af mörgum þjóöernum. Hér hafa tveir erni tekið tal saman, Finninn Marjatta Kajosmaa og Formósu klnverjinn Lian Ren - Guey, sem andi Iands sins I Sapporo. af óliku þjóð- er eini kepp- þeim, þrátt fyrir, að þar séu ekki lönd snjóa og frosts. Enska „móðurmáV’ leikanna Það verður Hirohito Japans- keisari, sem setur leikana i dag á Makomanai-leikvanginum. Þaö gerir hann með stuttri ræðu á japönsku. Eftir þá ræðu verður allt þaö, sem fram fer á leikunuin, skrifaö eða talað á ensku, sem ákveíúð hefur verið aö verði „móðurmál” leikanna. Ekki verður hún þó töluð meðal áhorf- endanna, sem verða viö setn inguna. Þeir verða 50 þúsund talsins, auk keppenda og starfs- þjóða-Olympiunefndin verði af dágóðri peningaupphæö, en hún færir vissan hluta af sjónvarps- tekjum. Er þvi Brundage milli steins og sleggju i þessu mali, þvi að nefndin er illa á vegi stödd fjarhagslega. Samt er búizt við, að Brundage og menn hans láti sig ekki, og verði þvi allt i ólstri, hvað þetta áhrærir, fram á sið- ustu stundu. Menn biða spenntir eftir þvi hvað Brundage gerir i sambandi við sumar-leikana i Munchen, en þar er hægt að útiloka nær alla keppendur fyrir að auglýsa vörur og vörmerki - m.a. alla þá, sem bera hina þriggjaranda skó frá Adidas, en það gera flestir iþróttamenn, eða þá að þeir bera Avery Brundage, formaður Al- þjóða Olympiunefndarinnar, er ó- vinsæll maður I Japan þessa dag- skó og annan útbúnað, sem hefur einkennismerki eða annað frá ák- veðnum fyrirtækjum. Hvað verður t.d. um islenzka kepp- endur, eins og t.d. handknatt- leikmenn okkar — ef þeir komast til Munchen? Stúdentar hóta að stela eldinum Olympfueldurinn er nú á leið til Sapporo noröur eftir strönd Japans. Hann var tendraður á hefðbundinn hátt i Grikklandi, en kom til Japans með flugvél þann 2. janúar s.l. Hann hefur hvergi tafizt á leiðinni.þrátt fyrir hótanir um að slökkva hann eða stela, en jafnan er mikill fjöldi fólks á götum úti,þegar hann er borinn fram hjá. Eldberarnir falla i yfirlið Það eru hundruð ungmenna af báðum kynjum, sem bera eldinn, og fer hver ákveðinn hluta með hann, en þá tekur næsti við. Þrir hafa þegar fallið i yfirlið, þegar þeir hafa átt að taka við honum. Er þar um kennt taugaspennu þeirra, en enginn vill verða fyrir þvi óláni að detta og slökkva eldinn - slikt er talið verða við- komandi til ævarandi skammar. Um 5000 lögregluþjónar verða til staðar á leikunum. bæði til að Af öllum þeim greinum, sem keppt verður I á OL I Sapporo, veröa Alpa- greinarnar mest I sviösljósinu, en skautafþróttin og skiöastökk eru samt vinsælustu greinarnar meöal Japana. vernda keppendur og halda uppi lögum og reglu. Stúdentar bæði til hægri og vinstri hafa hótað að gera allt til að skemma leikana, eða koma I veg fyrir að þeir verða haldnir. Þeir vinstrisinnuðu hata hótað m.a. að „stela” Olympiu eldinum áöur en hann kemst á leiðarenda, en þeir mómæla þvi að leikarnir séu haldnir, vegna þess að þeir séu eyðsla á almennafé. Þeir hægrisinnuðu mótmæla aftur á móti þátttöku keppenda frá kommúnista- löndunum, og eru keppendur þaðan þvi undir sérstakri gæzlu lögreglunnar. Vestur- og Austur-Þjóðverjar búa saman Það sætti undrun, þegar stjórn- endur keppninnar settu kepp- endur frá Vestur- og Austur- Þýzkalandi saman i herbergi. Þessu vildu sumir mótmæla, en stjórnendurnir sögðu.að hér væri engin pólitik sem réði. Það væri allt gert til að láta fara vel um alla, og Þjóðverjarnir væru hafðir saman vegna þess.að þeir töluðu sama tungumálið-og ættu þvi betur saman en t.d. Rússar og Bandarikjamenn, sem ekki skildu hver annan. Sumir Vestur-Þjóð- verjarnir voru litið hrifnir af þessari ráöstöfun, sérstaklega þeir, sem „stungið hafa af” frá Austur-Þýzkalandi og keppa fyrir Vestur-Þýzkaland, en búa nú á sömu hæð og gamlir félagar og kennarar, sem ekki lita þá réttu auga. Leikar sem aldrei skulu gleymast Eitt mál hefur komið upp, sem sett hefur leiðinlegan blæ á þess leika— a.m.k. hvað Japani áhrærir. Er það fjárdráttur einn mikill, sem komst upp fyrir skö- mmu. Tveir af forráðamönnum japanska skiðasambandsins eru blandaðir inn i þaö mál. Annar þeirra var eiinn af formönnum eins af sérsamböndum þess, Jurao Kuji, og hinn var einn af aðalþjálfurum sambandsins, Kohroku Mada. Voru þeir f undnir sekir um aö hafa dregið til sin fé, sem nota átti til undir- búnings leikanna. Var upphæðin eitthvað á aðra milljón isl. króna, og notuðu þeir peningana til að kaupa sér bila og lifa finu lifi á skemmtistöðunum i Sapporo. Út af þessu varö hið mesta fjaðra- fok, þegar upp komst um svindlið. En dómstolarnir voru fijótir á feröinni, og dæmdu þá i 3ja ára fangelsi og tóku af þeim allar eignir. Við þaö lægði öldurnar, og er þetta mál nú óöum að gleymast. En varla gleyma þeir félagar þvi, þar sem þeir sitja nú inni- lokaðir og verða að fá fréttir utanfrá af þeim miklu leikjum, sem þeir hjálpuðu til að byggja upp — leikjum, sem Japanir hafa lofaö, að aldrei skuli gleymast i sögu þjóöarinnar og meðan minningin um Olympiuleika lifir meöal þjóða heims. — klp— Ilundruð þúsunda pappírslampa með merki olympiuleikanna á, eru strengdir yfir allar helztu götur Sapporo. Er borgin öll uppljómuð og hin feeursta á aö llta, en hana sækja nú heim þúsundir manna og kvenna frá öllum heimshornum. 999 999 999 999 999 999 999

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.