Tíminn - 03.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.02.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1972 IFGBDGffllOMDa SAFNARIMN Fyrstu flug. Anð 1971 hefir verið eitt þeirra ára, sem flugsafnarar hafa haft hvað mestar eftir- tekjur af. Fyrstu flug urðu eftirtalin: British European Airways, London—Reykjavik, Reykja- vik — London, 7 . a p r i 1. Flugfélag Islands, Reykja- vik—-Frankfurt, Frankfurt— Reykjavik, 19.júni. Loftleiðir með DC—8, Reykjavik— Kaupmannahöfn, Kaup- mannahöf n—Reykja vik, 4.nóvember. Reykjavik— Stokkhólmur, Stokkhólmur— Reykjavik, 5.nóvember. Oslo—Reykjavik, 7.nóvember. Reykjavik—Glasgow og Reykjavik—London, 13.nóvember. Enginn póstur var sendur meö vélunum til Oslo eða frá London og Glas- gow. Af þessari upptalningu má sjá.að af nógu er aö taka. Fri- merkjasafnarinn hefir kynnt sér, að á flestum leiöunum voru aðeins send 100 sérprent- uð umslög fyrir safnara og þess vegna fengiö til ráðstöf- unar litið eitt af hverju. DC—8 flugin eru 7, og kostar hvert umslagum 100,00 krónur. Þeir sem þvi senda 700,00 krónur fá umslögin send burðar- gjaldsfritt, en munið aö senda i ábyrgðarbréfi. Þá fengum við ráðstöfun á nokkrum ó- sóttum pöntunum á bæði London—Reykjavik—London og Reykjavik—Frankfurt— Reykjavik, eru þetta 4 umslög á 400,00,sem gildir sama um. Vilji einhver'fá öll umslögin, þá skal senda kr. 1,100,00 I á- byrgðarbréfi og verða þá um- slögin send burðargjaldsfritt. Berist fleiri pantanir en hægt er að sinna, verða peningarnir endursendir jafnððum. Markaður fyrir fyrstu flug virðist mjög takmarkaður, en hægt vaxandi hér á landi. Gætir furðu hve fáar sending- ar fara oft á milli fyrir safn- ara. 1 fyrstu flugunum 1928- 1931, voru oft send 25—50 bréf. Ahrenberg 50 bréf t.d. Saga Jet Kaupmannahöfn- —Reykjavik 5 bréf. F.í. Haag—Reykjavik 20 bréf og svona mætti lengi telja. Auk þess var svo fyrsti eld- flaugarpósturinn á árinu, l.april. Hann varð að nokkru aprilhlaup, þvi aö toppurinn meö póstinum þeyttist út i móa i bruna eldflaugarinnar, i staö þess að fara 60 kilómetra i loft upp, en á máli flug- safnara heitir þetta „Chrash coverj’ eða slysabréf, auk þess að vera eldflaugarpóstur. Þetta bréf kostar 250,00 krón- ur. Þeir sem ætla að nota sér þessa þjónustu frimerkjasafn- arans,ættu að bregða strax við, þvi að um mjög litið magn er að ræða. Þá skal þeim bent á, sem vilja gerast áskrifendur að fyrsta dags bréfum, að skrifa: Frimerkjasölunni, Klappastig 26, Reykjavik, og fá þeir þá^_ allar upplýsingar. Þetta er” frimerkjasala póststjórnar. Sigurður H. Þorsteinsson. Norrænir Lionsmenn þinguðu d Islandi Fundur umdæmisstjóra Lion á Norðurlöndum var haldinn á Hótel Loftleiðum fyrir nokkru Slikir fundir eru jafnan haldnir árlega til skiptis á Norður- iöndunum og er þetta i annað skiptið sem slikur fundur er haldinn hérlendis. Aður var fundurinn hér árið 1965. Til þessa fundar mættu 37 um- dæmisstjórar frá hinum Norður- löndunum, 7 frá Danmörku, 8 frá Noregi, 17 frá Sviþjóð og 5 frá Finnlandi. 12 lslendingar sátu svo fundinn, og voru þaö fyrrverandi umdæmisstjórar og núverandi umdæmisstjórn. Gestur fund- arins var svo Georges F’riedrichs frá Frakklandi, en hann er nú 1. varaforseti alþjóðastjórnarinnar. Mörg máiefni Lionshreyfingar- innar voru tekin til umræðu á fundinum, og þá einkum þau, er varða sameiginlega hagsmuni Norðurlandanna. Munu löndin bjóða sameiginlega fram við kosningu varaforseta alþjóða- hreyfingarinnar á næsta þingi samtakanna, og verður fram- bjóðandi Norðurlandanna Jarl Lindholm frá Finnlandi. Sem kunnugt er, þá hefur Lionshrey fingin margskonar mannúðarmál á stefnuskrá sinni og vinna klúbbarnir að þeim ýmist sinn i hvoru lagi, eða sam- eiginlega. Þannig munu t.d. islenzku klúbbarnir á þessu ári vinna sameiginlega að þvi að safna fé til kaupa á tækjum til sjónprófunar, en barátta gegn blindu hefur frá fyrstu tið veriö eitt af meginverkefnum Lions- hreyfingarinnar. A tslandi eru nú starfandi 50 Lionsklúbbar m»'ð um 1700 félögum, en Lionshreyfingin i heild telur um 25 þúsund klúbba með 963.000 félögum og eru nú Lionsklúbbar starfandi i 147 löndum. Núverandi umdæmisstjóri Lions á Islandi er Asgeir ólafs- son. LEIDBEININGAR VIÐ SKATT FRAMTAL 1972 Frh. af bls 11 7. Háskólanám erlendis: Vestur-Evrópa kr. 100.000,00 Austur-Evrópa Athugist sérstak- lega hverju sinni, vegna náms- launafyrirkomulags. Norður-Amerika kr. 165.000,00. 8. Annaö nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af skólum hérlendis. 9. Alvinnuflugnám: F’rádráttur eftir mati hverju sinni. Búi námsmaður utan heimilis- sveitar sinnar meöan á námi stendur, má hækka frádrátt skv. liðum 1 til 6 um 20%. 1 skólum skv. liöum 1 til 5, þar sem um skólagjald er að ræða, leyfist það einnig til frádráttar. Hafi nemandi fengið námsstyrk úr rikissjóði eða öðrum innlend- um ellegar erlendum opinberum sjóðum, skal námsfrádráttur skv. framansögðu lækkaður sem styrknum nemur. Dvalar- og ferðastyrkir, sem veittir eru skv. fjárlögum til að jafna aðstöðu nemenda i strjálbýli til fram- haldsnáms og svipaðar greiðslur á vegum sveitarfélaga, skerða ekki námsfrádrátt, enda telst sambærilegur kostnaður ekki til námskostnaðar skv. þessum staf- lið. Námsfrádrátt þennan skal leyfa til frádráttar tekjum það ár, sem nám er hafið. Þegar um er að ræða nám, sem stundað er samfellt i 2 vetur eða lengur við þá skóla, sem taldir eru undir töluliðum 1, 2, 3, 4 og 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir viðkomandi skóla það ár, sem námi lauk. enda hafi námstimi á þvi ári verið lengri en 3 mánuðir. Ef námstimi var skemmri, má draga frá 1/8 af heilsársfrádrætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. sem nám stóð yfir á þvi ári, sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið, sem standa yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frádrætti þeirra vegna til helm- inga á þau ár, sem nám stóð yfir, enda sé námstimi siðara árið a.m.k. 3 mánuðir. Nýr bátur, Brynjólfur AR 4,var afhentur eig.nda, Meitlinum hf. i Þoriákshöfn.á laugardaginn á Akureyri. Brynjolfur er 105 lestir og smiöaöur hjá Slippstööinni. Skipstjóri er Einar F. Sigurösson. Brynjólfur heldur frá Akureyri einhvern næstu daga, og fer hann á netaveiöar. Sérstaða íslands meðal Evrópuþjóða - ræða Ingvars Gíslasonar á fundi Ráðgjafarþings Evrópuráðsins A fundi Ráðgjafarþings Evrópuráðs i Strassburg i siðustu viku urðu miklar um ræður um tillögu landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar þingsins um stefnu Efnahagsbandalagsins i sjávarútvegsmálum. Tveir islenzku fulltrúanna á fundinum, Ingvar Gislason alþm. og Þor- valdur Garðar Kristjánsson alþm., tóku þátt i umræöunum. Var góöur rómur gerður að máli þeirra, að öðru leyti en þvi, að brezki þingmaðurinn Scott- Hopkins, framsögumaður land- búnaðar- og sjávarútvegs- nefndar, átaldi Isiendinga fyrir stefnu þeirra um einhliða út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Engin ályktun var þó gerö i þá stefnu, enda voru fiskveiðilög- sögumál ekki til umræðu eða ályktunar. Ingvar Gislason, sem á sæti i landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefnd ráðgjafarþingsins, vakti sérstaka athygli á nauðsyn þess, að Efnahagsbandalagið yröi hvatt til þess að sýna sanngirni i skiptum við fiskveiðiþjóðir, eins og Islendinga, sem stæðu utan bandalagsins. Var þeirri ábend- ingu vel tekið, og landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd samþykkti einróma á fundi sinum að leggja til, að breytingartillaga frá Ingvari um þetta efni yrði sam- þykkt. Ingvar Gislason mælti fyrir tillögu sinni á þingfundi á miðvikudaginn. Var tillagan samþykkt óbreytt einróma. Breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um stefnu Efnahagsbandalagsins i sjávarútvegsmálum. Flm.: Ingvar Gislason. Við tillögugreinina bætist: „Ráðgjafarþingið litur svo á, aðstefna Efnahagsbandalagsins i sjávarútvegsmálum eigi að vera með þeim hætti, að hún megi leiða til góðrar samvinnu milli þess og þeirra fiskveiðiþjóða i Evrópu, s.s. Islendinga, sem ekki hugsa til aðildar að bandalaginu, en æskja samvinnu við það á grundvelli sérstakra viðskipta og tollasamninga.” (Samþykkt einróma) Ræða ingvars Ræða Ingvars Gislasonar. á fundi Ráðgjafarþings Evrópu- ráðs 26. jan. 1972: „Herra forseti, góðir þingfull- trúar. Ég hef hvatt mér hljóðs hér i dag til þess að minna þingheim á breytingartillögu, sem ég flyt á þingskjali nr. 3081. Þessi tillaga er viðbót við ályktunartillögu landbúnaðarnefndar um fisk- veiðimál. Það gleður mig sannar- lega, hversu vel tillögu minni var tekið i landbúnaðarnefndinni, og ég er þakklátur nefndinni fyrir stuðning við hana. Ég vænti þess eindregið, að ráögjafarþingið sjái sér fært að samþykkja tillögu mina. Eins og yöur er kunnugt, hr.. forseti, og eins og allur þingheimur veit, þá er Island, a.m.k. hlutfallslega, eitt mesta fiskveiðiland Evrópu, raunar I öllum heiminum. Islendingar eru fiskveiðiþjóð öllu öðru fremur. Fiskveiðar eru aðalstoö islenzks efnahagslifs. Ég endurtek það sem oft hefur veriö sagt áður, að fiskimiðin eru Islendingum jafn lifsnauðsynleg sem oliulindir og málmnámur öörum þjóðum. A Is- landi eru hvorki oliulindir né námur. Efnahagslif Islendinga byggist á sjávarútvegi — á fisk- veiðum og fiskiðnaði. Yfir 80% af útflutningsverðmætum okkar eru fiskafurðir. Um 16% af vinnandi fólki á íslandi starfar beint við sjávarútveginn, við fiskveiðar og fiskiðnað, að ekki sé minnzt á hinar ýmsu þjónustugreinar, sem reknar eru i beinu sambandi við sjávarútveginn. Ekki er liklegt, að þessar hlut- fallstölur breytist. Það er alveg vist, að Island verður um langa framtið háð sjávaraflanum. Af þeim sökum, auk margs annars, er útilokað, að lsland fái staðizt kröfur Efnahagsbandalags Evrópu. Sem fiskveiðiþjóð hafa tslendingar algera sérstöðu, að þvi er varðar efnahagskerfi. Is- lenzkt erfnhagskerfi er svo frá- brugðið iðnaðarþjóöfélögum Evrópu, að óhugsandi er að það geti fallið að grundvallarreglum Efnahagsbandalagsins. Hins vegar eru Islendingar lýðræðis- sinnuð Evrópuþjóð, sem býr við góð lífskjör og félagslegt öryggi. Við erum Evrópumenn og viö viljum gjarnan viðhalda og styrk- ja forn menningar- og viðskipta- tengsl við aðrar Evrópuþjóðir. Það er von okkar, að evrópskar vinaþjóðir okkar leitist við að skilja sérstöðu okkar og viður- kenni hana I verki. Einkum er þaö von okkar, að Ráðgjafarþing Evrópuráös, sem sótt er af þjóð- þingsmönnum og reist á grund- velli lýðræöis og vestrænna mannréttindahugsjóna, veiti Is- lendingum þann stuðning, sem I þess valdi er, til þess að þeir fái haldið sérstöðu sinni, en geti þó styrkt hin fornu tengsl við Evrópu. Viðskiptasamvinna Islendinga og meginlandsþjóða Evrópu er mikilvæg öllum, sem hlut eiga að máli. Hún er jafnvel meginlands- þjóðunum meira virði en Is- lendingum. Sannleikurinn er sá, að tslendingar flytja meira inn frá Evrópu en þeir flytja út þang- að. Við höfum viljað styrkja við- skiptatengsl okkar við Evrópu. Við erum aðilar að EFTA, Fri- verzlunarsamtökum Evrópu, en eftir fyrirhugaða stækkun Efna- hagsbandalagsins er framtið EFTA að meira eða minna leyti óljós. lslendingar geta ekki tekið á sig þá áhættu,sem felst i aðild að Efnahagsbandalaginu. Hins- vegar leitum við eftir samvinnu við Efnahagsbandalagið á grund- velli sérstakra samninga um tolla og viðskipti. Það er ósk min og einlæg von, að Ráðgjafarþing Evrópuráðs sýni vilja sinn i þvi að styðja Islendinga til þess að ná sanngjörnum samningum við Efnahagsbandalagið. Það er næsta augljóst, að vandamál sjávarútvegsins og sölu á fiski og fiskafurðum ber mjög á góma i slikum samningaviðræöutn. Breytingatillaga min er áskorun á hvern einstakan full- trúa á ráðgjafarþinginu og á þingið í heild um að beita áhrifum sinum á þjóðþing og rikisstjórnir innan Efnahagsbandalagsins á þann hátt, að fiskveiðiþjóðir, sem utan standa, svo sem Islendingar, geti náð hagstæöum samningum við bandalagið. Hr. forseti, ég hef lokið máli minu. Ég þakka áheyrnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.