Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. febrúar 1972 TÍMINN 3 Mótmælendur höfðu uppi margskonar kröíuspjoid í gongunni og vio senairaoio.i nmamyna b. pormari. Biskup mælist til þess ao fyrir írsku Eftirfarandi orðsending hefur biskupinn yfir Islandi sent Tim- anum: „Daglegar fréttir hafa um langt skeið minnt á Irland. Þau ótiðindi, sem þaðan berast af ill- kynja átökum, hljóta að vekja sársauka hjá öllum, ekki sizt hjá oss Islendingum, sem frá fornu fari höfum talið til náinnar frænd- semi við hina irsku þjóð. Ég ætla að leyfa mér að mælast til þess við presta og söfnuði, að næsta sunnudag verði sérstak- lega beðið fyrir irsku þjóðinni i öllum kirkjum landsins. Ég óska þess, að islenzka kirkjan og þjóðin lýsi með þvi samúð sinni beðið sé þjóðinni með þeim, sem liða þar i landi, hvar i flokki sem þeir standa. Ég óska þess, að beð ið verði sam- huga um það, að eldar ófriðarins verði slökktir með réttlátum og viturlegum ráðstöfunum og að hin irska harmsaga megi fá þær lyktir, sem búi þjóðinni allri far- sæla framtið i landi sinu. Frá trlandi kom- þeir menn, sem fyrstir fluttu kristna bæn á islenzkri grund. Þeir hafa beðið Guð að blessa Island og það lif, sem landið elur. Biðjum sama Guð að leysa irsku þjóðina frá þeim hörmungum, sem á henni dynja, og leiða hana til betri tima. Sigurbjörn Einarsson”. Minningarkrans með þrettán rauðum rósum var lagður á tröppur brezka sendiráðsins KJ—Reykjavik. Hátt á þriðja þúsund manns tóku þátt í útifundi, mótmælagöngu og þöglum mótmælum við brezka sendiráðið við Laufásveg á sunnudaginn, en með þessu var verið að mótmæla atburðunum i Norður- írlandi þegar brezki herinn'drap þrettán manns þar. Þá var fundurínn og gangan liður i stuðnings- aðgerðum við mótmælagönguna, sem farin var á Norður-írlandi á sunnudaginn. Útifundurinn var haldinn við Stjórnarráðið, og töluðu þar: Jón Hannesson menntaskólakennari, Ólafur Gislason kennari og Terry Lacey, en Ólafur Ragnar Grims- son túlkaði mál hins siðastnefnda. Fundarstjóri var Elin Hjalta- dóttir og stjórnaði hún einnig göngunni. A fundinum var lögð áherzla á eftirtalin atriði: að brezkur her verði tafarlaust á brott írá Irlandi, að Norður-Irum verði tryggð lýð- ræðisleg mannréttindi, að pólitiskir fangar verði leystir úr haldi, að brezka rikisstjórnin hætti stuðningi við harðstjórn Sam- bandsflokksins á Norður-Irlandi. Þegar komið var að sendi- ráðinu, lögðu þau Terry Lacey og Hildur Hákonardóttir minningar- krans með þrettán rauðum rósum á tröppurnar, en siðan var 13 minútna þögn. Eftir athöfnina við sendiráðið var aftur gengið undir kröfuborðum, og nú haldið niður á Austurvöll, þar sem gangan endaði. Allar þessar aðgerðir fóru vel fram, og aðeins fáir lögreglu- þjónar voru við löggæzlu i sam- bandi við aðgerðirnar. A öðrum stað i blaðinu er birt frétta- tilkynning vegna yfirlýsingar SUS i Morgunblaðinu. Þeir aðilar sem stóðu að þess- um aðgerðum voru. Samband ungra framsóknar- manna, Utanrikisefnd Samtaka frjáls- lyndra i Reykjavik, Samband islenzkra námsmanna erlendis, Verðandi, félag vinstrisinnaðra stúdenta, Fylkingin, baráttusamtök sósial- ista, Rauðsokkar, Samband ungra jafnaðarmanna, Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins, Menningar- og friðarsamtök is- lenzkra kvenna, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Sósialistafélag Reykjavikur. Hildur og Terry standa þarna viö minningarkransinn á tröppum brezka sendiráösins. AAetrar og lítrar í Bretlandi 1975 NTB-London. Fyrir árslok 1975 munu Bretar vera farnir að mæia hlutina i metrum og litruin i stað pinta og yarda, að þvi er brczka stjórnin tilkynnti á mánudag. Fyrir ári var fariö að nota tuga- kerfið i brezkum peningum,og var skipt um á einum degi, en lands menn munu fá að venjast mctr- unum og litrunum jafnframt gömlu mælieiningunum i alllang- an tiina. Braut staur rafmagnslínur OÓ—Reykjavik. Margir drukknir bilstjórar voru teknir i Reykjavík og Hafnarf irði um helgina. Einn þeirra var að koma úr hófi á laugardag og átti leið um Grandann, en átti eitt- hvað erfitt með að halda bilnum á götunni og lenti á ljósastaur. Staurinn brotnaði niður og rafmagnslinur slitn- uðu. En maðurinn var svo heppinn, aö linurnar lentu ekki á bilnum. Þegar komið var að bilnum var ökumaður farinn á braut, en fannst nokkru síðar og var þá gang- andi á leið heim til sin. Vegna yfirlýsingar SUS „Vegna yfirlýsingar SUS i Morgunblaðinu s.l. sunnudag vill framkvæmdanefnd stuðningsaðgerða við mót- mælagönguna á Norður-lr- landi taka eftirfarandi fram: A lokastigi undirbúnings- umræðna óskaði fulltrúi SUS eftir þvi að fá tima til að ræða við samstjórnarmenn sina. A sama tima hreyfði fuiltrúi Fylkingarinnar andmælum vegna fyrirhugaðrar aðildar SUS að aðgerðunum. Aður en til þess kæmi, að fram- kvæmdanefndin tæki afstöðu til þessara vandkvæða Fylkingarinnar og SUS, til- kynnti fulltrúi SUS að samtök lians vildu ekki eiga aðild að þessum aðgerðum vegna and- stöðu sinnar við ýmis þeirra félagasamtaka, sem að þeim stæðu. Framkvæmdanefndin þurfti þess vegna aldrei að laka neina ákvörðun uin aðild SUS. Það er þvi rangt mál, sem kemur fram i yfirlýsingu SUS, að fulltrúar i undir- búningsnefndinni hafi kosið „fremur þátttöku Fylk- ingarinnar en SUS”. Það kann að vera ástæðan fyrir þvi að SUS dró sig útúr aðgerðunum, að þeir gátu ekki heilshugar tekið undir aðal- kröfur aðgerðanna: „Að brezkur her verði tafarlaust á brott frá Irlandi”. 1 yfir- lýsingu sinni i Mbl. tekur SUS aðeins undir tvær af fjórum kröfum aðgerðanna. Framkvæmadanefnd.” FOR ÞRJAR VELTUR OÓ—Reykjavik. Þrir piltar stálu bil á Laugavegi um kl. 7 að morgni sunnudags s.l. ökuferðin endaði uppi i Kolla- firði, þar sem pilturinn sem ók, missti stjórn á bilnum og fór hann þrjár veltur. Piltarnir meiddust allir en ekki alvarlega. Billinn er talinn ónýtur. Þaðvar auðvelt fyrir strákana að stela bilnum. Hann var ólæstur og lyklarnir voru i honum. Þeir fóru fyrst upp að Geithálsi og keyptu þar bensin og ætluðu siðan að halda áfram vestur á land. 1 Kollafirðinum ætlaði ökumaður að prófa hve hratt væri hægt að keyra bilinn, en missti þá stjórn- ina og billinn valt lengst út i mýri. Piltarnir voru allir i fram- sætinu, þegar þetta skeði og voru i bilnum i veltunum, en þegar hann stanzaði kastaðist einn þeirra út, og meiddist i baki, og liggur enn á sjúkrahúsi, en hinir fengu að fara heim, eftir að gert hafði verið að meiðslum þeirra. Billinn er af Plymouth Valiant gerð, smiðaár 1962. Piltarnir voru allir drukknir. Hinn yngsti þeirra er 14 ára. öku- maöurinn er 16 ára, en sá elzti 17 ára. Næstkomandi miðvikudags- kvöld heldur fiðluleikarinn Endre Granat tónleika i Menningar- stofnun Bandarikjanna, við undirleik Arna Kristjánssonar. Aðgangur er ókeypis, en sökum takmarkaðs rýmis þarf að ná i miða á Ameriska Bókasafnið, Nesveg 16. Kona stórslasast OÓ—Reykjavik. Kona slasaðist mikið er hún varð fyrir bil á Miklubraut á sunnu- dagskvöld. Konan brotnaði á báöum fótum og handleggsbrotnaði, og hlaut fleiri meiðsli. Ekið var á konuna rétt austan Eskihliðar. Þar er gangbraut yfir götuna, en konan var ekki á gangbrautinni, heldur nokkru austan við hana. Páll Hallgrímsson, sýslumaður, sextugur Páll Hallgrimsson, sýslumaður Arnessýslu varð sextugur á sunnudaginn. Páll er fæddur 6. febr. 1912 að Reykhúsum i Hrafnsgilshreppi i Eyjafirði, sonur hjónanna Hallgrims Kristinssonar og Mariu Jóns- dóttur. Páil varð stúdent frá M.A. 1931, Cand.Jur. frá H.I 1936. Páll var skipaður sýslumaður Arnes- inga 1. janúar 1937 og settist hann að á Selfossi, þar sem hann situr enn. Páll var alþingismaður Arnessýslu 1942. Páll hefur átt sæti I stjórn Kaupfélags Arnes- inga frá 1939 og verið i stjórn Dómarafélags Islands og gengt fjölda annarra trúnaðarstarfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.