Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 16. febrúar 1972 TÍMINN 9 Utgefandií FrattiíbkttarftDkkurinn Framkv*irxja»ti(iri; Krlstfán Bínodlktssoti, Rjtsljorar: Þórarirtb : : : Fórarinsson Amdré>S KftatfáflSSOrt,: ióft IbdfÍ5i G. Þorstcinsson og Tómas Ksríwoiv Aúglýsingastjóri: Steln- grímur Gislason. RUstjórnúrsknfstOfur i íddúbúsinu, SÍmar 183ÖO — 18306. Skrif^tofur Banka$trætf 7. Afgret55iusfmi 12333, Augiýríngasímj 19523*. AtSrar skrifstofur sifuf T8300. \ Áikrtftargíald kt, 22$,ÖO á mánu&i Innanlantts; í lausasoly krí 13v00 ólnUKBS. — fitiSaþrent h.f. (Offsat) Fagnaðardagur Sá merkisatburður gerðist á Alþingi íslend- inga i gær, að algjör samstaða allra þingflokka og þingmanna varð um afgreiðslu þingsálykt- unar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ís- land i 50 sjómilur frá grunnlinum þann 1. september n.k. Þetta er mikið fagnaðarefni og mun reynast okkur ómetanlegt i þeirri baráttu, sem er fram undan fyrir viðurkenningu og full- um sigri i þessu lifshagsmunamáli okkar, en sú barátta getur orðið bæði löng og ströng. Þær vonir, sem andstæðingar okkar i land- helgismálinu, kunnu að hafa bundið við klofn- ing eða ágreining um ákvörðun Alþingis um út- færsluna, eru nú brostnar. íslendingar hafa nú sannað ótviræðan, samstæðan og eindreginn þjóðarvilja i þessu mesta hagsmunamáli sinu. Formenn og þingflokkar stjórnarandstöð- unnar eiga sérstakar þakkir skilið. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir um einstök atriði i sam- bandi við landhelgismálið sýndu þeir full- komna þjóðhollustu og þegnskap, viku ágrein- ingi um einstök atriði til hliðar og sýndu og sönnuðu umheiminum, að i þessu máli eiga ís- lendingar eina sál, einn vilja, órofa samstöðu um að standa sem einn maður þar til fullur sig- ur er unninn. Um þennan atburð sagði Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, m.a., að hann væri ekki i nokkrum vafa um að virðing manna fyrir Al- þingi við þennan atburð, en hans mundi verða minnzt um ókomin ár og verða skráður skýrum stöfum i sögu Alþingis. Ekki yrði aðeins tekið eftir þessari afgreiðslu málsins hér heima, heldur einnig erlendis. Ennfremur sagði forsætisráðherra: „Eftir þessa samþykkt má öllum vera ljóst, að ekki verður hvikað frá fyrirhugaðri útfærslu fiskveiðimarkanna. útfærslan verður látin taka gildi 1. september þetta ár og Bretum og Vestur-Þjóðverjum verður enn á ný gerð skýr grein fyrir þvi, að við teljum, að ákvæðin um málskot til Alþjóðadómstólsins eigi ekki lengur við og okkur þvi óskylt að hlita þeim að þvi er fyrirhugaða útfærslu varðar. Ég vil taka það skýrt fram við þetta tækifæri, að það verður ekki af rikisstjórnarinnar hálfu um að ræða neinar tilslakanir frá þeirri stefnu, sem mörk- uð er með þessari Alþingissamþykkt. Rikis- stjórnin mun fylgja henni fast fram. Engin þjóð ætti að gæla við þá hugmynd, að við verð- um með hótunum eða efnahagslegum þvingun- araðgerðum neyddir til að hverfa frá fyrirætl- unum okkar um útfærslu.” Eftir að 60 þingmenn höfðu að viðhöfðu nafnakalli lýst órofasamstöðu um útfærsluna, sagði Einar Ágústsson utanrikisráðherra við Timann: ,,Ég leyfi mér að þakka utanrikismálanefnd mjög gott starf, sérstaklega finnst mér ástæða til að þakka formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna, Jóhanni Hafstein og Gylfa Þ. Gisla- syni fyrir þeirra starf og samkomulagsvilja. Þessi órofasamstaða þjóðar og þings verður okkur öllum mikil hvatning i þeirri baráttu, sem fram undan er.” — TK ERLENT YFIRLIT Pekingför Nixons getur breytt miklu En beinn árangur verður sennilega litill í fyrstu A MORGUN mun Nixon for- seti hefja hina sögulegu ferð sina til Peking. llann mun þá leggja af stað frá Washington, en mun ekki koma til Peking fyrr en á mánudag, þvl að ætlun hans er að koma við á llawaiieyjum og Guam á leið- inni. Fljótlega eftir komu hans til Klna munu hefjast við- ræður hans við kinverska ráðamenn, en þær munu aö sjálfsögðu fara fram fyrir luktum dyrum og ekkert verða sagt frá þeim fyrr en I frétta- tilkynningu, sem verður birt að þeim Lloknum. Samkvæmt frásögn Nixons sjálfs á blaöa- mannafundi. hefur ekki verið samin nein dagskrá fyrir við- ræðurnar, enda ckki til- gangurinn aö þessu sinni að ná samkomulagi um cinhver ák- veðin atriði. Tilgangur Pekingfararinnar, segir Nixon, er fyrst og fremst sá, að Kinverjar og Bandarfkja- menn byrji að talast viö eftir meira en tveggja áratuga al- gert sam bandsleysi milli þeirra. 1 kjölfarið getur svo fylgt, að samkomulag náist um ýms atriöi sföar. Ætlunin er að Nixon ferðist nokkuð um Kina, m.a. heim- sæki hann borgirnar Shanghai og Hangchow. Hann mun hafa með sér fjölmennt fylgdarlið sérfræðinga og að- stoðarmanna, og auk þess verða i fylgd með honum um 40 bandariskir blaðamenn og útvarpsmenn, en þeir vildu miklu fleiri komast i ferðina. bAÐ verður ekki sagt, þegar Nixon byrjar ferðina, að byrlega blási fyrir honum varðandi árangur. Flestar fregnir frá Vietnam benda til að bjóðfrelsishreyfingin i Suður-Vietnam undirbúi meiriháttar sókn á ýmsum vigstöðvum um það leyti, sem Nixon verður i Kina. A.m.k. óttast Bandarikjastjórn þetta og hefur sökum þess látið halda uppi meiri loftárásum á ýmsa staði i Norður-Vietnam og Suður-Vietnam en nokkru sinni áður. Tilgangur þessara árása er sagður sá að hindra liðsflutninga og vopna- flutninga frá Norður-Vietnam til Suður-Vietnam. Ýmsir þeirra, sem kunnugastir eru, draga i efa, að loftárásirnar beri þennan árangur frekar en áður. Hins vegar séu þær vænlegasta leiðin til að hindra friðsamlegt samkomulag i Vietnamdeilunni. Kinverjar telja sér lika ekki annað fært en að mótmæla þeim harð- lega, og hefur sjaldan verið deilt harðar i kinverskum blöðum en að undanförnu á stefnu og framferði Banda- rikjanna i Vietnam. Fyrir þá Mao og Nixon verður ekkert þægilegt að setjast að sam- ningaborði undir þeim kringumstæðum. AUK Vietnam-striðsins verður það afstaðan til For- mósu, sem mun valda mestum erfiðleikum i viðtölum Nixons viðkinverska forustumenn. Af hálfu Pekingstjórnarinnar er það skilyrði sett fyrir öllu beinu stjórnmálasambandi við hana, eins og skiptum á sendiherrum, að viðkomandi riki viðurkenni yfirráð hennar yfir h'ormósu. betta munu Bandarikin ekki gera i náinni framtið, og þvi eru engar horfur á, að beint stjórnmála- samband komist á milli þeirra og Kina að sinni. Effir að Vietnam-styrjöldinni lýkur, mun Formósu-málið halda áfram að vera hið viðkvæma ágreiningsefni i sambúð Bandarikjanna og Kina, og það að sjálfsögðu enn meira sökum þess, að tilvera For- mósu sem fjálfstæðs rikis byggist fyrst og fremst á stuðningi Bandarikjanna. 1 viðræðunum við Mao og félaga hans hefur Nixon hins vegar eitt gott tromp á hend- inni. Hann mun i maímánuði næstkomandi fara til Moskvu til viðræðna við ráðamenn þar. Gangi honum illa við- ræðurnar i Peking, getur hann orðið samningafúsari i Mosk- vu, en það munu Mao og félagar hans ekki kæra sig um. beir kæra sig ekkert um að sambúð Rússa og Ban- darikjamanna batni svo að Rússar geti snúið sér enn meira að Asiumálunum en ella. Sú staðreynd blasir lika við, að þegar Vietnam og Formósu sleppir, eru miklu meiri möguleikar fyrir sæmi- legri sambúð milli Banda- rikjanna og Kina en t.d. milli Kinaog Sovétrikjanna. A.m.k. eru sennilegri hagsmunalegir árekslrar milli þeirra fyrr- nefndu en siðarnefndu. bAÐ ER álit margra, sem bezt hafa kynnt sér feril Nixons, að Pekingför hans sé farinmeiraaf áhuga á þvi að vinna kosningarnar i Banda- rikjunum næsta haust en á þvi að bæta sambúðina milli Kin- verja og Bandarikjamanna og treysta friðinn. Trúlegt er það lika, að sæmilega heppnuð Pekingför Nixons geti treyst aðstöðu hans og álit heima fyrir, en misheppnuð för hans getur lika haft öfug áhrif. Nixon hefur hér óneitanlega tekið verulega áhættu. Hann gerir sér þetta lika vel ljóst, og þvi leggur hann 'mikla herzlu á, að hann búizt sjálfur ekki við neinum öðrum beinum ávinningi áð sinni en þeim, að iorráðamenn Banda- rikjanna og Kina byrji að ræðast við, og vissulega getur það eitt orðið ávinningur, er reynzt getur mikilvægur siðar. bað sést vel á deilum Pakistans og Indlands, að Nixon tók á sig verulega áhættu, þegar hann ákvað Pekingförina. Vegna þess, að Nixon hann var búinn að ákveða þetta ferðalag og vildi láta það heppnast, tók hann m.a. ák- veðnari afstöðu með Pakistan en ( lla. Eftir er að sjá, hvort það bætir nokkuð stöðu hans i Peking. EN HVER sem raun- verulegur tilgangur Nixons hefur verið, þegar hann ákvaö Pekingföring, verður sú ákvörðun eigi að siður alltaf talin mikilvægur sögu- legur atburður. Algerlega oeðinegt ástand rikti i sambúð KinverjaogBandarikjamanna, og það þurfti að gera eitthvað tii að breyta þvi. betta var gert á myndarlegan hátt af báðum aðilum; fyrst með þvi, að Mao bauð Nixon heim, og siðan með þvi, að Nixon þá boðið. begar hafa fylgt i kjöl far þessa óvenjulega heim boðs þýöingarmiklar breytingar i alþjóðamálum, er telja má beint og óbeint af- leiðingar þess. bar má i fyrsta lagi nefna aukna samvinnu Rússa og Indverja, sem getur átt eftir að hafa mikil áhrif i Asiu. I öðru lagi má svo nefna, að heldur virðist nú draga saman með Rússum og Japönum. Gromiko utanrikis- ráðherra Sovétrikjanna fór i heimsókn til Japan fyrir nokkru og hlaut hinar vin- samlegustu móttökur. I lok þessa íerðalags hans buðu Itússar heim Sato forsætisráð- herra, og mun hann fara bráð- lega til Moskvu. Sato stóð mjög höllum fæti heima fyrir eftir að Kinverjar fengu inn- göngu i Sameinuðu þjóðirnar, en heimboðið til Moskvu er talið hafa bætt aðstöðu hans að nýju. Minni likur þykja siðan til þess, að hann láti af völdum i vor, eins og reynt hefur verið að þvinga hann til, heldur sitji hann til haustsins, eins og hefur verið ætlun hans sjálfs. Næstu daga mun athygli þeirra, sem fylgjast með al- þjóðamálum, fyrst og fremst beinast að viðræðunum i Peking. bað er ekki ólikleg spá, að þær eigi eftir að hafa mikil bein og öbein áhrif á al- þjóðamál, þótt þau geti á ýmsan hátt orðið önnur en þeir Mao og Nixon hafa upphaflega ætlað. þþ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.