Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 13
Miövikudagur 16. febrúar 1972 13 w Orofa samstaða um 50 mílur Framhald af bls. 1. Engin þjóð ætti að gæla við þá hugmynd, að við verðum af hótunum eða efnahagslegum þvingunaraðgerðum neyddir til að hverfa frá fyrirætlunum okkar um útfærslu. bað er alveg af og frá. Hins vegar viljum við halda áfram viðræðum við Breta og Vestur-bjóðverja, sem hér eiga mestra hagsmuna að gæta, og við viljum leggja okkur alla fram um að komast að samkomulagi um sanngjarna lausn á þeirra vanda. Við erum fúsir til samkomulags um hæfilegan umþóttunartima. bað er nægur timi til samkomu- lagsumleitana, áður en útfærsla kemur til framkvæmda. Við munum einnig að sjálf- sögðu halda áfram vinsamlegum viöræöum við frændþjóö okkar i Færeyjum. Ég mun ekki hér fara að ræöa landhelgismáliö almennt, né heldur mun ég gera grein fyrir þeim rökum, sem til þess lágu, aö rlkisstjórnin taldi rétt á slnum tima að leggja fram óbreytta þingsályktunartillögu, sem núverandi stjórnarflokkar höföu flutt á siðasta Alþingi. bað hefur áöur verið gert og ég vil ekki blanda þvi inn I þessar um- ræður hér. Ég veit, aö sú samstaða um þetta mál, sem hér hefur verið innsigluð, mun ekki rofna. baö er stundum sagt, aö Islendingar séu þegar þeir eru komnir út fyrir landsteinana, ekki framsóknar- menn, ekki sjálfstæðismenn, ekki Alþýðubandalagsmenn o.s.frv., heldur fyrst og fremst Islend- ingar. Og I þessu máli eigum við allir að vera tslendingar, hvar svo sem i flokki við stöndum. Og ég veit, að það er krafa þjóð- arinnar allrar til okkar, sem erum i fyrirsvari fyrir hana á lög- gjafarþingi og i rikisstjórn. I umræðunum tóku til máls for- menn stjórnarandstöðuflokk- anna, þeir Jóhann Hafstein, for- maður Sjálfstæðisflokksins og Gylfi b. Gislason, formaður Alþýðuflokksins. Lýstu þeir ánægju sinni yfir þeirri samstööu, sem náðst hefur i málinu. beir sögðu, að Alþingi hefði frekar átt að lýsa yfir, að landhelgi Islands skyldi miðast við landgrunnið, enda flutt breytingartillögu þar um. Hins vegar myndu þeir og þingflokkar þeirra styðja tillögu rikisst jórnarinnar, næði breytingartillaga þeirra ekki fram að ganga. Jóhann Hafstein sagði m.a. um samninginn við Bretland og V- býzkaland frá 1961, að enda þótt bein uppsagnarákvæði væru ekki i þeim samningi þá myndi það ekki álitast eftir þjóðarrétti, að slikur samningur væri gerður til eilifðarnóns og óuppsegjanlegur. Brostnar forsendur og verulega breyttar kringumstæður gætu leitt til þess, að hver aðili sem væri, teldist laus af þeim skuld- bindingum, sem i slikum sam- ningi fælist. bað væri rétt, að fram hefði verið haldið, að samningurinn frá 1961 hefði náð tilgangi sinum og markmiði. Engu að siður kynnu fleiri tilvik en upplýst væru, að vera þess eðlis, að rétt væri, að þau kæmu til álita við ákvörðun um form- lega uppsögn. Gylfi b. Gislason sagði, að varðandi þennan samning teldi hann, aö skynsamlegra hefði verið til styrktar málstað Islands, að taka svo til orða, að sá samn- ingur hefði náð tilgangi sinum og ætti þvi ekki lengur við. Vildi rikisstjórnin segja samningnum upp, nægði að visa til orðsend- ingarhennar til rikisstjórna Bret- lands og Sambandslýðveldisins býzkalands frá 31. ágúst 1971. — En ég tel ekki heldur rétt, aö láta skiptar skoðanir um slik atriði veröa þess valdandi, að alþingis- menn allir hefðu ekki samstöðu um aðalatriði málsins, en það er nauðsyn þess, að fiskveiði- lögsagan stækki sem fyrst, sagöi Gylfi b. Gislason. Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, taldi nauðsynlegt að segja þessum samningi upp nú. Islendingar ættu ekki einir þjóöa að þurfa að hlita úrskuröi erlends dómsstóls um viðáttu landhelgi sinnar. Kjarninn i af- stöðu okkar, væri sá, að við þyrftum lifsnauðsynlega að stækka landhelgi okkar og við ættum fullan rétt á þvi sam- kvæmt islenzkum lögum og við myndum aldrei viðurkenna úr- skurð erlends dómsstóls i þessu mikla lifshagsmunamáli okkar. Gunnar Thoroddsen sagðist vera þeirrár skoðunar, að við þyrftum ekki að hræðast úrskurð ' Alþjóðadómstólsins, timinn ynni með okkur i þessu máli, en dóm- stóllinn myndi ekki skera úr um það fyrr en eftir 3-4 ár. Gunnar lagði áherzlu á, að við útfærslu yrði miðað við 400 metra jafn- dýpislinu. bá sagði Gunnar að Einar Ágústsson hefði i ræöum sinum á erlendum vettvangi boðað yfirráð Islendinga yfir öllu landgrunninu. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, sagði að hann hefði á erlendum vettvangi byggt mál- flutning sinn á landgrunns- lögunum frá 1948. Hins vegar hefði hann látið koma skýrt fram að markmið Islendinga i þessum áfanga væru 50 milur. Lúðvik Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra, tók aftur til máls vegna ræðu Gunnars Thorodd- sens. Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, lýsti'ánægju yfir samstöðunni, sem náðst hefur um málið og að ágreiningi um aukaatriði málsins hefði verið vikið til hliðar. Auk áðurnefndra tók Guð- laugur Gislason þátt i um- ræðunum. VALUR TAPLAUS TIL ÞESSA Frh. af bls. 16 bær ógna sifellt I sókninni, og ekki má gefa þeim stundarfriö til að athafna sig. Mörk Vals skoruðu Ragnheiður og Sigrún 5 hver, Björg, Ilildur og Harpa eitt hver Fram-liðið var ekki sann- færandi i þessum leik, og sen- dingar óná kvæmar. Oddný Sigsteinsdóttir var eina man- neskjan sem komst klakklaust frá leiknum, og hefur hún ekki leikið betur i vetur Mörk Fram skoruðu Oddný 5, Arnþrúður 2, og Guðrún 1. Leikinn dæmdu Haukur bor- valdsson og Einar Hjartarson. J. Herm. Veljið yðu'r í hag - Ursmíði er okkar fag Nivada © pierpoiit OMEGA rOAMEr JUpina. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22804 FYRSTI ÁFANGI Ráðuneyti Steingrims Steinþórssonar 1951-1953. Grunnlinur færðar út. Fiskveiðilögsagan færð I 4 sjómllur. ANNAR ÁFANGI Ráðuneyti Iiermanns Jónassonar 1956-58. Fiskveiðilögsagan færði I2sjómilur. ÞRIÐJI ÁFANGI Ráðuneyti Olafs Jóhannessonar. Fiskveiðilögsagan verður færð f 50 sjómilur 1. septcniber 1972. *■ * ' ðf f Auglýsingar, sem eiga að koma i blaðinu á sunnudögum þurfa að ÍV berast fyrir kl. I á föstudögum. mdur berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Timans er i Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.