Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 16. febrúar 1972 TÍMINN 17 Hpipiii KR og Víkingur kveðja í kvöld! Tveir leikir í I. deildarkeppninni í handknattleik verða þd leiknir. Víkingur mætir FH, og KR mætir Fram. Tekst liðunum, sem kveðja, að rugla fyrir bardttuliðunum um efsta sætið? Klp-Rykjavík. Þá fer nú aiveg aö iiða að iokum Islandsmótsins i 1. dciid karla i handknattleik. Aðeins eru eftir 6 leikir, en þeim fækkar niður i 4 eftir kvöldiö í kvöid, þvi þá fara fram 2 ieikir i Laugardalshöllinni. Fyrri leikur- inn er á milli Vikings og FH, en sá siðari á millí KR og Fram. Varla er við þvi að búast að i þessum leikjum dragi til stór- tiðinda. Bæði Fram og FH eru sigurstrangleg i þetta sinn, enda Golfsamband Islands hefur nú sent öllum kylfingum, sem sam- bandið hefur á skrá, 10 hap- padrættismiða, sem hverjum er ætlað að kaupa eða koma á annan hátt i verð. Fátækt hefur háð GSl um lang- an tima, og hefur starfsemi þess ekki fengið að dafna sem skyldi af þeim sökum. Með tilkomu þessa happadrættis vonast GSl til að úr rætist, en til þess verða kylfingar, sem fá miðana senda, svo og allir unnendur iþróttarinnar, að taka höndum saman og hjálpa til við að koma miðunum i peninga. Verð miðans er 100 krónur, og eru góðir vinningar i boði. 1. vinningur er golfferð með Ft til Skotlands fyrir tvo. 2. og 3. vinn- ingur er samskonar ferð fyrir einn, en 4. og 5. vinningur er golf- sett (14 kylfur og poki) Dregið verður i happadrættinu þann 6. april n.k. Golfblað komið út Út er komið á vegum Golfsambandsins stórt og mikið timarit, sem hlotið hefur nafnið GOLF. Ritið er 72 siður og hið vandaðasta á margan hátt, Meðal efnis er: Grein um stiga- keppni GSt s.l. sumar, úrslit og lýsingar á helztu mótum sumars- ins, grein um Danmerkurför Kjærbo, Einars Guðna og Björg- vins Hólm, sagt frá landsmótinu á Akureyri, svo og lýsing á einvig- inu milli þeirra Björgvins Hólm og Björgvins Þorsteinssonar á sama móti. Útgefendur og ábyrgðarmenn blaðsins eru þeir bræðurnir Björgvin og Helgi Hólm, og ber blaðið þess nokkur merki. Eitt og annað má finna að blað- inu, eins og t.d. að i þvi er allt of mikið skrifað um ákveðinn þröngan hóp kylfinga, en litið sem ekkert um hinn almenna þátttak- enda, eða sjálfa iþróttina, eins og ætti að vera i blaði af þessu tagi. Af mörgum „tækniorðum”, sem notuð eru, er eitt sem kemur manni spánskt fyrir sjónir, en það er þýðingin á orðinu „Birdie” (eitt högg undir par). Það er þýtt með orðinu fugl. Nær væri i þessu tilfelli að nota orðið „undir-para” og þá „yfir-para”, ef maðurinn fer einn yfir par. Þetta á betur við á prenti en orðið fugl, sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. En þetta eru nú bara fæðingar- erfiðleikar. Vonandi halda bræð- urnir áfram útgáfu blaðsins, þvi mikil þörf er á blaði af bessari tegund —klp— mikið i húfi hjá þeim báðum, en ekkert hjá hinum tveim, KR og Vikingi nema þá helzt að vinna til þess að hafa tekið stig af efstu liðunum i deildinni, og það þegar þau máttu ekki við þvi afr missa neitt eða á lokasprettinum. Vikingsliðið hefur valdið mönnum nokkrum vonbrigðum að undanförnu. Það hefur aðeins fengið 1 stig úr 3 siðustu leikjum- eða 1 af 6 mögulegum. Liðið er ekki eins skemmtilegt og það var fyrstu leikjunum i vetur, en á þvi getur orðið bragarbót i kvöld, er liðiðkveður deildina i ár, en þetta er siðasti leikur þess. FH fór létt með Viking i fyrri leiknum, sem framfór i Hafnar firði, sigraðiþarneð 9 marka mun 24:19. Siðasti leikur FH, gegn Haukum,var enginn glansleikur, og ef þvi tekst ekki betur upp i leiknum gegn Vikingi i kvöld, er hætta á að það missi af Fram og þá um leið sigrinum i deildinni. Það er þó allt undir þvi komið hvernig Fram tekst upp gegn KR. Fram hefur oft átt i mestu vand- ræðum með KR-liðið, jafnvel þegar KR hefur litið sem ekkert getað, en Fram verið upp á sitt bezta. KR-liðið er ekkert lélegt um þessar mundir, og gefur sig áriðanlega ekki fyrir Fram fyrr en i fulla hnefana. Fram-liðið er gott þessa dagana og vill sjálfsagt ekki verða fyrir þvi að missa af lestinni á kostnað KR. Þvi má eins búast við hörkuleik, en við teljum að Fram færi með sigur af hólmi eins og FH i fyrri leiknum. Ef svo fer, verður leikurinn á milli Fram og FH n.k. sunnu- dagskvöld úrslitaleikurinn i deildinni- leikur sem vert verður að sjá. Þá mætast einnig 1R og Haukar, en það er mikilvægur leikur fyrir Hauka, þvi ef þeir sigra.er liðið þar með búið að ná 1R að stigum og getur þá komið til úrslitaleiks um fallið i 2. deild milli þessara sömu liða. Annan sunnudag fara siðustu leikirnir i deildinni fram, þá leika Fram-Haukar og Valur-FH. Eyjaskeggjar slá j gegn ! Klp-Reykjavik. Vestmannaeyingar, sem hingað til hafa aðeins telft fram liðum i knattspyrnunni, tóku sig til s.l. haust og fóru að æfa körfuknattleik af fullum krafti. Þeim leizt strax vel á iþróttina og gerðu sér svo litið fyrir og tilkynntu þátttöku i 2. deildarkeppninni— enda ekki verið þeirra hlið að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart einum né neinum. Þeir þurfa heldur ekki að skammast sin fyrir útkomuna fyrstu leikjunum. Þeir fóru um siðustu helgi, en þá skruppu Eyjamenn i land og [ við Breiðablik og Hauka. Fyrri leiknum, sem var við Breiðablik, lauk með sigri Eyjaskegga, 52:33. Og siðari leikurinn, sem var við Hauka en það var einnig fyrsti körfu- knattleiksleikur Hauka, lauk með sigri IBV, 38:35. Með IBV-liðinu leika margir góðkunnir leikmenn úr knatt- spyrnunni, eins og t.d. Sigmar Pálmason, Valur Andersen Tdmas Pálsson, Haraldur „gullskalli” og Friðfinnur, en sumir þeirra voru ekki með i þessum leikjum. llver veit nema úr Eyjum fari nú að koma jafn gott lið i körfuknattleik og i knatt spyrnu? Vikingurinn i Víkingsliðinu, Guðjón Magnússon, einn litríkasti ieik- maðurinn i keppninni I vetur, kveður 1. dcildina 1972 ásamt félögum sinum i kvöld. Þá leikur Vikingur sinn siðasta ieik 1 mótinu og mætir F.H. Annað lið kvcður einnig deildina i kvöld, en það er KR, sem mætir Fram. Sveit IR sigraði í Mullersmótinu Klp—Reykjavik. Mullersmótið svonefnda var haldið við Skíðaskálann I Hvcra- Frá verölaunaafhendingunni fyrir Mullersmótið. Leifur Muller tilkynnir úrslitin, en honum á hægri hönd er sonur hans.Leifur Muller yngri.með bikarinn, sem sveit iR vann til eignar I þessu hlaupi. í sveitinni voru talið frá hægri: Gunnar Birgisson, Sigurður Einarsson, Þorbergur Eysteinsson og Helgi Axelsson. döium s.l. sunnudag i bliöskapar- veðri og var margt um manninn til að fylgjast mcö keppninni. Þetta var i sjöunda sinn, sem þetta mót fór fram, en það er haldið til minningar um L. H. Muller, sem var einn af frum- kvöðlum að stofnun Skiðafélags Reykjavikur. I mótinu tóku þátt 5 sveitir frá þrem Reykjavikurfélögum, og urðu úrslitin þau, að sveit 1R sigraði á samanlögðum tima, 2:11,1 min. önnur varð b-sveit KR á 2:23,1 min. og þriðja a— sveit KR á 2:25,7 min. 1 fjórða sæti varð b-sveit Ármanns á 2:26,4 min. og fimmta a-sveit Armanns á 2:77,9 min, en mikil skakka- föll hentu þá sveit á leiðinni niður brekkuna. Þrjár fyrstu sveitirnar i mótinu voru skipaðar eftirtöldum mönn- um: SVEIT ÍR. Helgi Axelsson, Þorbergur Einarsson, Gunnar Birgisson. K.R.B -SVEIT. Leifur Gislason, ^Einar Þorkelsson, Guðjón Pétursson, Hallgrimur Thorsteinsson. K.R. A-SVEIT. Björn Olsen, Magni Pétursson, Jóhann Vilbergsson, Borgir Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.