Tíminn - 25.02.1972, Síða 6

Tíminn - 25.02.1972, Síða 6
6 TÍMINN Föstudagur 25. febrúar 1972 Á að nota skip eða bifreiðar til vöruflutninga ? Landvari, sem er landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutninga- leiðum, hefur sent frá sér greinargerð, þar sem sýnt er fram á hagkvæmni þess að flytja vöru i bilum miðað við skipa- ferðir. f upphafi greinargerðarinnar segir: A opinberum vettvangi hefur öðru hvoru verið deilt á vöruflutninga með bifreiðum eftir þjóðvegum landsins. Nú siðast voru það tveir embættismenn, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins og vegamálastjóri, sem tóku höndum saman i sjónvarpi og jusu yfir alþjóö vafasömum full- yrðingum og óskemmtilegheitum i garð þeirra sem annast vörudreifingu á landi. Ekki er rúm i blaðinu til að birta alla greinargerðina, en Landvari bendir á, hve miklu er fljótlegra að dreifa vöru um landið með bifreiðum en með skipum, og séu bflar notaðir,þurfi ekki að umhlaða vörunni aftur og aftur. Hún komist yfirleitt beint frá framleiðanda eða seljanda i hendur kaupanda. Vöruafgreiðsla verður mun einfaldari séu bif- reiðir notaðar til flutninganna, og fær viðtakandi vöruna i flestum tilfellum heim aö dyrum, en þarf ekki að sækja hana á hafnar- bakka. Það ber einnig að hafa i huga, að oftast er ekki um neitt val á flutningatækjum og þeirra þjónustu að ræða. T.d. ætlar eng- inn skipunum það ofverk að færa bóndanum oliuna á bæjarhlaðið, eða flytja mjólkina í mjólkurbúið. Um kostnaðinn segir, að þótt fljótt á litið geti flutningsgjöld með skipum verið lægri en með bifreiðum, þá sé reyndin sú, að ódýrara er að flytja vöru landveg. Þar sem gjaldskrá skipafélagsins sé eingöngu miðuð við aö flytja vöru frá höfn til hafnar,bætist við mikill aukakostnaður að út- og uppskipun, hafnargjöld bætast einnig á kostnaðinn. En greiðsla flutningskaupanda fyrir flutning með bifreið er hin eina og endan- lega greiðsla, sem flytjandinn fær. Engir styrkir, engar ivilnanir. Af flutningsbifreiðum er greitt til rfkisins fullt verð og meira til fyrir alla þá þjónustu, er þær hljóta, eins og t.d. afnot vega. Má i þessu sambandi nefna, að á s.l. árum hefur einungis 42% af greiðslum bifreiðaeigenda til rikissjóðs verið ráðstafað i þágu umferðarinnar. Bifreiðastjórarnir benda á að greiðar samgöngur á landi séu undirstaða velmegunar allrar þjóðarinnar. Alþingi og ráða- menn hafa margoft lýst yfir nauðsyn þess, að jafnvægi komist á i byggö landsins. Lélegir vegir og þar af leiðandi einangrun byggðarlaga er einn helzti þröskuldur i vegi fyrir þvi, að umrætt jafnvægi náist. Það er fá- sinna að benda á sjóflutninga og strandferðir sem lausn á hörm- ungarástandi vega um allt land. Eina raunhæfa lausnin er að takast á við vandann og ganga þannig frá vegunum, að þeir séu færir allt árið og þoli aðra umferö en akstur lúxusbifreiða. Til þess að svo geti orðið nægir ekki stuðningur ráðamanna i orði, heldur þarf að sýna hann i verki. Krá vinstri: llallveig Thorlacius (Árdis), Kristján Sigurpálsson (Jönatan kapteinn)( Sveinn Arnason (Láki). Skagfirðingar sýna „Hart í bak" Leikstjóri Ragnhildur Steingrímsdóttir og leikmynd eftir Jónas Þór Pálsson Frá búnaðarþingi: Dreifing mennta- stofnana um landið Leikfélag Skagfirðinga frum- sýndi sjónleikinn Hart i bak eftir Jökul Jakobsson i Miðgarði s.l. laugardag 19. þ.m. Leikfélag Skagfiröinga er ungt að árum. Þetta er 4. leikár félagsins^og hefur það sýnt eitt leikrit á ári siðan það tók til starfa, en leiksýningar jafnan orðið allmargar á hverju leik- riti, sem það hefur tekið til meðferðar, enda hefur félagið farið með leiksýningar bæði vestur i Húnavatnssýslur og til Akyreyrar. Leikritið Hart i bak er þegar mjög þekkt leikverk. Það var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reyk- javikur 1962.Verkiðhöfðar fyrst og fremst til almennings, og lifsstrið og áhyggjur leikpersón- anna munu viða finna hljóm- grunn, enda þótt leikurinn gerist á þröngu og afmörkuðu svæði i vesturbænum i Reyk- javik. Þótt boðskapur þessa sjón- leiks sé hvorki nýr né djúpur, þá nær það vel þeim tilgangi, sem er aðall hvers góðs leik- verks, — að ná sterkt til leikhús- gesta og vekja hjá þeim hlátur eða hryggð eftir atvikum yfir þeim örlögum, sem þarna eru leidd fram á sviöið i dálitið köldu skopskyni. Með aðalhlutverk fara: Kristján Sigurpálsson, sem leikur Jónatan, áður skipstjóra, en er nú gamall og blindur og lifir eingöngu i fortiöinni — i bjarma frá liðnum manndóms- árum. Er meðferð Kristjáns á þessu hlutverki bæði sannferðug og eölileg. Sveinn Arnason leikur Láka á svo hressilegan og eðlilegan hátt,að hvergi er lægð i frá byrjun til enda. Knútur ölafsson og Guðrún Oddsdóttir leika Finnboga og Aróru, Pálmi Jóns- son Stig, sem hefur vakningar- samkomur, en Hallveig Thorlacius leikur Ardisi. öll voru þessi hlutverk vel af hendi leyst og yfirleitt mjög vel leikin. önnur og minni hlutverk eru leikin af: Guðmanni Tobiass., Sigfúsi Péturssyni, Steinunni Ámundadóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur, Eggert Ölafssyni og Brynleifi Tobiassyni. Það mun samdóma álit leik- húsgesta, að þessi frumsýning Leikfélags Skagfirðinga hafi tekizt vel og heildarsvipur sýn- ingarinnar verið mjög góður. Þessi leiksýning er vissulega glöggt dæmi um það, hvað áhugalið i leikstarfsemi getur náð langt og gert góða hluti á leiksviði undir stjórn góðs leik- stjóra. Leikfélagið ráðgerir að fara nú til Siglufjarðar, Eyjafjarðar og vestur i Húnavatnssýslu með leiksýningar á þessu leikriti. Guttormur Óskarsson. 'AK, Rvik. — A fundi búnaðar- þings i gær, miðvikudag, flutti Ketill A. Hannesson ráðunautur erindi með skýringarmyndum um búreikninga og niðurstöður þeirra. Þá var samþykkt ýtarleg ályktun um landgræðslu og gróðurvernd, og verður nánar skýrt frá efni hennar siðar. Einnig var samþykkt ályktun um athugun á stofnun búnaðar- skóla á Skriðuklaustri, en frá þvi erindi hefur áður verið skýrt. Til fyrri umræðu voru tillögur um ábyrgðar- og slysatryggingar i landbúnaði, frumvarp um breyt- ingu á lögum um innflutning bú- fjár og tillaga um dreifingu menntastofnana um landið. Loks var lagt fram erindi Sigurðar Lindal o.fl. um athugun á orsökum til eyðingar byggðar i sveitum og smáþorpum. Vantar frekar fólk en fisk á Seyðisfirði IH—Seyðisfirði. Bæði fristihúsin á Seyðisfirði eru nú i fullum gangi, og frekar má segja að vanti fólk en fisk, eins og er. Tveir bátar róa héðan með net, og landaði annar 17 tonnum á þriðjudag, en hinn land- aði 15 tonnum i dag, miðvikudag. Þá róa héðan tveir togbátar, Hannes Hafstein og Ólafur Magnússon. Aðeins tveir bátar hafa komið til Seyðisfjarðar með loðnu, og er búið að vinna hana. Allt þróarrými í Bolungarvík yfirfylltist Krjúl—Bolungarvik, 17/2. Það var mikill annadagur hér i Bolungarvik i gær. Eins og áður hefur veriö frá sagt i Tímanum, tilkynntu 10 loönubátar komu sina hingaö til löndunar. Búiz.t var viö, að hér yröi landburöur af loðnu svo að þróarrými y firfylltist. Siðasti bátur lauk við löndun i morgun, og voru þá allar þrær verksmiðjunnar fullar að kalla. Það hefði mátt koma 200 tonnum til viðbótar. Þegar þetta er ritað, eru loönubátar allir farnir héöan á miðin aftur. Búizt er við að bræðsla loðnuaflans hefjist eftir einn til tvo daga. Ávallt tekur nokkurn tima aö undirbúa nýja vinnsluhætti. Linubátar hafa aflað vel að undanförnu, og þeir sem reru með nokkuð af linu beittri með loðnu, öfluðu betúr i gær en hinir, sem reru með aðra beitu. Við brimbrjótinn voru þrengsli nokkur, þar sem um tima lágu sjö til átta bátar, sem ýmist voru að landa eða biðu löndunar, því að ógerningur var að landa frá þeim öllum samtimis. Drekkhiaðnir loðnubátar I Bolungarvíkurhöfn i sfðustu viku (Ljósm. Magnús frá Skógi).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.