Tíminn - 25.02.1972, Page 17

Tíminn - 25.02.1972, Page 17
Föstudagur 25. febrúar 1972 TÍMINN 17 ÍSLANDSMEISTARARNIR 1972.Framarar hafa tekið við sigurlaununum fyrir sigurinn i l.deildinni. A myndinni eru talið frá vinstri: Karl Benediktsson, þjálfari, Páll Jón- sson, liðsstjóri, Sigurður Einarssoi: Pálmi Pálmason , Arnar Guðlaugsson, Pétur Jóliannesson, Axel Axelsson, Jón Sigurðsson,.Björgvin Björgvinssón, Þorsteinn Björnsson, Stefán Þórðarson, Sigurbergur Sigsteinsson, Guðjón Erlendsson, Andrés Bridde og óiafurJónsson formaður handknattleiksdeildarinnar. A myndina vantar Ingólf Óskarsson, Gylfa Jóhaunesson og Arna Sverrisson. # (Timamyndir Gunnar) Valur færði Fram bikarinn Tóku annað stigið af FH i siðasta það varð til þess, að FH missti af i — Framarar eru beztir — Framarar eru Þessi texti við taktfast lag, hljómaði um alla Laugardalshöllina á miðvikudagskvöldið að leik FH og Vals loknum. Þá biðu hundruð áhorfenda eftir þvi að Framarar kæmu inn á leikvöllinn til að taka við bikarnum og verðlaunapeningunum, sem það lið fær, er verður íslandsmeistari. Framarar hrepptu þann titil eftir að Valsmenn höfðu gert jafntefli við FH, en með þvi að tapa stigi i þeim leik missti FH af möguleikanum á þvi að hljóta íslandsmeistaratitil- inn i ár. Fram hafði fyrr um kvöldið sigrað Hauka 26:15, og fékk því 20 stig, en FH fékk 19 stig af 24 mögulegum. leik Islandsmótsins, en Islandsmeistaratitlinum. beztir. Þegar Framarar komu inn á leikvöllinn og gengu milli Valsmanna, sem höfðu raðað sér upp og gáfu þeim gott klapp, ætlaði allt um koll að keyra i Laugardalshöllinni, sem þó hefur orðið að þola mikinn hávaða i leikjunum i vetur. A fjölum hallarinnar, þar sem svo grimmilega hefur verið barizt um titilinn frá þvi i október, tóku svo Framarar við bikarnum og verðlaunapeningunum úr hendi Valgeirs Arsælssonar, sem um leið afhenti leikmönnum FH önnur verðlaunin. Framarar höfðu sagt fyrir leikinn milli FH og Vals, að þeir kærðu sig litið um að Valur færi með sigur af hólmi fyrir þá. Þeir vildu sjálfir fá að leika aukaleik við FH um efsta sætið. Ekki var þó að sjá að þeir hefðu neitt á móti þvi að Vaiur hefði náð öðru stiginu af FH, þvi um leið og flauta dómaranna gaf til kynna að leiknum væri lokið, þustu þeir inn á leikvöllinn til að faðma Valsmennina að sér. Þar var vel tekið á móti þeim af Vals- mönnum, sem glöddust innilega yfir þvi að hafa gert vonir FH að engu, og hefnt þar með fyrir tapið gegn FH i úrslitaleiknum i fyrra. Leikur FH og Vals var sann- kallaður hasarleikur. Oft á tiðum bráðvel leikinn og æsispennandi. Það skemmdi heldur ekki fyrir, að á áhorfendapöllunum var Það mátti ekki á milli sjá, hvorir voru ánægðari, Valsmenn eða Framarar, að loknum leik FH og Vals. Hér faðmast þeir félagarnir Björgvin Björgvinsson Fram og Ólafur H. Jónsson Val eftir leikinn, en þeir voru leikfélagar i æsku og eru enn miklir vinir. stemningin i hámarki, þar bland- aðist saman hinn kröftugi kór Vals og Fram, og báðir sungu og klöppuðú til að hvetja Valsmenn. Leikurinn var skemmtilegur þegar i upphafi. Valsmenn skoruðu fyrsta markið,en FH náði að jafna og komast 2 mörkum yfir, 4:2, og siðan 6:3, en Valsmenn gáfust ekki upp og með miklum krafti náðu þeir að jafna og komast einu marki yfir fyrir leik- hlé, 8:7. t siðari hálfleik náði FH að jafna 9:9 — 10:10 og 11:11, en höfðu það ekki af að komast yfir. Það gerðu Valsmenn, sem komust úr 11:11 i 13:11. Þeir áttu hvað eftir annað tækifæri á að komast 3 mörkum yfir eftir mis- heppnuð upphlaup FH-inga. FH náði að minnka i 13:12,en Her- mann Gunnarsson skoraði þá 14. mark Vals. Viðar Simonarson náði að minnka bilið aftur i eitt mark, 14:13,er 5 min. voru eftir.og siðan náði Geir Hallsteinsson að jafna,14:14,er 1 min. og 12 sek. voru til leiksloka. Þar á undan hafði Hjalti Einarsson varið vita- kast frá Berg Guðnasyni. Ógurlegur æsingur varð i höllinni þessar lokaminútur, og á siðustu sekúndum ætlaði bókstaf- lega allt vitlaust að verða. Valsmenn reyndu skot er 30 sek. voru eftir, en það var varið af Hjalta, og FH-ingar brunuðu upp til að skora markið, sem nægði þeim til að fá aukaleik við Fram. Geir Hallsteinsson reyndi skot er 6 sek. voru eftir, en Valsvörnin var vel á verði og náði að verjast skotinu — þar með var jafnteflið orðið staðreynd og Fram íslands- meistari 1972. Valsliðið var betra liðið i þessari viðureign. Oft á tiðum lék liðiö mjög vel bæði i vörn og sókn, og ólafur Benediktsson varði hvað eftir annað glæsilega. Það var ekki seinna vænna fyrir Vals- menn með alla sína landsliðs- menn að sýna eitthvað jákvætt, og það var gert. Fyrir utan Ólaf i markinu, voru það samt þeir leik- menn, sem ekki komust i lands- liöið, sem voru beztir, þ.e.a.s. Hermann Gunnarsson, Jón Karlsson og Bergur Guðnason, Hinir komu þar ekki langt á eftir, eins og t.d. Gunnsteinn Skúlason og Stefán Gunnarsson. Hjá FH voru það sem fyrr Viðar Simonarson og Geir Hall- steinsson, sem stóðu sig bezt. Auk þeirra áttu þeir Auðunn Óskars. son, sem þarna lék sinn 200. leik fyrir FH., og Hjalti Einarsson góðan leik, sérstaklega þó Hjalti, Sigurður Einarsson tók við bikarnum úr hendi Valgeirs Arsælssonar fyrirliða Fram, sem varð að fara heim að loknum leik Fram og Ilauka vegna veikinda. sem varði hvað eftir annað meistaralega vel, m.a. tvö vita köst. FH-liðið lék ekki illa i þetta sinn, en enginn gerir betur en mótherjinn leyfir. Það var heldur þungt i FH-ingum eftir að hafa tapað þarna einu dýrmætu stigi. Það er i sjálfu sér skiljanlegt, enda leiðinlegt að tapa móti á þennan hátt. Það hefði ekki verið amalegt að fá einn aukaleik um titilinn milli Fram og FH. Sá leikur hefði Hví ekki Eins og segir á öðrum stað hér á iþróttasiðunni, hlaut Fram Is- landsmeistaratitilinn i hand- knattleik karla innanhúss á mið- vikudagskvöldið. Þá fékk hver leikmaður Fram verölaunapen- ing, sem jafnan er kallað gullið, þó ekki sé samt sá góðmálmur i peningum. FH-ingar fengu önnur verðlaun, eða silfrið, en i 1. deild karla eru veitt tvenn verðlaun. Ekkert lið fékk brons, sem er jafnan veitt fyrir þriðju verðlaun, þvi þau eru ekki höfð með. Er þetta háif kauðalegt hjá HSl, sem veitir verðlaunin, þvi að það þekkist meðal annarra þjóða, að veitt séu þrenn verðlaun i stór- mótum. Er hér með skorað á HSl að taka þetta upp. Kostnaðurinn áreiðanlega orðið skemmtilegur. En af þvi verður ekki, Valsmenn sáu um þá hlið málsins, en þeir verða þess i stað að verða af 25 til 30 þús. krónum, sem hefði orðið hlutur hvers iiðs i 1. deild, ef til aukaleiks hefði komið. Leikurinn var dæmdur af þeim Karli Jóhannssyni og Birni Kristjánssyni, og var það starf vel af hendi leyst. Þeir eru beztu handknattleiksdómarar okkar. —klp— brons? við það er litill, og myndi áreiðan- lega borga sig, þvi að þá er að einhverju að keppa fyrir fleiri leikmennsem taka þátt i mótinu. Einnig væri athugandi fyrir HSl að fjölga liðunum i l.deild úr 7 i 8. Það þekkist hvergi að fjöldi liða sem leika i l.deild standi á stakri tölu. Það er af og frá hjá HSt að með þvi að íjölgai deild- inni, verði keppnin of umsvifa- mikii. Það munar ekki svo miklu um eitt lið, að ekki sé hægt að koma leikjunum fyric. m.eð góðu móti. Ef körfuknattleikurinn getur haft 8 lið i sinni 1. deild, ætti handknattleikurinn að geta það, þvi að mikill munur er á aðsókn að þessum tveim stærstu iþrótta- mótum vetrarins. —klp—

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.