Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 5. marz 1972. FLOÐGATTIR JOKl Meöfylgjandi yfirlit um staöhætti og-forsendur mann- virkjageröar á Skeiöarársandi er gert af Helga Hallgrims- syni, verkfræöingi hjá Vega- gerö rikisins, en hann hefur um árabil unniö aö rannsókn- um og áætlunum um fram- kvæmdirnar. I. Inngangur. Með byggingu brúnna á Hrútá og Jökulsá''- á Breiðamerkursandi, sem lokið var við 1968, var öræfa- sveit komið i vegasamband austan frá. Var þar með kominn sam- felldur vegur umhverfis landið að Skeiðarársandi undanteknum. 1 vegáætlun fyrir árin 1969-1972 var veitt fé til mælinga, rannsókna og annars verkfræöilegs undir- búnings á Skeiðarársandi. Voru fjárveitingar við það miðaðar, að fyrsta frumáætlun gæti legið fyrir i ársbyrjun 1973. Var þá gengiö út frá þvi, aö jökulhlaup kæmi úr Grimsvötnum 1970 eða 1971, þannig að mælingar og athuganir á þvi gætu orðið að verulegu leyti undir- staða undir áðurnefnda áætlun. Hefur veriö unniö aö þessum undirbúningsrannsóknum undan- farin ár, og hefur Vegagerö rikisins annast þær i samvinnu við ýmsa aöila, svo sem Raunvisindastofnun Háskólans, Orkustofnun og Jökla- rannsóknafélagið, auk ráðgefandi verkfræðifyrirtækja. 1 október s.l. fól samgönguráð- herra vegamálastjóra að hraða gerð kostnaðar- og framkvæmda- áætlunar, i þvi skyni að hefja mætti framkvæmdir á þessu ári. Hefur veriö unnið að þvi siðan og er fyrir nokkru lokiö við gerð frum- áætlunar um mannvirkjagerð á sandinum. Nú mun það flestum kunnugt, að jökulhlaup það úr Grimsvötnum, sem búiztvar viðárið 1970 eða 1971, er ennþá ókomið, og er þvi ekki sá grundvöllur undir áætlunum, sem fyrirhugaö var i upphafi. Grims- vatnahlaup koma I Skeiðará, svo og i Sandgigjukvisl, og verður að gera þann fyrirvara um mannvirki við báðar þessar ár, að reynslan af næsta Grimsvatnahlaupi gæti haft i för með sér verulegar breytingar á tilhögun og stærð mannvirkja við árnar. Liklegt er talið, að hlaup muni ekki dragast lengi úr þessu, og er þvi þess að vænta, að lær- dómar þeir, sem draga má af þvi, muni liggja fyrir, áður en loka- áætlun er gerð um mannvirki við áðurnefndar ár. Um þýðingu vegasambands yfir Skeiðarársand verður hér ekki farið mörgum orðum. Aöeins má benda á, að fyrir Austurland er um aö ræða gagngerða breytinu á sam- göngumálum. Vegalengdir til Reykjavikur og annarra staða á Suðurlandi styttast mjög mikið, eins og fram kemur á meðfylgjandi korti fskj. I. Vegur sunnan jökla liggur nær allur um láglendi og mætti þvi halda honum opnum alit árið, en nú er Austurland einangr aö 6-7 , mánuði á ári að jafnaði. Vegur um Skeiðarársand mundi einnig hafa mikla þýðingu fyrir byggðirnar báðum megin sandsins, með tilliti til ýmis konar atvinnu- rekstrar og þjónustustarfsemi, sem tengd er ferðamálum, og raunar má segja að öll aðstaða til ferðaiaga i landinu mundi ger- breytast. II. Staðhættir á Skeiöarársandi og við Skeiðarárjökul. Skeiðarársandur verður hér tal- inn ná frá Núpsstað að vestan og að Skaftafellsá að austan, og er vega- lengd yfir hann um 34 km. Fjögur stór vatnsföll renna um sandinn, þ.e. Núpsvötn og Súia vestast, Sandgigjukvisl um 5 km austar og Skeiðará austast (sjá mynd fskj. II). Að auki eru svo tvö smá vatns- föll, Aurá við Núpsstað og Sæluhús- vatn austan til á sandinum, en það lætur einkum að sér kveða i jökul- hlaupum, - Aurá og Núpsvötn eru bergvatnsár, en hinar árnar koma Tindan 'Skéiðarárjökli. - og aðrar jökulár bera árnar á Skeiðarársandi með sér geysi- mikinn framburð og þá sérstaklega i jökulhlaupum. Framburðurinn fellur til botns eftir þvi sem straumurinn minnkar og hækkar þannig sandinn með timanum. Við slikar aöstæður sem þessar getur ekki orðið um neinafasta farvegi i venjulegum skilningi að ræða, heldur hafa árnar yfirleitt stór svæði, sem þær flæmast um, þegar jökulhlaup koma i þær. Stærst svæði hefur Skeiðará undir. Hún hefur tvo farvegi i gegnum jökulöldur, en eftir aö þeir sam- einast skammt sunnan Skaftafells er um einn farveg að ræöa um og yfir 5 km breiðan. Núpsvötn og Súla hafa sameiginlegan farveg rúmlega2ja km breiðan, en Sand- gigjukvisl er á hinn bóginn fremur þröngur stakkur skorinn, er far- vegur hennar aðeins um 0,8 km breiður. Eins og aörir jöklar hefur Skeiðarárjökull stööugt rýrnað siðustu áratugina. Frá árinu 1933 hafa breytingar á jökuljaðrinum veriö mældar árlega, og hefur jökullinn hopaö um 2,2 km að vest- an, en um 0,7 km að austan frá þvi aö mælingar hófust. Þessar ''breytingar i á jöklinum .hafa haft viðtækar afleiöingar i för með sér á sandinum. Framan við jaðar jökuls, sem er i framrás, myndast að jafnaði öldur úr jarðvegi þeim, sem jökullinn rifur með sér og ýtir á undan sér, og fer land þá lækk- andi inn undir jökulinn. Þannig voru aðstæður við Skeiöarárjökul allt fram um siðustu aldamót. Meöan jökuljaðarinn náði fram á öldurnar, voru vatnsútföll mörg og breytileg.svo sem fjölmargir far- vegir i gegnum öldurnar bera vitni um. Einkum átti þetta þó við, þegar jökulhlaup komu, að útföll komu fram úr öldunum á mörgum stöðum, bæöi i eldri farvegum og einnig á nýjum stöðum. I stórum jökulhlaupum mátti heita, að meiri hluti sandsins væri undir vatni. Þegar jökullinn tók að hopa og lægra land kom upp bak viööldurn ar fóru útföli að sameinast bak við öldurnar i þá farvegi, sem lægst lágu. Er nú svo komið, eins og áður sagði, að öll útföll frá jöklinum eru sameinuð i þrjú meginvatnsföll. III. Jökulhlaup. Stærsta vandamálið, sem við er að etja i sambandi við gerð vega- sambands yfir Skeiðarársand, eru hin geysistóru jökulhlaup, sem koma i árnar. Jökulhlaup eru að visu algeng i og við flesta hina stærri jökla hér á landi, en hafa þó yfirleitt ekki nema litið brot af þvi vatnsmagni, sem kemur fram i hlaupunum á Skeiðarársandi. Jökulhlaup myndast við það, að vatn, sem safnazt hefur fyrir við jökulrönd eða undir jökli, fær skyndilega framrás undir jökulinn, og vatnsgeymirinn, sem ef til vill var mörg ár að safna i sig, tæmist af vatni á nokkrum dögum. Oftast skeður þetta, þegar vatnsstaða i geyminum hefur náð þeirri hæð, að hún megni að lyfta jöklinum, en einnig geta komið hér til aðrar or- sakir, svo sem eldsumbrot og þess háttar. Tveir slikir stórir vatnsgeymar fá framrás undir Skeiðarárjökul og fram á Skeiðarársand. Grænalón er jaöarlón við vesturjaðar Skeiöarárjökuls, og vatn úr þvi fær framrás undan vesturhorni Skeiðarárjökuls i farveg Súlu. Grimsvötn eru jökullón nokkuð norðarlega i Vatnajökli, og fá hlaup þaðan framrás viða undan jöklin- um, en vatnið safnast siðan að mestu saman til farvega Skeiöarár og Sandgigjukvislar, eins og áður var getið. Illa. Grænalón. Meðan Skeiðarárjökull var hvað þykkastur, voru hlaup úr Græna- lóni afar sjaldgæf, enda var vatns- staðan þá i Grænalóni svo há, að lónið hafði stöðugt afrennsli yfir lægð i Eystrafjalli til Núpsvatna. Arið 1935 hafði jökullinn þynnzt svo mikið, að vatnið náði sér undir hann, og tæmdist þá Grænalón á nokkrum dögum. A næstu árum komu jökulhlaup úr Grænalóni með u.þ.b. 3 1/2 árs millibili. 1 þessum hlaupum hefur heildarvatns- magnið verið áætlað 1,5 rúmkm og hámarksrennsli 4000-5000 rúmm/ sek. A siðustu árum hefur Grænalón ekki tæmzt i hlaupunum, heldur einungis lækkað i þvi. Stafar þetta af þvi, að vatnið hefur náð að lyfta jökultungu við Eystrafjall, áður en vatnsstaðan yrði nægilega há til að lyfta öllum jöklinum. 1 siðasta hlaupi, sem kom i september s.l., lækkaði þannig vatnsborð um 22 m og hármarksrennsli er áætlað um 1700 rúmm /sek samkvæmt mæling um við Súlu. Þessi minni hlaup hafa verið mjög tið eða allt upp i eitt hlaup á ári. Hvenær sem er gæti orðið breyting á þessu, þannig að lón tæmdist að fullu i hlaupum. Miðað við núverandi aðstæður, má ætla að rúmtak Grænalóns við þá vatnsstöðu, sem nægði til að vatn lyfti iöklinum, sé um 1 rúmkm. Með hliðsjón af fyrri hlaupum, mætti þá gera ráð fyrir, að há- marksrennsli væri af stæröargráð- unni 3500 rúmm/sek, og gætu slik hlaup komið með minna en þriggja ára millibili. IHb. Grimsvötn. A undanförnum öldum hafa jökulhlaup úr Grimsvötnum yfir- leitt komið með 9-12 ára millibili allt fram á fjórða áratug þessarar aldar. Þessi hlaup eru talin hafa haft heildarvatnsmagn af stærðar- gráðunni 7 rúmkm og hármarks- rennsli 40.000-50.000 rúmm /sek. Siðustu áratugina hefur sú breyting á orðið, að Grimsvatnahlaup koma með 3-6 ára millibili og eru að sama skapi smærri i sniðum, sem styttra liður á milli þeirra. Þannig er heildarvatnsmagn áætlað um 3,5 rúmkm og hámarksrennsli um 10.000-11.000 rúmm /sek i hinum stærstu af hlaupum siðustu ára- tuga. Yfirleitt má gera ráð fyrir þvi, að heildarvatnsmagn hlaupa standi i flestum tilvikum i beinu hlutfalli við lengd timans milli þeirra, en hámarksrennsli eykst hins vegar mun hraðar með auk- inni timalengd milli hlaupa. Margt er óljóst um orsakir og gang Grimsvatnahlaupa og m.a. hvað veldur þessari miklu breytingu á tiðni hlaupa. Liklegt er þó talið, að hún standi i sambandi við breytingar á þykkt jökulsins, en fleira getur komið þar til, og er ekki gerlegt að segja fyrir með neinni vissu, hver þróunin verður i framtiðinni, að þvi er tekur til tiðni hlaupa og þar með stærö þeirra. Nokkrar mælingar hafa verið gerðar á siðustu þremur Grims- vatnahlaupum, þ.e. hlaupunum 1954, 1960 og 1965. Hið stærsta þessara hlaupa er hlaupið 1954, og raunar má örugglega telja það hið stærsta siðan 1938, enda hlauphlé á undan þvi hið lengsta eöa 6 ár og 5 mánuðir. Samkvæmt mælingum á hlaupinu hefur heildarvatnsmagn þess verið áætlað 3,5 rúmkm og hámarksrennsli þess um 10.500 rúmm/sek. Frá siðasta hlaupi, sem kom i sept. 1965, eru nú liðin 6 1/2 ár, eða svipaður timi og var á undan hlaupinu 1954. Ýmislegt bendir nú til, að hlaup sé i nánd, og ekki er kunnugt um neinar þær ástæður, sem bent gætu til, að hlauphlé væru að færast i fyrra horf (þ.e. 9-12 ár). Við gerð frumáætlunar er þvi gert ráð fyrir, að hlaup muni ekki drag- ast lengi úr þessu og stærð þess verði svipuð og hinna siðari Grims- vatnahlaupa. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.