Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1972, Blaðsíða 2
JL JLX» JLJLl 'l i 'l Sunnudagur 5. marz 1972. félagsins verður haldin föstudaginn 10. marz 1972 i Skiphól, Hafnarfirði og hefst kl. 8.30. Skemmtiatriði: Karlakór starfsmanna Vélsm. Héðins syngur. Gamanþáttur. Aðgöngumiðar afhentir i skrifstofu félags- ins að Skólavörðustig 16. Árshátiðarnefnd Fermingarbarnið og spurningatíminn Nú eru þau námskeið hafin fyr- ir löngu þennan veturinn, sem öldum saman hafa gengið undir yfirskriftinni „spurningar”. Þá eiga börnin, sem nú er farið að nefna táninga, eftir nýjustu tizku af enskum uppruna ((teen- ager), að fá fræðslu um höfuð- atriði i kristilegri trúfræði og sið- fræði hjá prestum safnaðanna. Og nú eru þessi námskeið i fullum gangi. Þetta fór fram áður fyrr og viða enn á þann hátt, að presturinn hlýddi yfir Barnalærdóm — Fræði HEIMSFRÆGAR LJÓSASAMLOKUR 6 og 12 v. 7” og 5%” BÍLAPERUR, fjölbreytt úrval. Viðurkennd vestur-þýzk tegund. Heilsala — Smásala Sendum gegn póstkröfu um land allt. 31 SMyCILL Ármúla 7. - Sfmi 84450 Nú er rétti tfminn til að endurskoða tryggingarupphæðir á hvers konar brunatryggingum. Á þessum árstíma er ársuppgjöri lokið og því hægt að sjá, með hægu móti, verðmæti vörubirgða, véla, áhalda og annarra tækja. Öllum forsvarsmönnum verzlunar- og iðnfyrirtækja er því nauðsynlegt að taka til endurskoðunar tryggingarupphæðir og tryggingamál fyrirtækja sinna. Starfsfólk Aðalskrifstofunnar, Ármúfa 3, og umboðsmenn leiðbeina um hagkvæmt fyrirkomulag á hvers konar tryggingum. ÁRMÚLA 3. SÍMI 38500 SAMVIIMNUTRYGGirVGAR Lúthers, lét börnin læra svör viö nokkrum spurningum um trúar- brögðin og tilveru guðs. Nýlega hefur þessi námskeiðs- timi verið lengdur hér i Reykja- vik og hefst nú fyrir jól eöa i nóvember. Áður voru börn ekki boðuð hér fyrri en eftir hátiðar til fermingarundirbúnings, og viða úti um land var þessi námstimi á vegum kirkjunnar aðeins nokkrar klukkustundir — oftast á prests- setrunum. Ekki fer þó betur en svo, að nú eru börn nýkomin frá altari frem- ingarhátiðar farin að ræða það á fundum sinum i skólum — fram- haldsskólum, að leggja beri kirk- juna niður sem þjóðfélagsstofnun og segja sig opinberlega úr kirkj- unni og stofna til samtaka um slikar framkvæmdir. Auðvitað er ekki hægt að taka slikan barnaskap krakka alvar- lega. Og það eru algjör mistök að prenta frásagnir um þessa óvita og þeirra ,,hi og hæ” á framsið- um blaöa, með myndum, likt og þarna sé um þjóðhöfðingja að ræða. Jafnvel þótt segja megi að framferði þjóðhöfðingja geti ver- ið litlu betra. En spurningin um „Spurninga- námskeiðin” gæti verið þessi: Eiga börn að ráða öllu um sinn undirbúning i trúarlegu og sið- legu tilliti? Hvernig gætu þau vitað hvað væri þeim fyrir beztu? Er það rétt að láta þann hugs- unarhátt, sem segir: „Enga fyrirhöfn, enga ábyrgð, engan hátiðleika” ráða sem mestu á þessum námskeiðum. Eiga samverustundir ferm- ingarundirbúningsins að vera skemmtun fremur en fræðsla og æfing i lotningu og tilbeiðslu? Þetta er aðeins til umhugsunar. En eitt er vist — þarna þárf að finna einhvern meðalveg, sem gerir fermingarundirbúninginn þýðingarmikinn, án þess að gefa hann leiðinlegan. Upplausn og aðgjörðaleysi, þar sem börnin sjálf vita hvorki upp né niður og læra litið eða ekki neitt um hið eina nauðsynlega, það er að segja persónuleika «g anda Krists, gildi hans fyrir ham- ingju og heillir einstaklinga og þjóða — slfkar samverustundir verða litilsvirði og gætu skapað virðingarleysi og voða gagnvart þvi sem heilagt er. Spurningatiminn má svo sann- arlega ekki verða aftur köld og stöðnuð yfirheyrsla eins og hon- um oft hefur verið lýst á timum „þuíulærdómsins” og „kversins” sem kallað var. En þá hafði hann samt festuog virðuleika, hátiðlegan bakgrunn lotningar og tilbeiðslu. Þann virðuleika má námskeið fermingarundirbúningsins ekki missa. Ég veit um barn, sem tók það fyrir að neita þvi að fermast. Nú ráða börn svo miklu. En nú gerði það fyrir ömmu sina að taka full- an þátt i starfsemi og anda undir- búningsins. Fyrir það er hún mjög þakklát nú á fullorðins- árum. „Það sem erfiðast var, er mér nú mikilsverðast”, segir hún. Og hennar börn hafa rækt sinn undirbúning sérstaklega vel, með þátttöku i fræðslu, söngvum, bænum, ábyrgð og gerð fer- mingarbókar. En þetta ættu að vera fastir liðir i fermingarundir- búningi barna. Hins vegar hefur nútiminn, með alla sina tækni fullkomið svigrúm til að gera spurningar- timana lika skemmtilega, með kvikmyndum, sem auðvitað verð- ur að velja og nota við hæfi, hljóm- og tónflutningi jafnveí klassiskra verka snillinganna, ásamt kórsöng og sálmum. Allt slikt er alveg sjálfsagt að nota. En aldrei ættu tækin að skyggja á tilganginn, heldur vera i þjónustu hans. Og tilgangurinn er að leiða barnið til Krists og kenna þvi, að ekkert i heimi hér er mikilsverðara en að fylgja honum, eiga hann að fyrirmynd, frelsara og verndara. Það eru þvi mikil forréttindi i samfélagi þjóða að vera skirður, það er að segja vigður til þátttöku og starfa i kirkju hans og fjar- stæða að vanmeta það. En kirkja er samfélag þeirra, sem helga sig góðleika, sann- leika, réttlæti og fegurð og bera þau ljós á brautir annarra. Arelius Nielsson. Ljósmæður Árshátið verður haldin i Domus Medica, laugardaginn 11. marz kl. 19,30. Miðar seldir þar fimmtudaginn 9. marz kl. 5—7 Atvinna Óskum að ráða verkamenn i bygginga- vinnu. Upplýsingar i sima 96—21822. NORÐURVERK H F Tæknifræðingar Óskum að ráða tæknifræðinga. Upplýsing- ar i sima 96—21822. NORÐURVERK H.F. Félag jarniönaöarmanna Arshátíð Árelíus Níelsson:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.