Tíminn - 09.03.1972, Side 1

Tíminn - 09.03.1972, Side 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SESIDIBILASTOÐIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BlLAR HBB 57. tölublað-Fimmtudagur 9. marz 1972—56. árgangur. Guðmundur Skaftason formaður Kjaradóms (t.v.) og Kristján Thorlacius við dómsuppkvaðninguna i gærdag. Kjaradómur féll í gær: Allir opinberir starfsmenn fá 7% hækkun eftir ár OÓ—Reykjavik. Kjaradómurkvað upp i gær dóm i máli Kjararáös, fyrir hönd starfs manna rkisins og fjármalaráöherra fyrir hönd rikissjóös. Féil dómur á þann veg, að hinir iægstlaunuðustu meðal opinberra starfsmanna fengu launahækkun^eða 50 — 100 manns.að sögn Kristjáns Thorlacius. Laun opinberra starfsmanna hækka um 7% 1. marz 1973 og starfs- aidursákvæði breytast. Einn dómenda, Karl Guðjónsson, skiiaöi sérat- kvæði. Gunnlaun þeirra opinberu starfsmanna, sem fá lægri laun en kr. 18.018.00 á mánuði skulu umreiknuð til hækkunar frá 1. des. 1971 til samræmis við samning Alþýðusambandsins og atvinnurekenda sem undirritaður var 4. des s.l. Lægstu grunnlaunn hækka þvi frá 1. des s.l. sem hér segir: 15.000,00 verða 15,600.00 15,780,00 verða 16,250.00 , 16.780,00 verða kr. 17,057,00, 17,780.00 verða kr. 17,837,00. Hlaðafli í Grundarfirði MG—Reykjavik. Óvenjuiegur hiaðafli er nú á Grundarfjarðarbáta, svo aö annar eins landburður af fiski hefur ekki verið þar um slóðir til margra ára, aö þvi er Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður i Grundar- firði tjáði Timanum i dag. Einkum hefur aflinn verið með ágætum siöan nokkru fyrir næstliðna helgi. Frá Grundarfirði róa nú 6 bátar, 28—100 smál. að stærð. Hefur afli þeirra und- anfarna daga leikið á 15 til 42 smál. i róðri á dag. í gær t.d., þriðjudag, báru bátarnir að landi 152 smál. Fátt aðkomumanna er á Grundarfirði og sýnist aö þvi muni reka, ef svo fer fram um aflabrögð enn um sinn sem að undanförnu, að ekki hafist undan að vinna fisk- inn. Þá vantar og menn á bátana, til þess að þar geti hvert rúm talizt skipað. Afangahækkunin, sem koma átti 1. júli 1972, kemur 1. júni 1972. Laun rlkisstarfsmanna hækka um 7% 1. marz 1973. Starfsaldursákvæði breytast þannig frá 1. júni 1972, að í stað 6 ára starfsaldurs kemur 1 árs starfsaldur og i stað 12 ára starfs aldurs kemur 6 ára starfsaldur. 1 Kjaradómi eiga sæti Guðmundur Skaftason, sem er formaður dómsins, Jónas H. Haralz, Benedikt Blöndal, Jón Sigurðsson og Karl Guðjónsson. Hinn siðastnefndi skilaði sér- atkvæði. Er það þannig: A grund velli þeirra gagna, sem aðilar hafa lagt fram fyrir dóminn, hefur Kjaradómur á eigin vegum borið saman laun á almennum vinnumarkaði óg laun starfs- manna i þjónustu rikisins á sam bærilegu sviði. Ég tel,að þessi samanburður sýni, aðvlaun rikisstarfsmanna liggi það mikið undir launum almenna vinnumarkaðarins, að allur grundvöllur sé til að taka kröfur sóknaraðila málsins um 14% kauphækkun i sömu áföngum og ákveðnir voru i samningi ASI og Vinnuveitendasambandsins frá desember 1971 til greina, og að þvi hnigur mitt atkvæði i dómnum. Of lítið og seint Timinn leitaði I gær til Krist- jáns Thorlacius formanns BSRB, og bað hann að segja álit sitt á hinum nýuppkveðna dómi Kjara- dóms. Kristján sagði: Þessi dómur sannfærir mann enn einu sinni um, að lögskipaðir gerðardómar leysa ekki kjara- mál á viðunandi hátt. Samkvæmt þessum úrskurði kemur svo til engin hækkun á laun opinberra starfsmanna fyrr Framhald á bls. 15 |llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinilllllllllllllllllllll|||||||||l|||iliiiiiiitlllllli|||||imilllllllllllll||||||||||||||||||íi||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| | Fimm skipsflök slysa- | | gildrur við Elliðaárvog | Verða eigendur flakanna sóttir til ábyrgðar? Klp—Reykjavlk. Hver ber ábyrgö á þeim slysum.sem verða I skipsflök- unum mörgu. sein er að finna inn við sundin blá, eða i Kleppsvikinni og Vatnagörð- unum?.. A þessum stöðum er aö finna a.m.k. 5 skipsflök og gömul hræ, sem hafa verið leikvöilur barna úr ibúðar- hverfunum þar i nágrenninu undanfarin ár. Foreldrar þessara barna hafa löngum haft illan bifur á þessum flök- um, enda oft þurft að sækja börn sin, ailt niöur i 3ja ára aidur þangað. Hafa þeir marg- oft farið þess á leit við yfir- völdin, að þau fjarlægðu fiökin frá þessum stöðum, en þeirri ósk hefur aidrei verið sinnt. 1 vikunni varð slys i einu af þessum gömlu skipsflökum. Sjö ára gamall drengur, Jón Smári Einarsson,féll niður um gat á þilfari Særúnar frá Bol- ungarvik og niður i lest, sem i er grjót,járn og sjór. Drengurinn skarst illa á andliti og mun hann bera þess merki alla ævi. Það varð hon- um til bjargar,að stærri strák- ar voru þarna á gangi og náðu þeir honum upp úr lestinni, en þaðan er ógjörningur að kom- ast af sjálfsdáðum fyrir litil börn. Piltarnir báru litla drenginn i land, en þar tók fullorðinn maður við honum og bar hann heim. Mjög auðvelt er að komast um borð i Særúnu, eins og i flest önnur skipsflökin, sem þarna eru. Særún hefur legið þarna i mörg ár, og hefur auk þess að vera leikvöllur barn- anna, verið æfingarsvæði fyrir nemendur i Stýrimannaskól- anunum og Björgunarsveitar- innar Ingólfs, sem hafa notað flakið til að æfa björgun i sjávarháska. Þetta hafa börn- in séð, og tekið að herma eftir þeim fullorðnu. Særún er i eigu Einars Guð- finnssonar frá Bolungarvik. Rétt hjá henni er flak af skipi, sem eitt sinn hét íslendingur, og er i eigu Baldurs Guð- mundssonar útgerðarmanns. Þá má þar einnig sjá kjölinn af gamla Laxfoss — en við hann vill enginn kannast . önnur skipsflök,sem þarna er að finna, eru Bliðfari, sem nú er i eigu Einars i Sindra, en það átti að fara i brotajárn fyrir tveim árum, og svo „spiraskipið” sem notað var tii að geyma j smyglvarning- inn úr hinu fræga Asmundar- smygli. Að þessum flökum öllum er hinn mesti óþrifnaður, og ekki frikka þau upp á útsýnið yfir sundin, enda öll ryðguð,brotin og ljót eftir margra ára veru i þessum „skipakirkjugarði.” Borgaryfirvöldin hafa margitrekað við eigendur þessara skipsflaka, að þeir fjarlægðu þau, en þvi hefur aldrei verið gengt. Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum i gær frá tryggingaraðilum og fleiri, bera eigendur skipsflakanna ábyrgð á þeim, og þeir geta orðið skaðabótaskyldir ef slys ber að höndum i þeim. Sumir vilja þó halda þvi fram, að borgaryfirvöldin beri einhverja ábyrgö á þeim. Þau séu á þeirra yfirráðasvæði — a.m.k. hafi þau varla verið sett þarna án þeirra vitundar. Aðrir hafa bent á,að yfirvöldin iáti hreinsa lóðir gegn ák- veðnu gjaldi ef það hafi ekki verið gert af eigendum, og þess vegna sé það einkenni- legt, að hún láti ekki hreinsa sina eigin lóð! — ^lysagildrurnar tværi Kieppsvikinni. Fjær má sjá fiakiö af skipi,scni eitt sinn hét lslendingur,en þaö j= ^em er nær er af Særúnu frá Boiungarvik. (Timamynd Gunnar) íTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiifi •• SKATTAFRUMVORPIN AFGREIDD MILLI ÞINGDEILDA í DAG EB—Reykjavík. Annarri umræðu um skat- tafrumvörpin lauk á Alþingi i fyrrinótt. í dag verða svo frum- vörpin til þriðju umræðu. Atkvæðagreiðslum um tekju- stofnafrumvarpið lauk i fyrra- kvöld, en i gær voru atkvæða- greiðslur um tekju- og eignar- skattsfrumvarpið. Allar breyt- ingartillögur meitihluta heil- brigöis- og félagsmálanefndar eíri deildar við tekjustofnafrum- varpið voru samþykktar, en aðr- ar breytingatillögur við það voru fqlldar. Breytingartillögur meirihluta fjárhagsnefndar við tekju- og eignarskattsfrumvarpið voru all- ar samþykktar, en aðrar breyt- ingartillögur viö það felldar, nema tillaga frá Bjarna Guðna- syni um.að rikisskattanefnd skuli fela rikisskattstjóra að annast út- gáfu úrskurðar nefndarinnar ár- lega.'Var þessi tillaga samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 12 at- kvæðum gegn 11. Nokkrar breytingartillögur ein- stakra þingmanna voru dregnar til baka til 3 ju umræöu, sem fram fer i dag, eins og áður sagði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.