Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 14. marz 1972. Edmund Yates: ; Þögult vitni að fara með skilaboð til ungfrú Middleman. Þegar hann var farinn, brosti Grace, með tárin í augunum. — Honum leizt vel á þig, pilt- inum, mælti hún við önnu, — Það er leiðinlegt, að hann skuli aðeins vera aðstoðarmaður í bankanum! i— Það getur nú engu að síður verið margt vel um hann, svaraði Anna. — Þetta hefði hann nú átt að heyra! mælti Grace. — Þegiðu! sagði Anna. — Ef til vill sjáum við hann aldrei framar! En manni getur nú geðj- ast vel að mörgum, og sé ég ekki, hvað þér þykir kynlegt við það! En nú skulum við rífa upp bréfin, og sjá, hvað þau segja í fréttum. Það kom hik á Grace, og reif hún bréfið því eigi upp þegar í stað. — Það er frá málfærslumanni frænda míns, mælti hún. ,— Um hvað skyldi það vera? öll framtíð mín veltur á því, hvert efni þess er! Hafi nú frændi rninn ekki gert miig að erfingja sínum, hvað þá? Bréfið var frá Hillmann og Hick's málfærslumönnum. Það var svo hljóðandi: — Náðuga jungfrú! f tilefni af hinu sorglega fráfalli frænda yð- ar, tilkynnist yður, að þér, sam- kvæmt arfleiðsluskrá hans, dags. 6. júlí, eruð einka-erfingi hans. Hinn látni lét þá ósk sína í ljósi, að ef yður hlotnaðist arfur- inn áður en þyr yrðuð fullveðja, að þér settust þá að hjá systur hans, Sturm prófessorsfrú, og vær uð þar, unz fullmyndug væruð orð tn. Til þess að verða við þessari ósk hins látna, eruð þér því beð- in að leggja næstk. mánudag af stað til borgarinnar Bonn á bökk- um Rín-elfar, þar sem frænka yð- ar á heirna, og höfum vér þegar gert henni aðvart. Hr. Hillmann ætlar að fylgja yður þangað. — Þú verður þá milljónaeig- andi, mælti Anna. — Þú ert einka erfingi hans. — Já, en þá verð ég að yfir- gefa England. — Þekkirðu frænku þína? — Ég hefi aldrei séð hana, svar aði Grace, — og rétt heyrt henn- ar getið. — En það veit ég, að hún er gift þýzkum prófessor, sem er geðstirður oddborgari, og held ég helzt, að hún hafi ekkert átt saman við bróður sinn að sælda, sfðan hún giftist. — En guði sé lof, að ég þarf ekki að vera þar, nema þangað til ég verð full- veðja! Rúmt ár, það er engin ei- lffð! Bréfið til önnu Studly var fná föður hennar. Það var svo látandi: i— Kæra dóttir! Vinkona þfn yfirgefur England á mánudaginn, og þvf vænti ég þín — hann nefndi stað og stund. — En á einu verð ég umíram allt að vekja athygli þitt, og það er á þvf, að frá því á mánudaginn kemur, verð urðu að skoða vináttu þinni við jungfrú Middleman lokið. Hefi ég gildar ástæður, til þess að krefjast þess af þér, að þú lofir því eigi, að standa í bréfa- úðskiptum við hana. Þú getur ímyndað þér, að ég muni vita, hvað ég er að gera, er ég krefst þess af þér. Ungu stúlkurnar litu hvor á aðra. — Faðir þinn er harðstjóri, mælti Grace. — Sagði ég þér það ekki, mælti Anna. Og ætlar þú að gegna hon- uml? Ég neyðist til þess, kæra Grace. — Jæja, hlýddu honum þá, mælti Grace. — En ekki þarf ég að gera það! Ég skrifa þér nú engu að síður! Og þegar mér þyk ir tfmi til kominn, þá bið ég þig að koma til mín. — En fái ég nú ekki bréfin, og geti því eigi lesið þau? — Áttu við það, að hann kunni að ná í hréfin? Anna játti þvf. — Já, sé honum svo annt um að öll bréfaskipti milli okkar hætti, mælti hún. — En hvað getur honum geng- ið til þess? — Þú heyrðir, að hann sagði í bréfinu, að hann hefði sínar ástæður! — En séu nú þetta einhverjir duttlungar úr honum, á ég þá, þeirra vegna, aldrei að firétta neitt af einu vinkonunni, sem ég á í heiminum? — Get ég gert annað, en að hlýða föður mínum? mælti Anna. — Jæja, sagði Grace, eftir nokkra þögn. — Mér skilst, að það verði þá svo að vera! Við verðum að skilja, en vera má, að við hittumst aftur, því ekki verð- urðu einatt háð harðstjórn föður þíns, og hver veit, hvað þá kann að verða? Að minnsta kosti ger- um við þá allt til þess að endur- nýja foma vináttu. — En hvernig? mælti Anna. Þær voru nú báðar mjög hugs- andi nokkrar sekúndur, unz Grace mælti: — Nú veit ég, hveraig við eig- um að haga okkur! Meðan við lif- um, lesum við báðar blaðið „Tim- es“. — Við komum okkur saman um ákveðið merki, eða vísbend- ingarorð, sem við þekkjum einar, og látum það sjást í blaðinu, er við viljum hvor annari eitthvað, eða þörfnumst hvor hinnar hjálp- ar, — ekki er að vita, hvað fyrir kann að koma. Vinkonumar skildu sfðan, er þær höfðu lofað hvor annari órjúf anlegri vináttu og tryggð. IV. KAPfTULI. Kapt. Studly var maður, er var nær hálfisextugur. Vinir hans 9Ögðu, að hann væri þvf líkastur, sem hann vææi her- togi, og hann þá vanur að svara, að hann héldi sig og geta leikið hertoga, ef í það færi, og það ef til vill engu síður, en margur, er hlotið hefði hertogatitilinn 1 vöggugjöf. En nú er að segja frá önnu, að þegar hún sté út úr járnbraut- arvagninum í Lundúnum, þar sem faðir hennar hafði sagt, að hann ætlaði að hitta hana, rak hún af tilviljun auga á andlit í biðher- berginu, sem hún þekkti. Það var hr. Damby, ungi starfs maðurinn í Middleman's banka, sem hafði komið með bréfin til hennar, og Grace. Hann gekk nú fljótlega fram hjá henni, og kastaði þá um leið kveðju á hana, >— var að svipast Undanfarna dag hcfur rangt nafn verið á framhaldssögu Tímans, og eru lesendur beðnir velvirðingar á þvi. 1061 Lárétt 1) Risar. 5) Hvassviðri. 7) öfug röð. 8) Dýravörn. 11) Rani. 13) Berja. 14) Bragðefni. 16) Fréttastofa. 17) Dýr. 19) Borg. Lóðrétt 1) Verður þögull. 2) Eins 3) Morse. merki. 4) Ágóða. 6) Skera. 8) Dý. 10) Nuddaður. 12) Býsn. 15) Sönn að sök. 18). Tónn. Ráðning á gátu No. 1060 Lárétt 1) Asbest. 5) Ýsa. 7) Te. 9) Smýg. 11) Arm. 13) Ala 14) Kröm. 16) DÐ. 17) Ropar. 19) Skjóni. Lóðrétt. 1) Aftaka. 2) Bý. 3) Ess. 4) Sama. 6) Agaðir. 8) Err. 10) Ýldan. 12) Mörk. 15) Moj. 18) Pó. HVELt Þetta var mesta fyrirmyndar máltið, Fria drottn- ing. Hér gengur allt að óskum. — Við hér norður frá vinnum mikið, Hvellur. Við getum gert mikið úr litlu. — Já. Nú hefði ég gaman af að bregða mér smávegis á skiði, einn. — Farðu varlega. Það er svo auðvelt að týnast þarna úti á auðninni. — Hann grunar eitthvað. — Já, Korro greifi, ég er hrædd um það. Þú viðurkennir, að þið rænið hina særðu á striðs- völlunum — já, þá föllnu, herra. — Striðinu fylgir likafólk á flótta, veikburða fólk. — Við ráðumst á þetta fólk og rænum það. — Viðurstyggilegt. — Þú segir, að við séum viðurstyggö. Erum við nokkru verri en stórhöfðingjarnir, sem koma styrjöldunum af stað? lillliiiil Þ RIÐJUDAGUR 14.MARZ 7.00 Morgunutvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Húsmæðraþáttur Dag- rún Kristjánsdóttir hús- mæðrakennari svarar bréf- um frá hlustendum. 13.30 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög frá ýmsum timum. 14.30 ,,Sál min að veði,” sjálfs- ævisaga Bernadettu Devlin Þórunn Sigurðardóttir les kafla úr bókinni i þýðingu Þorsteins Thorarensens (1.). 15.00 Frettir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistónleikar: Píanóleikur 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. 17.10 Framburðarkennsla Þýzka, spænska og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið i skóginum” eftir Patriciu St. John. Benedikt Arnkelsson les (5). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Heimsmálin Magnús Þórðarson, Tómas Karlsson og Asmundur Sigurjónsson sjá um þáttinn. 20.15 Lög unga fólksins. Sigurðúr Garðarsson , kynnir. 21.05 iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.30 Útvarpssagan „Hinu- megin við heiminn” eftir Guðmund L. Friðfinns. Höf- undur les (19). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (37). 22.25 Tækni og visindi Guð- mundur Eggertsson prófessor og Páll Theódórs- son eðlisfræðingur sjá um þáttinn. 22.45 Ilarmonikulög Frankie Yankovic leikur. 23.00 A hljóðbergi James Mason les úr ljóðaflokknum A Shropshire Lad — „Drengur frá Shorpshire” — eftir A.E. Hausman. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 20.00 Fréttir. 20.25. Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-f jölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 9. þáttur. Loftárásir á Liverpool. Þýðandi Krist- rún Þórðardóttir. Efni 8. þáttar: Philip Ashton er á Ermarsundseyjum með her deild sinni. Þar kynnast hann og félagi hans tveimur systrum og tekst með þeim náin vinátta. En skyndilega er herinn kvaddur heim og eyjarnar látnar óvarðar. Konungurinn flyturávarp til eyjarskeggja, og segir, að ákvörðun þessi sé óum- flýjanleg af hernaðarástæð- um. Philip fer frá eyjunum, án þess að kveðja vinkonu sina. 21.20 Sjónarhorn. Þáttur um innlend málefni. Að þessu sinni verður meðal annars fjallað um sjómælingar við Island. Umsjónarmaöur Ólafur Ragnarsson. 22.05 Nætur i görðum Spánar. Eitt frægasta tónskáld Spánverja var Manuel de Falla (1876—1946). Hér er flutt tónverk hans, Nætur i görðum Spánar, og jafn- framt brugðið upp myndum úr spánsku landslagi. 22.30 En francais. Frön- skukennsla i sjónvarpi. 28. þáttur endurtekinn. Umsjón Vigdis Finnbogadóttir. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.