Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 20
r V Samband ísl. samvinnufélaga INNFLUTNINGSDEILD V Prófkjör i Flórída NTB-Washington. í dag fara fram prófkosningar I Flórida i Bandarikjunum, aðrar i röðinni af 25. Gcrt er róð fyrir, að George Wallaee, rikisstjóri í Alabama fái langflest atkvæði, en þar sem hann hefur enga mögu- leika á aö verða útnefndur for- setaefni demókrata, er litiö að marka úrslit prófkosninganna. I fyrsta lagi mun athyglin beinast að þeim, sem verður i öðru sæti og hvernig hlutfallið verður milli Huberts Humphrey og Muskie og milli John Lindsay og McGovern. Sá eini, sem auk þeirra kemur til að vekja athygli, er Henry Jackson, þvi ef hann fær ekki ákveðinn hluta atk- væða, tekur hann ekki þátt i fleiri prófkosningum. Humphrey og Muskie munu bitast um annaö sætið og sam- kvæmt siðustu skoðana- könnunum, hefur Humphrey nauman meirihluta. Lézt eftir bíislys OÓ-Reykjavik Drengurinn sem varð fyrir bil á Reykjanesbraut, i . Blesugróf, sl. laugardag, lézt á Borgarspitalanum i gær. Hann hét Haraldur Þór Þór- arinsson til heimilis að Hlið 2. Haraldur var 9 ára gamall. Hann komst aldrei til með- vitundar eftir slysið. Er þetta annað dauðaslysið i umferðinni i Reykjavik á þessu ári. ^mmmmmmmmmmmmmá Danskur kirkju- málaráðherra og Superstar - á ráðstefnu ÆSÍ um næstu helgi KJ-Reykjavik. Danski kirkjumálaráðherrann I)orte Bennedscn, scm reyndar er kona, kemur hingað um næstu helgi, á vegum Æskulýðs- sambands lslands, og talar hér á vcgum þcss. Kemur ráðherrann hingað gagngert til að vera á ráðstefnu Æskulýössambandsins, Kirkjan og samtiðin. Ráðsefnan hefst með þvi að rokkóperan Jesus Crist Super- star, veru flutt af sérstökum hljómflutningstækjum i Háskóla- biói og með flutningnum verða sýnda myndir. Séra Bernharður Guðmundsson mun skýra óperuna. A sunnudaginn verður ráð- stefnunni svo fram haldið i Norræna húsinu. Handtökur í El Ferrol NTB-Madrid Spönsk lögregia gerði á sunnu- daginn húsleit i bænum El Ferrol og handtók fjölda vinstrisinnaöra manna, sem ásakaðir eru fyrir aö standa að baki hinu ólöglega verkfalli við skipasmiðastöö i bænuin, en verkfallið hófst á fimmtudag og afleiðing þess á föstudag varð sú, að til óeirða kom og tveir verkamenn voru drcpnir i átökum við lögregluna. Lögreglan hefur ekki skýrt frá þvi, hve margir voru handteknir á sunnudaginn, en heimildir segja, að þaðséu að minnsta kosti 12 manns. Stjórn skipasmiða- stöðvarinnar, sem smiðar her- skip spanska flotans, krefst þess, að verkamennirnir taki upp vinnu sina að nýju, en þeir segjast sitja þar til þeir fái uppfylltar kröfur sinar um hærri laun. Hjá stöðinni starfa 5.500 manns og segir spanska stjórnin að það sé „kommúnistaklika” sem æst hafi verkamennina til verkfallsins. Gert er ráð fyrir, að starfsmenn annarra skipasmiöastöðvar taki upp samúðarverkföll.. IH-Seyðisfirði. A föstudagsmorgun landaði Hannes Hafstein hér á Seyðisfirði 50 tonnum af fiski, sem hann fékk eftir þrjár lagnir. Má segja að það sé mjög góður afli. Næg atvinna er hér á Seyðis- firði. Skortir fremur vinnuafl en hitt. H | ^ Þriðjudagur 14 marz 1972. j Bretar halla sér aftur að Heath NTB-London. Brezki verkamannaflokkurinn og leiðtogi hans, Harold Wilson, hafa fallið talsvert i áliti upp á siðkastið, að þvi er segir iskoðana- könnun, sem birt var á mánudag. Það var blaðið „Evening Standard” sem gerði könnunina og ko. i ljós, að meirihluti Verkamannaflokksins hefur minnkað úr 20% i 10%. Ef kosn- ingar færu nú fram, myndu 39% kjósa thaldsflokkinn, 49% verka- mannaflokkinn, 10% frjálslynda og afgangurinn aðra flokka. t febrúar sýndi skoðanakönnun, að 55% hefðu kosið verkamanna- flokkinn, en 35% ihaldsflokkinn, Sú könnun var gerð, þegar verk- fall kolanámumanna stóð vfir. Bandariski rithöfundurinn Clifford Irving og kona hans Edith, komu i gær fyrir rétt I New York og lýstu þau sig bæði sek af að hafa haft 750 þús. dollara af útgáfufyrirtækinu McGraw-Hill. Ákæran um skjala- fölsun var látin niöur falla. Eins og flestir vita, fékk Irving peningana fyrir „ævisögu” sérvitringsins Howard Hughes. Kona hans, Edith.tók peningana út úr svissneskum banka undir fölsku nafni.Dómur I málinu verður kveðinn upp 10. júni, og eiga hjónakornin yfir höfði sér 5 ára fangelsi, eöa 100 þúsund dollara sekt, verði þau sek fundin. Myndin er tekin 9. þ.m. er þau voru formlega ákærð, ásamt aöstoðarmanni, Suskind, sem sést á milli þcirra. Maðurinn t.h. er lcynilögreglumaöur. BRETAR 0G KÍNVERJAR SKIPTAST A SENDIHERRUM NTB-Peking og Paris. Fulltrúar Kina og Bretlands undirrituðu I gær samning um að skiptast á ambassadorum, og að brezka konsúlatið á Formósu veröi lagt niöur. Þá héldu ambassador Banda- rikjanna i Paris og kfnverski sendiherrann þar með sér fund I gær I Kinverska sendiráðinu og er sá fundur talinn fyrsti áþreifan- legi árangurinn af ferð Nixons til Kina. I samningnum milli Kina og Bretlands eru tengsl landanna færð upp á ambassadorstig i fyrsta sinn siöan kinverska Al- þýðulýðveldið var stofnað árið 1949. Það voru þeir Chiao Kuan Hua, varautanrikisráðherra Kina og John Addis, sendifulltrúi brezku stjórnarinnar, i Kina sem undir- rituðu samninginn i gær. Sam- timis var tilkynnt, að Addis hefði veriö gerður að ambassador Bretlands i Kina. I sáttmálanum er Peking-stjórnin viöurkennd sem hin eina löglega stjórn Kina og þar með er Formósa orðin hluti af Kina og þess vegna verður brezka sendiráöið þar lagt niður. Opinberar heimsóknir. 1 gærkvöldi bauð Kuan Hua til veizlu til heiðurs Addis, en slikt er þó ekki venja, fyrr en ambassa- dor hefur afhent trúnaðarbréf sitt. Með nýja sáttmalanum er opin leið fyrir stjórnarmeðlimi Kína og Bretlands að heimsækja hvora aðra opinberlega, svo lengi sem sambandið er aðeins á sendifull- trúastigi, er slikt ekki hægt. Brezka sendiráðið á Formósu hefur verið afhent héraðsyfir- völdum þar, en ekki þjóðernis- sinnastjórninni. Þótt Bretar hafi hætt aö viðurkenna Formósu- stjórnina í janúar 1950, er þeir viðurkenndu Peking, hafa þeir haldið sendiráði sinu þar, þar til nú. 50 mfnútur í París Bandariski ambassadorinn i Paris, Arthur Watson og kin- verski sendifulltrúinn Huang Chen héldu i gær með sér 50 min- útna fund i kinverska sendiráðinu i Paris og er sá fundur talinn fyrsti sannanlegi' árangurinn af feröalagi Nixons tii Kina. A fundinum fjölluðu. þeir um að koma stjórnmála-samskiptum landa sinna i eölilegra horf. Wat- son sagði eftir fundinn, að viðræö- urnar hefðu verið mjög vinsam- legar, og lét hann i ljós von um, að þeir ættu eftir að hittast oft I framtiðinni. 1 Paris veltu menn þvi fyrir sér, hvort fundur þessi vekti ekki gremju i herbúðum N-Vietnama og þjóöfrelsishreyfingarinnar i Paris, en talsmaður N-Vietnama sagði, aö þessu fundur myndi ekki hafa nein áhrif á friöarvið- ræðurnar. Margir sendiráðsmenn i Paris hafa látið i ljós undrun sina yfir þvi, að fundur þessi skyldi haldinn strax, þar sem Watson kom frá Washington á laugardaginn. Eina sambandið Fundurinn i Paris, er eina opin- bera sambandið miili Bandarikj- anna og Kina fyrir utan ambassa dorafundi, sem annaö slagiö eru haldnir i Varsjá. En þar er ekki stefnt að þvi aö koma á eðlilegu sambandi milli Bandarikjanna og Kina, framar ööru. I heimsókn Nixons til Kina mun hafa verið komizt að samkomulagi um að koma á fundarhöldum i Paris i þvi augnamiði. Kinverskir starfs- menn i Paris segja, að fundurinn i gær hafi verið haldinn innan þess ramma, sem fólst i hinni opinberu tilkynningu, sem gefin var út eftir heimsóknina til Kina. Tilkynnt um sprengju NTB-Róm. Farþegaflugvél i eigu griska flugfélagsins Olympic Airways, sem Aristóteles Onassis reyndar á, nauðlenti i Róm sunnudaginn, eftir að tilkynnt hafði verið að sprengja væri i henni. Vélin er af gerðinni Boeing 707 og voru 120 farþegar um borð. Engin sprengja fannst, og fulltrúi flugfélagsins gat upplýst það eitt, að sá sem hringdi og tilkynnti um sprengjuna, hefði talað ensku með sterkum þýzkum hreimi. TÍGRIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.