Tíminn - 14.03.1972, Page 17

Tíminn - 14.03.1972, Page 17
Þriðjudagur 14. marz 1972. TÍMINN 17 Stjórn Körfu- knattleiks- sambandsins beðin um skýringar tþróttasiðunni hefur borizt eftir- farandi bréf, sem sjálfsagt þykir að birta: „Á siðasta ársþingi K.K.I. var mikið rætt um auglýsingar á búningum leikmanna íslenzkra körfuknattleiksliða. Samþykktar voru reglur um þessi mál. í 4. grein þessara laga segir svo: „Umsóknir um staðfestingu á auglýsingasamningi skulu sendar til K.K.I. i tveim eintökum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt afriti áf samningsuppkasti. Stað- festingarþóknun K.K, I. er kr. 1000.— „Samkvæmt þessu er greinilegt, að K.K.I. þarf að stað- festa umsóknir um auglýsing- arnar. Á ársþinginu var sam- þykkt, að K.K.I. skyldi ekki stað- festa þessar umsóknir fyrr en útvarpsráð hefði breytt skoðun sinni varðandi sýningar i sjón- varpi á leikjum, þar sem aug- lýsingar væru á búningum. Nú hefur svo borið við, að körfu- knattleikslið eru farin að auglýsa á búningum sinum. Þetta hlýtur að vera gert með samþykki st- jórnar K.K.I., en samt andstætt samþykkt ársþings K.K.l. Væri gaman að fá að vita, hvaða breyting hér hefði orðið á. Vonast ég til að stjórn K.K.t. skýri þetta nánar. S.J” Ingolf Mörk hefndi ófaranna í Sapporo Osló, 12. marz, (NTB). Ingolf Mörk sigraði i stökkkeppni Holmenkollenmótsins, en hann vann einnig i fyrra. Margir af verðlaunamönnum OL i Sapporo voru meðal þátttakenda, en urðu að lúta i lægra haldi fyrir Mörk. Hann stökk 88 og 87,5 m og hlaut 234,3 stig. Annar varð Hans Schmed, Sviss, með 233,1 stig. Hann stökk heldur lengra en Mörk eða 89 og 90 m. Japaninn Konno varð þriðji með 227,6 stig, og i fjórða sæti varð OL—meistarinn i minni stökk- palli, Kasaya, Japan, með 221,2 stig. En hann átti lengsta stökkið i keppninni, 97 merta. Tyldum vann! Pál Tyldum, Noregi, sigraði i 50 km göngu Holmenkollenmótsins á 3 klst. og 34 sek. Annar varð Bölling, Sviþjóð, á 3:01,21 klst. og þriðji gamla kempan Ole Elle- fsæter, Noregi, á 3:01,25 klst. Heimsmet í lyftingum Halmstd, Sviþjóð, 12.marz, (NTB—TT). Á alþjóðlegu lyftingamóti hér um helgina setti Rússinn Pavlov nýtt heimsmet i léttþungavigt, lyfti 512,5 kg (170-145-198). Siðast- nefnda afrekið i seriunni er einnig heimsmet. Þorsteinn sjöundi bezti í Evrópu! Komst í úrslit i 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu Þorsteinn Þorsteinsson, eini keppandi íslands á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjá.lsum íþróttum, sem fram fór um helgina í Grenoble í Frakklandi, náði ágætum árangri. Hann komst í úrslit í 800 m. hlaupi og varð 7. í úr- slitakeppninni á nýju islenzku innanhússmeti, 1:53,3 mín. Er hér um mjög gott afrek að ræða hjá Þorsteini og vafa- samt, að nokkur íþrótta- grein hérlendis geti státað af 7. sæti á Evrópumeistaramóti. I undanrásunum á laugar- dag var Þorsteinn f jórði, en átta hlauparar hlupu til úrslita. Sigurvegari varð hinn heimsfrægi tékkneski hlaupari, Plachy, á 1:48,8 mín. Hann hefur hlaupið á rúmlega 1:45,0 mín. utanhúss, en talið er, að tímar innanhúss séu 3—4 sek. lakari en tímar utanhúss. Þorsteinn dvelur við nám í háskólanum í Dart- mouth í Bandarikjunum, en æfir jafnframt af miklu kappi með það takmark að verða keppandi íslands á Olympíuleikunum i Múnchen. Lágmarkið fyrir OL er 1:49,9 mín, en islandsmet Þorsteins utanhúss er 1:50,1 mín. Þorsteinn Þorsteinsson SAMEIHAST Ólafur Erlendsson, Vikingi, var endurkosinn formaður Knalt- spyrnuráðs Reykjavikur á aðal- fundi ráðsins s.l. fimmtudags- kvöld i Glæsibæ. Fundurinn fór i alla staði vel fram; menn skiptust á skoðunum og sögðu sitt álit á Reykjavíkurfélögin: UM ERLENDAR HEIMSÓKNIR liinum ýmsu málefnum K.R.R. Mest var rætt um tillögu um fyrirkomulag heimsókna erlendra knattspyrnuliða til aðila ráðsins. Á siðasta ári lauk tima- bili heimsokna erlendra aðila til aðildarfélaga K.R.R. Eins og kunnugt er, varð KR að hætta við að bjóða enska I. deildarliðinu West Ham, á s.l vori, vegna við gerðar, sem þá var hal'in á Laugardalsvellinum.. Var þvi samþykkt, að KR fengi leyfi til Framhald á bls. 19 Kristján Þórarinsson: Bol og níð of áberandi þátt- ur í Skjaldarglímu Ármanns - þrátt fyrir margar góðar glímur. Sigtryggur Sigurðsson, KR, varð sigurvegari í keppninni Hart var barizt einn andstæðinga á fjölum Iþróttasalar Vogaskóla á sunnudaginn. Á þessari mynd sést Sigtryggur leggja sinna. (Tlmamynd Róbert). Sextugasta Skjaldarglima Ar- manns var háð i iþróttahúsi Vogaskóla s.l. sunnudag. Glimu- mótið hófst með þvi, að Gisli Halldórsson, forseti tSt, rakti stuttlega feril glimunnar og setti siðan mótið. Til keppni voru mættir glimu- menn frá þremur félögum i Reyk- javik, og sýndu þeir margir góða glimu. Eitt var það þó, sem setti dálitið leiðinlegan svip á þessa skemmtilegu keppni, en það var, að að dómarar létu keppendur komast upp með að bola freklega, sem eralgjört brotá glimulögum. I þessari glimukeppni var harð- lega tekizt á, eins og svo oft áður, og er furðulegt, að svona vinnu- brögð geti átt sér stað, og verður það glimunni varla til framdrátt- ar. Arinars er vert að það komi fram, að margar giimur voru þarna vel glimdar og fallegum brögðum og góðum vörnum oft- lega beitt. Þessari sextugustu Skjaldar- glimu Ármanns lauk þannig, að Sigtryggur Sigurðsson, KR, vann skjöldinn með9 1/2 vinningi, en til gamans má geta þess, að þetta er þriðji skjöldurinn, sem hann keppir um. Tvo hefur hann unnið til eignar — og þennan nú i fyrsta sinn. Úrslit glimunnar urðu þessi: 1. Sigtr. Sigurðss. KR 9 1/2 2. Jón Unndórss. KR 9 3. Gunnar R. Ingv.s. UV 8 1/2 4. Ómar Úlvarsson. KR 7 1/2 5. Hjálmur Sig.s. UV 7 6. Sig. Jónss. UV 6 1/2 7-8. Matthias Guðm.s. KR 4 7-8. Rögnv. Ólafss. KR 4 9. Pétur Yngvarsson. UV 3 1/2 10. Guðm. F. Halld.s. Á 21/2 11-12. Guðm. Ólafss. Á 2 11-12. Björn Hafst.s. Á 2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.