Tíminn - 06.04.1972, Qupperneq 3

Tíminn - 06.04.1972, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. april 1972. TÍMINN 3 Vilmundar Jónssonar minnzt á Alþingi KB—Reykjavik. Á fundi i Sameinuðu Alþingi i gær minntist Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs þings, Vil- mundar Jónssonar, fyrrverandi landlæknis og alþingismanns. Fara minningarorð Eysteins Jónssonar hér á cftir: Vilmundur Jónssonjyrrverandi landlæknir og alþingismaður, andaðist i sjúkrahúsi hér i Reyk- javik 28. marz siðastliðinn, 82 ára að aldri. Hann átti sæti á Alþingi á árunum 1931-1934 og 1937-1941, sagði af sér þingmennsku i júli þáð ár og hafði þá setið á 8 þing- um alls. Vilmundur Jónsson var fæddur 28. mai 1889 að Fornustekkum i Nesjum i Austur-Skaftafellssýslu. Vilmundur Jónsson Foreldrar hans voru Jón bóndi þar og siðar verkamaður á Seyðisfirði Sigurðsson á Borg á Mýrum i Austur-Skaftafellssýslu Bjarnasonar og kona hans, Guð- rún Guðmundsdóttir bónda að Taðhóli i Nesjum Guðmundsson- ar. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1908, stúdentsprófi i menntaskólanum i Reykjavik 1911 og embættisprófi i læknis- fræði i Háskóla íslands vorið 1916. Þá um sumarið starfaði hann i sjúkrahúsi i Osló, en var um haustið settur héraðslæknir i Þistilfjarðarhéraði. Haustið 1917 var hann settur héraðslæknir i isafjarðarhéraði; skipaður i það embætti 1919 og jafnframt yfir- læknir sjúkrahússins þar. Gegndi hann þeim störfum til 1. oktober 1931, er hann var skipaður land- læknir. Var hann landlæknir tæpa þrjá áratugi, lét af þvi embætti vegna aldurs i árslok 1959. Vilmundur Jónsson gegndi ýmsum störfum ó sviði heil- brigðis og félagsmála jafnframt aoáistarli sinu. Hann átti sæti i bæjarstjórn ísafjarðarkaupstað- ar 1922-1931, sat i skólanefnd kaupstaðarins 1926-1931, var i stjórn Kaupfélags Isfirðinga frá stofnun þess 1920 til 1931 og for- maður i stjórn Samvinnufélags ísfirðinga frá stofnun þess 1927 til 1931. Hann var i stjórn Kaup- félags Reykjavikur 1935-1936 og siðan i framkvæmdastjórn Kaup- f ,'lags Reykjavikur og nágrennis 1937-1943. Hann var formaður stjórnarnefndar Landsspitalans 1931-1933 og siöan rikisspitalanna 1933-1959, forseti læknaráðs frá stofnun þess 1942 til 1959, formað- ur skólanefndar Lyfjafræðinga- skóla tslands frá stofnun hans 1940 til 1957 og formaður skóla- nefndar Hjúkrunarskóla lslands 1945-1959. Sæti átti hann i stjórn- skipaðri nefnd, er samdi frum- varp til kosningalaga árið 1933 og var i landskjörstjórn 1933-1956. I ritstjórn rikisútgáfu námsbóka var hann 1937-1945. Árið 1942 var hann i stjórnskipaðri nefnd.sem endurskoðaði barnaverndarlög. Vilmundur Jónsson valdi sér læknisfræði að sérnámi. Hann var héraðslæknir hálfan annan ára- tug við góðan orðstir og farsæll sjúkrahúslæknir. Á þeim árum fór hann nokkrum sinnum utan til að kynna sér læknisstörf i sjúkra- húsum. Lengstan hluta ævi sinnar var hann i embætti landlæknis, reglufastur, afkastamikill og ráð- deildarsamur embættismaður. Ritstörf voru gildur þáttur i ævistarfi Vilmundar Jónssonar. Hann samdi bækur, ritlinga og blaðagreinar um ýmis hugðarmál sin. Hann var bindindismaður og ritaði talsvert um áfengismál. Ilann skrifaði fjölda blaðagreina um stjórnmál. Margs konar rit og ritgerðir um heilbrigðismál og læknamálefni voru þáttur i emb- ættisstörfum hans. En þau mál áttu rikari itök i huga hans en embættisskyldur kröfðust. Saga lækninga og læknisfræði á Islandi var honum hugleikið viðlangs- efni. Gagnmerk rit og ritgerðir eftir hann um þau efni hafa birzt á prenti. Rit hans um lækningar séra Þorkels Arngrimssonar i Göröum á Álftanesi var i janúar 1946 metið af læknadeild Háskóla islands gilt til varnar fyrir doktorsnafnbót i læknisfræði, en hann lét við það sitja. Á sjötugs- afmæli hans árið 1959 var hann af Háskóla íslands sæmdur doktors- nafnbót i heiðursskyni. Vilmundur Jónsson var einn af áhrifamestu frumherjum jafnað- arstefnunnar hér á landi. Hann var skoðanafastur, sjálfstæður i hugsun, málsnjall og rökfastur. Á Alþingi lét hann mikið að sér kveða og var hér einn af leiðtog- um Alþýðuflokksins. Hann beitti sér fyrir stenfumálum flokks sins, var meðal annars einn af samningamönnum um stjórnar- myndun 1934. Umbótum i heil- brigðismálum og félagsmálum sinnti hann af kappi, og sér þess mikil merki i iöggjöf og fram- kvæmdum. Hann átti til að mynda frumkvæði að þvi, að árið 1934 var ráðinn sérstakur læknir til að starfa að berklavörnum með öðrum hætti og á Alþingi 1939 flutti hann i samráði við berkla- yfirlækni frumvarp að þeim berklavarnalögum, sem siðan hafa verið i gildi. Sú stefnubreyt- ing.sem mörkuð var meö þessum aðgerðum i baráttunni gegn berklunum, bar stórfelldan árangur, eins og alþjóð er kunn- ugt. Vilmundur Jónsson var með ágætum ritfær, hagur orðsmiður, margfróður og hugkvæmur. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum, en varð mikið ágengt. Hann vann æviverk sitt af gjörhygli, vand- virkni og mikilli atorku. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Vilmundar Jónssonar með þvi að risa úr sæt- um. Drengurinn sem fannst á laugarbotninum látinn <)«—Reykjavik. Drengurinn, sem fannst mcðvitundarlaus á botni sund- laugar Vesturbæjar mánu- daginn 27. marz. s.L, léz.t i Borgarspitalanum i fvrra- kvöld. llann var 8 ára að aldri. Drengurinn liét Kristinn Jón Bennieson og átti heinia að Frainnesvegi 3. Kristinn var einn i lauginni rétt áður en hann fannst. Voru þegar hafnar á honum lifgun- artilraunir á laugarbakkanum og á leiðinni á spitala, og þar var hann settur i sérstök öndunartæki. En hann komst aldrei til meðvitundar. Ekki eins lítið í Þjórsá í 45 ár Eldri menn i Gnúpverjahreppi segja, að ekki hafi verið eins litið i Þjórsá i 45 ár og i vetur. Enda er það svo að ganga má þurrum fót- um yfir farveg árinnar upp við inntaksmannvirkin, þvi það af ánni, sem ekki fer i inntakslónið, fer i isskurðinn. Enginn is er á ánni við inntaks- mannvirkin. og heldur enginn grunnstingull i ánní. Myndin er tekin um páskana, og er hún tekin af eystri bakkanum og yfir far- veginn, þar sem ekki er dropi af vatni. (Timamynd Kári) Hrafnar göbbuðu lögregluna í Rvík <)«—Reykjavik. Lögrcglumcnn klifruðu hátt og lágt á vinnupöllunum utan á turni Ilallgrimskirkju i norðan- næðingnuni i gærmorgun. Þeir voru að leita að liki. Tildrög leitarinnar voru, að lögreglunni var tilkynnt aö óvenjumikið hrafnager væri á og umhverfis vinnupallana og var það hald þeirra, sem á horfðu, að einhver hefði farið sér að voða þarna uppi og hrafnarnir hegðað sér að hrafnasið og væru að krunka utan i náinn. En leitin bar ekki annan árangur en þann, að hrafnarnir flugu á brott þegar lögreglumenn gerðu innrás á þeirra svæði milli himins og jarð- ar. LDreiigurinii liét Kristinn Jón onounar Bemiieson og átti lieima að aldrei ti rannsóknastofnunTTskT RÆKTAR VERÐI KOMIÐ A FÓT Lagafrumvarp um það flutt af Steingrími Hermannssyni og Stefáni Jónssyni EB—Reykjavik. Steingrimur llermannsson (F) og Stefán Jónsson (AB) liafa lagt fyrir efri deild alþingis lagafrum- varp um Rannsóknarstofnun fiskiræktar, sem verði sjálfsta'ð rikisstofnun og heyri undir land- búnaðarráðuneytið. Lagt er til i frumvarpinu,að i stjórn stofnunarinnar skuli vera fimm menn, skipaðir af landbún- aðarráðherra til fjögurra ára i senn, þannig: Veiðimálastjóri, einn samkvæmt tilnefningu Landsambands islenzkra veiði- réttareigenda, einn samkvæmt tilnefningu stjórnar Hafrann- sóknarstofnunarinnar, og á hann að vera liffræðingur, einn sam- kvæmt tilnefningu sérfræðinga, sem við stofnunina starfa og einn samkvæmt tilnefningu Félags áhugamanna um fiskeldi og fiski- rækt. Sömu aðilar eiga að tilnefna varamenn. Ráðherra á að skipa formann stjórnarinnar og ákveða þóknun hennar. Þá á stjórn stofnunarinnar að ráða forstjóra til fjögurra ára i senn, sem hefur á.hendi daglega stjórn stofnunarinnar og umsjón með rekstri hennar. Hann á að ákveða starfssvið sérfræðinga og annars starfsliðs. Verkefni Rannsóknarstofnunar fiskiræktar eiga að vera hvers konar rannsóknir og tilraunir til þess aö auka fiskgengd og fisk- magn i islenz.kum vötnum og stuðla að aukinni fiskirækt i land- inu. 1 þvi skyni skal stofnunin m.a.: 1) annast rannsóknir á islenzk- um vötnum og sjávarlónum i þvi skyndi að afla itarlegustu upplýs- inga um lifsskilyrði fisks, 2) gera tilraunir til þess að bæta lifsskilyrði i islenzkum vötnum og sjávarlónum, 3) annast rannsóknir og til- raunir með klak og eldisfisk og fiskiræktun i eldistöðvum, 4) gera tilraunir með eldi og dreifingu á göngufiski, 5) veita fræðslu um meðferð klaks og um fiskeldi, eftir þvi sem við verður komið. Samkvæmt frumvarpinu eiga klak og eldistöðvar rikisins aö vera i umsjón og rekstri stofnun- arinnar. Þá er lagt til að klak- og eldisstöðvunum á vegum rikisins sé heimilt, að fengnu leyfi ráð- herra, að afla stofnfisks til klaks i hvaða veiðivatni sem er, enda séu svo mörg seiði sett i vatn i stað- inn, að þvi sé, að dómi veiðimála- stjóra, að fullu bættur skaðinn. Þá er lagt til,að tekjur stofnun- arinnar verði sem hér segir: 1) Fé, sem veitt er til starfsem- innar á fjárlögum. 2) Tekjur af sölu seiða úr klak- Framhald á bls. 19 'tSS"* 1 2 Djisus Kræst Nú liéldum við páskahátiöina lieilaga eins og venja er til, ýmist á skiðum eða á Þingvallahringn- um og öðrum bilfærum hringum, og hlustuðum á ýms tilbrigði i fjölmiðlum, eins og þátt um föst- una og liina ornamentarisku háttu trúaðra á fyrri limum, þeg- ar allri framvindu var lialdið í járngreipum brýnni spurninga, eins og þeirrar, hvort heldur ætti að éta kjöt eða fisk. Þegar loks heimsvandamálinu um mataræð- ið linnti, komust menn að með gagnlegri nýjungar, sem um margt voru öndverð fræðum kirk- junnar, að svo miklu leyti sem telja verður að þróun hennar hafi stöðvazt við spurninguna um kjöt og fisk. Blessaður páfinn hélt ræðu á þeim slóðum, þar sem geymdar munu vera meiri heimildir um Jón Arason og aðra heldri ntenn kirkjunnar fyrir siðbót en annars staðar utan islands. Eggert heit- inn Stefánsson var eitt sinn að reyna fyrir sér um fjárveitingu til rannsókna á bréfaskiptum vorum við páfastól, en við létum duga vitneskjuna um að Jón var höggvinn og svo er enn. En páfinn lýsti þvi merkilega hvernig kontið væri fyrir kirkjunni i stórum hluta álfunnar, og nefndi hana tegundarheitinu kirkju þagnar- innar. Ilefur niðurlagi grisk rónt- verskrar kirkju i USSR varla ver- iðbctur lýst, enda hefur sjaldnast verið deilt um sjálfviljugar föstur þar eystra. Þær komu af sjálfu sér. Þótt við höfum biskup, sem mun verða talinn með fremstu kennimönnum sögunnar, ber töluvert á þvi, að önd vor blakti annars staðar en i kirkjum. i dag föstum við og drekkum undan- rennu til að hafa af okkur hóglffis spik tæknitimanna, en ekki til að efla i okkur guðsþróttinn. Svo cr um aðrar föstur. En þó tekur í hnúkana, þegar páskahátiöin sjálf er notuð til að efla veg nýs mannkynsfræðara, sem unga fólkið virðist liafa uppgötvað alv- eg fyrir sig, eins og svo margt annað, sem það getur ekki átt með öðrum. Iiinn nýi mann- kynsfræðari nefnist Djisus Kræst og kannast enginn við hann á minu heimili og heldur ekki i næstu sýslum. Sagt er, að popp- heimurinn þrifist á eigin tungu- máli. En það getur varla talizt frumlegt, ef þetta pop-tungumál er ekkert annað en gömul og gró- in þjóðtunga, sem samkvæmt við- horfinu til þjóðtungna yfirleitt hlýtur einfaldlega að vera venju- leg frattunga. En livað sem þvi liður, þá er ekki gott að rugla með tnannkýnsfræðara. Iiingað til hefur hann aðeins verið einn. Við höfum trúað á hann og þakkað honum skamma tilvist i þessum lieimi. Ilann heitir Jesús Kristur það ég bezt veit og kenningar hans beinazt að þvi, að gera okk- ur að betri mönnum, og þeim mun betri mönnum, sem minna verður um föstukenningar og aðra túlkui; dauðlegra manna. Um mann- kynsfræðarann Djisus Kræst hef- ur ekkert heyrzt fyrr en nú, n kannski er þetta einhver af po. - ulunurn undir duinefni? Svarthöfði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.