Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. april 1972. TÍMINN 5 Gnúpverjar mótmæla röskun á Þjórsárverum Landgraeðslunefnd Ung- mennafélags Gnúpverja boðaði fyrir nokkru til al- menns sveitarfundar um þær hugmyndir að gera miðlunar- lón i Þjórsárverum, en megin- hluti þeirra eru á afrétti Gnúpverjahrepps. Gestir fundarins voru nátt- úrufræðingarnir dr. Finnur Guðmundsson og Arnþór Garðarsson. Sýndu þeir kvik- myndir og skuggamyndir úr Þjórsárverum. Fjölmenni var mikið á fundinum og þátttaka i umræðum slik, að tuttugu og þrjár ræður voru haldnar, og stóð fundurinn langt fram á nótt. 1 fundarlok var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fjölmennur sveitarfundur, haldinn að tilhlutan land- græðslunefndar Ungmenna- félags Gnúpverja i félags- heimilinu Arnesi 17. marz 1972, lýsir yfir eindreginni andstöðu við rafvæðingar- áætlanir, þar sem gert er ráð fyrir myndun uppistöðulóns i Þjórsárverum. Fundurinn vekur athygli á nokkrum mikilvægum atriðum varð- andi Þjórsárver: A. Þjórsárver eru geysistór og einstæð vin á miðhálendi tslands. Þau eru umlukin auðnum á alla vegu og eiga ekki sinn lika hvað varðar fjölbreytilegan gróður og fuglalif. B. Gróðureyðing i aldaraðir er alvarlegasta vandamál náttúrverndar á Islandi. — Verði Þjórsárver sett undir vatn, er gróðri og gróðurfari landsins unnið óbætanlegt tjón. — Miklar likur eru og á þvi, að mismunandi hæð á yfirborði vatnsins i fyrir- huguðu lóni i Þjórsárverum orsaki uppblástur. C. Þjórsárver eru verðmætt beitiland. D. Talið er, að 3/4 hlutar alls heiðagæsastofnsins i heim- inum verpi i Þjósárverum. — Margir fuglategundir i heim- inum eiga nú á hættu að verða útrýmt. Röskun i Þjórsárverum stofnar varp- löndum heiðagæsarinnar i hættu. Af ofangreindum ástæðum andmælir fundurinn hvers konar röskun i náttúru Þjórsárvera og skorar á al- menning i landinu að samein- ast um að varðveita þessa ein- stæðu perlu islenzkra öræfa. A fundinum var einnig samþykkt tillaga til hrepps- nefndar um að beita sér fyrir þvi, að Gnúpverjar fái nú þegar mann i nefnd þá, sem kölluð hefur verið Þjórs- arnefnd, og hefur það hlutverk að fylgjast með rannsóknum i Þjórsárverum. AAdlmiðnaðarmenn c Gerum brezka A aðalfundi Sveinafélags Málmiðnaðarmanna á Akranesi, sem haldinn var um miðjan marz, var m.a. samþykkt ályktun, þar sem þvi var lýst yfir, að málmiðnaðarmenn á Akranesi muni ekki gera við brezka togara, verði sett löndunarbann á islenzka togara i brezkum höf- num vegna stækkunar fiskveiði- lögsögunnar. Hér á eftir fara ályktanir, sem samþykktar voru á fundinum: Aðalfundur S.M.A. lýsir yfir stuðningi sinum við yfirlýsta stefnu rikisstjórnarinnar i land- helgismálinu. Jafnframt lýsir S.M.A. yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Sveinafélags málmiðnaöar- manna á Seyðisfirði i sambandi við landhelgismálið og mun bregðast við á sama hátt. Aðalfundur S.M.A. skorar á rikisstjórn og Alþingi að leggja niður svo fljótt, sem hægt er, hiö löngu úrelta meistarakerfi i iðn- fræðslu og koma á raunhæfri i Akranesi: ekki við togara verknámskennslu i formi verk- námsskóla. Ennfremur er brýn nauðsyn að koma á frekari starfs- kynningu i skyldunámi. Aðalfundur S.M.A. ályktar eftirfarandi: Vegna óhapps þess, sem varð hjá fyrirtækinu Þorgeir & Ellert h/f þann 21/1 1972, er skipalyfta þess hrundi með vél- bátinn Gissur hvita frá Hornafirði vili S.M.A skora á rétta aðila að þeir beiti áhrifum sinum til þess að skjót lausn fáist á þvi ástandi, sem nú rikir hjá fyrirtækinu og orsakar fyrirsjáanlegan sam- drátt i atvinnulifi bæjarins. Fischer samþykkir að tefla í Belgrad og Reykjavík /■ Byggingafræðingafélag Islands Tónleikar Svansins ó laugardag Laugardaginn 8. april n.k. heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika i Háskólabiói, og hefjast þeir kl. 15.00. Lúðrasveitin Svanur er skipuð um 50 hljóðfæraleikurum, sem allt er áhugafólk um tónlist. Að þessu sinni verða á efnisskrá hljómsveitarinnar öllu viðameiri verk en áður hefur tiðkazt, og má þar t.d. nefna Ballettmúsikina úr ,,Faust” eftir Gonoud og hinn fræga „Marche Slave” Tscaikowskys. Að öðru leyti verður tónlist við allra hæfi. Gunnar Þórðarson Nýlega hélt Byggingafræðinga- félag Islands aðalfund sinn að Hótel Loftleiðum. Kom fram i skýrslu formanns, að meðal þess sem unnið var að á árinu var hóp og liftrygging félagsmanna. Þá voru haldnir fræðslu og umræðu- fundir um byggingar og skipu lagsmál. Byggingafræðifélagið gerðist stofnaðili að Steinsteypu- félaginu sem stofnað var á siðast- liðnu ári. Félagar i BFl eru 26 tal- sins og er núverandi stjórn þess þannig skipuð: Sigurður Guðmundsson, for- maður Leifur Blumenstein, varafor- maður. Leifur Gislason, ritari. Björgvin R. Hjálmarsson, gjald- keri. Sveinn Þorvaldsson, spjaldskrár- ritari, og varamenn Ásmundur Jóhannsson og Þórhallur Aöalsteinsson. Sérstæð og falleg af- mælisdagabók kominút AK, Rvik. A vegum Vikurút- gáfunnar er komin út ný afmælis- dagabók, vönduö vel að öllum búningi i pappír, prentun og bandi. llólar hafa annazt prentun og band, en útlitsteikningar allar eru frá Auglýsingastofu Glsla B. Björnsáonar. Hverjum degi fylgir visa eða ljóðbrol að hefðbundinni venju slikra bóka, og hefur Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu séð um valið. Hann er ljóðelskur maður og kunnugur vel i ljóðum hinna eldri skálda. Um valið segir Gunnar: „Ljóðunum i þessari bók er efnislega raðað eftir árstiðum, þannig að efni þeirra er jafnan sem i mestu samræmi við það veðurfar og ástand umhverfisins, sem rikjandi er hverju sinni. Höfundum er einnig raðað eftir fastri reglu, þannig að hver mánuður hefst með ljóði eftir elzta skáldið, og svo áfram allan mánuðinn og lýkur með kvæði yngsta skáldsins. Flytur þvi hver mánaðardagur ljóð eftir sama skáld allt árið. Vegna þessarar bundnu reglu var ekki unnt að birta kvæði eftir fleiri skáld en dagar eru flestir i mánuði eða 31 talsins.” Prófarkir virðast hafa verið lesnar af umhyggju og vel farið með visur. Bókinni hefur verið valið þetta snotra nafn — Dagperlur. w Alyktun FUF í Rvík um Vélskólann A stjórnarfundi i Félagi ungra Framsóknarmanna miðvikudag- inn 22.marz, samþykkti stjórn félagsins eftirfarandi: Félag ungra Framsóknarmanna i Reykjavik lýsir fyllsta stuöningi við kröfur nemenda Vélstjóra- skóla Islands, er þeir sækja um aðild að lánasjóði islenzkra námsmanna. Félag ungra Fram sóknarmanna litur svo á, að nemendur við Vélstjóraskólann eigi rétt á að sitja við sama borð og aðrir námsmenn, sem fá lán úr umræddum sjóði. Stjórn FUF OÓ-Reykjavik. Ameriska skáksambandið tilkynnti i gær, að Fischer hefði fallizt á að heyja skákeinvigiö við Spassky á þeim stöðum og tima, sem samið var um i Amsterdam i siðasta mánuði. Mun ful!trúi Ameriska skáksambandsins skrifa undir samningana, sem gerðir hafa verið. FIDE hefur beðið skáksam- band Belgrad að endurskoða þá ákvörðun að hætta við að halda fyrri hluta einvigisins, en það vilja Júgóslavar ekki gera nema FIDE setji tryggingu fyrir að ein- vigið verði haldið, samkvæml þeim skilmálum, sem um er samið. FIDE hefur látið alla við- komandi aðila vita um afstöðu Fischers og knýr á við Skáksam- band Belgrad að það haldi áfram undirbúningi einvigisins, sem á að hefjast 22.júni og verður siðari hluti einvigisins siðan tefldur i Reykjavik. Sæmdir gullmerki HÍP Sagt var i frétt i blaðinu i gær, að 23 aldnir félajsmenn Hins is- lenzka prentarafélags heföu i fyrradag verið gerðir að heiðurs- félögum HIP. Þetta er að sjálfs- sögðu ekki rétt, þeir voru sæmdir gullmerki félagsins. Eru við- komendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. -EB Ráðstefna Landssambands lífeyrissjóða EB—Reykjavik. Landsamband lifey rissjóða heldur ráðstefnu að Hótel Esju 7. og 8. april n.k., þar sem fjallað verður um verðbólguna og áhrif hennar á lifeyrisgreiðslur og ávöxtun fjár lifeyrissjóða. Á siðasta aðalfundi sam- bandsins var ákveðið að koma á fót fræðslustarfsemi fyrir for- svarsmenn aðildarsjóða þess, og er þessi ráðstefna fyrsti liðurinn i slikri starfsemi. — Jafnframt verða á ráðstefnunni rædd til- mæli, sem sett voru fram af rikis- stjórninni 4. april s.l., um kaup sjóðanna á skuldabréfum Byggingarsjóðs rikisins. Á ráðstefnunni munu þessir menn flytja erindi: Björn Matt- hiasson hagfræðingur, Guðjón Hansen tryggin^afræðingur, Guðmundur Magnusson prófes- sor, Hermann Þorsteinsson full- trúi og Ottó Schopka viðskipta- fræðingur. Heilsuverndar- póststimpill Sérstakur póststimpill verður i notkun á Póst- stofunni i Reykjavik á Alþjóðaheilsuverndar- daginn, föstudaginn 7. april 1972, en dagurinn er að þessu sinni helgaður hjartavernd. Geta þeir, sem þess óska, fengið sendingar sinar stimplaðar með honum. Nokkrir félagar I SOM opnuðu sýningu á verkum sfnum I Iðnó i Keflavfk fyrir páska. Vegna mikillar að- sóknar ákváöu listamennirnir aö framlengja sýninguna, og stendur hún fram eftir’þessari viku. Margar myndanna eru þegar seldar. Er þetta I fyrsta sinn, sem SÚM sýnir utan einkasýningarsals félagsins i Reyk- javík, en í ráöi er aö halda fleiri sýningar úti á landi i framtfðinni, ekki sízt vegna þess, hve vel þessi Suður- nesjasýning hefur tekizt. A myndinni eru þrfr listamannanna, sem sýna i Keflavík, og nokkur þeirra verka sem þangað voru send. Gylfi Gfslason stendur til vinstri, Vilhjálmur Bergsson krýpur, og til hægri er Arnar Herbertsson. (Tfmamynd Róbert.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.