Tíminn - 06.04.1972, Page 20

Tíminn - 06.04.1972, Page 20
 Færeyingar vilja viöræður SB—Reykjavik Markaösmálanefnd Fær- eyska lögþingsins fór þess á leit i gær viö landsstjórnina, aö hún heföi samband viö is- ienzku rfkisstjórnina, varö- andi fyrirhugaöa útfærslu is- ienzku fiskveiöilögsögunnar. Nefndin fer þess einnig á leit viö stjórn og þing Færeyja, að hafnar veröi samningaviöræð- ur viö islenzku stjórnina um hin breyttu fiskveiöitakmörk, þegar þar að kemur. Nefndar- menn benda á, að i ljósi sam- þykktar alþingis og færeyska landsþingsins um aukna sam- vinnu Færeyinga og Islend- inga, sé ástæða til að búast við þvi, aö Islendingar viðurkenni sérstöðu Færeyinga gagnvart útfærslu fiskveiöilögsögunnar. „Úlfmaður i menninguna eftir 50 ár NTB—Alieante Iiann er dauöhræddur viö hnifapör, foröast mjúkt og þægilegt rúm. Sigarcttan cr hið eina, sem honum finnst þe ss viröi að nota þaö, af þeim hiutum, sem hann hcfur kynnzt í menningunni. „Úlfmaðurinn" hefur verið á vörum fólksins, sem býr við Sierra del Aquila-f jallið á Spáni, i ein 50 ár. Nýlega var hann handsamaður og fluttur niður i menninguna, þar sem rómversk-kaþólskar nunnur tóku að sér að hugsa um hann. „Úlfmaðurinn” var með hár langt niður á bak, húð hans var nær svört af sólskini og 50 ára baðvatnsleysi. Neglurnar voru langar og beittar. Nunn- urnar eru þeirrar skoðunar, að hann hafi alizt einn upp i fjöll- unum frá fæðingu. Hafi e.t.v. verið borinn út. Aö tileinka sér menninguna, hefur ekki reynzt honum auð- velt. Hann rýtir i stað þess að tala og harðneitar að sofa inn- an dyra, vill heldur garðinn eða trjákrónu. Hann borðar með höndunum og snertir ekki hnifapör. Hið eina, sem hon- um likar vel i hinu nýja lifi sinu, eru sigarettur og hann reykir allmikið Castro reiöur vegna sprengjunnar i Kanada NTB—Havana Fidel Castro, forsætisráð- herra Kúbu réðst i gær harka- lega á lögregluna i Montreal og ásakaði hana hana fyrir að hafa komið fram eins og ófor- skammaða fasista eftir sprenginguna, sem varð á þriðjudaginn i skrifstofum kú- bönsku verzlunarsendinefnd- arinnar þar, en einn maður beið bana og annar særðist. Castro, sem talaði i útvarp- ið, ásakaði andbyltingaröfl undir stjórn bandarisku leyni- þjónustunnar (CIA) fyrir að standa að baki sprengjutil- ræðinu. Hann bætti þvi við, aö kanadiska lögreglan myndi greinilega ekki eftir þvi, að bandariskt seridiráð er á Kúbu. Ekki sagðist Castro þó ætla að hefna sin á varnar- lausu fólki. Lögreglan i Montreal hefur handtekið s jö Kúbumenn, sem grunaðir eru um sprenging- una. IRA klofinn í afstöðunni til friðar NTB—Bclfast Allt úrslit var fyrir það i gær, aö irski lýðveldisherinn væri klofinn i tvennt um skoö- un sina á framtiðarhlutverk- inu á N-írlandi. IRA-menn i Dublin segja, aö áfram veröi lialdiö hryðjuvcrkastarfscm- inni eins og áöur, en IRA i Londonderry kveðst vilja ræöa kröfur ibúanna um vopnahlé. Kröfur hinna kaþólsku ibúa voru settar fram i fyrra mán- uði, þegar n-irska þingið var leyst upp og Bretar tóku við stjórninni. Um páskahelgina varð til hreyfing kvenna, sem beita vill áhrifum sinum til að koma á vopnahléi. Hreyfingin er i sókn og sifellt fleiri styðja hana. IRA-menn i Londonderry sendu i gær út tilkynningu, þar sem sagt er að IRA vilji frið, en ekki með hvaða skilyrðum sem er og kæmi til mála að ræða friðarskilyrði fólksins. McGovern er í fararbroddi NTB—Milwaukee George McGovern, öldunga- deildarþingmaður, tók i gær forustuna i kapphlaupinu um að verða útnefndur forsetaefni demókrata. Hann sigraði i for- kosningunum i Wisconsin ásamt George Wallace, en John Lindsay, borgarstjóri i New York, tapaði og hefur nú tilkynnt, að hann sé hættur i baráttunni. Úrslitin voru annars á þessa leið: McGovern fékk 30% greiddra atkvæða demókrata, Humphrey fékk 21%, Wallace 21%, Muskie 11%, Jackson 8%, Lindsay 7%. Næstu for- kosningar verða 25. þessa mánaðar i Massachusetts og Pennsvlvaniu. Fimmtu-iagur 6. april 1972. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH n Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðsson og Hólmgrimur Heiðreksson. 7. ieikur Akureyrar: 0-0 Thieu segir sókn N-Víetnama stöðvaða NTB-Saigon Alls um 350 bandarískár og S-Vietnamskar sprengjuflugvélar réðust á stöðvar N-Víetnama sunnan hlutlausa beltisins i gær og sögðu heimildir her- sins, að gerðar hefðu verið 217 sprengjuárásir á 20 klukkustundum. Jafnframt leit út fyrir, að herir kommúnista undirbyggju nýja stórsökn i mið- hálendinu. Thieu forseti S-Vietnam sagði i gær, að herir sinir hefðu nú stöðvað framgang Norður-Viet- nama sunnan hlutlausa beltisins og væru kommúnistar á undan- haldi. Sagði Thieu, að Suður-Viet- namar gætu bjargað þessu sjálfir með aðstoð bandarisku flugvél- anna og gaf með þvi i skyn, að hann hefði enga þörf fyrir banda- riskan herstyrk á jörðu niðri, ennþá. Forsetinn sagði, að kommúnis- tar hefðu styrkt herlið sitt i Quang-Tri héraði, er fjórar her- deildir hafa verið á þvi svæði. Thieu lagði áherzlu á, að stöðva yrði fyrir hvern mun tilraun kommúnista til að ná á sitt vald hluta af S-Vietnam. Tilgangurinn með þessari sókn þeirra væri að sýna fram á, að stefna Nixons i Vietnam væri röng, þar sem nú væri kosningaár i Banda- rikjunum. Thieu kvað ekki nokkurn minnsta vafa á þvi, að það væru hersveitir N-Vietnema, sem nú sæktu fram, enda þótt fáni þjóðfrelsishreyfingarinnar væri i broddi hersveitanna. MIÐJARÐARHAFK) i BRAÐRI HÆTTU Vísindamenn telja því dauðan vísan innan 25 ára vegna mengunar SB—Reykjavik Visindamenn óttast nú, að Miðjarðarhafið, vagga vestrænnar menningar, sé að deyja úr mengun, bæði af völdum iðnaðar og mannfólksins. En þeir eru þá einnig þeirrarskoðunar, að ekki sé of seint að reyna að bjarga ,,hinu dimmbláa hafiV Sjávarliffræðingurinn Peter Dohrn.sem starfar i Napoli, segir, að ástand Miðjarðarhafsins sé mjög alvarlegt, baðströndum hafi víða verið lokað áf heilsufars- ástæöum, fiskistofnarnir fari óðum minnkandi, oliuklumpar berist á land, gróöurinn minnki og hafnarsvæði séu hreinustu drullupollar. Franski haffræðingurinn Cousteau segir, að fyrst þegar Þriðja leiðangri rannsóknaskips- ins Bjarna Sæmundssonar á þessu ári lauk laust fyrir páska. Leiðangur þessi var eingöngu helgaður veiðarfæratilraunum, nánar tiltekið tilraunum :i með botnvörpu og er fyrsti leiðangur sinnar tegundar á skipinu. I ferðinni voru gerðar ýmsar mælingar á venjulegum togara- botnvörpum og voru áhrif ýmissa breytinga á veiðarfærinu könnúð hann hóf að kafa i Miðjarðarhafið fyrir 25 árum, hafi það verið iðandi af lifi, en nú sé varla hægt að finna þar fisk, sem sé lengri en 10 sm. Segir hann lifsorku hafsins hafi minnkað um 30 — 50% siðustu 20 árin. Svissneski sjávarsérfræðingur- inn Piccard segir, að hafið muni verða dautt innan 25 ára, verði ekkert að gert, til að stöðva mengunina. og mæld. Auk þess voru gerðar veiðitilraunir með nýrri vörpu- gerð, sem nokkuð hefur rutt sér til rúms hjá öðrum þjóðum að undanförnu. Eftir nokkra byr- junarörðugleika tókst að ná at- hyglisverðum árangri. Margir hafa sýnt þessum tilraunum mikinn áhuga, ekki hvað sizt vegna yfirstandandi stækkunar togaraflotans. Liklegt er, að Framhald á bls. 19 Við strendur þessa fagra hafs eru þéttbýlar iðnaðarborgir, sem spúa frá sér ósköpum af mengun og aðeins ein þröng leið er út úr hafinu,: Gibraltarsundið. Það, sem heldur Miðjarðarhafinu lifandi, eru „lungu" þess, Kor- sikuflóinn, Adriahafið og Eyja- hafið, en þar verður súrefnið til vegna áhrifa svalra meginlands- vindanna. En fyrir kaldhæðni ör- laganna eru þessi „lungu" ein- mitt þar sem mengunin er verzt. Fyrsta mengunin af manna- völdum i Miðjarðarhafinu var frá koparvinnslu á Kýpur, járn- vinnslu i Litlu-Asiu og tinnámun- um i Fönikiu. Seinna létu Róm- verjar allan úrgang sinn fljóta til sjávar eftir Tiber og skurðirnir i Feneyjum hafa öldum saman tekið á móti mannlegum úrgangi. Nútima úrgangsefni eru mun eitraðri, þannig að fiskur, plöntur og meira að segja dýr á landi verða eitruð af vatninu. A siðasta ári mun hvorki meira né minnaen 300 þúsund lestum af oliu hafa verið dælt i Miðjarðar- hafið, úr skipum, sem hreinsuðu geyma sina. Landkönnuöurinn Heyerdahl hefur rannsakað oliu- mengunina við strendurnar og segir hann að umhverfis Möltu, sé svart belti og olia sé um allar strandir Sýrlands og Libanon og þar sé ekkert lif að finna. Allir þessir sérfræðingar og margir fleiri eru nú sammála um, að vekja verði athygli stjórn- málamanna og rikisstjórna á ástandinu og fá þá aðila til að gera eitthvað. Reglur verði að setja og rikin 16, sem að hafinu liggja, verði að undirrita einhverskonar sam- komulag um að stöðva mengunina. En vandinn við slika fram- kvæmd er sá, að að þótt þjóðirnar norðan og vesian megin hafsins séu allar af vilja gerðar til að draga úr iðnaðarmengun, muni þjóðirnar sunnan og austan við vilja halda ótrauðar áfram iðn- væðingu sinni og þróun, jafnvel þótt afleiðingin verði meiri mengun. Miðjarðarhafið virðist ekki vera ýkja mengað þar sem þessi islenzka stúlka svamlar um. Tilraunir með nýja vörpu lofar góðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.