Tíminn - 18.04.1972, Síða 3

Tíminn - 18.04.1972, Síða 3
Þriðjudagur 18. april 1972. TÍMINN 3 \ Aburðarflutningar hafnir og ganga vel OÓ—Reykjavik. Áburðarflutningar út um land eru hafnir, og gengur dreifingin vel. Meginhlutinn af Kjarna- áburðinum er kominn á hafnir um alltland, en á örfáum stöðum er ekki aðstaða til að taka við áburðinum vegna geymsluvand- ræða. Áburður frá útlöndum til landsins er á góðum vegi, og standa þeir flutningar sem hæst núna. Hjálmar Finnsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagði, að afgreiðslan frá verksmiðjunni i Gufunesi væri meiri núna en undanfarin ár, og er þvi helzt að þakka, að vegirnir eru nú i betra ástandi. Áburðarpantanir i ár eru aðeins meiri heldur en salan var i fyrra. En sú er reynslan.að það eru alltaf margir aðilar, sem ekki panta nægilega mikið. t fyrra var selt kringum 65.500 tonn, en pantanir i ár eru 66.050 tonn. En gert er ráð fyrir að hafa svolitið meira magn til staðar en pöntunum nemur. t fyrra var salan t.d. talsvert meiri en pöntunum nam. Aætlað er að nú verði selt kringum 24 þús tonn af Kjarna og um 42 til 45 þús. tonn af innfluttum áburði. Góð aðsókn hefur verið að sýn- ingu Þjóðhátiðarnefndar i sýningarsal Norræna hússins, en þar eru til sýnis tillögur i sam- keppni nefndarinnar um merki og veggskjöld. Sýningin er opin virka daga kl. 5-10, á sumardaginn fyrsta, laugardag og sunnudag, verður sýningin opin kl. 2-10. Húnavakan hefst 19. apríl KK — Blönduósi Hin árlega fræðslu- og skemmtivika Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga — Húnavakan—hefst að þessu sinni siðasta vetrardag — 19 april.öll atriði vökunnar fara fram i Félagsheimilinu á Blönduósi. Búizt er við góðri aðsókn, og að margir fagni sumri á vökunni, enda er þar margt til skemmtunar. Má m.a. nefna að það verða sýnd þrjú leikrit,tvær kvöldvökur verða með blönduðu efni, og sumarfagnaður Barnaskólans á Blönduósi. Auk þess verða sýndar kvikmyndir. Að sjálfsögðu verða dansleikir öll kvöld vökunnur, og leikur Hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar frá Selfossi fyrir dansinum. Húnavökunni lýkur sunnudags- kvöldið 23. april. 12. árgangur ársrits ungmennasambandsins — Húnavaka-kemur út um sumar- málin, og verður til sölu á Húna- vökunni. Fílabeinsturnar Eitt af þvi sem hefur vakizt til umræðu á liðnum dögum er að- ferð við að koma listinni til fólks- ins. Þetta hefur gengíð "• mjög erfiðlega á undanförnum árum, og kannski alla tíð, en með tilvist sjónvarps og annarra áhrifaríkra fjölmiðla virðist þörfin vera brýnni nú en oft áður fyrir per- sónuleg kynni við listamenn og list þeirra, en mikið skortir á, að nægilegur áhugi stjórnaraðiia hafi verið fyrir hendi, þegar um slika listkynningu er að ræða. Fyrir nokkrum árum var efnt til „Listar um landið”, en slikt ágætt framtak lognaðist út af, kannski vegna þess að ekki hefur verið rétt að því staðið. Og enn er farið að ræða og skipuleggja list um landið. Vonandi tekst nú að halda lífi i framkvæmdinni, og þeir einir setjist ekki að henni, sem hugsa hlýtt til hennar í at- vinnubótaskyni, heldur verði þeir fengnir með í bland sem almenn- ingur hefur áhuga fyrir, stjörnur ýmiskonar, sem gera mönnum glatt í sinni og vekja forvitni, þótt ýmsum páfum þyki þeir ekki þungavigtarmenn i listinni. Ein er sú stofnun, sem hefur haft með listflutning að gera, er virð- ist eiga langra lifdaga auðið, þótt ekki hafi hún farið hratt af stað. en það er Höfundamiðstöðin, sem starfrækt er á vegum Rithöfunda- sambands islands, og stjórnað af Ingólfi Kristjánssyni, sem löng- um hefur verið mikil hjálpar- hella, þegar þurft hefur á starfs- kröftum að halda, bæði innan samtaka rithöfunda og einnig i Blaðamannafélaginu. Höfunda- miðstöðin skipuleggur að óskum skólastjóra ferðir rithöfunda og skálda og bókmenntafræðinga i framhaidsskóla landsins. Þetta starf hefur verið unnið við vax- andi orðstír á undanförnum ár- um. Nýlega var farið i bókntennta- ferð um Húnavatnssýslur á veg- um llöfundamiðstöðvarinnar — að ósk skólastjóranna á svæðinu. Höfðu þeir samráð um þetta eins og ýmislegt annað,og fer vel á þvi. Með i ferðinni var Erlendur Jónsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, og flutti hann erindi á öllum stöðunum á undan upp- iestri. Gerði hann sér far um að skýra fyrir áheyrendum þróun bókmenntanna á siðustu áratug- um. Flutti hann sjö erindi um þetta efni á fjórum dögum, talaði blaðablaust uppundir klukkutíma i senn, og nálgaðist viðfangsefnið á ferskan hátt i hvert sinn, og myndu fáir eftir leika. Varð þetta hin mesta frægðarför fyrir Er- lend og mun mál hans minnis- stætt þeim sem hlýddu. En þvi er þessa minnzt hér, að reynslan af þessari ferðsýnir, að nauðsynlegt er að hafa listfræðinga, hverrar greinar sem er, til að kynna fyrir fólki hver aðdragandinn er að þvi, sem vcrið er að flytja þvi hverju sinni. Breytingarnar eru örar og flóknar, og þvi er skiljanlega vel tekið, þegar fólki gefst kostur á þvi að átta sig á mcginstraumum og stefnum, sem skýrðar eru fyrir þeim áreitnislaust og án hleypi- dóma. Og það er einnig atriði, að listfræðingarnir komi ekki brynj- aðir i bak og fyrir með skrifaðar ræður, þvi hér er um atriði að ræða, sem hentar að flytja upp á staðinn og stundina. Sagt er að margt i þjóðlifinu komist aldrei út fyrir borgar- mörkin. Eflaust má finna þeirri skoðun stað. Og þeir bókmennta- menn, sem sitja hér i náðum, gera alltof litið að þvi að hreyfa sig um landið. Þeir myndu skipta um skoðun, ef þeir færu einu sinni og fyndu hver áhuginn er á þvi sem þeir hafa að segja. Bók- menntir, svo dæmi sé tekið, eru ekki list til að iðka i filabeinsturn- um. Þær eru of nærstæðar fólkinu i landinu til þess. Það er þvi kom- ið að turnfólkinu að hrista af sér slénið og stefna sem nef vísar út á landsbyggðina. SK RIFSTOFUSTÚ LKU R Fyrirtæki i Reykjavik óskar að ráða stúlk- ur til eftirtalinna starfa: 1. Til gjaldkerastarfa og við vélabókhald. Vélritunarkunnátta og bókhaldsþekking nauðsynleg, ennfremur nokkur tungu- málakunnátta. 2. Til starfa við vélritun, launaútreikning og simavörzlu. Vélritunar- og nokkur tungumálakunnátta áskilin. Góð laun i boði fyrir hæfa umsækjendúr. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt „Skrifstofustúlka 1248” fyrir 23. april n.k. MATSALA Húsnæði óskast til leigu fyrir matsölu sem næst miðborginni. Upplýsingar i sima 52464. ÚTBOÐ Tilboð óskast i lögun lóðar við Leirubakka 18-321 Reykja- vfk Útboðsgögn fást afhent hjá Njáli Guðmundssyni tæknifræðingi, Huldulandi 9, gegn 500 kr. skilatryggingu og verða tilboð opnuð á sama stað fimmtudaginn 27. apríl kl. 5 eh. ÚTB0Ð - GATNAGERÐ Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i gatnagerð i hluta Suðurgötu i Hafnarfirði. Verkið innifelur undirbúning undir varan- legt slitlag, þar með endurnýjun lagna, jarðvegsskipti o.fl. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu bæjarverkfræðings, Strand- götu 6 gegn 5 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 26. april kl. 11, að viðstöddum bjóð- endum. Bæjarverkfræðingur. Laust embætti, er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i raforkuverkfræði i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur til 10. mai 1972. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Gera verður ráð fyrir, að rannsóknar- skyldu þeirri er starfinu fylgir, verði fyrst um sinn fullnægt utan háskólans eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni ýtar- lega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 7. april 1972. Svarthöföi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.