Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILAStOÐINHF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR c 95. tölublað—Föstudagur 28. april 1972—56. árgangur. J ¦v* ^ Suduriands rt i-500 Stjórnarfrumvarp um orlof húsmæðra: Ríkið hækki framlagið um 90 krónur á hverja húsmóður EB-Reykjavik. Stjórnarfrumvarp um orlof húsmæöra var I gær lagt fyrir Al- þingi, og mælti félagsmálaráo- herra, Hannibal Valdimarsson fyrir frumvarpinu á fundi i neori deild. f frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir ao framlag rikissjóös verði a6 minnsta kosti 100 kr. á hverja húsmóður i landinu, vegna orlofs þeirra, en I gildandi lögum er það ákveoiö 10 kr. Þá er þao nýmæii i frumvarpinu að orlofs- nefndum húsmæðranna verði heimilt aö nota allt aö 20% af framlagi rikis og sveitarfélaga til þess aö greiða kostnaö vegna barna orlofskvenna á barnaheim- ili eöa annars staðar, meöan á or- lofsdvöl stendur. 1 þessu frumvarpi er lagt til að sveitarfélög greiði vegna orlofs- ins ekki minna eh 50% á móti framlagi rikissjóðs. Þá er, sam- kvæmt frumvarpinu, heimilt að láta orlofsþega greiða allt að 15% af beinum kostnaði orlofsdvalar, ef aðrar tekjur nægja ekki. Segir í frumvarpinu að það fari eftir ákvörðun hverrar einstakrar or- lofsnefndar, en samkvæmt frum- varpinu kjósa Héraðssambönd Kvenfélagssambands tslands nefndirnar fyrir orlofssvæðin hver i sinu umdæmi. Þá segir i frumvarpinu að sér- hver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launa- greiðslu fyrir það starf, eigi rétt á að sækja um orlof. Þegar valið sé úr umsóknum, skuli orlofs- nefndirnar hafa til hliðsjónar barnaf jölda, aldur barna og aðrar félagslegar aðstæður kvennanna. Æskilegt sé, að orlofsdvöl sé ekki skemmri en 7-10 dagar. I umræðum um þetta frumvarp i þinginu i gær, minnti Þórarinn Þórarinsson (F) á, að á Alþingi i fyrra hefði hann og samflokks- maður hans, Agúst Þorvaldsson, flutt frumvarp um breyting á þessum lögum. Þar hefði verið lagt til að framlag rikissjöös til. þessara mála yrði a.m.k. 100 krónur á hverja húsmóður i land- inu. Meginefni þessa stjórnar- frumvarps væri i áðurnefndu frumvarpi. Þórarinn lagði að sið- ustu áherzlu á, að þetta stjórnar- frumvarp fengi skjóta afgreiðslu i þinginu. Kvaðst hann vona, að nú væri góður stuðningur þessa máls fyrir hendi i þinginu, þott svo hefði ekki verið i fyrra. — Svava Jakobsdóttir (AB) tók einnig til máls. Hún fagnaði frumvarpinu þar sem með þvi væri stefnt i rétta átt. JÓHANNES ÚR KÚTLUM LATINN IGÞ-Reykjavfk. Eitt ástsælasta Ijóftskáld þjóðárinnar er látið. Jóhannes úr Kötlum andaðist i gærmorgun i sjúkrahúsi hér i bæ eftir langvar- andi vanheilsu. Með Jóhannesi úr Kötlum er fallinn i valinn skáld, sem frá þvi að fyrsta ljóðabók þess kom út, Bi bi og blaka, árið 1926 og til þessa dags hefur staðið nærri hjarta hvers manns. Hlý- hugur hans til alls er lifði og mannást lýsti eins og kyndill i ljóðum hans — ofar öllum dægur- málum. Jóhannes var mikilvirkt ljóð- skáld og rithöfundur, en alls skrifaði hann tuttugu og átta bækur, ljóo og skáldsögur, og auk þess þýddi hann margar skáld- sögur og annaðist útgáfur á safn- ritum og greinum. Jóhannesi úr Kötlum hlotnaðist margháttuð viðurkenning. Hann fékk önnur verðlaun fyrir hátiðarljóð árið 1930 og 1. verðlaun fyrir hátiðar- ljóð, Land mins föður, árið 1944, sem skipar nú sess i hugum manna sem einskonar annar þjóðsöngur. Hann starfaði mikið að félagsmálum rithöfunda og átti sæti i stjórn Rithöfundafélags Islands, Rithöfundasambands Islands og Bandalags isl. lista- manna. Jóhannes úr Kötlum hlaut silfurhestinn, bókmennta- verðlaun blaðanna, árið 1971, og ein ljóðabóka hans var lögð fram af Islands hálfu við bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Með Jóhannesi úr Kötlum er genginn góöur drengur, frábært skáld og mikil baráttumaður. KANADAMENN FARNIR AÐ SELJA GRÁSLEPPUHROGN Grásleppuveiðin hér við land hefur gengið sæmilega ÞO-Reykjavik. „Við erum búnir að selja um 2500 tunnur af grásleppu- hrognum af þessa árs framleiðslu og er það um helmingurinn af þvi sem við seldum i fyrra, en þá seldum við um .5000 tunnur af grá- sleppuhrognum", sagöi Guðjón B. Ólafsson fram- kvæmdastjóri sjávarafurðar- deildar SIS er við ræddum viö hann. Guðjón sagði, að alls hefðu verið framleiddar um 12 þús. tunnur af grásleppuhrognum á tslandi i fyrra og þá hefði verðið fyrir tunnuna verið 9600 krónur, en lágmarks- verðið fyrir tunnuna á þessu ári væri um 11 þús krónur. Fram til þessa hafa Is- lendingar verið með, um og yfir 50% af markaðinum og hin 50% komið frá Grænlandi, Noregi og Danmörku. I fyrra bættist nýr keppinautur i hópinn, þ.e. Kanada, en þeir hafa ekki stundað grásleppu- veiðar að neinu marki fyrr en 1971. Veiðar stunda þeir við Nýfundnaland og allt i kringum það er talið aö séu að finna mikil grásleppumið. Guðjón sagði, að svo gæti farið að Kanadamenn yrðu okkur hættulegir keppinautar, en við skyldum vona að svn yröi ekki. — Kanadamenn hefja ekki sinar veiðar fyrr en i mai, og sagði Guðjón að þessvegna hefði gengið hægar að selja grásleppuna á þessu ári en i fyrra, þar sem kaup- endur vildu biða og sjá hvað yröu úr veiði hjá Kanada- mönnum. Grásleppuveiðin fyrir Norður- og Norðausturlandi hefur verið nokkuð góö, og fyrir Vestf jörðum er gott útlit. Grásleppuhrognin, sem búið er að selja á þessu ári, hafa verið seld til Þýzkalands, Danmerkur Japans og Frakk- lands. Ákvörðun í einvígis- málinu tekin 2. maí Rússar krefjast þess að allt einvígið verði hér ÞÓ-Reykjavik. Sovézka Skáksambandið hefur krafizt þess, að allt skákeinvigið milli þeirra Spasskys og Fischers fari fram i Reykjavik. Tass fréttastofan, sagði i gær, að Sov- e'zka skáksambandiö hefði sent Alþjóðaskáksambandinu skeyti þess efnis, og ennfremur að Rússar styðji Dr. Euwe ekki I þvi að semja um einvigið á nýjan leik. Sovézka skáksambandið segir, að einvigið verði að fara fram á tilsettum tima, og eins og málin standi i dag, þá beri að hef ja það i Reykjavik 22. júni. Ennfremur segir Sovézka skáksambandið, að ekki sé lengur hægt að fara eftir duttlungum Fischers og ef hann láti ekki segjast, þá beri að svipta hann öllum réttindum til að tefla við Spassky. Brezka stórblaðið The Times skýrir frá þvi i fyrra- dag, að Puerto Rico hafi boðizt til að halda skákeinvigið milli Fischer og Spasskys, annað hvort allt eða helming á móti Reykja- vik. Tilboð Puerto Rico var simað til Dr. Max Euwe, þar sem hann var staddur i Singapore á ferð sinni um Asiu. Fréttamaður The Times i London náði tali af Dr. Euwe i Singapore, þar sagði dr. Euwe, að hann vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. Hann sagðist koma til Amsterdam um helgina og yrði þá strax farið að ræða málið. Sagði dr. Euwe, að ef Fischer færi ekki eftir þvi, sem Alþjóöaskák- sambandið segði til um, þá myndi hann missa réttindin til að tefla við Spassky. Ef svo færi, þá myndi Spassky tefla um heims- meistaratitilinn við Petrosjan. Að lokum sagði Dr. Euwe, að ákvörðun um hvar einvigið færi fram yrði tekin 2. mai eða i siðasta lagi þann þriðja. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands tslands sagði i gærkvöldi, að afstaða Rússa væri skiljanleg. Hann sagði að ef FIDE tæki tillit til kröfu Rússa um að halda allt ein- vigið i Reykjavik, myndi islenzka skáksambandi að sjálfsögðu kanna það til þrautar, en eitt væri vist, timinn væri orðinn naumur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.