Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 28. aprfl 1972 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Verður þessi heimsókn þvi mjög góð æfing fyrir íandsliðið, sem heldur til Belgiu 16. mai til að leika þar tvo landsleiki við Belgiu- menn. Leikirnir eru liður i forkeppni Heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu — en lokakeppnin fer fram i Vestur-Þýzkalandi 1974. Verður Morton fimmta skozka 1. deildarliðiö, sem kemur hingað i keppnis- ferðalag s.l. áratug. Hin liðin eru: Dundee, St. Mirren, Hearts og Dundee Utd. Morton er i miðri 1. deild i Skotlandi um þessar mundir. Við munum segja nánar frá liðinu siðar hér á iþróttasiö- unni. SOS. Stevc Chalmers (h.útherji) — frægasti ieikm Morton var keyptur frá Celtic isvu. nann skoraöi úrsiita markið fyrir Celtic gegn Intcr Milan — þegar Celtic sigraði Evrópukeppni mcistaraliða i Lissabon 1968. Chalmers hefur leikið 5 landsleiki fyrir Skotland. Á myndinni er hann að skora með skalla f skozku 1. deiidinni. Sigurður Daviðsson, KR 37,8 Kristján Astráðsson, A 37,7 Þórir Kjartansson, Á 37,0 í flokkakeppninni hefur sveit KR forustu, er með 136,9 Armann hefur 131,1 stig. stig, en í stúlknaflokki er staðan þessi: Elin Birna Guðmundsd. A 17,3 Edda Guðgeirsd. A 14,9 Brynhildur Ásgeirsd. Á 12,3 Það skal tekið fram, að Bryn- hildur hefur 12,3 stig eftir tvær umferðir, en tvær þær fyrrnefndu hafa lokið þremur umferðum. Eins og fyrr segir, lýkur mótinu i kvöld og fást þá úrslit. Hefst keppnin kl. 20. Morton til Islands Nú er talið fullvist, að skozka 1. deildar- liðið i knattspyrnu, Morton, komi hingað til landsins i mai n.k. i boði KR og FH. Morton mun vænta- lega leika hér tvo leiki á Laugardals- vellinum — báða við landsliðið, 7. og 9. mai, og e.t.v. þriðja leikinn við félagslið. - í næsta mánuði á vegum KR og FH SPENNANDIFIM LEIKAKEPPNI - úrslit í Laugardals höllinni f kvöld Alf-Reykjavik. Fimleikamót íslands hófst i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld, en mótinu lýkur i kvöld, föstu- dagskvöld, og verður þá keppt i frjálsum æfingum. Keppnin fyrri daginn var mjög jöfn og skemmtileg, einkum i karlaflokki, þar sem úrslit eru mjög tvisýn. Staðan i karlaflokki er þessi: Danir eru óhressir Danskir handknattleiksmenn eru ekki ánægðir þessa daganna — eru þeir mjög óánægðir með þann riðil, sem þeir lentu í á Ólympiuleikunum í MCfnchen. En þeir eru i riðli með Svium, Itúss- um og Pólverjum. Telja dönsku handknattleiks- mennirnir mjög litla möguleika á framhaldi á Ólympiuleikunum — þ.e. að vera i 1. eða 2. sæti i riðli sinum. Benda þeir á að Pólska landsliðið sé orðið það sterkt að fáar þjóðir geta talið sér sigur visan i landsleik gegn þeim. Það boðar ekki góð tiðindi, ef frændur okkar Danir, eru farnir að kviða — það er ekki þeim likt. Til gamans má geta þess, að islenzka landsliðið sigraði þaö pólzka 21:19 i undankeppninni á Spáni i s.l. mánuði. SOS. Víkingur og Þróttur leika í Rvíkurmóti í kvöld Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu verður fram haldið i kvöld með leik Vikings og Þróttar. Hefst hann kl. 20. Landsliðsæfingarnar eru mjög vel sóttar — segir Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari. Nokkrum nýjum leikmönnum bætt i hópinn væri mætt á landsliðsæfingar, sem nú eru byrjaðar af fullum krafti. Búið er-að bæta fjórum nýjum , Þegar íþrottasiöan hafði sam- band við Hilmar Björnsson lands- liðsþjálfara i Handknattleik, i gær — sagöi hann, að mjög vel leikmönnum við landsliðshópinn, sem lék á Spáni — þeir eru Þor- steinn Björnsson Fram, Einar Magnússon Viking, Sigurður Einarsson Fram og Guðjón Magnússon Viking. Þá hefur Bjarna Jónssyni, verið sent bréf til Danmerkur, og honum boðið að æfa með hópnum i sumar. En ekki er komið svar frá honum. Allir hinir leikmennirnir eru bún- ir að gefa ákveðið svar, um að þeir séu tilbúnir að leggja hart að sér við æfingar i sumar. Hilmar sagði, að nokkur forföll væru i hópnum — Axel Axelsson væri ekki alveg búinn að ná sér, eftir meiðsli þau, sem hann hlaut á Spáni. Agúst Ogmundsson er meiddur i öxl, Einar Magnússon snéri sig á ökla á fyrstu landsliðs- æfingunni s.l. mánudagskvöld. Þá liggur Geir Hallsteinsson á spítala, þar sem er verið að taka úr honum kirtla . Það má búast við að þessir leik- menn, geta byrjað að æfa með hópnum i næstu viku — og verður þeim þá örugglega fagnað af landsliðshópnum og forráða- mönnum. Einar Magnússon hefur verið valinn i landsliðshópinn, en er strax kominn á sjúkralista. SOS. HflNS SCMIDT FÆR EKKI AÐ KEPPfl FRAMAR Hinn heimsfrægi v-þýzki hand- knattleiksmaður Hans Scmidt, stórskytta og risi — mun ekki framar fá að leika handknattleik á v-þýzkri grund. Ástæðan fyrir þvi er agabrot, hann neitaði að taka þátt i fjögra landa keppni í handknattleik, sem fór fram i Prag fyrir stuttu — nema að hann fengi að hafa með sér i keppnina, einn leikmann frá Gummelsbach, sem hann sagðist ekki geta verið án í keppninni. Þýzka handknattleikssam- bandið, lét ekki bjóða sér þvilfkar hótanir — nú hefur sambandið sett Scmidt i keppnisbann, og fær hann ekki framar að leika i Þýzkalandi — verður hann þvi ekki með v-þýzka landsliðinu á Ólympiuleikunum i Munchen. Er þetta mikill missir fyrir þýzka liðið, þvi að Scmidt hefur verið bezti maður liðsins undanfarin ár. Hans Scmidt er Rúmeni að upp- runa, en leitaði hælis sem póli- tiskur flóttamaður i V-Þýzka landi. Hann var i heims- meistaraliði Rúmena og var þá af mörgum talinn bezti handknatt- leiksmaður i heimi. Hann gat skotið hvenær sem hann vildi og átti frábærar linusendingar. Scmidt hefur tvivegis komið til Islands, fyrst með v-þýzka lands- liðinu 1968 og svo með félagsliöi sinu Gummersbach 1969, en þá var liðið Evrópumeistarar. Nú er spurningin: „Hvað verð- ur um þennan frábæra hand- knattleiksmann?” Heyrzt hefur að Hollendingar, hafi boðið honum gull og græna skóga, ef hann kæmi til Hollands til að leika handknattleik. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.