Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. april 1972 TÍMINN 9 ÚJgefandl; FrawtökttarfioRKurinn Framkvaemdastióri; Krlstfán Bene’dlktisou, Rjtstjóran ..•:•:••• ■:: Þárarlnsson fáb);■:■Andrés :XflsHénSSOlV:Jón: HaiSiaíOrt,: Ihdriði:::: : G. Þorsteinsson og Tómas KBrtwo«>: Au^lysingastióri: Stcirt- :■:■:■:■:■: grimur Gislason. RUstjórnarskrtfstotur f £ddu)lú»ÍOU, SÍItiar 18300 — 183Q6, Skrif^tofur Bapkastræfi 7. — Afor?t55ÍtisimÍ 12323. Auglýsirtgasímj 19523, AOror skrifstofur simi 18300. Áikriffaráíald Rr. 22Í.0Q á mánuat Innanlands. í ladsasölu Rk lí.OO alntakl'5. — fiiaSaprent h.f. (Offsat): Getum við beðið? í tilefni af fullyrðingum brezka þingmanns- ins Patri Wall i sjónvarpsþættinum sl. þriðju- dag um( að fiskistofnarnir séu ekki i hættu og heppilegast væri fyrir alla að koma á alþjóð- legu samkomulagi um skiptingu veiðinnar við ísland, er ekki úr vegi að rif ja hér stuttlega upp nokkur atriði úr erindi, sem Ingvar Hallgrims- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, flutti i september sl. Um reynsluna varðandi svæðasamkomulag um takmörkun veiða utan fiskveiðilögsögu sagði Ingvar, að hún hefði sýnt, að i reynd virt- ist ógerningur að ná sliku samkomulagi fyrr en komið væri i algjört óefni. ★ Norðmenn gengu i skrokk á smásildinni þrátt fyrir sifelldar aðvaranir. ★ Þess má einnig minnast, að fyrir nokkrum árum óskuðu íslendingar eftir alþjóðlegum verndaraðgerðum vegna smáfisksveiða undan Norðausturlandi. Niðurstaðan varð sú, að ekki var fallizt á neinar aðgerðir — i rauninni af þeim sökum.að ekki var enn komið i algjört öngþveiti. ★ Á Georgs-banka við austurströnd Bandarikj- anna voru gjöful ýsumið, sem hafa veitt allgóð- an afla undanfarin ár, eftir að nokkrir sterkir árgangar komu i aflann og hann óx. Þá flykkt- ust þangað stórir togarar og móðurskip, aðal- lega rússnesk — og ýsan var gjörsamlega upp- urin á skömmum tima. Nú er svo komið, að ekki svarar kostnaði að stunda ýsuveiðar á Georgsbanka, og hafa Rússar og Bandarikja- menn nú gert með sér samkomulag um að fella niður veiðar næstu 3 árin. Það er eftirtektar- vert i þessu sambandi, að ekki var gert neitt samkomulag milli þessara þjóða meðan stofn- inn var enn veiðibær. Það náðist fyrst þegar stofninn hafði verið urinn upp og arðbærar veiðar lagzt með öllu niður. Þessi er reynsla okkar íslendinga. Eftir þessu ástandi erum við staðráðnir i að biða ekki. ★ útlendingar taka 50% af aflanum á íslands- miðum. Það er skoðun fórstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar, að afli úr helztu fiski- stofnunum á íslandsmiðum verði tæpast auk- inn frá þvi, sem nú er, en við höfum þörf á að halda okkar aflamagni og helzt auka það. Rikj- andi ástand á íslandsmiðum á sýnilega eftir að stórversna, ef ekkert verður að gert. Ástæðan er sú, að fyrirsjáanleg er umtalsverð aukning i ásókn útlendinga á islenzk fiskimið. Þar verð- ur ekki aðeins um Breta og Vestur-Þjóðverja að ræða, heldur fyrst og fremst Rússa, Pól- verja og jafnvel Japani, eins og mál horfa nú. Þess vegna munum við færa fiskveiðilög- söguna út i 50 sjómilur 1. september n.k. Frá þvi munum við ekki hvika. Þannig ætlum við að halda hlut okkar og smátt og smátt auka hann með skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna ogaukinni friðun. —TK Arnaud de Borchgrave, Newsweek: Papadopoulos hefur nú öll vö d í Grikklandi Einræðisstjórn hans virðist föst í sessi Á SVÖLU aprilkvöldi árið 19(>7 hrifsaði hópur lítt kunnra hershöfðingja völdin i Grikklandi og batt þar með endi á nýjustu viðleitni þjóð- arinnar til lýðræðis. Hin nýja rikisst jórn hneppti 700» Grikki i fangelsi vegna stjórnm álaskoða na , og nokkrir tugir voru látnir sæta pyndingum, en um- heiminn hryllti við ein- ræðinu nýja. Arnaud de Borchgrave ritstjóri við timaritið Newsweek lauk hringferð um Grikkland rétt um það bil, sem hers- höfðing jastjórn Georgcs Faiiadopulosar undirbjó hátiöahöld i tilefni fimm ára afmælis sins, og simaöi liann blaði sinu eftirfarandi frá- sögn: STJÓRN Papadopoulosar sýnist föst i sessi, svo fremi að ekki gerist einhverjir óvæntir atburðir, en á þvi getur lengi verið von, þar sem stjórnar- byltingar og morð stjórnar- leiðtoga hafa tiðast legið i landi. Stjórnin er þegar orðin langlifari en aðrar einræðis- stjórnir i landinu, en stjórn John Metaxas hershöfðingja, sem sat að völdum hálft fimmta ár. á timabilinu milli heimsstyrjaldanna, átti áður það met. Stjórnarandstaða er höfð á orði, —• en er naumast annað en orðin tóm. Eins og stendur er ekki til neitt afl, sem getur boðið stjórninni birginn. Papadopoulos hefir unnið markvisst að þvi að fjarlægja hugsanlega keppinauta og óróaseggi innan hersins. Fyrsta stjórnarár hans voru 3500 foringjar látnir hætta störfum i hernum vegna kon- ungs hollustu eða hneigðar til stjórnarandstöðu. 91 hers- höfðingi gegnir nú störfum i hernum, og aðeins tveir af hverjum þremur höfðu náð þeirri tign áður en hers- höfðingjarnir gerðu stjórnar- byltinguna 21. april árið 1967. Papadopoulos hefir enn- fremur gert flesta samstarfs- menn sina við byltinguna skaðlausa með þvi að láta þá hverfa frá störfum i hernum og ,,hækka” þá i tign i ráð- herrastöður, sem engin raun- veruleg völd fylgja. Sjálfur er hannenn forsætisráðherra, en veitir auk þess forátöðu utan- rikisráðuneytinu, varnamála- raðuneytinu og þvi ráðuneyti, sem fjallar um stefnu stjórnarinnar. Fyrir rúmum mánuði gerðist hann einnig rikisstjóri, en þeim embættis- manni er að nafninu til ætlað að halda volgu hásæti Konstantins konungs, sem nú dvelur i útlegð á Italiu. PAPADOPOULOS er bóndasonur, fimmtiu og tveggja ára að aldri. Aðferðir hans sem einræðisherra eru afar hispurs- og hiklausar eins og gleggst má sjá af þvi, hvernig hann fór að þvi að leggja undir sig embætti rikis- stjóra. Hann hafði sjálfur gert George Zoitakis hershöfðingja að rikisstjóra, en hann er sextiu og tveggja ára. Svo er að sjá sem Zoitakis hafi verið farinn að taka em- bætti sitt of alvarlega. Hann hætti að láta sér nægja að undirrita tilskipanir og taka opinberlega á móti sendi- herrum, var farinn að hafa samneyti við stjórnarand- stæðinga, snerist gegn tilraun rikisstjórnarinnar til að koma Markariosi erkibiskupi frá sem forseta á Kýpur og mælti með viðræðum við Konstantin konung, sem flúði til Italiu seint á árinu 1967, þegar út um þúfur fór tilraun, sem Papadopoulos hann lét gera til gagn- byltingar. UM þverbak keyrði svo þegar Zoitakis neitaði að stað- festa tilskipun rikisstjórnar- innar um fjölgun i lögreglu- liðinu um 1000 manns, sem velja átti úr Alkimoi, en það er æskulýðshreyfing fasista, sem legið hefir i dvala siðan heimsstyrjöldinni siðari lauk, en rikisstjórn Papadopoulosar hefir i kyrrþey vakið til lifsins að nýju. Þegar þetta gerðist rak Papadopoulos Zoitakis svo skyndilega frá forsetahöllinni, að hann var bókstaflega skil- inn eftir á gangstettinni með hafurtask sitt og stóð þar uppi vegalaus. Papadopoulos tók sjálfur að sér að gegna em- bætti rikisstjo'ra samhliða forsætisráðherraembættinu. PAPADOPOULOS hefir óneitanlega sýnt stjórnmála- kænsku við að treysta völd sin, en hann hefir einnig notið i rikum mæli góðs af miklu meiri velgengni í efnahags- málum en gert hafði verið ra'ð fyrir . Hagvöxtur nemur 7,5 af hundraði i Grikklandi, og flestir Grikkir vildu vist helzt gleyma öllum stjórnmálum að sinni og snúa sér þess i stað að þvi að njóta ávaxtanna af vel- gengninni. Um 200 þúsund bilar lögðu af stað frá Aþenu og Piraeus fyrir páskana og fluttu um 600 þúsund manns, sem ætluðu að njóta fjögurra daga páska- leyfis upp i sveit eða úti við ströndina. (Fyrir tiu árum voru ekki til nema 57 þúsund bilar i Grikklandi). Grikkir i páskaleyfi troðfylltu einnig ferjur, jarnbrautarlestir og gistihús, enda voru þeir miklum mun fleiri en erlendir ferðamenn, enda þótt erlendir vorgestir væru að þessu sinni 80 af hundraði fleiri en þeir voru fyrra. NEYZLUBYLTINGIN er ekki einskorðuð við höfuð- borgina. Ég ók um allt Grikk- land og sá með eigin augum, að verzlanir i smábæjum voru fullar af sjónvarpstækjum, segulböndum og mynda- vélum. Sjónvarpsnotendur nema tveimur milljónum, en ibúar landsins eru 8,7 milljónir, og nú er þéttur skógur sjónvarpsloftneta i þorpum, sem ekki voru farin að fá rafmagn fyrir fimm árúm. I Mesolongion rakst ég á verzlun eina, sem var full af marglitum baðkörum, en það er alger nýjung til sveita i Grikklandi. Árstekjur á mann i Grikk- landi svöruðu til 816 dollara fyrir fimm árum, en jafngilda nú 1221 dollar, og þess vegna fjölgar þeim Grikkjum veru- lega, sem hafa auraráð til að veita sér hvers konar neyzlu- varning. Þúsundir flykkjast á hverju kvöldi að grænu borðunum i spilahöllunum uppi á Parnes fyrir utan Aþenu. Þangað sækja auð- vitað nýrikir bilakaupmenn, sölumenn sjónvarpstækja og eiginkonur yfirmanna i hernum. TILVERAN er ekki aðeins þolanleg i Grikklandi, heldur blátt áfram ánægjuleg fyrir þá að minnsta kosti, sem tekst að halda hreinum skildi i stjórn- málunum. Fjöldi launaðra njósnara hjálpar rikisstjórn- inni til að fylgjast með á þvi sviði og þeir, sem snúast til virkrar andstöðu viö rikis- stjórnina, eiga enn erfitt upp- dráttar. Stjórnin hefir þó heldur slakað á hinum harðari tökum ,,papadoræðisins” undangengna mánuði. Þeir, sem i fangelsi sitja fyrir stjórnmálaafbrot, eru ekki orðnir nema 343, og flestir sagðir sitja inni fyrir by 11 i n g a r t i I r au n i r eða skemmdarverk. Hömlur á prentfrelsi hafa verið afnumdar að nafninu til, en talið er þó óhyggilegt að hafa að engu strangar reglur rikisstjórnarinnar um, hvað taliztgeti prenthæft. Róttækar bókmenntir eru á boðstólum i bókabúðum, og i leikhúsum er hvað eina sett á svið, allt frá Brecht til Ionesco. En verði einhverjum ibúa i smáborg á að biðja um „byltingarbók”, ersennilegt, að lögreglan taki hann til yfirheyrslu. Vera má, að Grikkir séu yfirleitt hættir að óttast fangelsanir án dóms og laga, en þeir láta þó skoðanir sinar enn i ljós af varúð — stakri varúð. t GRIKKLANDI rikir einræði fasista, mælt á vest- rænan mælikvarða. Sé hins vegar borið saman við rikjandi ástand i ná- grannalöndunum verður skiljanlegra, hvers vegna Grikkir taka örlögum sinum með meira jafnaðargeði en höfundar forustugreina i vestrænum blöðum. Grikkir standa framar öðrum Balkan- þjóðum að þvi er snertir and- legt frelsi og velmegun, ef til vill að Júgóslövum undan- skildum. En þetta á einungis við i samanburði við nágrannana, og lýðræðið stendur á gömlum merg i Grikklandi. Fáir sakna að visu óreiðunnar, sem rikti i landinu áður en hers- höfðingjarnir hrifsuðu völdin, enda var lýðræðið ekki á marga fiska þá. Eigi að siður gætir sums staðar mikillar óánægju yfir þvi, að Papadopoulos skuli ekki vinna að endurreisn lýöræöisins, eins og hann hefir hvað eftir annað fullvissað landsmenn um að hann ætlaði að gera. Litlar horfur virðast á, að Papadopoulos ætli að efna loforð sin um endurvakningu lýðræðisins, hverju svo sem hann kann að hafa heitið ráða- mönnunum i Washington fyrir margendurtekna hernaðarað- stoð. Griski einræðisherrann er herkænn i bezta lagi, en framtiðarstefna hans er á huldu, nema hvað hann virðist vilja tryggja eigin völd. Geri hann ráð fyrir, að forsetatign tryggi honum völd i fimm ár i viðbót, mun hann reyna að fá konungsveldið afnumið með þjóðaratkvæða- greiðslu. PAPADOPOULOS reynir af ráðnum hug að gera veg konungsveldisins sem minnstan og má af þvi marka, hvað hann ætlast fyrir. Orðið „konunglegur” hefir verið numið burt úr heitum allra rikisstofnana. Mynd konungs er á nýrri mynt, en skjaldar- Framhald á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.