Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 28. apríl 1972 Manni finnst, eftir lestur Sögu Sauðárkróks, sem nú er orðin tvö gild bindi, að senn komi að þvi,að Skagafjörður verði allur kominn i bækur. Aður var kominn út mikill bálkur skagfirzkra fræða með frásögnum af Asbirningum og fleiri forverum, en framhald þessara fræða er m.a. Sauðár- krókssagan eftir þann snjalla mann, Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Unnið er nú að þriðja og siðasta bindi þessarar sögu, og mun fylgja nafnaskrá. Óhætt mun að fullyrða, að sjaldan hafi farið betur saman fróðleikur ýmiss konar og skemmtun en einmitt i þessu verki. Af nógu er að taka til skemmtunar, þvi að fátt eitt hef- ur verið sviplitilla manna á staðnum og mun svo enn, þótt sið- ari tima stöðlun á umgengnis- venjum og öðrum lifsháttum sniði mörgum nokkuð þröngan stakk þar eins og annars staðar. I sjálfu sér er hvert bindi sögunnar feikna mikið verk. bau eru þung, og það er eins vist að finriist einhverjum, sem farg hvili á sér, vakni hann upp að nóttu til, þá hafi hann sofnað út frá Sögu Sauðárkróks, og hún liggi þarna einhvers stað- ar ofan á honum i myrkrinu. Nú, en þess ber að gæta, að áður hafa gildar bækur komið úr Skaga- firði, svo sem Guðbrandarbiblia. Lesandi, sem áður taldi sig nokkuð kunnugan á Sauðárkróki, fær alveg nýja innsýn i sögu staðarins og mannlifið þarna á mölinni undir Nöfunum við lestur verksins. bað sem áður var aö- eins ilmur úr kramvörubúð á Sauðárkrókur árið 1902 tima sæluvikunnar, er orðið að söltuðum eða reyktum Drang- eyjar-fugli, hreppsþyngslum, baráttu fyrir hærra kaupi, og börnum, sem Hansina, kona Jón- asar Kristjánssonar læknis, taldi of klæðlitil. Hijin forni ilmur ber einnig með sér bjartari hliðar mannlifsins, eins og leik og söng og aðra heimslyst, vegna þess að þrátt fyrir allt hefur fólk kunnað að lifa vel á Sauðárkróki. Um það ber sagnaritið um staðinn vitni, þótt hinu sé ekki að neita, að þar hafa komið erfið ár, eins og i svo mörgum sjávarplássum. En á iyrstu lugum þessarar aldar munu þó aldrei hafa þekkzt þau harðindi, sem þeir máttu búa viö, sem bjuggu i þorpum, sem engin héruð höfðu að baki. Sauðárkrók- ur hefur aldrei veriö staður, þar sem fólk haföi ekki að öðru að hverfa en fjörukambinum. bess vegna hefur mannvistin þar verið fjölþættari og litrikari en ibúatal- an og afkomuskýrslur gefa til kynna. bað var lika staðreynd, og svo er enn i dag, að héraðsbúar höfðu aldrei neitt á móti þvi að skemmtasérá Króknum. bangað l'luttu þeir afurðir sinar. bar ..Bændakórinn". Kreinri röð f.v. borbjörn Björnsson, Heiði, Sigurður Sigurðsson. Geirmundarstöðum, Sæinundur ólafsson, I)úki, Benedikt Sigurðsson. Kjalli. Aftari röö: Sigurður Skagfield, Brautarholti, Bjarni Sigurðsson. Giæsibæ, Fétur Sigurðsson söngstjóri, Mel, Kristján Han- sen. Sauðárkróki, borvaldur Guðinundsson, kennari, Sauðárkróki. Jón Ósmann við ferjumannsskýlið eyddu menn og seldu eftir beztu getu, áður en þeir héldu heim til að sofa úr sér sæluvikuna, sem ekki var alltaf bundin viö sýslu- fundinn. Margir efndu í sínar privatveizlur að haustinu, eða þá að aflokinni ullarferð. brátt fyrir það, að viða i þessu verki séu sagðar skemmtilegar og athyglisverðar sögur af ein- stökum mönnum, háttum þeirra og viðbrögðum, sér þó á fyrir þá, sem þykjast hafa nokkra þekk- ingu á gamanmálum og „brandarakörlum” nyrðra, að Kristmundur Bjarnason fjallar um menn af itrustu kurteisi. Slikt er góðra gjalda vert, enda spurn- ing, hvert erindi hiö stilfærða grin á i alvörubækur. En hvar á það að geymast? beirri spurningu þarf Kristmundur auðvitað ekki að svara.Auðvitað er atvinnusaga og félagsmálasaga staðarins skráð i þessu verki. bar kemst allt til skila, og einnig bindindispexið mikla, sem fáir skilja nema þeir, sem gera sér i hugarlund, i hvert óefni brennivinsdrykkjan var komin um það bil sem bindindis- hreyfingin sá dagsins ljós hér á landi. Hún hlaut nauðsynlegan og ágætan byr i upphafi og þess voru dæmi, ekki þó endilega á Sauðár- króki, að gamlir skeggjaðir brennivinsberserkir ynnu bindindisheit sin með tárin i augunum, upphafnir i hrolli afturbatans. beir féllu kannski siðar, en það skipti ekki megin- máli. Atök urðu út af smávægilegustu atriðum. Einn af ágætustu borgurum Sauðárkróks, tsleifur Gislason, sat aldrei lengi á strák isleifur Gislason sinum i einu. Hinn opinberi vett- vangur hreppsins, sjálf hrepps- taflan, var honum ekki heilagri en annað. Kristmundur rifjar upp margvislega notkun hreppstöfl- unnar, sem fest var á gamla barnaskólann og lokaðist að ofan af skrautlegri burst. A sama tima var viða til siðs aö notast við snautlega simastaura undir hinar ýmsu tilkynningar. ísleifur Gisla- son, þessi mannlega brjóstbirta staðarins, þurfti svo sem að nota hreppstöfluna oddvitanum til ar- mæðu. bað gerist i januar eitt árið, að hann hengir eftirfarandi samtal upp á töfluna, og er þetta gripið úr siðara bindi Sauðár- krókssögu: Heyrðu, sankti Pétur, sagði Guðmundur heitinn gjalddagi, hvers vegna seturðu rautt strik á sumar sálirnar, um leið og þær fara hér inn? Ég geri það til að sjá hvaða sál- ir það eru, sem að ástæðulausu drógu og drógu að greiða sóknar- gjöldin sin. Já, mig grunaði þetta alltaf meðan ég var þarna niðri, þess vegna borgaði ég alltaf á réttum gjalddaga. Oddvitinn festi litlu siðar eft- irfarandi auglýsingu á töfluna: Auglýsingatafla hreppsins er ekki leyfð til birtingar á neinu þvi, sem er óviöurkvæmilegt að efni eða búningi. Isleifur frétti af þessu, og i út- mánaðagrranum snaraðist hann með svar sitt á töfluna og skrifaði eftirfarandi: Með þvi ég þekki engar reglur fyrir þvi hvernig auglýsingar, sem festar eru upp á þessa töflu, Jónas Kristjánsson eiga að vera að efni og búningi, þá treysti ég mér naumast til að taka aðvörun oddvitans til greina. Seg- ir siðan,að liklega sé réttast að taka aðvörunina sem skrýtlu. briðji aðili, sem enginn veit hver hefur verið, kom svo og lauk þessu vetrarstriði á hreppstöfl- unni með þvi að skrifa neðan und- ir tilkynningar málsparta orðin: Dans á eftir. brátt fyrir þetta innskot um ei- lifðarmálin og mannssálir yfir- strikaðar með rauðu, gleymdi ís- leifur þvi ekki,að hann var kaup- maður. En þegar hann auglýsti vöru sina fór hann yfirleitt ekki beint að efninu. Löngu eftir vetrarstríðið á hreppstöflunni vildi tsleifur selja reyktan rauð- maga, en átti auk þess á stundum reyktan lax og niðursoðið fisk- meti, eins og hann orðaði það. En auglýsingu sina um reykta rauð- magann hóf hann á svofelldum orðum: bað er nú borið til baka, að barn hafi farið inn i trumbuna meðan lúðraflokkurinn spilaði hér.bað þykir og hæpin ættfærsla að söngstjóri lúðraflokksins áé systursonur Hitlers, af fyrra hjónabandi, en hitt er óyggjandi vissa, að hjá undirrituðum fæst reyktúr rauðmagi, o.s.frv. Annar kaupmaður, ekki siður frægur, sat ■ á Sauðárkróki um tima, sjálfur Sveinn Gunnarsson frá Mælifellsa, höfundur Veraldarsögu og Ævisögu Karls Magnússonar, sem nýlega var birt undir öðru nafni sem fram- haldssaga hér i Timanum. Hann kemur vist ekki til sögunnar fyrr en i þriðja bindinu —■ eða hún Sr. Hálfdan Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.